Lögmannablaðið - 01.12.1995, Blaðsíða 8

Lögmannablaðið - 01.12.1995, Blaðsíða 8
við 48. gr. Rómarsáttmálans. Áfrýj- unardómstóllinn treysti sér þó ekki til að skera úr um síðast greint at- riði og skaut því til Evrópudóm- stólsins og bað um forúrskurð (úr- skurður á grundvelli 177. gr. Róm- arsáttmálans). EB-dómstóllinn var sammála niðurstöðu áfrýjunardómstólsins. Þrátt fyrir að skattlagningarréttur félli utan Rómarsáttmálans og væri alfarið í höndum aðildarríkjanna sjálfra, yrði skattlagningarvaldinu að vera beitt í samræmi við löggjöf ESB. Dómstóllinn kvaö upp úr um að þrátt fyrir að skattlagningarvald- ið óumdeilanlega félli utan marka Rómarsáttmálans, þá mætti ekki beita því valdi á þann veg, að fólki væri mismunað eftir þjóðerni. I því máli, er hér um ræðir, taldi dóm- stóllinn að um væri að ræða mis- munun, þ.e.a.s. þegar S, sem ekki hafði heimilisfesti í Þýskalandi, en hafði nær eingöngu tekjur í því landi, fengi aðra skattalega með- ferð en sá, er heimilisfesti hefði í Þýskalandi, en væri að öðru leyti í nákvæmlega sambærilegri stöðu og S. S hefði ekki möguleika, vegna tekjuleysis í Belgíu, að njóta þeirra skattalegu fríðinda er þeir, sem heimilisfesti hafa þar, njóta alla jafna, s.s. persónuafslátt, frá- drátt vegna fjölskyldu o.s.frv. EB-dómstóllinn kvað upp annan forúrskurð svipaðs efnis, þ.e.a.s. hann kom inn á skattalög tveggja aðildarríkja, Hollands og Belgíu. Forsaga málsins er sú, að belgískur sjúkranuddari stundaði sjálfstæða starfsemi í Hollandi. Hann var heimilisfastur í Belgíu og bar því takmarkaða skattskyldu í Hollandi. Honum var neitað um að draga frá tekjum sínum iðgjöld í eftirlauna- sjóð í Hollandi áður en að skatt- lagningu kæmi. Þessi heimild fellur aðeins í skaut þeirra, er hafa heim- ilisfesti í Hollandi. Þessu máli var skotið til EB-dómstólsins til forúr- skurðar. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu, að þetta væri óheimilt og brot á 52. gr. Rómar- sáttmálans, þ.e.a.s. brot á frelsi á staðfesturétti, einum af meginstoð- um ESB-samfélagsins. Þess má geta að til tals hefur komið innan ESB að setja sérstaka reglugerð um of- angreind álitaefni, en því hefur verið hafnað hingað til, þar sem þótt hefur verið of nærri sjálfræði ríkjanna gengið, en dómstóllinn hefur úrskurðað að mál, eins og að ofan greinir, verði að leysa í hverju einstöku tilviki fyrir sig, með forúrskurði eða hjá EB-dóm- stólnum. í framhaldi af þessum forúr- skurðum munu þýsk skattalög breytast til samræmis við niður- stöðu EB-dómstólsins og danir og svíar huga einnig að breytingum. Þessir forúrskurðir eru dæmi- gerðir fyrir markmiðstúlkun EB- dómstólsins á eðli ákvæða Rómar- sáttmálans. III. Oportósamningurinn eða EES-flísin. Spyrja má hvort slíkt tilvik gæti komið upp hér á landi eða öllu heldur hvernig tekið yrði á slíku tilviki kæmi það upp? Nú er Oportósáttmálinn, sem EES byggir á, þjóðréttarsamningur og ekki ætl- að að hafa bein réttaráhrif hér á landi. Tilgangurinn með EES-samn- ingnum er ekki sá og hinn sami og tilgangur Rómarsáttmálans, þ.e.a.s. markmiðið með EES er ekki alger samruni eins og ESB-löndin ætla sér með lagareglum ESB. Markmið EES er samt sem áður einsleitni og í Oportósáttmálanum er lögð áher- sla á samræmda túlkun sams kon- ar ákvæða í báðum sáttmálunum. íslenskur dómstóll gæti því leitað álits EFTA-dómstólsins við túlkun á ákvæðum EES-samningsins. Ef jafnræði á að ríkja meðal aðildar- ríkja EES, t.d. varðandi það grund- vallaratriði sem er svokallað fjór- frelsi, er ekki fráleitt að álykta sem svo, að íslendingar gætu átt von á svipaðri niðurstöðu, ef á það sama reyndi og í þeim málum, er hér hafa verið rakin. Hægt er að taka dæmi af sænsk- um einstaklingi, sem skattskyldur væri hér á landi á grundvelli 1. tl. 3. gr. laga nr. 75/1981, um tekju- skatt og eignarskatt. Við getum gefið okkur að hann sé launþegi og nær allar tekjur hans séu hér á landi, en hann hafi samkvæmt tví- sköttunarsamningi milli íslands og Svíþjóðar heimilisfesti í Svíþjóð og ber þ.a.l. ótakmarkaða skattskyldu þar. Þessi einstaklingur ber tak- markaða skattskyldu hér og skal því með álagningu hans fara skv. 71. gr. skattalaga. Hann hefði ekki heimild t.d. til að nýta sér heimild íslenskra laga um frádrátt frá skatt- skyldum tekjum (lög nr. 9/1984) vegna þess að hann hyggðist fjár- festa í atvinnurekstri hér á landi. Sú heimild byggist á því, að menn beri hér ótakmarkaða skattskyldu. Ef (því auðvitað er hér bara um kenningu að ræða) svo færi að mál svíans, sem starfaði hér, yrði dæmt eða úrskurðað á sama veg og mál belganna, gæti það leitt til þess að breyta þyrfti skattalögunum. Ef þetta yrði niðurstaðan, sem þó ekki er hægt að fullyrða neitt um á þessu stigi, þá er ljóst að þrátt fyr- ir að EES-samningurinn sé eins og lítil flís miðað við ESB-stólpann, sem gnæfir yfir nær allri Evrópu, getur þessi flís reynst oddhvöss sé stigið á hana. Elísabet Guöbjörnsdóttir, lögfræðingur (höfundur starfar í fjármálaráöuneyt- inu og vinnur viö gerð tvísköttunar- samninga). Útleiga á fundarsal Lögmenn geta nú fengið ieigðan fundarsal á jaröhæö í húsnæði félagsins undir t.d. skiptafundi, gerðardómsmál o.fl. Salurinn rúmar u.þ.b. 20- 25 manns ef setið er við borð en annars eru sæti fyrir um 35- 40 manns. Leiguverðið er 2.000 krónur fyrir klukku- stundina auk virðisaukaskatts. Innifalið er kaffi. Lögmenn eru nú þegar farnir að nýta sér þessa nýju fundaraðstöðu og líkar hún vel. Tekiö er viö pöntunum á skrifstofu L.M.F.Í. 8

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.