Bæjarins besta


Bæjarins besta - 30.06.2016, Blaðsíða 7

Bæjarins besta - 30.06.2016, Blaðsíða 7
FIMMTUdagUr 30. JÚNÍ 2016 7 kristaltærum sjónum. Þeir buðu okkur með og við vorum að vonum mjög spenntar fyrir því, en við áttum bókaðan flugmiða heim næsta dag og engir gemsar ekki neitt til að láta vita af okkur. Á endanum náðum við að hringja í konuna sem Katla var hjá í gegnum tíkallasíma og láta vita af því að við myndum ekki koma aftur fyrr en þremur dögum síðar. Svo sitjum við á ströndinni, búnar að breyta fluginu heim, peninga- lausar og föttum að við vissum ekki einu sinni nöfnin á þessum strákum sem við ætlum í ferðalag með, eða hvort þeir myndu mæta – sem þeir reyndar gerðu nú og við fórum með þeim í snekkju á pínulitla einkaeyju þar sem þeir hefðu getað brytjað okkur niður í tunnu því enginn vissi af ferðum okkar. Það var reyndar ekki svo og var þetta algert ævintýri. Svo kom að heimferðinni og við vegabréfsskoðunina sagði tollvörðurinn alveg geta séð hvað væri í gangi, enda margar stúlkur að vinna sem barnapíur í Bandaríkjunum á þessum tíma og ég fékk mánaðaráritun og tjáð að ég skyldi hypja mig á brott að honum loknum og ekki láta sjá mig aftur.“ Auður fór nú reyndar ekki heim að þessum mánuði loknum heldur kláraði árið líkt og um var samið í upphafi. Hún kom aftur til Íslands og hafði ekki í hyggju að stoppa lengi. Örlögin ráðin á Ísafirði „Ég kom til Íslands aftur í glansgallanum, í silki frá toppi til táar, agaleg amerísk pæja sem passaði ekki inn í íslenskan raunveruleika og fór í síðpilsi í sveitina.” minnist Auður með glettni og skömmu seinna fer hún til Ísafjarðar að vinna í fiski og hin og þessi störf sem myndu hjálpa henni að safna pening hratt og örugglega, því til Bandaríkj- anna skyldi hún flytja. Eitt sinn er hún var að vinna á Hótel Ísafirði kemur þangað Gísli Jón fyrrum sveitungi hennar með vin sinn Guðmund með sér og til að gera langa sögu afar stutta, þá flutti Auður ekki til Bandaríkjanna aftur. Skömmu eftir að Auður og Gummi fóru að skjóta sér saman voru örlögin ráðin og Auður varð ólétt af elstu dóttur þeirra. „Mér finnst ég alveg brjálæðislega heppin. Auðvitað hef ég stundum velt fyrir mér hvort ég hefði vilj- að gera hlutina öðruvísi, en mér finnst lífið bara svo skemmtilegt eins og það er, að ég myndi ekki vilja skipta.“ Allar götur síðan hafa þau ferðast saman í gegnum lífsins stræti og eiga saman þrjú börn. Þau fluttu til Reykjavíkur árið 1987 þar sem Auður fór að vinna í banka, en þremur árum seinna, fjölskyldu og vinum til mikillar undrunar, tilkynnti hún að hún ætlaði að læra hjúkrun, sem hún og gerði og árið 1996 að námi loknu kom fjölskyldan til árs dvalar á Ísafirði sem hefur heldur betur teygst í annan end- ann, því þau eru hér enn og ekki á leiðinni suður. Börnin erfa landið Auður segir að það hafi verið afar gott að alast upp meðal sex bræðra. „Þeir voru alltaf svo góðir við mig, ég var algjör dekurrófa og við systkinin afar samrýmd, allt þar til mamma og pabbi ákveða að láta okkur hafa Rauðamýrarjörðina árið 1998. Rauðamýri var ríkisjörð og mamma og pabbi leigðu hana fyrir lítinn pening, enda fór allur þeirra peningur í að mennta okk- ur krakkana, þar sem þau voru oft með fjóra púka í heimavist- arskóla á sama tíma, sem kostaði skildinginn – enda