Bæjarins besta - 26.02.1992, Qupperneq 10
10
BÆJARINSBESIA • Miðvikudagur 26. febrúar 1992
- Meðal annars -
- á sýningarsvæði -
MMC Pajero stuttur B. '86
Ekinn 114.000 km. Verð
950.000.- Skipti ath.
Renault Express '91
Ek. 20.000 km. Verð
750.000.- m. vsk. Bein sala.
Subaru Stadion 4x4 '85
Ekinn 85.000 km. Verð
570.000.- Bein sala.
MMC Colt '84
Ek. 99.000 km. Verð
360.000.- Skipti ath.
Subaru Stadion 4x4. '88
Ek. 105.000 km. Verð
970.000 Skipti ath.
Lada Safír '89
Ek. 34.000 km. Verð
290.000.- Bein sala.
Lada Stadion '89
Ek. 35.000 km. Verð
390.000.- Bein sala.
★ Um 950 bílar á skrá af
öllum stærðum og
gerðum.
★ Gott úrval af jeppum
og 4x4 fólksbílum.
★ Eigum nokkuð úrval af
vélsleðum á skrá
★ Áhersla lögð á traust
og örugg viðskipti.
★ Vaktað svæði.
★ MIÐSTÖÐ BÍLAVIÐSKIPTA
Á VESTFJÖRÐUM
A
BÍLASALAN
ELDING s/f
Skeiði 7, 400 ísafirði
sími 94-4455 ■ fax 4466
Ferðapistill:
Upplýsingaöflun og upplýs-
ingagjóf í ferðaþjónustu
— Marín Guðmundsdóttir, forstöðumaður Upplýsingamiðstöðvar
ferðamála á íslandi skrifar:
UPPLÝSINGAMIÐSTÖÐ ferðamála hefur nú verið
starfrækt á fimmta ár og hefur sannað að mikil þörf er
fyrir starfsemi af því tagi sem þar fer fram. Eins og nafnið
gefur til kynna er hlutverk Upplýsingamiðstöðvarinnar að
miðla upplýsingum til ferðamanna og aðila í ferðaþjónustu
auk þess að annast bæklingadreifingu, ráðgjöf og fleira.
Oft hefur verið talað um
skrifstofuna í Reykjavík
sem „glugga landsbyggðar-
innar“ þar sem þar er að
finna allar helstu upplýsing-
ar um það sem ferðamönn-
um stendur til boða í ferða-
þjónustu í hverjum
landshluta. Þar er að finna
mikinn fjölda bæklinga,
upplýsingar í Handbók
Upplýsingamiðstöðvarinnar
og þjálfað starfsfólk sem að-
stoðar ferðamenn. Á skrif-
stofuna leitar gífurlegur
fjöldi ferðamanna ár hvert
og ætti það því að vera
kappsmál þeim sem bjóða
þjónustu ætlaða ferðamönn-
um að koma þeim upplýs-
ingum á framfæri til skrif-
stofunnar. Því miður er enn
of algengt að starfsfólk
Upplýsingamiðstöðvarinnar
þurfi að leggja mikið á sig til
að afla slíkra upplýsinga.
Auk þeirrar skrifstofu
sem nú er rekin í Reykjavík
er mjög mikilvægt að upp-
lýsingamiðstöðvar séu starf-
ræktar úti um land. Slíkar
stöðvar hafa nú þegar litið
dagsins ljós víða, en nokkuð
misjafnlega er að fjármögn-
un og rekstri þeirra staðið.
Á upplýsingamiðstöðvum
úti um land er svæðisbundn-
um upplýsingum komið á
framfæri og er mikilvægt
fyrir ferðamanninn að geta
gengið að slíku sem vísu.
Starfsfólk Upplýsinga-
miðstöðvarinnar hefur orðið
vart við aukinn áhuga ferða-
manna á Vestfjörðum síð-
astliðin tvö sumur og hið
sama má segja frá ferðasýn-
ingum erlendis. Nauðsyn-
legt er að koma til móts við
þessa þróun með góðri upp-
lýsingagjöf á Vestfjörðun-
um sjálfum, ekki síst vegna
strjábýlis og þess að sam-
göngukerfið t.d. með áætl-
unarbílum þykir nokkuð
flókið. Upplýsingar um
samgöngur er viðamikill
þáttur í allri upplýsingagjöf
og verður ekki hjá því kom-
ist að minnast á mikilvægi
bættra samgangna á Vest-
fjörðum og þá sérstaklega
með áætlunarbílum.
