Fréttabréf Biskupsstofu - 15.02.1979, Blaðsíða 3

Fréttabréf Biskupsstofu - 15.02.1979, Blaðsíða 3
3 AUKIN TENGSL HJÁLPARSTOFNUNAR VIÐ PRÓFASTSDÆMIN ^ stjórnarfundi Hjálparstofnunar kirkjunnar í janúar sl. var lögð fram til- laga að breyttri reglugerð fyrir stofnunina. í þeirri nýju tillögu ber hæst breyting á vali í stjórn stofnunarinnar, en hingað til hefur Kirkjuráð skipað stofnuninni stjórn. Samþykkt var að breyta reglugerðinni á þann veg að gefa heraðsfundum í hverju prófastsdæmi rétt til þess að tilnefna einn mann í stjórn stofnunarinnar. Með því móti kasmu 15 stjórnarmenn frá prófastsdæmunum, en jafnframt myndi Kirkjuráð skipa 9 manns, en biskup væri áfram varaformaður stofnunarinnar. Tilgangur þessarar breytingar er fyrst og fremst að efla tengsl Hjálparstofn- unarinnar við söfnuði og prófastsdæmi landsins og er óhætt að segja að hvati þessarar breytingar hafi verið skýrsla starfsháttarnefndar, þar sem lagt er til að héraðsfundir verði virkari um einstök innri mál kirkjunnar. í tilefni af þessari reglugerðarbreytingu er fyrirhugað að framkvæmdastjóri Hjálparstofnunarinnar heimsæki prófastsdæmi landsins fljótlega til þess að kynna fyrir próföstum og prestum þessa breytingu, en auk þess yrði Hjálpar- stofnunin kynnt á breiðum grundvelli, ekki aðeins það er varðar reglugerð, heldur og fjármál hennar og verkefnaval. Óhætt er að segja að þessi nýbreytni hafi mætt skilningi og ánægju hjá þeim próföstum sem mál þetta hefur verið borið undir. Það hlýtur að teljast hagur Hjáiparstofnunarinnar að tengjast söfnuðunum á þennan hátt nánar, ekki sízt með tilliti til þess að á þann hátt eignast Hjálparstofnunin tengiliði í hverju prófastsdæmi fyrir sig. NÁMSKRÁ í KIRKJUTÓNLIST Á DÖFINNI FYRIR TÓNLISTARSKÓLA Haukur Guðlaugsson söngmálastjóri er nú aðvinna að samningu námskrar í orgel— leik fyrir tónlistarskóla. Á hún að koma út í sept n.k. Er námskráin tekur gildi, opnast möguleiki að ljúka stigum í orgelleik við tónlistarskólana 40, sem eru víðsvegar um landið. Tónlistarskóli Þjóðkirkjunnar starfar hins vegar aðeins í Reykjavík. Eru kennarar 6 og nemendur 20. Nemendatónleikar skólans verða um miðjan maí n.k. STARF MEÐAL SJÓMANNA Helgi Hróbjartsson, sem verið hefur kristniboði í Eþíópíu um alllangt skeið, hefur verið ráðinn af Kirkjuráði til að skipuleggja kristna þjónustu meöal sjómanna. Annars vegar er hér um að ræða þjónustu við íslenska sjómenn erlendis, sem væntanlega verður í tengslum við hið geysivíðtæka sjómanna- starf á vegum kirkjunnar á hinum Norðurlöndunum. Einnig er brýn þörf aðstoðar við erlenda sjómenn sem hingað koma, svo og íslenzka sjómenn fjarri heimilum sínum. Helgi hefur að undanförnu kannað meöal sjómanna hversu bezt megi haga þessari Þjónustu og fengið mjög góðar móttökur hjá einstökum sjómönnum og samtökum þeirra. Er unnið að því að koma upp einhverri aðstöðu fyrir sjomenn í Rvik °9 jafnvel í helztu vertíðarplássunum. Helgi er kennari að mennt og hefur stundað guðfræðinam bæði 1 Noregi og Banda— nkjunum og íauk nýlega prófi í uppeldisfræðum við Kennaraháskólann í Bergen. Hann var um 7 ára skeið kristniboði í Eþíópíu, þar sem hann vann einkum að boðun í héruðum sem kristniboð hefur ekki náð til vegna samgönguerfiðleika. Helgi hefur flugpróf og hafði afnot af lítilli flugvél og reyndi það þráfaldlega að vera fyrsti hvíti maðurinn sem viðmælendur hans höfðu séð. — Helgi fekkst og við sjómennsku á skólaárunum.

x

Fréttabréf Biskupsstofu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Biskupsstofu
https://timarit.is/publication/1507

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.