Bæjarins besta


Bæjarins besta - 26.01.1994, Síða 6

Bæjarins besta - 26.01.1994, Síða 6
6 BÆJARINS BESTA • Miðvikudagur 26. janúar 1994 SÍÐUSTU fjórar vikurnar hefur ungur Isfirðingur verið í heimsókn á heimaslóðum eftir að hafa hleypt heimdraganum fvrir nokkrum árum og haldið út í hinn stóra heim til frekara náms. Gísli Þórólfsson heitir hann og er yngstur fimm barna þeirra Guðrúnar Gísladóttur hjúkrunarkonu og Þórólfs Egilssonar rafvirkjameistara sem lést fyrir nokkrum árum. Gísli hefur frá árinu 1990 verið við nám í Flórens á Italíu, í fagi sem aðeins örfáir Islendingar hafa tekið sér fyrir hendur þ.e. viðgerðum á málverkum. Á meðan Gísli hefur dvalist á ísafirði hefur hann tekið að sér viðgerðir á málverkum ísfirðinga og hefur haft þokkalegt að gera, þótt alltaf sé haegt að bæta við sig verkefnum. Gísli kom ekki einsamall til Isafjarðar, með honum var unnusta hans Jeannette Castioni en hún er einnig lærður málverkaviðgerðarmaður og stundaði reyndar nám við sama skóla og Gísli, en þar kynntust þau fyrir þremur áruin. Á meðan á dvöl þeirra á Isafirði stóð bjuggu þau í Sóltúni, húsi Isfirðingafélagsins í Reykjavík og þangað heimsótti blaðamaður þau skötuhjú um miðjan dag á laugardag. Er við höfðum komið okkur vel fyrir í sófanum í húsinu hans Guðmundar frá Mosdal var fyrstu spurningunni beint að Gísla. Hvað kom til að þú fórst út í nám í viðgerðum á málverkum? Jeannette Castioni og Gísli Þórólfsson forverðir málverka. Forverðir máhferiœnna Myndlistin hefur alltaf heillað mig „Eg varð stúdent frá Mennta- skólanum á Isafirði 1988 og út- skrifaðist af náttúrufræðibraut, en eins og margir sem byrja framhaldsskólanám hafði ég í raun og veru ekki hugmynd um hvað ég vildi verða eða taka mér fyrir hendur þegar í full- orðinna manna tölu væri kom- inn. Þó svo að ég hafi beðið í eitt ár að loknu grunnskólaprófi, tvístígandi um það hvort í menntaskóla skyldi halda, lét hugmyndin ekki á sér kræla. Svo að í algjörri blindni og óvissu lagði ég af stað út á braut raunvísindannaen varekki langt á leið kominn þegar niðurbæld bamdómsgjöf tók að bæra á sér innra með mér. Eg fékk áhuga á myndlist og sá áhugi óx með hverju árinu. Eftir að hafa klórað mig í gegnum menntaskólann og eftir að hafa unnið u.þ.b. í tvö ár hjá Flugleiðum skellti ég mér til Flórens á Italíu. Utan- ferðin hafði þó forsögu. Ég fór að athuga með skóla erlendis og hafði þámyndlistar- nám íhuga. Eftiraðhafaskoðað málin betur komst ég að því að Lánasjóður námsmanna lánaði ekki til myndlistamáms erlendis nema á háskólastigi væri, vegna eins listaskóla hér á landi sem þó hleypir ekki inn nema hluta af þeim nemendum sem um hann sækja. Ég hafði ekki áhuga á að stunda þá stofnun því ég hafði sett stefnuna á Italíu en var orðinn of seinn til að sækja um til ríkislistaakademíunnar þar í landi sem er ferill torf- arinn og seinlegur. Þá upp- götvaði ég þennan ágæta skóla í Flórens sem hafði upp á nám í viðgerðum á málverkum að bjóða og það er sú allra besta ákvörðun sem ég hef tekið hingað til. Til Ítalíu fór ég í ágúst 1990 og byrjaði mína veru þar á því að læra ítölsku um tveggja mánaða skeið. Þá fór ég í skólann Istituto Per L’ arte e il Restauro, en á íslensku útleggst það sem myndlistar-og við- gerðaskóli. Þarerégsvo ítvöár við nám og hér er ég í dag.” Forvörður málverka -I hverju er námið fólgið. Er hægt að skýra það í stuttu máli? „Þetta er bóklegt og verklegt nám þ.e. listasaga, efnafræði og jafnvel líffræði en hún fjallaði um örverur og skordýr sem valda skemmdum á listaverkum o.fl. Verklegi hlutinn var við- gerðir á málverkum í öllum sínum myndum, teikningum o.s.frv.” -Hvaða starfstitil berð þú að námi loknu? „Það leggst út á íslensku sem „Forvörður málverka” svo asnalegt sem það nafn er.” -En er einhver framtíð í því að vera „Forvörður málverka”? „Það er meira en nóg af mál- verkum sem þarfnast viðgerðar í veröldinni og það er mikil sam- keppni í þessu fagi. Ég hafði nóg að gera þegar ég kom til Islands 1992 en í dag er minna að gera, því er ekki að neita. Það er kreppa í þessu eins og öðru. Það hafa fáir efni á að gera við málverk í dag en samt ég get ekki kvartað, ég hef haft þokkalegt að gera.” -Þegar þú gerir við málverk, þarftu þá ekki