Bæjarins besta - 30.06.2016, Blaðsíða 2
2 FIMMTudagur 30. JÚNÍ 2016
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma
Hildur Einarsdóttir
Bolungarvík
lést á Hjúkrunarheimilinu í Bolungarvík mánudaginn 27. júní.
Útförin fer fram frá Hólskirkju í Bolungarvík, laugardaginn 9 júlí kl 14:00.
Einar Benediktsson, María Guðmundsdóttir
Halldóra Benediktsdóttir, Sören Pedersen
Bjarni Benediktsson, Bjarnveig Eiríksdóttir
Ómar Benediktsson, Guðrún Þorvaldsdóttir,
ömmubörn og langömmubörn.
Þeim sem vilja minnast hennar er vinsamlegast bent á orgelsjóð Hóls-
kirkju í Bolungarvík, rnr. 1176-18-911908, kt.630169-5269.
– Sjónarmið – Kristinn H. Gunnarsson
Stjórnmálin á Íslandi ein-
kennast öðru fremur af van-
trausti og vantrú. Efnhags-
hrunið 2008 kom þjóðinni
algerlega á óvart. Afleiðingin
varð reiði og svo vantraust.
Stjórnmálaflokkarnir sem eink-
um báru ábyrgð á landsmálun-
um fyrir hrun voru Sjálfstæðis-
flokkur og Framsóknarflokkur.
Þeir flokkar fengu báðir afleita
kosningu í alþingiskosningun-
um 2009 og kjósendur ákváðu
að fela Samfylkingu og Vinstri
grænum stjórn landsins. Í fyrsta
sinn í stjórnmálasögu Íslands
fengu tveir vinstri sinnaðir
flokkar hreinan meirihluta at-
kvæða og meirihluta þingsæta.
Þeim flokkum mistókst að
standa undir trausti kjósenda og
fengu herfilega útreið í síðustu
kosningum. Þá snerust málin
til fyrra horfs og Sjálfstæðis-
flokkur og Framsóknarflokkur
fengu góðan þingmeirihluta á
nýjan leik.
Hrunið traust
Þeim hefur ekki gengið vel
og hafa um langt skeið verið
rúnir trausti þorra kjósenda.
Það hefur hins vegar ekki leitt
til aukins fylgis Samfylkingar
og Vinstri grænna á nýjan leik.
Öðru nær. Flokkarnir hafa
lengst af varla mælst með það
fylgi sem þeir fengu í alþing-
iskosningunum 2013 og jafnvel
sigið enn neðar. Síðustu mánuði
hefur þó fylgi Vinstri grænna
lyfst uppfyrir kosningaúrslitin
2013. Það fer ekki á milli mála
að vantraust ríkir í garð þeirra.
Það sést best á því að Píratar
hafa mælst með geysimikið fylgi
undanfarið ár og eru enn með
mest fylgi allra stjórnmálaflokka.
Til viðbótar er svo kominn nýr
stjórnmálaflokkur, Viðreisn, sem
nýtur fylgis um 10% kjósenda.
Úr þessu má lesa nokkuð skýra
vísbendingar um vantraust á
þá flokka sem hafa farið með
völdin frá hruni. Það á við þá
alla að eitt eru yfirlýsingar og
kosningastefna og annað eru
efndir. Það sjást of skýr merki
klækjastjórnmála þar sem spilað
er með kjósendur. Gefin eru fyr-
irheit eða skýr loforð og síðan er
snúið við blaðinu eins og ekkert
sé og ekki einu sinni talin þörf á
því að útskýra vanefndirnar fyrir
vonsviknum kjósendum.
Núverandi ríkisstjórn missti
trúverðugleikann sinn og þá sér-
staklega Sjálfstæðisflokkurinn
þegar ekki voru efnd skýr og
marggefin loforð um að efna til
almennrar atkvæðagreiðslu um
framhald viðræðna um aðild að
Evrópusambandinu. Forystu-
menn flokkanna hafa ekki áttað
sig á því að nú á tímum er allt
til á netinu og ekkert gleymist.
Spilaðar hafa verið yfirlýsingar
og ummæli allra ráðherra Sjálf-
stæðisflokksins sem gefin voru
fyrir kosningar þar sem þeir
lofa því að kosið verið um ESB
viðræðurnar og svo farið eftir
vilja kjósenda hver svo sem hann
kynni að verða.
Eftir kosningar var snúið við
blaðinu og sömu einstaklingar
horfðu framan í sjónvarpsvélarn-
ar án þess einu sinni að blikna.
Kjósendum varð ljóst að í augum
þessara ráðherra voru loforðin
bara leikaðferð til þess að fá
atkvæðin. Eftir kosningarnar
kom ekki greina að efna fyrir-
heitin því takmarkinu var náð.
Þetta birtist kjósendum eins og
að það sé sjálfsagt að hafa rangt
við í atkvæðaleiknum rétt eins
og í knattspyrnunni. En á því
er einn munur. Í knattspyrnunni
komast menn stundum upp með
að blekkja dómarann og þótt það
sannist eftir á verður engu breytt.