Fjöldi ferðamanna sem
ferðast á eigin vegum er afar
óánægður með að komast
ekki áfram landleiðina með
áætlunarbíl frá Vestfjörðum
og norður í land öðru vísi en
að þurfa oftast að fara fyrst í
Borgarnes til að geta haldið
leið sinni þaðan áfram!
Þetta er nokkuð sem gerir
það að verkum að ferða-
menn hætta við að heim-
sækja Vestfirði. Enn sem
komið er geta Vestfirðingar
stýrt ferðamannastraumi
um Vestfirði og gert ráðstaf-
anir áður en viðkvæm land-
svæði hafa orðið fyrir of
miklum átroðningi. Upplýs-
ingamiðstöðin á ísafirði hef-
ur þar mikilvægu hlutverki
að gegna.
Miðstöðvar í landshlutun-
um þurfa einnig að geta
veitt upplýsingar á landsvísu
t.d. með hvaða hætti ferða-
maðurinn getur haldið
áfram leið sinni um landið.
Að vissu marki þarf að sam-
ræma ýmsa þætti í starfsemi
upplýsingamiðstöðva úti um
land, en margar þeirra hafa
notið faglegrar aðstoðar og
ráðgjafar frá Upplýsinga-
miðstöð ferðamála. Þó hafa
aðeins fyrstu skrefin verið
stigin í þessa veru og mun
Upplýsingamiðstöð ferða-
mála standa fyrir námskeiði
sem ætlað er starfsfólki upp-
lýsingamiðstöðva um land
allt í vor.
Að lokum vil ég minna á
mikilvægi samvinnu hags-
munaaðila í ferðaþjónustu
og að sú reynsla sem fengist
hefur af starfsemi upplýs-
ingamiðstöðva sé höfð að
leiðarljósi við uppbyggingu
ferðaþjónustu um landið.
ísafjörður:
Kennarar mótmæla
skerðingu kennslutíma
ENNARAFUNDURí
Grunnskólanum á Isa-
firði sem haldinn var 11.
febrúar síðastliðinn harmar
þau áform ríkisstjórnarinnar
að skerða kennslutíma
grunnskólanemenda í 4.-
lO.bekk og fjölga nemendur
í bekkjardeildum.
Fundurinn mótmælir því
harðlega að mikilvæg á-
kvæði nýsamþykktra grunn-
skólalaga séu að engu höfð
(75.gr. og 46.gr.). Verður
það að teljast undarleg
framkvæmd að ætla að
breyta svo nýjum lögum til
hins verra og lítt til þess fall-
in að auka traust þjóðarinn-
ar á ráðamönnum þessa
lands.
-fréttatilkynning.
Hnífsdalur:
Kútfmaoakvöld Lions
ARLEGT kúttmaga-
kvöld Lionsklúbbs ísa-
fjarðar verður haldið í Fé-
lagsheimilinu í Hnífsdal á
laugardaginn. Húsið opnar
kl. 19 og er öllum fullveðja
karlmönnum heimil þátt-
taka, meðan húsrúm leyfir.
Rúturferðir verða til og
frá félagsheimilinu og verð-
ur ekið hefðbundna strætis-
vagnaleið. Lagt verður af
stað frá Stórholti kl. 18.45.
Þeir sem ekki hafa þegar
skráð sig er bent á að hafa
samband við Ernir Ingason í
símum 3696 og 3744
(vinna), Heiðar Guðmunds-
son í símum 3277 og 3211
(vinna), Kristin Haraldsson
í símum 4740 og 4758
(vinna) og Magnús Guð-
mundsson í símum 4046 og
3611 (vinna).
ísafjörður
Vitni óskast
GUNNVÖR Rósa Mar-
vinsdóttir kom til okk-
ar á ritstjórn BB og óskaði
eftir því að blaðið lýsti eftir
vitnum að því er ekið var á
bifreið hennar.
Fimmtudaginn 20. febrú-
ar sl. kl 14:50 var ekið á
bifreið Gunnvarar á bíla-
stæðinu við Landsbankann
á ísafirði meðan hún skrapp
inn í apótekið. Sá sem olli
tjóninu stakk af. Vinstri
hurð bifreiðarinnar er mikið
skemmd. Bifreiðin er af
Mazda gerð, grá að lit ogber
einkennisnúmerið f-5717.
