Lögmannablaðið - 01.12.1995, Blaðsíða 14
Auka-aðalfundur
L.M.F.Í. 31. október 1995
Reglur um starfsábyrgdartryggingar ogjjárvörshireilminga lögmantia
Aauka-aðalfundi Lögmanna-
félag íslands, sem haldinn
var þriðjudaginn 31. októ-
ber s.l., var fjallað um drög að regl-
um um starfsábyrgðartryggingar
annars vegar og reglum um fjár-
vörslureikninga lögmanna o.fl.
hins vegar. Einnig hafði verið fjall-
að um drög þessi á almennum fé-
lagsfundum 24. og 26. október.
A auka-aðalfundinum voru lagð-
ar fram nokkrar breytingartillögur
við upphaflegu drögin að reglun-
um. Verður hér lítillega gerð grein
fyrir því, sem fram fór á fundinum.
Starfsábyrgðartryggingar.
I upphaflegum drögum að regl-
um um starfsábyrgðartryggingar
var gert ráð fyrir því að í trygginga-
skyldu lögmanna fælist skylda til
að leggja fram starfsábyrgðartrygg-
ingu eða bankaábyrgð fyrir hugs-
anlegu tjóni af völdum gáleysis- og
ásetningsbrota lögmanns eða
starfsfólks hans.
Á félagsfundi þann 24. október,
þar sem drög þessi voru til um-
ræðu, voru kynntar hugmyndir um
að breyta þessu, þannig að trygg-
ingaskyldan næði einungis til þess
að leggja fram tryggingu fyrir gá-
leysisbrotum. Var tillaga um þetta
lögð fram á auka-aðalfundinum af
hálfu stjórnar félagsins. Nokkrar
umræður spunnust af þessu tilefni
um það hver tilgangur löggjafans
hefði verið, þegar málflytjendalög-
unum var breytt með lögum nr.
24/1995, og hvernig bæri að túlka
texta laganna með hliðsjón af
greinargerð með frumvarpi að
breytingalögunum. Töldu sumir
fundarmenn það ekki vera
nokkrum vafa undirorpið hver til-
gangur löggjafans hafi verið og vís-
uðu þar m.a. til þess þáttar, sem
L.M.F.Í. hefði átt í setningu lag-
anna. Einnig var vísað til orðalags
greinargerðarinnar. Höfuðmark-
miðið með setningu laganna hafi
verið neytendavernd og þá aðal-
lega gagnvart hugsanlegum ásetn-
ingsbrotum lögmanna. Einnig væri
markmiðið að nota tryggingarnar
sem lið í því að bæta ímynd lög-
mannastéttarinnar. Breytingartil-
laga stjórnarinnar fæli í sér verulegt
frávik frá lögunum og væri and-
stæð þeim.
Fylgjendur tillögunnar töldu það
vera andstætt meginreglum vá-
tryggingaréttarins að menn gætu
tiyggt sig fyrir eigin ásetningsbrot-
um. Slík lagaskylda væri mjög
íþyngjandi fyrir lögmenn og þvi
þyrfti lagaákvæði um trygginga-
skyldu vegna ásetningsbrota að
vera alveg skýrt og ótvírætt. Ekki
væri nóg að vísa til orðalags grein-
argeröar með lagaákvæðinu. Þá
var á það bent að ef lögmenn yrðu
skyldaðir til að kaupa sér trygging-
ar fyrir gáleysis- og ásetningsbrot-
um myndi það leiða til stórfelldrar
hækkunar iðgjalda og jafnvel leiða
til þess að sumir lögmenn hrökkl-
uðust úr stéttinni og jafnframt
myndi það takmarka aðgang nýrra
manna í stéttina.
í atkvæðagreiðslu um breyting-
artillöguna við drögin að reglunum
voru 40 fundarmenn tillögunni
fylgjandi en 7 á móti. Aðrar breyt-
ingartillögur voru samþykktar með
öllum greiddum atkvæðum. Drög-
in aö reglunum, þannig breytt,
voru síðan samþykkt samhljóða.
Fjárvörsiurreikningar lögmanna
o.fl.
í umræðum um drög að reglum
um fjárvörslureikninga lögmanna
o.fl. komu fram fjórar breytingartil-
lögur, þar af tvær, sem nokkrar
umræður spunnust út af. Sú fyrri
þeirra var tillaga frá Ævari Guð-
Vörumerkjaréttur -
helstu meginreglur
eftirjón L. Arnalds, héradsdómara.
Bókin er 200 blaðsíður. Útg. Bókaútgáfa Orators. Verð kr. 3.600,00.
Svo sem heiti bókarinnar og lengd gefur til kynna verður bókín
frekar að flokkast sem yfirlitsrit en sem flókið fræðirit. Höfundur hef-
ur tekist á hendur það erfiða verkefni, að gefa stutt yfirlit yfir hið að
ýmsu leyti flókna en raunhæfa réttarsvið sem vörumerkjarétturinn er.
Tæpt er á flestum atriðum, er máli skipta, til að öðlast yfirsýn en þó
aö sýnti mest áhersla lögð á efnisleg skilyrði vörumerkjaréttar og þá
sérstaklega á skilyrði fyrir skráningarhæfi. Þessi efnistök hljóta að telj-
ast heppileg með tilliti til umfangs bókarinnar enda skilningur á þess-
um hluta vörumerkjaréttarins nauðsyn til skilnings á vörumerkjaréttin-
um í heild.
Einar Gunnarsson., hdl. (höfurKiur starfaðí sera fulltrúl á lögrrannsstofu en er nú
við frambaldsnám í lögfræöi í ISforegi).
14