En í stjórnmálunum eru kjósend-
ur dómararnir og þeir gleyma
ekki svo glatt þegar leikið hefur
verið á þá. Sjálfstæðisflokkurinn
og Framsóknarflokkurinn eru að
finna fyrir því um þessar mund-
ir og ekki eru sjáanleg merki
þess að þeir muni sleppa undan
refsingu kjósenda í næstu alþing-
iskosningum. Nýi flokkurinn
Viðreisn er stofnaður mikið til af
illa sviknum sjálfstæðismönnum.
Heiðarleg stjórnmál
Samfylkingin og Vinstri græn-
ir sitja líka uppi með ásýnd
klækjastjórnmála eftir þeirra
stjórnartíð. Í stærsta ágrein-
ingsmáli íslenskra stjórnmála
síðasta aldarfjórðunginn, fisk-
veiðistjórninni, höfðu flokkarnir
borið fram skýra stefnu um
innköllun og endurúthlutun
veiðiheimilda en reyndu ekki
einn dag að efna loforð sín og
lögðu svo til eftir langa mæðu
að kvótaaðallinn héldu kvótanum
a.m.k. aldarfjórðung í viðbót.
Engar skýringar hafa verið gefnar
á þessum vanefndum. Kjósendur
flokkanna í kosningunum 2009
eru ekki litnir viðlits og ekki þess
verðir að fá skýringar hvað þá
afsökunarbeiðni.
Allir valdaflokkarnir eru meira
og minna tortryggðir í afstöðunni
til Reykjavíkurflugvallar þar sem
að minnsta kosti einn Skerja-
fjörður er milli orða og gerða
flokkanna í borgarstjórn Reykja-
víkur og í stjórnarandstöðu á
Alþingi. Enn eykst tortryggnin
þegar litið er til digurbarkalegra
yfirlýsinga um stjórnarskrár-
breytingar sem sérstaklega eiga
að tryggja að fram fari þjóðarat-
kvæðagreiðsla um umdeild mál.
Fjölmennasta undirskriftasöfn-
unin varðar framtíð Reykjavíkur-
flugvallar. Engu að síður hafa
flokkarnir sem eru í meirihluta
í Reykjavíkurborg hunsað þær
óskir og jafnvel gert gys að
þeim. Ríkisstjórnarflokkunum
er í lófa lagið að setja lög um
framtíð Reykjavíkurflugvallar
þar sem m.a. yrði ákveðið að
setja málið í dóm kjósenda. En
það hafa þeir ekki gert og munu
ekki gera.
Flokkarnir virðast vera sam-
mála um að aðeins eigi að fara
fram þjóðaratkvæðagreiðsla
um mál ef þeirra vilji í mál-
inu er undir og þá til þess að
koma í veg fyrir tap. Sé hins
vegar líklegt að kjósendur vilji
aðra niðurstöðu en viðkomandi
flokkur þá verður sá flokkur
um leið andsnúinn því að hún
fari fram. Í þeirra augum er
þjóðaratkvæðagreiðsla aðeins
tæki til nota í klækjabúskap
stjórnmálanna. Valdið er í
þeirra augum flokkanna en
ekki kjósenda. Kjósendur eru
að krefjast þess að flokkarnir
hætti að umgangast valdið með
þessum hætti. Uppreisnin gegn
valdinu er jafnframt uppreisn
gegn spillingu, sérhagsmunum
og bragðarefum. Það er krafa
um heiðarleg stjórnmál.
Kristinn H. Gunnarsson
Uppreisnin gegn valdinu
Mat á umhverfisáhrifum
Athugun Skipulagsstofnunar
Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði, Árneshreppi
Vesturverk hefur tilkynnt til athugunar Skipulagsstofnunar frummats-
skýrslu um Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði.
Kynning á frummatsskýrslu:Tillaga að ofangreindri framkvæmd og
skýrsla um mat á umhverfisáhrifum hennar liggur frammi til kynningar
frá 1. júlí til 29. ágúst næstkomandi á eftirtöldum stöðum: Í Kaupfélagi
Steingrímsfjarðar, á Landsbókasafni og hjá Skipulagsstofnun. Frum-
matsskýrslan er aðgengileg á vef Skipulagsstofnunar www.skipulag.is.
Athugasemdafrestur: Allir geta kynnt sér frummatsskýrsluna og
lagt fram athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast
eigi síðar en 29. ágúst 2016 til Skipulagsstofnunar, Laugavegi 166, 105
Reykjavík eða með tölvupósti á skipulag@skipulag.is.
Kynningarfundir: Vakin er athygli á að Vesturverk stendur fyrir
kynningarfundi á frummatsskýrslu í félagsheimilinu í Trékyllisvík mið-
vikudaginn 6. júlí næstkomandi kl. 14:00 og miðvikudaginn 10.
ágúst hjá Verkís, Ofanleiti 2 í Reykjavík, kl 14:00. Allir eru velkomnir.
Auglýsingasími
bb.is er
456 4560