þau ekki að eyða neinum pening í sjálf sig. En á endanum vildu þau kaupa jörðina og upphófst ára- langar samningaviðræður við ríkið um það og á endanum fá þau jörðina keypta árið 1998, þremur árum eftir að þau sjálf voru flutt af henni. Þau voru þá með íbúðarhúsið þar og tvo sumarbústaði sem þau starfræktu í ferðaþjónustu. Þegar að kaupin fóru í gegn ákváðu þau að láta okkur krakk- ana fá jörðina, þannig að við tökum bara við láninu sem á henni hvíldi, með henni fylgdi íbúðarhúsið og þau hlunnindi sem jörðinni fylgdu líkt og lax- veiðin. Svo okkur voru þarna allir vegir færir, en við höfum ekki gert nokkurn skapaðan hlut því við höfum ekki náð að sammæl- ast um hvað við viljum gera.“ Auður segir að foreldra henn- ar hafi nú kannski grunað að krakkagrislingarnir þeirra, líkt og hún orðar það myndi ekki endilega ná að dansa í takt með framtíð Rauðamýrar, svo þau settu ákvæði inn í samninginn að ekki mætti selja landið, nema hvert öðru, fyrr en að tuttugu árum liðnum, en hefðu þau gert sér í hugarlund þær miklu deilur sem í framtíðinni sköpuðust hefðu þau jafnvel hugsað sig tvisvar um áður en gjörningurinn var framkvæmdur því erfðamál forfeðranna hafa orðið að miklum illdeilum innan fjölskyldunnar og sundrað áður samstilltum systkinahópi og gert móður þeirra sem enn er á lífi þá einna mestu skráveifu sem börn geta valdið aldraðri móður sinni og hefur hún í tvígang verið dregin fyrir dómstóla, án þess að enn sjái fyrir endann á deilunum. „Þegar að pabbi deyr árið 2006, fékk mamma leyfi okkar systkinanna til að sitja áfram í óskiptu búi. Hún átti þessa íbúð sem þau keyptu sér í Reykjavík, sumarbústaðina á Rauðamýri og land sem hún hafði erft eftir frænda sinn á Neðri-Bakka og um það snúast mestu deilurnar, en hún selur jörðina að stærstum hluta árið 2007. Mér finnst ekkert óeðlilegt við það eftir 52ja ára búskap og sjö börn að pabbi myndi samþykkja að mamma ætti bara sína jörð, sem hann tengdist aldrei og svo fengi hún íbúðina þeirra og um þetta gera þau kaupmála. Þau voru búin að láta okkur fá hlunnindajörðina. Í málaferlum við móður sína „Nokkrum árum eftir að pabbi deyr kynnist mamma alveg yndislegum manni og þau fara að búa saman og í júlí 2014 ákveða þau að gifta sig og þá fellur í raun niður heimild hennar til að sitja í óskiptu búi og þá er hluti af bræðrunum sem ekki kannast við að þessi jörð sé í eigu mömmu. Mamma var þá með kaupmál- ana sem hún var í fullri trú á að væru góðir og gildir og búið að þinglýsa þeim án athugasemda. Þetta verður á endanum dómsmál þar sem fjórir bræðranna draga mömmu fyrir rétt vegna gruns um að þessir kaupmálar séu falsaðir. Hún tapar málinu fyrir Héraðs- dómi, sem segir að líkur séu á að kaupmálarnir séu falsaðir, eftir að rithandarsérfræðingur var búinn að rýna í rithönd pabba, hann gaf reyndar þann fyrirvara að hann vissi ekki fyllilega ástand hans er kaupmálarnir voru gerðir og þeir væru ljósrit af ljósriti. Mamma var auðvitað ekki sátt við þessa niðurstöðu og kærir úrskurðinn og í Hæstarétti var komist að þeirri niðurstöðu að kaupmálarnir væru ógildir, en núna vegna þess að annar votturinn mundi ekki eftir því hvort hún var viðstödd er þau undirrituðu kaupmálann og það er svo samkvæmt lögum að báðir vottar þurfa að vera viðstaddir á sama tíma við undirritun og voru af þeim sökum kaupmál- arnir dæmdir ógildir vegna formgalla.