Bæjarins besta - 26.02.1992, Side 8
8
BÆJARINSBESIA • Miðvikudagur 26. febrúar 1992
hefðum verið svangir, þá
ætti hann nógan mat handa
okkur næst þegar við kæm-
um.
Ég var alltaf að flýta mér
þegar ég var með bátinn.
Einu sinni var ég að húkka
á inn á Melgraseyri. Þá
sagði einn karlinn: „Þú ert
nú alltaf í orlofi." Þá ætlaði
hann að segja „í akkorði".
Jón Guðjónsson var einu
sinni að láta ullarballa um
borð til okkar á Arngerðar-
eyri. Þá datt honum allt í
einu í hug að fara til þess að
vigta ballana. Hann notaði
reislu og þurfti að lyfta böll-
unum hátt upp en þeir voru
stórir. Mér sýndist þetta
ekkert vera hægt, að gera
þetta svona, hann sá bara
upp undir botninn á böllun-
um. Þá fauk í mig og ég
hljóp afturfyrir og kallaði í
hann og sagði: „Heyrðu vin-
ur, biddu nú þann eina sem
er fyrir ofan þig að lesa af
reislunni." Það var Guð al-
máttugur. Þá varð hann svo
illur að hann sparkaði öllum
böllunum út í bátinn og ég
slapp frá með bátinn.“
„Stop. stop,
pilot“
„1. mars 1974 byrjaði ég í
lóðsstarfinu og ég er að
hætta vegna aldurs núna um
mánaðarmótin febrúar,
mars, svo ég er þá búinn að
vera í því starfi í nákvæm-
lega 18 ár. Þegar ég sótti um
starfið þótti mörgum nei-
kvætt fyrir mig að ég var lít-
ill tungumálamaður. Satt er
það að ég var ekki og er
ekki mikill tungumálamað-
ur. Ég fór á tvö námskeið á
Kvöldskólanum og fékk
svolitla undirstöðu. Ég man
aldrei eftir því að verið hafi
árekstrar út af tungumála-
kunnáttunni. Ég held að að-
alatriðið í þessu starfi sé það
að lóðsinn sé nógu ákveðinn
í fyrirskipunum og skipstjór-
inn treysti honum alveg. Ég
hef lóðsað inn Sundin marg-
ra þjóða skip og flestir
skipstjóranna hafa talað lít-
ið í ensku, sérstaklega Rúss-
arnir. Það var þægilegra fyr-
ir okkur sem töluðum lítið
að tala þetta litla sem við
kunnum, heldur en það væru
Englendingar sem voru að
þusa yfir manni.
Tungumálakunnátta er
náttúrlega ágæt en það þarf
að vera líkamlega hraustur
maður sem er í þessu starfi.
Ég hætti í þessu starfi sáttur
við allt og alla því ég hef al-
drei hugsað mér að lifa sjálf-
an mig og álít að ekki neinn
maður ætti að gera það. Oft
er erfitt að komast upp í
skipin í vondum veðrum
þegar þau eru klökuð.
Árið 1975 var verið að
breikka rennuna í Sundun-
um úr 35 metrum upp í 65
metra. Þá var dýpkunar-
skipið Hákur að grafa í
Sundunum. Ég lenti þá í því
að Ióðsa inn rússneskt skip
sem var 133 metrar á lengd
og 18 metrar á breidd. Vin-
ur minn Guðmundur Gísla-
son átti þá bát sem hét Þrist-
ur og hann bauð mér að
vera með hann við innstu
baujuna til þess að keyra á
skipið og ýta á það ef það
næði ekki beygjunni. Það
kom nú ekki til greina að
það væri hægt. Þegar við svo
komum að miðbaujunni
sagði rússneski stýrimaður-
inn: „Stop, stop, pilot.“
(stoppaðu lóðs) Þá brást ég
þannig við að ég stappaði
niður fætinum og sagði:
„Half ahead,“ (hálfa ferð
áfram) og bætti svo við á ís-
lensku: „Helvítið þitt.“
Þegar svo ég fór með
skipið út Sundin aftur sá ég
þegar ég fór fyrir innstu
baujuna að þeir á Hák ýttu
frá litlum vélbát sem þeir
notuðu til þess að fara á í
land. Ég sá að báturinn
hreyfðist ekkert og var í
miðri rennunni. Rússneski
skipstjórinn æddi fram og
aftur um brúna því hann
hélt að við myndum sigla á
bátinn og ég hélt það líka.
Það var ekkert hægt að
gera. Alveg á síðustu stundu
skutlaðist báturinn undan
bógnum hjá okkur og slapp.
