Bæjarins besta

Ataaseq assigiiaat ilaat

Bæjarins besta - 26.02.1992, Qupperneq 4

Bæjarins besta - 26.02.1992, Qupperneq 4
4 BÆJARINSBESIA • Miövikudagur 26. febrúar 1992 Óháð vikublað á Vestfjörðum. Útgefandi: H-prent hf. Sólgötu 9, 400 ísafjörður S 94-4560. Ritstjóri: Siguijón J. Sigurðsson S 4277 & 985-25362 Ábyrgðarmenn: Siguijón J. Sigurðsson og Halldór Sveinbjömsson ® 4101 & 985-31062. Blaðamaður: Gísli Hjartarson S 3948. Útgáfudagur: Miðvikudagur. Ritstjómarskrifstofa og auglýsingamóttaka að Sólgötu 9, S 4570 • Fax 4564. Setning, umbrot og prentun: H-prent hf. Bæjarins besta er aðili að samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annars efnis er óheimil nema heimilda sé getið. Leiðarinn: Því verður ekki breytt í gömlum skræðum ku mega lesa þá veðurspádóma, að grimmur skyldi Góudagurinn fyrsti, annar og hinn þriðji og þá muni Góa góð verða. Stutt er í Öskudaginn sem á sér átján bræður. Það er því eins gott að dagurinn sá beri annað yfirbragð en óskin um fyrstu þrjá dagana í Góu ber með sér, ef veðurfarið fram að Einmánuði á ekki að vera öllum til ama. En hvað sem líður veðurspám fyrri tíma, sem áreið- anlega hafa átt það sameiginlegt með veðurspám nútím- ans, að vera öruggastar eftir á, þá er það svo að Þorrinn og Góan, hinn fjórði og fimmti mánuðir vetrar að fornu tímatali, hafa löngum reynst þungir í skauti. Öldum saman reyndu forfeður okkar að búa vel í haginn til að þreyja Þorrann og Góuna og tókst misvel. Að þessu sinni höfum við ekki þurft að kvarta yfir Þorranum. Að minnsta kosti ekki til landsins þótt rysj- ótt hafi reynst til sjávarins. Það fór þó ekki svo að hann léti ekki kveða áður en hann kvaddi. Og Góan gaf ekki eftir er hún heilsaði á Konudegin- um. Á það vorum við svo sannarlega minnt á miðum úti fyrir Vestfjörðum síðastliðinn sunnudag. Allar götur síðan ísland byggðist hefur baráttan við Ægi verið þáttur í lífsbaráttunni. Á því verður engin breyting. Um ókomin ár munum við fyrst og síðast lifa á því sem hafið gefur af sér. Af þeim sökum sækjum við áfram á miðin. Grimmur Konudagur eða fornir spá- dómar um veðurfar fá þar engu um þokað. m Seljalandsdalur: Vestfjarðamót í stórsvigi um helgina LAUGARDAGINN 29. febrúar næstkomandi fer fram á Seljalandsdal, Vestfjarðamót í stórsvigi í flokkum 13-14 ára og 15-16 ára. Mótið hefst kl. 11.00. og þurfa keppendur því að vera komnir á svæðið eigi síðar en kl. 10.00. Nafnakall verður kl. 10.30. Skráning í mótið fer fram í Sporthlöðunni en henni lýkur kl. 18.00. á föstudag. Bikarmót í göngu 13 ára og eldri fer fer einnig fram á laugardaginn, á Akureyri. Þar verða 6-7 ísfirðingar meðal keppenda. Á sunnudag fer síðan fram á Seljalandsdal Vest- fjarðarmót í stórsvigi 9-12 ára barna og hefst keppni kl. 11.00. Keppendur eru beðnir að mæta til leik hálfri klukkustund fyrr en skrán- ing fer fram í Sporthlöðunni og lýkur á sama tíma og of- angreind mót. -s. • Eigendur Frábæjar, Jakob Ólason og Eygló Eymundsdóttir í nýja salnum. ísafjörður: Frábær breytir um svip SKYNDIBITASTAÐURINN Frábær á ísafirði opnaði síðastliðinn föstudag eftir gagngerar breytingar. Með opnuninni hefur staðurinn stækkað mikið því tekinn hefur verið í notkun nýr salur sem rúmar um 40 manns í sæti. Að sögn Jakobs Ólason- ar, annars eiganda Frábæjar verður nýi salurinn aðskil- inn skyndibitastaðnum og eiga því gestir að geta notið góðrar máltíðar í notalegra ísafjörður: Landsf undur Hvíta- sunnuhreyfingarinnar — haldinn á ísafirði um helgina ANDSFUNDUR Hvítasunnuhreyfingar- innar á íslandi verður