Bæjarins besta

Issue

Bæjarins besta - 26.02.1992, Page 6

Bæjarins besta - 26.02.1992, Page 6
6 BÆJARINSBESIA ■ Miðvikudagur 26. febrúar 1992 BB-viðtal / Gísli Hjartarson: „Hafið engar áhyggjur, ég veit að þetta lánast drengir“ — sagði Kristján Jónsson, skipstjóri og lóðs þegar hann var að fara í róðra fyrir Bræðrat ungu KRISTJÁN JÓNSSON hafnsögumaður á Isafirði er nú í BB viðtalinu. Hann er fæddur í Hnífsdal 8. september 1921. Foreldrar hans voru Jón Eíríksson sjómaður í Hnífsdal, ættaður frá IVloldhúsum á Álftanesi, og móðir hans var Arnfríður Kristjánsdóttir, ættuð úr Álftafirði. Kristján ólst upp í Hnífsdal ásamt þrem systkinum sínum. Hann byrjaði snemma aö vinna við sjósókn og sex ára stóð hann upp á kassa og beitti lóðir. Svo fór hann á sjóinn og varð skipstjóri á fiskibátum. Kristján var stýrimaður á Djúpbátnum Fagranesi um langan tíma og síðan hann kom í land hefur hann verið hafnsögumaður á ísafirði og er að láta af störfum um þessar mundir vegna aldurs. Hann sat í bæjarstjórn frá 1962-74 og var formaöur Sjómannadagsráðs frá 1971-85. Kristján hefur verið aðaldriffjöðrin í starfi Styrktarfélags vangefinna á Vestfjörðun frá stofnun þess og einn helsti frumkvööull að byggingu Bræðratungu. Kristján er giftur Ingibjörgu Bjarna- dóttur úr Ögurnesi og eiga þau þrjú uppkomin börn. Hér fer Kristjan á kostum og segir frá uppvexti sínum í Hnífsdal, skólagöngu og sjómennsku og öðru sem á dagana hefur drifið á 70 árum. Hann nefnir líka til ýmsa samferðamenn sína og sér hlutina oft í spaugilegu Ijó „Ég var alinn upp hjá góðu fólki í Hnífsdal sem hafði stórt hjartarými en lít- ið húsrými. Þetta heita Stekkir og var eiginlega við dyrnar á beitningaskúrunum í Hnífsdal. Ég var slæddist víst snemma þangað og er mér sagt að sex ára gamall hafi ég staðið upp á kassa við að beita. Ég gæti trúað að þetta sé rétt. Ég hef nú aldrei verið stór vexti og get ekki ímyndað mér að ég hafi verið stór sem krakki. Ég var alltaf í beitningaskúrun- um og maður hafði aldrei frið. Karlarnir voru að biðja mann að hjálpa sér að beita og þá flýtti maður sér að læra og fór í skúrana til þess að beita. Við fengum tíu aura fyrir að beita lóðina. Á þessum árum voru beittar sjö hamplóðir í bala. Eitt sinn var ég að enda við að beita balann, átti eftir 10- 15 króka. Ég hafði átt- ungskút undir balanum og balinn sporðreistist og allt hvoldist úr honum. Ég vildi fá að laga þetta til en karl- arnir bönnuðu mér það og varð ég að umhringa allt ofan í balann aftur. Fyrir þetta fékk ég 70 aura og ég veit ekki hvað ég var lengi að þessu. Þávar égníu ára.“ Hryssan át brauðið „Fyrstu lagningrennurnar komu í bátana í Hnífsdal í kringum 1930 og þá bönn- uðu formennirnir körlunum að lofa okkur strákúnum að beita því þeir voru svo hræddir um að lóðirnar færu út í flóka. Fyrsti maðurinn sem að leyfði mér að beita til þess að leggja í lagnings- rennu var nafni minn Krist- ján Benedikt frá Grundum í Ögurvík. Þegar svo lánaðist að leggja línuna fékk ég all- taf að beita eftir það. Ég var mjólkurpóstur á þessum árum frá Bakka í Hnífsdal og til ísafjarðar. Mjólkin var flutt á reiðings- hesti í flöskum og litlum brúsum sem settir voru í poka og sett upp á klakk. Annar mjólkurpóstur var frá Hrauni og við reyndum alltaf að fara jafnt af stað til að geta fylgst. Hann þurfti að dreifa mjólk í Hnífsdal í leiðinni en ég þurfti þess ekki svo ég fór hægt og ró- lega fyrst til þess að hann næði mér. Ég var nú smá- mæltur á þessum tíma en hann var ennþá smámæltari. Hann sagði alltaf „flagga, flagga“ og konurnar héldu að hann væri að biðja þær að flagga en hann var koma með flöskuna. Ef þær höfðu ekki tóma flösku í staðinn þá fengu þær ekki mjólkina fyrr en hann kom til baka. Við sátum báðir á hestunum og sá sem var á undan sneri öfugt á hestinum til þess að geta talað við