Bæjarins besta


Bæjarins besta - 10.11.1993, Blaðsíða 12

Bæjarins besta - 10.11.1993, Blaðsíða 12
Fljúgiö með elsta starfandi áætlunar- flugfélagi á íslandi FLUGFÉLAGIÐ ERNIRf ÍSAFJARDARFLUGVELU © 4200 * □ 4688 BÍLALEIGAN 'RNIR Par sem bílarnir skipta um eigendur SKEIÐI 5 • ÍSAFIRÐI © 4300 • © 4448 ~Ö W La\í LEGGUR OGSKEL fataverdun bamanna Ljóninu, Skeiöi, sími 4070 :*** JONBS GUNNA ÉwfirtK, »íml 3464 Vatnsmál ísfirðinga: Ekki sáftir við stöðu mála - segir Eyjólfur Bjarnason, forstöðumaður tæknideildar ísafjarðarkaupstaðar ORKUSTOFNUN ríkisins tók vatnssýni um miðjan októbermánuð úr vatnssíunum sem settar voru upp síðastliðið vor. Niðurstöðu er að vænta innan hálfs mánaðar og koma þá í ljós gæði vatnsins, og um leið hvort þau séu betri í dag en áður en af síukaupunum varð. „Við erum ekki alveg sáttir við stöðu vatnsmálaima í dag, þaðeru alltaf töluverð vandræði í leysingunum og það er breyt- inga þörf. Við getum vonandi varpað einhverju Ijósi á þetta þegar niöurstöður „grugg- prófsins” liggja fyrir,” sagði Eyjólfur Bjamason forstöðu- maður tæknideildar Isafjarðar- kaupstaðar í samtali við blaðið. Eyjólfur telur líklegt að af nýtingu jarðgangavatnsins muni verða og að stóra vatns- æóin muni þá leysa gömlu aðveituæðamar af hólmi. Hann hafði eftirfarandi urn málið að segja: „ Við fengum Vigdísi Harðar- dóttur jarðfræðing í lið með okkur fyrr í haust til að taka saman skýrslu uni þær niður- stöóur sem Vegagerð ríkisins hefur fengið um vatnið í göng- unum. Skýrslan var tilbúin í sept- emberlok og mér sýnist á öllu að þessi notkunarmöguleiki sé vel hugsanlegur. Þess vegna emm við líka með inní mynd- inni þegar verið er að bora göngin, það er gert ráð fyrir aukaleiðslu sem mundi þá flytja vatniðút. Kostnaður viðþennan nýtingarmöguleika hefur ekki verið tekinn saman því vitum ekki hvort vatnið er í raun drykkjarhæft. Orkustofnun kom aftur í haust og tók sýni úr vatns- æðinni og framkvæmdi miklar rannsóknir á öllum málmum og snefilefnum sem í henni er, með tilliti til vals á römm og þær nióurstöður liggja ekki ljósar fyrir fyrr en um næstu rnánaða- mót í fyrsta lagi. Ef vatnið reynist drykkjarhæft, þá er alveg ömggt að við fömm út í hönnun á nýrri veitu en við munum þó reyna að nota eins mikið og unnt er af gömlu aðveitu- æðunum. Hvað varðar gömlu aðveitu- stöðina, þá er erfitt að spá fyrir um framtíð hennar þar sem vió vitum ekki hvort af nýtingu gangavatnsins verður, en við teljum víst að það yrði þá ekki þörf á henni,” sagði Eyjólfur Bjamason. -hþ. ígulkeravinnsla á ísafirði: Þrjátíu manns hafa óskað eftir vinnu - þrír japanskir fulltrúar kaupenda skoða ígul hf. í dag ÍGULL sf. auglýsti í síðasta BB eftir tuttugu manns í vinnu við ígulkera- vinnslu sem hefst í fyrra- málið. Viðbrögðin stóðu ekki á sér, blaðið kom út tíu mínútur í fímm og á slaginu fimm hringdi fyrsti um- sækjandinn. „Við höfum verið í því að ræða við umsækjenduma í dag og í gær og höfurn þegar ráðið marga þeirra til starfa. Það hafa yfir þrjátíu manns óskað eftir vinnu, meira að segja fólk í Reykjavík hefur hringt í mig eftir að það sá frétt í DV um að okkur vanhagaði um starfs- krafta. Við erum því mjög ánægðir með viðbrögðin og ætlum að byrja strax að morgni fimmtudags,” sagði Gissur Skarphéðinsson, annar tveggja eigenda íguls hf., er BB leit viö hjá þeirn í gærdag. I dag komu þrír Japanir í dagsferð til Isafjaróar, þeir em