hald- inn á Isafirði dagana 28. og 29. febrúar næstkomandi. Að því tilefni verða sér- stakar samkomur haldnar í Hvítasunnukirkjunni Sal- em, fimmtudagskvöldið 27. febrúar og laugardagskvöld- ið 29. febrúar kl. 20,30 og einnig sunnudagskvöldið 1. mars kl. 17.00. Mikill og fjölbreyttur söngur verður á þessum samkomum og margir þekktir ræðumenn Hvíta- sunnumanna víðs vegar af landinu taka til máls. Allir eru hjartanlega velkomnir á meðan húsrúm leyfir. -fréttatilkynning. ísafjörður: Göngu- námskeið HINN kunni skíða- göngumaður Einar' Ólafsson frá ísafirði hyggst standa fyrir skíða- göngunámskeiði fyrir byrjendur á Seljalandsdal og á Torfnesi dagana 3.-17. mars næstkomandi. Námskeiðin verða hald- in á þriðjudögum, mið- vikudögum og fimmtudög- um frá kl. 20:15-21:15 og á laugardögum kl. 14:00- 15:00. Þeirsem hafaáhuga á að láta skrá sig á nám- skeiðið geta hringt í síma 3522. slf. TIL SÖLU Seljalandsvegur 77, ísafirði. Hús- ið er á tveimur hæðum, 144 m2 hvor hæð, og er innbyggður bílskúr á neðri hæð. Frekari upplýsingar veitir Sigur- borg í síma94-3765, eftirkl. 18.00. umhverfi. í nýja salnum verður boðið upp á sömu rétti og á skyndibitastaðnum auk þess sem smáréttum verður fjölgað og boðið upp á rétt dagsins. Þá verður gestum þar þjónað til borðs og hægt verður að bjóða upp á lifandi tónlist. Gert er ráð fyrir að í nýja salnum verði boðið upp á vínveitingar sem væntanlega geta hafist um næstu helgi. Beðið er eftir því að úttekt fari fram á staðnum svo að leyfið fáist og eru aðilar úr Reykjavík væntanlegir til Isafjarðar í þessari viku til þess verks. Með opnun nýja salarins breytist opnunartími Frá- bæjar. Framvegis verður opið alla daga frá kl. 11.30 til 23.30. Það var Arkitekta- stofan Batteríið í Reykjavík sem hannaði hinn „nýja“ Frábæ. ísafjörður: Á krossgötum með Kristi Æskulýðsdagur kirkjunnar verður víðast hvar haldinn hátíð- legur næstkomandi sunnu- dag, 1. mars. Við það tæki- færi eru guðs|)jónustur gjarnan með léttu yfirbragði og sniðnar að þörfum barna, unglinga og fullorðinna. Að þessu sinni er yfir- skrift dagsins „Á krossgöt- um með Kristi". Daglegt líf okkar verður sífellt fjöl- breytilegra. Við rekumst á ýmis konar tilboð bæði á lífsnauðsynjum, afþreyingu og andlegri leiðsögn. Það er margt sem keppir um hug- ann. Segja má að við stönd- um á krossgötum. Kirkjan vill benda fólki á að það stendur ekki eitt í barátt- unni. Jesús Kristur er upp- risinn frelsari. Hann er hjá okkur í anda sínum og reiðubúinn að hjálpa okkur. Við getum snúið okkur til Jesú Krists í bæn og leiðsögn þegar við fetum krossgötur lífsins. -fréttatilkynning. Nýbílasala með notaða bíla Toyota Corolla XL Árgerð 1989 ■ Ek. 36.000 km. Verð 950.000.- stgr. MMC Lancer Sedan Árgerð 1988 ■ Ekinn 50.000 km. Verð 750.000.- stgr. MMC Lancer Sedan Árgerð 1985 ■ Ekinn 70.000 km. Verð 450.000,- stgr. Toyota HiLux Árgerð 1989 ■ Ekinn 83.000 km. Verð 1.180.000.-stgr. Subaru 1.8 Sedan Árgerð 1987 ■ Ekinn 59.000 km. Verð 710.000.- stgr. Mercedes Benz 190 Ei Ekinn 96.000 km. Verð 1.300.000,- stgr. Nissan Pulsar Sedan Árgerð 1989 ■ Ekinn 31.000 km. Verð 700.000,- stgr. Feroza DX Árgerð 1990 ■ Ekinn 26.000 km. Verð 1.030.000.-stgr. Peaugeot309 GR1.6Sedan Árgerð 1987 ■ Ekinn 68.000 km. Verð 530.000.- stgr. MMC Tredia 4x4 Árgerð 1987 ■ Ekinn 88.000 km. Verð 610.000.- stgr. Mazda 323 Sedan Árgerð 1987 ■ Ekinn 55.000 km. Verð 430.000,-stgr. Skoðið notaða bíla, meðal annars inni í rúmgóðum sal. Vantar bíla á skrá. S3800

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.