“ Auður segir að þetta ferli hafi verið bæði skrýtið og óþægilegt, í Héraðsdómi voru systkinin þrjú sem stóðu með kaupmálunum ásamt móður þeirra í hlutverki varnaraðila og segir Auður að hún hafi ekki einu sinni getað fengið sér lögfræðing þar sem hún vissi ekki fyrir hverju átti að verja hana, nema þá að verjast því að hún treysti því að kaupmálar sem voru dagsettir, undirritaðir, vottaðir, þinglýstir og birtir í Lögbirtingarblaðinu væri góðir og gildir. En hvernig heldur hún að bræður hennar hafi hugsað sér þetta? „Ég hugsa að þeir hafi ekki hugsað almennilega þegar þeir fóru af stað „hvernig vil ég að þetta endi?“ Þar sem þú þarft í rauninni að geta búið þér til eitt- hvað sjónarsvið þar sem þú sérð að mamma sé að plata eignir út úr pabba. Hann er dáinn og ekki hér til að svara fyrir þetta og þú verður einhvern vegin að geta trúað að þessi kona sem fæddi þig af sér og ól þig upp sé fær um að svíkja manninn sem hún varði lífi sínu með frá því hún var í raun barn að aldri og hugsaði um þar til hann dó er hún var komin fast að sjötugu.“ Auður segir afleiðingarnar sem þetta hefur haft á fjölskylduna afleitar og hópurinn sé alvar- lega splundraður. „Ég myndi svo miklu frekar vilja að þetta væru þá bara deilur á milli okkar systkinanna, mér finnst ofboðs- lega ósanngjarnt að það sé verið að draga mömmu svona inn í dómssal. Hún er að verða áttræð á næsta ári og í mínum huga er verið að svipta hana lífsgæðum á fullorðinsárum og mér finnst við bara hafa svipt hana nógu miklum lífsgæðum þegar hún var að ala okkur upp, ég hefði í það minnsta alls ekki viljað vera í hennar sporum með okkur sjö í sveitinni. Mér finnst svo rangt að gera svona við konuna sem kom okkur í heiminn og hún er fullkomlega varnarlaus.“ Þegar að móður Auðar selur Neðri-Bakka þá fær hún fyrir jörðina 57 milljónir og einnig selur hún íbúðina Reykjavík er hún hefur búskap með núverandi manni sínum og keypti hún sér hús í Ólafsvík og varði hún stór- um hluta andvirðisins til hinna ýmsu góðgerðamála. Auður segir að það sé ekki eftir miklu að seilast eins og staðan er í dag, í besta falli nái bræður hennar að gera móður sína gjaldþrota og hafa af henni húsið sem hún nú býr í, öðru sé ekki til að dreifa. Nú standa málin þannig að verið er að fara yfir bókhald móður henn- ar til að sjá hvert peningarnir hafa farið, því þeir þessu samkvæmt áttu að renna til dánarbúsins. Auður segist fagna því að móðir hennar hafi undanfarin ár geta gert vel við sig og leyft sér hluti sem hún aldrei í lífi sínu áður gat, hún sjái það engum ofsjónum. Hún segist frekar vilja trúa því að landskikar sem með öllu eru hlunnindalausir og tilheyra að hluta til hinum systkinunum og móðir þeirra tók frá er hún seldi Neðri-Bakkann séu það sem bræður hennar séu á eftir og vildi hún að þeir hefðu því farið í mál við þau með einhverjum hætti í stað þess að leggja þessa miklu sorg á aldraða móður þeirra. Auður á sjálf landsskika á Neðri-Bakka sem hún fékk í landi sem bróðir hennar erfði, frændinn vildi honum hluta landsins sem Jóna fékk, vegna þess hversu liðtækur hann var að aðstoða hann um dagana. Auður vildi fá að setja sumarbústað sem

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.