Vitni eru beðin að snúa sér
til lögreglu eða til Gunnvar-
ar sem hefur síma 4282.
-GHj.
Hlíðarvegur m/bílskúr
Til sölu er góö 4ra herbergja, ca. 100
m2 efri hæö í fjórbýlishúsi ásamt ca. 35
m2 bílskúr. Góöar innréttingar og
parket. Áhvílandi eldra húsnæöislán
2,2 milljónir og 1,4 milljónir húsbréfalán.
Æskileg skipti á 3ja herbergja íbúö í
Reykjavík.
Upplýsingar veitir Fasteignasalan
Ásbyrgi, Borgartúni 33, Reykjavík,
sími 91-623444.
SMÁ
Til sölu er Polaris Indy Trail
vélsleði '89, ekinn 3200
mílur. Verð u.þ.b. 380.000.-
Skipti á bil eða skuldabréf
ath. Upplýsingar í 0 3197.
Óska eftir að taka herbergi
eða einstaklingsíbúð á leigu
frá 1. mars nk. Þarf að vera á
Eyrinni. Upplýsingar í 0 3089
á kvöldin.
Til sölu er Kawasaki LTD 550
mótorhjól '84. Skipti mögu-
leg á bíl. Uppl. í 2? 7506.
Óska eftir húsi eða (búð í Bol-
ungarvík í skiptum fyrir 3ja
herb. íbúð í Reykjavík. Upp-
lýsingar í 0 7055.
Til sölu er Lada Sport '80 m.
'87 vél.Verð 77.000,-Upplýs-
ingar í 0 7488.
Til sölu eru 2 stk. Chevrolet,
6 og 8 cyl., Suzuki bitabox
’83, timbur 1x6”, heflað, 600
m., nýleg Robland trésmíða-
vél, sjálfvirk hagiabyssa og
raðhús i byggingu ( Bolung-
arvík, gott verð og kjör. Upp-
lýsingar (0 7577 og 7139.
Til sölu er Atari 520ST FM
tölva m. 60 leikjum, stýri-
pinnaog mús. Uppl. í 0 7334.
Læknir óskar eftir lítilli (búð í
4 mánuði.'Upplýsingar gefur
Sigurbjörg í 0 4500.
Til sölu er MMC Lancer 4x4
'87. Upplýsingar í 0 4447.
Varahlutir ( Yamaha MR50
skellinöðru óskast. Upplýs-
ingar í 0 4201.
Til sölu er lítið ekinn Skoda
Favorit til niðurrifs eða við-
gerðar. Upplýsingar gefur
Berglind í 0 3742.
Til sölu eru Lewis 501 galla-
buxur, stærð W34 - L34.
Upplýsingar gefur Aldís í 0
7280 eftir kl. 19.
Til sölu er M. Benz 190 '85.
Upplýsingar í 0 3055.
Til sölu er Lada Sport '82, 5
gira upphækkaður á góðum
dekkjum. Uppl. í 0 4201.
Til leigu er 2ja herb. íbúð á
Eyrinni. Upplýsingar í 0 4792
á kvöldin.
Til sölu eru 4 jeppadekk á 5
gata Whitespoke felgum.
Passa undir Lödur o.þ.h.
Upplýsingar í 0 7741.
Til sölu er blár Silver Cross
barnavagn m. stálbotni.
Upplýsingar í 0 7522.
Til sölu erDatsun 260Z
sportbíll 74,5 gíra, 6 cyl. verð
100.000.- í sæmilegu standi.
Einnig Datsun 280 ZX '83.
Verð 700.000 kr. stgr. Upp-
lýsingar í 0 7190 á kvöldin.
Vil kaupa notað MIG/TIG
suðutæki og rafsuðu. Upp-
lýsingar i 0 4353.
Til sölu er Laser XT3/8086
tölva með svart/hvítum skjá,
40 mb hörðum diski, drifi og
mús. Forrit fylgja s.s.
Windows, Word Perfect 5.0,
o.fl. Gott verð. Uppl. gefur
Snorri í 0 3457 eða 4571.
Til sölu er baðborð. Upplýs-
ingar í 0 4667.