Bæjarins besta


Bæjarins besta - 28.04.2016, Blaðsíða 8

Bæjarins besta - 28.04.2016, Blaðsíða 8
8 FIMMtudagur 28. APRÍL 2016 Bæjarins besta rekur úr þeim garnirnar. Þau kynnast í Mjólk­ urstöðinni í Reykjavík þar sem gömlu dansarnir voru stignir og hófu búskap í Borgarnesi 1954. Árið 1955 fæðist þeim sonurinn Ólafur Jón og í kjölfarið raða þau niður myndarbörnum, á eftir Ólafi kemur Ragnheiður, þá Ósk, síðan Hans og Rúnar og lestina reka Áróra og Óðinn. Kristbjörg hafði undirbúið sig fyrir framtíðina með dvöl á Varmalandi í húsmæðraskóla, hafði reyndar drauma um hjúkr­ unarnám en lagði þau á hilluna. Gústaf tók upp skólagönguþráð­ inn um þrítugt þegar hann lauk landsprófi frá Miðskólanum í Borgarnesi. Það var mikill hörgull á kennurum á þessum tíma, sérstaklega í hinum dreifðu byggðum og fór hann í kjölfarið að kenna. Hans fyrsta staða var í farskóla á Barðastrandahreppi í Barðastrandasýslu en þar kenndi Gústaf í einn vetur. Eftir það kenndi hann víða til dæmis í Borgarnesi og á Kleppjárns­ reykjum. Fjórtán árum síðar gafst ómenntuðum kennurum tækifæri til að taka réttindanám, þetta tækifæri greip Gústaf og varð kennsla hans ævistarf. Árin 1967–1971 bjuggu þau Kristbjörg og Gústaf á Drangs­ nesi þar sem hann var skólastjóri en 1971 flytja þau á Ísafjörð þar sem Gústaf kenndi við barna­ skólann í 14 ár. Þá var barnaskóli og gagnfræðaskóli á Ísafirði og í Hnífsdal. „Þá byrjuðu bæjaryfirvöld með eitthvað brölt með sameiningu skóla, mér fannst illa að þessu staðið svo ég hætti og við fluttum burt“ segir Gústaf. „Jú, það var gott að vera á Ísafirði, við bjuggum fyrst í íbúð í Krambúðinni í Neðsta, mér fannst reyndar að ég væri ekkert á Ísafirði fyrr en ég var komin upp í bæjarbrekkuna, það var svo langt eitthvað niður í Neðsta“ segir Kristbjörg sem meðfram barneignum vann í Norðurtanga og líkaði bara vel. „Svo fór ég að vinna hjá Orkubúinu, í inn­ heimtunni, það var líka mjög fínt að vera þar“ Þau hjónin tóku virkan þátt í félagslífi bæjarins, bygging Tón­ listarskólans var þeirra hjartans mál sem þau sinntu bæði. Gústaf söng með öllum kórum sem hann komst í tæri við, til dæmis kirkjukórnum og Sunnukórnum og „svo lék ég sjálfan fjandann í Gullna hliðinu“ segir hann og ljós kom að hann var liðtækur á sviðinu með Litla leikklúbbnum. „Svo tók ég þátt í Jörundi, Selur­ inn hefur mannsaugu, Minkarnir, Húrra krakki og fleiri stykkjum“. Kristbjörg var í Kvenfélaginu Ósk fyrir utan það að starfa af heilum hug með samtökum um byggingu tónlistarskóla. Bæjar­ yfirvöld stóðu vel við bakið á þessu framtaki, „þó ég vorkenni Kristjáni Þór Júlíussyni sem og var húsið sett í leigu. Þessi hreyfanlegu hjón pökkuðu nú saman pjönkum sínum og héldu þvert yfir landið, alveg á hitt hornið, til Djúpavogs þar sem þau voru eitt skólaár. Þaðan fóru þau svo í Hveragerði og voru þar og þá lá auðvitað beinast við að skella sér aftur vestur og hóf Gústaf kennslu við grunnskólann á Ísafirði en Kristbjörg aðstoðaði við stjórn á Hlíf. Þegar Valdimar Gíslason skólastjóri á Núpi fór í námsleyfi vantaði skólastjóra við Grunnskóla Mýrarhrepps og skelltu þau Kristbjörg og Gústaf farangri í skottið og bjuggu á Núpi í eitt ár. Eftir veruna þar tók Gústaf síðan að sér kennslu víða um Vestfirði. Tvo vetur kenndi hann í grunnskóladeildinni í Hnífsdal og árið eftir snjóflóðin á Flateyri réði Björn Hafberg hann í skólann þar. Skólaárið 1995–1996 hafði reyndar Áróra dóttir þeirra Gústafs og Krist­ bjargar kennt á Flateyri. „Hún bjó í blokkinni, upp við fjallið, þegar flóðið féll og flutti eftir það á Grundarstíg, í húsið sem kallað er kennarahúsið“ Gústaf kenndi í tvö ár á Flateyri, fyrst undir stjórn Björns Hafbergs, síðan hjá Rósu. Áróra fór hins vegar suður eftir þennan vetur. „Svo kenndi ég fjögur ár á Suðureyri“ segir Gústaf og þar býr Ólafur Jón elsti sonur þeirra ásamt Birnu Þorleifsdóttur konu sinni. „Það var afskaplega sam­ viskusamur maður sem mokaði veginn til Suðureyrar og svo heilbrigðisráðherra, þá stóð hann sig býsna vel sem bæjarstjóri“ segir Gústaf. Þessir bæjarstjórar sem voru þarna stóðu sig bara vel. Svo var það hann Kristján Haraldsson orkubússtjóri, hann var einn af postulunum, en það var 12 manna stjórnarráð samtak­ anna um byggingu tónlistarskóla. Þegar kom að honum að baka lummur, gerði hann sér lítið fyrir og bakaði lummur í blindbyl og skafrenningi á miðju Silfurtorgi, og frá Útvegsbankanum, sem þá var í því húsi sem Sjóvá er núna, hljómuðu svo vínarvalsar. Á með Kristbjörg og Gústaf bjuggu á Ísafirði höfðu þau keypt sér hús við Þvergötu, það var ekki hlaupið að því að selja hús þegar þau ákveða að fara frá Ísafirði í 3 ár. Þá barnahópurinn fluttur að heiman en Veigar barnabarn þeirra hefur verið mikið hjá ömmu sinni og afa. Árið 1998 varð hreyfing á leigjendum í Þvergötu 5 á Ísafirði komst ég á sérstakan samning við hann Sófus sem var með áætl­ unarbílinn milli Suðureyrar og Skutulsfjarðar. Ég fór bara alltaf með honum, hann var reyndar gamall nemandi frá Drangsnesi“

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.