Fréttabréf Biskupsstofu - 15.02.1979, Blaðsíða 7
7
NORRÆNN PRE STAFUNDUR
30.JÚLÍ - 3. ÁGÚST
Um 230 Norrænir prestar eru væntanlegir á Norrænan prestafund hérlendis r
sumar, auk íslenzkra þátttakenda. Aðalfyrirlesarar verða Dr. Martin Lðnnebo
frá Svíþjóð, dr. Þórir Kr. ÞÓrðarson og sr. Heimir Steinsson.
Skálholt og Þingvellir verða heimsótt og helgihald fer fram á öllum norður-
landamálunum. Margir erlendu þátttakendanna ferðast xmi landið að loknum fund'
inum.
NÁMSKEIÐ FYRIR KENNARA
í KRISTNUM FRÆÐUM
verður haldið á vegum Kennaraháskóla íslands í samvinnu við námsþjóra í
kristnum fræðum dagana 13.-18. ágúst.
Kynnt verður nýtt námsefni í kristnum fræðum fyrir 7-8 ara börn og nytt nams-
efni í siðfræði fyrir 8. bekk.
Auk þess verður fjallað um kennsluaðferðir almennt, trúarlegan og siðferðilegan
þroska barna og unglinga, fræðslu um önnur trúarbrögð o.fl.
Þátttakendur láti skrá sig fyrir júnílok hjá endurmenntunarstjóra Kennara-
háskóla íslands, Rósu Þorbjarnardóttur.
GUÐ Á UNDANHALDI EÐA ER KIRKJAN í VEXTI.
"Guð er á undanhaldi" er niðurstaða Dagbladet í Osló, að lokinni könnun
er gerð var á vegum norsku Gallup stofnunarinnar. Þar kom fram að 75%
Norðmanna telja sig trúa á Guð. Þegar viðlíka könnun var gerð árið 1965
svöruðu 85% Norðmanna sömu spurningu játandi.
57% töldu sig trúa á líf eftir dauðann, samanborið við 71% árið 1965.
Oslóbiskup dr. Andreas Aarflot sagði að könnunin staðfesti það sem hann
hefði áður sagt, að þjóðkirkjan sem stofnun dregst saman en KIRKJAN sem
slík, kirkja Krists, vex.
Prófessor Henri Valen,kunnur sérfræðingur um kosningarhegðan,(sérstaklega
þó kunnur fyrir að spá rangt um kosningaúrslit) var spurður álits af Dag-
bladet.
"Skoðun mín er sú að ástæðan fyrir minni Guðstrú sé hin aukna menntun
norsku þjóðarinnar. SÚ tilhneiging að svara jákvætt þessum trúarlegu
spurningum dvínar með hærra menntunarstigi"
Kunnur skurðlæknir gerði að umtalsefni þessa niðurstöðu Valen og benti á
að fjöldi kristinna lækna í Noregi hefur farið ört vaxandi síðustu árin.
"Ef álit Valens er rétt er þessi þróun stóruggvænleg norskri læknis-
þjónustu" sagði hann.
RÁÐSKONA ÓSKAST
Ýmiss konar fyrirspurnir og málaleitanir berast Biskupsstofu. Nýlega sendi
þýzkur ekkjumaður beiðni um að hlutast yrði til um að hann fengi íslenzka
raðskonu. Hún þarf að kunna til matreiðslu og hafa áhuga á barnauppeldi,
fær laun eftir samkomulagi, herbergi með heitu og köldu vatni og sjónvarpil
Lysthafendur geta fengið heimilisfang þess þýzka hjá ábyrgðarmanni þessa
frettabréf s