hinn. Við þurftum ekkert að hafa áhyggjur af hestunum því þeir rötuðu sjálfir. Ég hafði aðsetur fyrir hestinn í sund- inu milli gamla Barnaskól- ans og Aðalstrætis 32. Þar geymdi ég hestinn meðan ég fór með mjólkina í 30 hús. Stundum var ég beðinn að kaupa eitthvað fyrir fólk þegar ég fór með mjólkina. Einu. sinni keypti ég tvö brauð og lét þau víst of ná- lægt hryssunni. Hún var búin að éta bæði brauðin þegar ég kom að. Ég man nú ekki lengur hvernig ég leysti það vandamál. Hryss- an hét Mósa og var kölluð „fimmtíu króna seðilinn" og skýringin á því var sú að Bakki var þrotabú og allt fór á uppboð. Bjarni Jónasson bauð þá 50 kr í hryssuna og fékk hana.“ Fjóra vetur í skóla „Ég byrjaði í skóla í Hnífsdal níu ára gamall og var í skóla fimm vetur. Það má sega að kennsla hafi ekki byrjað fyrir alvöru fyrr en ég var 10 ára svo alvöru skólaganga var ekki nema fjórir vetur. Hjónin Kristján Jónsson og Sigríður Kjart- ansdóttir kenndu allan tím- ann sem ég var í skólanum. Kristján var skólastjóri í Hnífsdal í 48 ár eða næstum hálfa öld. Ég tel að kennslan í Hnífsdal á þeim árum und- ir stjórn Kristjáns hafi á þeim árum verið mjög full- komin. Við bárum öll ótak- markaða virðingu fyrir hon- um. Ég hlýt að hafa verið af- skaplega prúður krakki því mér eru aðeins í minni tvö prakkarastik sem ég gerði. Við sátum á trébekkjum í skólanum og stelpur sátu fyrir framan mig. í prakk- araskap leysti ég svuntu- bandið af stelpunni og batt það utanum bekkinn. Ég at- hugaði ekki að leysa þetta þegar ég fór í frímínútur. Stelpan gat ekki leyst sig og varð að hírast inni allar frí- mínúturnar. Ég man enn hve ég var skömmustulegur og ég leysti hana þegar ég kom inn aftur. Hitt atvikið var það að kennarinn sagði mér að biðja stúlku afsök- unar vegna þess að ég hafði verið að hrekkja hana. Ég lofaði því en er víst ekki búinn að efna það enn. Þessi kona er lifandi enn í Reykjavík. Hún heitir Steinunn Jónsdóttir og var alin upp í Búð. Ef hún les þetta bið ég fyrir kveðju til hennar. Þetta var afskap- lega líflegur skóli hjá Krist- jáni og hann var mjög fjöl- hæfur maður. Vorið sem ég fermdist varð ég fullgildur háseti á Unu hjá Bæring Þorbjörns- syni. Ég var búinn að vera með honum í 2-3 vikur þeg- ar ég fermdist. Ég fékk frí á sunnudegi til þess að ferm- ast og svo varð ég að vera kominn í beitningaskúrinn kl. 4 á aðfararnótt mánu- dagsins. Miðað við þá tíma voru foreldrar mínir ékki fá- tækt fólk en ég man ekki eft- ir að hafa fengið neitt í fcrmingargjöf. Þegar ég varð sjötugur sl. haust bauð ég Bæring til veislunnar. Ég sýndi svo Helga Seljan og fleiri gestum þennan karl sem ég hafði byrjað með til sjós. Hann var kominn með fjórar hrukkur í andlitið en hafði þrjár þegar ég byrjaði með honum. Önnur breyt- ing hafði ekki orðið á hon- um í 56 ár. Það var afskap- lega gaman að vera með Bæring.“ Ætlarðu að drepa okkur drengur? „15 ára gamall byrjaði ég svo með Sigga heitnum Gumma á Guðmundi og upp úr því hélt ég áfram á bátunum í Hnífsdal. Ég var með Páli gamla Pálssyni, Hirti Guðmundssyni, Skúla Hermannssyni, Karli Sigur- ðssyni og Ingimar Finn- björnssyni. Ég var mest í landi við beitningu fyrstu 3- 4 árin. Ég gleymi því aldrei að þegar ég var 15 ára átti ég að vera kokkur á Kveld- úlfi með Kalla heitnum Ingi- mundarsyni. Ég var svo sjó- veikur að ég var alveg að drepast. Við vorum á skaki og vorum að rótfiska grunnt undan Rananum í Horn- bjargi. Ég var að reyna að kveikja upp í kolakabyss- unni og það gekk illa því ég gerði ekkert annað en að spúa. Þegar ég svo lít niður var kviknað í kabyssunni. Ég eldaði svo grjónagraut. Svo kemur karl niður sem hét Hannes, gamall og saklaus maður. Hann sagði: „Þetta er nú ekki góður grautur, en það má nú borða hann.“ Hannes borðaði síðan úr

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.