jafnvel að mála sum verkin upp á nýtt? „Nei, ekki nema skemmdir á litfilmunni þarsem upprunalega ntálverkið er ekki lengur til staðar.” -Eru þá komnir tveir málarar að verkinu, þú og sá sem málaði verkið upphaflega. Spyr sá sem ekki veit? Nú hlær hann að fávisku blaðantanns og unnusta hans sem setið hefur og hlustað á okkur brosir einnig af þessari kjánalegu spurningu. Hún talar ágæta íslensku og skilur því flest sem okkur Gísla fer á milli. „Nei. nei,” segir hann. Það hefur alltaf verið álitamál hvað má gera og hvað ekki, eða hversu mikið. Hvað forvörður má leyfa sér og til eru ótal að- ferðir sem eiga að leysa þetta mikla vandamál t.d. að gera við- gerðina sýnilega eða láta hana skera sig úr til þess að það fari ekki á milli mála hver er hönd listamannsins og hver er hönd forvarðarins og hafi lýtandi á- hrif á málverkið. Eitt er þó mikilvægt, hvort sem gengið er frá skemmd þannig að viðgerðin sé vel sýnileg eða falli gjörsam- lega inn í rnynda, þ.e. notkun efna sem gera viðgerðina auð- veldlega afturkallanlega. Svo má ekki gleynta inn- viðum málverksins ef svo mætti að orði komast. Gamalt mál- verk hefur litfilmu sem nteð tímanum er orðin stökk og við- kvæm, farin að springa og jafnvel að losna frá striganum. Mál verk í svona ástandi og helst áður en á þetta stig er komið, þarf þéttingar við. Það þarf að endurbinda litfilmunaogeru þar til nokkrar aðferðirog svogetur farið fyrir mál verkinu að mynd- beri þess sé orðinn það lélegur einhverra hluta vegna að það þarf að rassfóðra það eins það kallast á góðri íslensku. En þá tekur nýr strigi við hlutverki þess gamla sem myndberi." Varkárni í fyrirrumi -H vað kostar að gera við mál- verk? „Það er ekki hægt að svara þessari spurningu svonaán þess að skoða málverkið. Það eru notaðar ótal aðferðir við að verðleggja viðgerð s.s. að taka mið af verðmæti verksins. Þetta á að sjálfsögðu aðeins við um málverk sent hafa eitthvað verð- gildi. Ég fer þannig að þegar viðkomandi vill vita kostnað fyrirfram. Ég yfirfer málverkið og prófa hvaða efni og aðferðir ég get notað til að sjá hvaða tími kann að fara í viðgerðina." -Er aldrei nein hætta á að málverk sem er í viðgerð eyði- leggist? „Neeeei. Og þó, sú hætta er alltaf fyrir hendi en ef maður er varkár á það ekki að koma fyrir. Ég hef ekki lent í því að skemma verk ennþá og vona að það konti aldrei fyrir. Við byrjum alltaf á því að skoða verkin vel, könnum hvaðaefni þau þolao.s.frv. Það er sú trygging sem við höfum til að skemma ekki verkin. Ég hef ekki tryggt mig fyrir hugsan- legum skemmdum en það er til að ntenn tryggi sig, sérstaklega ef um ntjög verðmæt verk er að ræða. Ef maður er varkár og veit hvað maður er að gera, þá kemur ekkert fyrir." -Þú klárarnámið 1992. Hefur þú búið á Italíu síðan? „Strax á eftir að náminu lauk kom ég til íslands og hef verið á ferðinni síðan. A Islandi vorum við fram í desember 1992 en þá héldum ég og unnusta mín aftur til Ítalíu og vorum þar um veturinn. Sumarið á eftir fórum við til Möltu í vinnuleiðangur og komum svo aftur til íslands nú í haust. í dag erum við svo að reyna að lifa af viðgerðum á málverkum á Islandi og hér verðum við svo fremi sem við náum að þéna fyrir brauðinu og löfrum til að klæðast. Ef ekki, förum við út aftur og það al- farin því þó ástandið þar sé ekkert skárra en hér, virðist vera auðveldara að eiga við hlutina þar, þótt skrýtið megi virðast. Annars hef ég engar áhyggjur af því að hafa ekkert að gera. Ég hef líka verið að mála og þá höfum við einnig tekið að okkur að gera múrmyndir. Einnig het' ég gert portreit teikningar, bæði með blýant og pastelkrít og Jeannette er að búa til glerlista- verk og fleira.” Dreymdi eHki um að enda á Islandi -Þú kynntist unnustu þinni á rneðan þú varst í námi en hún stundaði nám í sama fagi við sama skóla. Er engin samkeppni ykkar á milli eða vinnið þið að viðgerðunum í sameiningu? „Nei, nei, það er hið besta samstarf á milli okkar. Þetta hefur farið út í einskonar sér- hæfingu okkar á milli þar sem sumt virðist falla mér betur að gera og annað fellur Jeannette betur í hönd." Gísli og Jeannette við eitt verka Listasafns ísafjarðar, sem þau eru að vinna við.

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.