Ég þakkaði Guði fyrir það
að hafa ekki siglt hann nið-
ur. Þetta var í eina skiptið
sem lá við óhappi hjá mér í
þessi 18 ár.“
Pólitík og störf
fyrir
þroskahefta
„Ég sat í bæjarstjórn ísa-
fjarðar í 12 ár eða þrjú kjör-
tímabil. Það var frá 1962 til
1974. Ég ætlaði aldrei í póli-
tík og hafði ekkert verið í
pólitík áður. Símon heitinn
Helgason var að hætta í bæj-
arstjórn og það hafði verið
regla hjá flokknum að hafa
sjómann í baráttusætinu. Ég
tók sætið og hef stundum
grobbað mig af útkomunni í
kosningunum 1962 þegar ég
var í fyrsta skiptið í fram-
boði. Við fengum 47,5% at-
kvæða á móti öllum vinstri
flokkunum sem buðu fram
einn sameiginlegan lista. Ég
á afskaplega góðar minning-
ar frá þessum tíma. Ég fór
ekkert viljugur í þetta og
ætlaði svo að hætta eftir
fjögur ár en það varð úr að
ég framlengdi þetta upp í 12
ár. Ég á mjög góðar minn-
ingar um marga menn og
ekki síst andstæðingana. Ég
hef aldrei séð eftir þessum
kafla í lífi mínu því ég
kynntist mörgum mönnum.
Þessar persónulegu deilur
sem settu svip á pólitíkina á
ísafirði í gamla daga voru að
mestu búnar þegar ég byrj-
aði í þessu, sem betur fer.
Ég hef aldrei metið mann-
gildi fólks eftir pólitískum
skoðunum. Ég mætti einu
sinn vini mínum og komm-
únista við gamla tugthúsið.
Ég sagði við hann: „Jón,
alltaf erum við nú kunningj-
ar þó að ég sé íhald og þú
kommi.“ Ég hélt síðan
áfram og karlinn elti mig inn
í búðina Raf. Þar segir hann:
„Ég skal segja þér Kristján
minn, að það eru til fífl í öll-
um flokkum.“ Svo bætti
hann við: „Það er bara mis-
jafnt hvað þau ráða miklu.“
Þetta er nákvæmlega eins og
ég hugsa.
Það sem mest heldur upp
mannorði mínu í mínum
huga er þátttaka mín í
Styrktarfélagi vangefinna á
Vestfjörðum. Félagið var
stofnað 1976 og var ég ekki
stofnandi vegna þess að ég
var ekki í bænum. Ég gekk í
þennan félagsskap 1977.
Árið 1978 var sett á laggirn-
ar að minni tillögu nefnd
sem kölluð var Byggingafé-
lag Styrktarfélagsins og var
ég formaður hennar. Fram-
kvæmdasjóður þroskaheftra
var stofnaður með lögum
1980 og var Bræðratunga
byggð eftir þeim lögum. Við
vorum sem áhugafólk um
þetta málefni búin að koma
þessu af stað áður og leggja
kjölinn að heimilinu. Líka
vorum við búin að afla mál-
efninu stuðnings og fjár. Ég
tel mig vera einn af frum-
kvöðlunum og er afskaplega
glaður yfir að hafa tekið þátt
í því.“
Það er einhver
sem aðstoðar
mann
„Ég tel mig hafa lagt
þessu málefni mikið lið því
þegar ég var innan Lions-
hreyfingarinnar fór ég tólf
sinnum á sjó sem skipstjóri
á Guðnýju til fjáröflunar
fyrir Styrktarfélagið og
seinna Bræðratungu. Sjó-
ferðin var fastur liður einu
sinni á ári. Lionbræður be-
ittu línuna og fóru með mér
á sjóinn nem Rósmundur
Skarphéðinsson, stýrimaður
á Guðnýju, hann fór alltaf
með. Sigurður Sveinsson
lánaði alltaf bátinn fyrir
ekki neitt og á hann þakkir
skildar fyrir það. Við fórum
11 sinnum á Guðnýju og
einu sinni á Víking III því
þá Guðný var hætt þá um
vorið. Venjulega var þetta
sunnudagsróður. Alla róðr-
ana nema einn var búið að
segja mér nákvæmlega hvar
ég ætti að leggja. Það var
eins og því væri hvíslað að
mér. Þegar ég var á sjó í
gamla daga mátti ég passa
mig á því að framkvæma
alltaf það sem mér datt í hug
fyrst.
í fyrsta róðrinum var búið
að segja við mig löngu áður:
„Þú ferð í 40 mílur í austur
hálft suður frá Kögri.“ Þetta
var á sunnudegi og Jón Egg-
ert Sigurgeirsson var á sjó á
Heiðrúnu frá Bolungarvík.
