Bæjarins besta - 28.04.2016, Blaðsíða 4
4 FIMMtudagur 28. APRÍL 2016
Útgefandi: Athafnagleði ehf., kt. 690715-0740
Afgreiðsla og ritstjórn: Mánagötu 2, Ísafirði, sími 456 4560
Ritstjóri BB og bb.is: Bryndís Sigurðardóttir, 896 9838, bb@bb.is
Ábyrgðarmaður: Bryndís Sigurðardóttir.
Blaðamaður: Smári Karlsson, 866-7604, smari@bb.is
Auglýsingar: Sími 456 4560, auglysingar@bb.is
Prentvinnsla: Litróf ehf.
Upplag: 2.200 eintök
Dreifing: Íslandspóstur. Dreift án endurgjalds inn á öll
heimili á norðanverðum Vestfjörðum
Stafræn útgáfa: www.bb.is / facebook.com/pages/bbis
Önnur útgáfa: Á ferð um Vestfirði
ISSN 1670-021X
Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið bb@bb.is.
Auglýsingar þurfa að berast fyrir kl. 17 á mánudögum
fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum.
Ritstjórnargrein
Salt í sárin
Spurning vikunnar
Ert þú sáttur með sjötta framboð Ólafs Ragnars?
Netspurningin er birt vikulega á bb.is og þar geta lesendur
látið skoðun sína í ljós. Niðurstöðurnar eru síðan birtar hér.
Alls svöruðu 581.
Já, mjög svo og mun kjósa hann, sögðu 293 eða 51%
Já, en mun samt ekki kjósa hann, sögðu 37 eða 6%
Mér er slétt sama, sögðu 52 eða 9%
Nei, sögðu 199 eða 34%
Það er bæði reið og hnípin þjóð sem hokrar þessa dagana á landinu
fagra, landi sem er svo norðarlega að það telst vart byggilegt.
Sárin frá 2008 hafa nú verið rifin upp og okkur blæðir. Hvernig
má það vera að starfsmenn, stjórnarmenn og fulltrúar stjórnmála
flokka haga sér með þeim hætti sem nú er öllum ljós, hvernig
getur það gerst að fyrrum ráðherra og seðlabankastjóri leyfir sér
að svindla og svíkja eins og komið hefur í ljós. Við vorum með
forsætisráðherra sem geymdi fé sitt í skattaskjólum, gerði kröfur á
banka og samdi svo fyrir okkar hönd við sjálfan sig, sagði engum
frá og skammast sín ekki neitt. Við erum með fjármálaráðherra
sem vílaði og dílaði með upplýsingar um hann sjálfan í skjólum,
hann barðist ekki beint af hörku fyrir því að upplýsingarnar bær
ust til skattstjóra, þvert á móti. Hann sagði heldur engum frá og
er ekkert nema hrokinn. Við erum með menntamálaráðherra sem
skellir skólahurðinni á nefið á þeim sem vilja í menntaskóla séu
þeir orðnir 25 ára eða eldri, menntamálaráðherra sem nú vill lækka
námslán til nemenda erlendis, lán sem ekki eru beysin fyrir. Það
fer lítið fyrir metnaði fyrir menntun þjóðar hjá ráðherranum sem
þagði sömuleiðis fram í rauðan dauðann um leigusalann sinn og
fyrirgreiðslu honum til handa.
Og við bíðum eftir fleiri fréttum, bankarnir voru ryksugaðir
fyrir hrun og smátt og smátt er að koma í ljós hvert heimilis silfur
þjóðarinnar fór og mun fara ef við höldum þessari meðvirkni
áfram. Við eigum fullt af heiðarlegum stjórnmálamönnum og við
þurfum að nota vitið sem okkur var gefið þegar í kjörklefann er
komið, höfnum spillingarpésunum, það ætti ekki að vera flókið.
Það þarf að taka þátt í starfi stjórnmálaflokka og hjálpa til við val
á framboðslistum, sneiða hjá þeim hafa svo mikið sem tyllt litlu
tánni á hin illræmdu Aflönd, líka þeim sem hafa snargleymt því
að þeir ættu þessi félög en muna svo sannarlega mætavel að þau
voru gefin upp til skatts!
Nú er lausnin ekki sú að slökkva á fréttum og fara bara út að
hlaupa, við berum öll ábyrgð á þeim við veljum á þing og það er
þar sem er hægt að spyrna við fótum, leggja steina í götu þessara
ótíndu glæpamanna sem purkunarlaust ræna okkur.
Þetta er ólíðandi.
BS
Þátttakendur á skotvopnanámskeiðum þurfa að skila inn
sakavottorði, læknisvottorði og passamynd til skrifstofu
sýslumanns fyrir námskeiðin. Læknisvottorðið þarf að vera
sérstaklega útgefið vegna skotvopnaleyfis.
Skotvopnanámskeið
og veiðikortanámskeið
Skráning og nánari upplýsingar á www.veidikort.is
ÍSAFJÖRÐUR
Veiðikortanámskeiðið kostar kr. 14.900
Skotvopnanámskeiðið kostar kr. 20.000
STAÐSETNING Fræðslumiðstöð Vestfjarða
VEIÐIKORTANÁMSKEIÐ 10. maí kl. 17:00-23:00
SKOTVOPNAN BÓKLEGT 19. ágúst kl. 18:00-22:00
20. ágúst kl. 10:00-14:00
SKOTVOPN VERKLEGT Á viðurkenndu skotsvæði
Krakkar úr Skíðafélagi Ís
firðinga fjölmenntu á Andrésar
andar leikana sem haldnir voru
á Akureyri um helgina. Óhætt er
að segja mótið það vinsælasta á
landinu meðal yngstu skíðaiðk
endanna og hefur svo verið í
áratugi, en fjörtíu ár eru síðan það
var fyrst haldið. Alls voru kepp
Mikil gleði á
Andrésarleikunum
Yngstu keppendur í alpagreinum á Andrésarleikunum taka á móti viðurkenningu fyrir þátttöku.
Gönguskíðahópur SFÍ á Andrésarleikunum. Mynd: Guðmundur Ágústsson.
endur frá SFÍ 80 talsins og kepptu
þeir í skíðagöngu, alpagreinum
og á bretti. Krakkarnir í hópnum
komu frá Ísafirði, Bolungarvík
og Þingeyri. Hinn akureyrski
Andrés önd heldur áfram að
vaxa og dafna og var í fyrsta sinn
boðið upp á leikjabraut fyrir 5 ára
börn og voru nokkrir iðkendur úr
Skíðafélaginu sem nýttu sér það.
Allir voru sælir og rjóðir eftir
sólríka daga í fjallinu, búnir að
eignast nýja félaga og sumir með
verðlaun í farteskinu og kom
hópurinn heim með 13 gullpen
inga, 11 silfur og 12 brons.
annska@bb.is