Bæjarins besta

Útgáva

Bæjarins besta - 12.02.1992, Síða 12

Bæjarins besta - 12.02.1992, Síða 12
Lítið inn eða hringið, áðuren þið ie'rtið annað i -PRENT H SÓLGÖTU 9 ÍSAFIRÐI F H 4560 S 4570 Pöbbinn opinn föstudagskvöld kl. 23-03. Lokað laugardagskvöld. Verið velkomin Víkurbær Skemmtistaður BolungarvíkS7130 • Niðursuðuverksmiðjan á ísafirði. Stærstu kröfuhafar á ísafirði og í nágrenni íhuga nú að breyta þeim peningum sem boðnir hafa verið í skuldaskilasamn- ingi fvrirtækisins í hlutafé. Isafjörður: Heimamenn íhuga kaup á meirihluta hlutafjár í Niðursuðuverksmiðjunni NOKKRIR af stærstu kröfuhöfum á ísafirði í Niðursuðuverksmiðjuna hf. hafa að und- anförnu fundað saman um hugsanleg kaup þeirra á meirihluta hlutafjár í fyrirtækinu. Hafa þeir m.a. átt viðræður við Jónas Inga Ketilsson hjá Lögfræðiskrifstofu Tryggva Agn- arssonar í Reykjavík, sem fer með málefni Niðursuðuverksmiðjunnar hf. Skipuð hefur verið þriggja manna vinnunefnd sem í eiga sæti þeir Smári Haraldsson bæjarstjóri, Oskar Eggertsson, framkvæmdastjóri Pólsins og Magni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Neta- gerðar Vestfjarða hf. og munu þeir kanna möguleika á að lialda meirihluta hlutafjár í Nið- ursuðuverksmiðjunni hf. heima í héraði en eins og kunnugt er hefur fyrirtækið Marfang hf. í Reykjavík lýst áhuga sínum á að koma með 45 milljónir króna inn í fyrirtækið að uppfylltum ákveðnum skilyrðum og eignast þar með meirihluta í fyrirtækinu. Jónas lngi Ketilsson sagði í samtali við blaðið að um 20 fyrirtæki á ísafirði og ná- grenni hefðu komið sér sam- an um að kanna möguleika á að láta inn sem hlutafé í Niðursuðuverksmiðjuna þær fjárhæðir sem þeim hefði verið boðið í skulda- skilasamningnum sem kröfuhafar fengu fyrir stuttu. „Það er engin niðurstaða komin í þessum málum enn. Ég fundaði með þessum að- ilum síðastliðinn sunnudag, þar sem þeir lýstu sínum viðhorfum og fengu upplýs- ingar um stöðuna. Þeir ætla síðan að skoða málið í þess- ari viku. Það er ekki hægt að segja að þeir séu með þessu að reyna að losna við Mar- fang hf. út úr myndinni, heldur eru þeir aðeins að kanna hvort hægt sé að halda meirihlutafjáreign heima í héraði með þátttöku Marfangs hf. Þessu hefur hvorki verið játað né neitað hjá Marfangi en þessi mál verða að skýrast í þessari viku“ sagði Jónas Ingi. Þau fyrirtæki sem nú kanna möguleika á að eign- ast meirihluta í Niðursuðu- verksmiðjunni hf. hefur að sögn Jónasar Inga verið boðið á milli 15-20 milljónir króna samkvæmt áður- nefndum skuldaskilasamn- ingi. Smári Haraldsson, bæjarstjóri er forsvarsmað- ur þessa vinnuhóps. Hvað segir hann um málið, ætlar bæjarsjóður ísafjarðar að taka þátt í kaupum á hlutafé í fyrirtækinu? „Það hefur ekki verið tek- in nein ákvörðun í bæjar- stjórn um þessi mál, hvorki um að breyta skuldum í hlutafé né um ábyrgð bæjar- sjóðs fyrir 50 milljónum til handa Niðursuðuverksmiðj- unni. Við bíðum eftir ákveðnum upplýsingum frá fyrirtækinu og fyrr en þær koma verður engin ákvörð- un tekin. Hins vegar var ég kosinn í þessa nefnd sem kannar möguleika á að halda meirihlutafjáreign í fyrirtækinu hér heima í hér- aði sem mér finnst æskilegt og það hafa verið uppi radd- ir um hvort ekki væri réttara að leggja þessa peninga inn í fyrirtækið og halda meiri- hluta í fyrirtækinu hér heima í stað þess að fá þessa peninga borgaða út“ sagði Smári í samtali við blaðið. -s. Vestfirðir: Skúli Fógeti elstur SKÚLI FÓGETI ÍS-429 fiskiskipafloti fslendinga farsskip, alls 157.618 brl. og er elsta skipið í ís- 121.456 brl. ogsá20. stærsti í 609skip, alls 26.162 bt. lenska fiskiskipaflotanum heimi. Meðalaldur fiskiskipa Alls voru 33 skip skrásett á samkvæmt nýlegri skýrslu, er nú 17,2 ár og hefur hækk- árinu 1991 en 41 skip var tek- smíðaður árið 1916. að um 0,2 ár fráþví 1. janúar iðafskrá. Samkvæmt skýrslunni er 1991. Þá voru á skrá 546 þil- -s. ÓHÁÐ FRÉHABLAÐ Á VESTOÖRÐIIM Ókinní snjóflóð MIKIL snjókoma var á norðanverðum Vestfjörðum frá miðviku- dag í síðustu viku og fram að helgi og urðu allir fjall- vegir ófærir á meðan. Mörg snjóflóð féllu m.a. á Óshlíð, Eyrarhlíð og Súða- víkurhlíð. Vöruflutningabifreið frá Bolungarvík ók inn í snjóflóð á Óshlíð á fimmtudag og gat öku- maðurinn látið vita af sér í gegnum farsíma. Sjálfur komst hann út í gegnum glugga. Starfsmenn Vega- gerðarinnar komu manninum til aðstoðar og losuéu bifreiðina úr flóð- inu en ekki var reynt að opna hlíðina fyrr en á föstudag. Síðar um helgina lokaðist hún síðan aftur vegna snjóflóða en var opin þegar þetta var skrif- að í gærdag. Strætisvagn lokaðist út í Hnífsdal síðdegis á fimmtudag eftir að snjó- flóð hafði fallið úr Eyrar- hlíð. Var veginum haldið opnum fram að kvöldmat en þá var honum lokað vegna snjóflóðahættu. Snjóflóð féllu einnig á Súðavíkurhlíð en hún var opnuð aftur á föstudag. I dag eru flestir aðalvegir á Vestfjörðum færir svo og leiðin suður til Reykjavík- Nevica úlpur - tilboðsverð R RAFSJÁ HÓLASTÍG 6 S 7326 Faxpappír Ódýr og vandaður. Ávaltt á lager. 30,50 og 100 metrar á rúllu. H-PRENTHF. Sólgötu 9 - S4560 RITSTJÓRN s 4560 • FAX s 4564 • AUGLÝSINGAR OG ÁSKRIFT S 4560

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.