Hann var á útilegu og kall-
aði á mig. Hann vissi að ég
var að koma út því hann er
Lionmaður. Hann sagði í
talstöðina. „Stjáni, nú hagar
fiskurinn sér svipað hér út af
Geirhólminum eins og þeg-
ar þú varst með hann Vin.„
Ég gerði að gammni mínu
og sagði: „Ég veit þú vilt
mér vel Jón minn en ég er
hér með stóran siglinga-
fræðing mér við hlið, hann
er á fjórðu alin, og hann er
búinn að teygja sig upp og
setja staðinn inn í lóraninn
sem ég ætla að leggja á og
ég legg þar. En ég þakka
þér fyrir.“ Ég fékk 10 tonn
og hann 6 þar sem hann
lagði. Svona var þetta alltaf.
Mín lífsskoðun er sú að sé
maður að gera eitthvað já-
kvætt og vinna að góðu mál-
efni er alltaf einhver sem að
aðstoðarmann. Ég hef þá
trú. Ég sagði alltaf við strák-
ana: „Hafið engar áhyggjur,
ég veit að þetta lánast,
drengir.“ Og það lánaðist."
Eftir að þlaðamaðurinn
hafði þegið kaffi hjá þeim
hjónum eftir skemmtilegt
kvöld laumaði Inga kona
Kristjáns að honum þessari
vísu:
Lóðsinn er ekki lengur þarfur,
þegar lengdur var Mávagarður.
Skipin þau sigla sjálf
um Sundin,
á þessu öllu er lausnin fundin.
Blaðamaðurinn þakkar
fyrir kaffið og meðlætið og
fer út í nóttina og snjófjúk-
ið.
-GHj.
SMÁ
Lyklakippa, merkt Italia '90 er I óskilum á afgreiðslu BB.
Reglusamur aður óskar eftir húsnæði. Uppl. í 0 4071.
Félagar, skotæfingarnar eru byrjaðar. Verða framveg- is á mánudagskvöldum kl. 20 í nýja íþróttahúsinu. Nýir fé- lagarvelkomnir. Skotfélag ísafjarðar.
Til sölu er Subaru XT Turbo '88. Einn með öllu. Skipti á ódýrari. Upplýsingar í 0 4102 eftirkl. 19.
Óska eftir litlu húsnæði m. eldhúsi og baði til skamms tíma. Upplýsingar í 3350.
Óska eftir nýlegum kerr- uvagni undan einu barni. Uppl. gefur Iris ICC 3338.
Til söluerrauðurSilverCross barnavagn, vel með farinn. Upplýsingar í <C 3945.
Tilboð óskast í Mazda 323 '82. Upplýsingar í C 4787.
Slysavarnarkonur. Munið föndrið í Sigurðarbúð laugar- dag kl. 14-17. Nefndin.
Til sölu er Nissan Sunny ’85. Góður bíll. Einnig ársgamalt vatnsrúm á góðu verði. Upp- lýsingar f CC 3699.
Til sölu er Polaris Indy Sport GTvélsleði ’91, ek. 1.200 mílur. Mjöggóðurstaðgreiðs- luafsláttur. Upplýsingar í CC 96-41432 eða 96-41144.
D.S.S. 14039-2011 O.B.S. 73130-2001
Til sölu er Willy’s Jeep '84 m. V8 vél. Upplýsingar í 0 4170 ákvöldin.
Til sölu er Chevrolet Blazer K5 m. 6,2 diesel vél. Ekinn 100.000 km. Mikið af auka- hlutum. Skipti athugandi. Upplýsingar í 0 4704.
Til sölu er Sims snjóbretti Verð nýtt 30.000.- Selst á 15.000,-Uppl. 0 91-611032.
Til sölu er Saab 90 '87, ekinn 25.000 km. Upplýsingargefur Benedikt í 0 3433 á kvöldin.
Til sölu er Victor tölva m. prentara. Uppl. í 0 3829.
Til sölu er Subaru Justy 4x4 '85. Uppl. I 0 3434 á kvöldin.
Til sölu er eldhúsborð og 4 stólar. Selst ódýrt. Upplýs- ingar í 0 7800.
Óska eftir hamstri, helst unga. Upplýsingar gefur Erla Rán í 0 7146.
Óska eftir að kaupa vél í vél- sleða, helst ódýrt. Upplýsing- ar í 0 7362.
Við erum með 2 börn og ósk- um eftir 3-4ra herb. ibúð til leigu frá og með 1. júní nk. Upplýsingar veita Önundur og Gróa í 0 3929.
Til sölu er bastsófasett 2+1+1, hringlaga bastborð með glerplötu og drottn- ingarstóll. Einnig sófi sem hægt er að breyta í tvíbreiðan svefnsófa og Galant GLX '86. Upplýsingar í 0 4469.