fulltrúar kaupenda og koma gagngert til að skoða að- stöðuna hjá Gis suri og Kjartani og sjá hvemig gengur hjá ný- stofnuðu fyrirtæki þeirra Igul hf. en nafn fyrirtækisins hefur breyst frá síðasta tölublaði, þá hét það Igull sf. „Við bindum sterkar vonir við starfsemina, viðemmmeð ömggan markað og það er ekkert mál fyrir okkur að koma vömnni á framfæri. Það verður frekar meira vandamál að anna eftirspuminni og að veiðanógu gæðamikil ígulker,” sagði Kjartan Hauksson. -hþ. Kjartan Hauksson og Gissur Skarphéðinsson, eigendur íguls hf. í gærdag en þá voru þeir á fullu að gera allt klárt í húsnæði Sunds hf. við Sundahöfn fyrir vinnsluna á fyrramálið. Nýja íþróttahúsið á ísafirði: Skemmtun til styrlctar kirkjubyggingu FJÁRÖFLUNARNEFND ísafjarðarkirkju hefur ákveðið að efna til stórskemmtunar í nýja íþróttahúsinu á Isafirði og mun allur ágóði renna til byggingar nýrrar kirkju á Isafirði. Skemmtunin hefst klukkan 17 á laugardaginn. Þar mun ís- firski rithöfundurinn Rúnar Helgi Vignisson lesa upp úr ný- útkominni bók sinni. Strand- höggi, tónlistarmennimir Jó- hannes Bjami Guðmundsson og Hermann Þór Snorrason munu flytja nokkur lög og þá munu margfaldir Islandsmeistarar í samkvæmisdönsum sýna sam- kvæmisdans. Þaðemþau Davíð Arnar Einarsson og Eygló Karolína, semem aðeins 15 ára en em þó talin með þeirn frestu á landinu í sínum aldursflokki. Rúsínan í pylsuendanum verður svo söngur ísfirsku ópemsöngkonunnar Guðrúnar Jónsdóttur, sem hefja mun upp raust sína við undirleik Beötu Joó. Kvenfélagiö Hlíf mun sjá um kaffiveitingar í hléi og em þær innifaldar í aðgangseyr- inum sem er kr. 1.300. Is- firðingar og nágrannar eru hvattir til að mæta í íþrótta- húsið á laugardaginn, bæði til að sjá og heyra í frábæmm lista- mönnum og um leið að styrkja gott málefni. Allir skemmti- kraftamir gefa vinnu sína til styrktar kirkjubyggingunni. Guðrún Jónsdóttir óperu- söngkona. Rúnar Helgi Vignisson rithöfundur. OHAÐ FRÉTTABLAÐ / A VESTFJÖRÐUM Oshlið: / I ** í umferðaróhöpp áttu sér stað á Oshlíðinni í síðastliðiuni viku og urðu engin slys á fólki í hvoru tilviki. Aðfaranótt töstu- dags ók kona á nokkuð stórt grjót sem fnllið hafði við stærsta varnnrnetið skömnui áður en hún átti leið hjá. Ems oggeliir nðskilj.i s.ir diniini þegai all'urðuiinnitli scr stað og var mikil rigtling og vegurina blautur af jxim sðkum. Ökutnaðurinn sá illa iil um I riininiðu bílsir.s ög átti erfitt með aó bregðast við þessum óvænta híut og end- aði með því að aka á hann. Hún tílkynmi atburðinn t neyðarsíma seœ staðscttur cr skiimml frá slysstnð í sérsiöku skvli. Aðeins þari' aö lyl'ta símtóimu til að fa sambtmd við iögrogiu og fagnar hön því að {x'tta neyðartæki skuli hafa veriö notað þó húu óski jafnframt aö sem sjaldnast komi íii þessnota. Heimíldír blaðsins herma að þetta sé í fyrsta skipti sem síminn er notaður cingöngu vegna oeyðttrtilvtks. Um klukkan tvo á sunnu- dagínn ókkona á ljósastaur í beygjunni millí vitans og Os- varar á Oshiíðinni. Konan. sem var ein íbifreiðinni. mun íiafa fípast vegna hraðaksturs stors Econohne sem hún mætti í beygjunni. Mikil hálka var á veginum ogTann bifréiðin á endanum á Ijósa- staur, Bílinn, sem er komínn veiitil ára srnna, er mífoö .skemmdur aðiraman ogtelur eigandi þaö ekkí svara kcistn- aði að fara út í viðgeröir, Ljósastaurinn s ke mmd i s t nökkuð. ,,

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.