Bæjarins besta - 27.10.2016, Síða 2
2 FIMMTudagur 27. OKTÓBER 2016
Jafnaðarstefnan er líklega
áhrifamesta stjórnmálahugmynd
í okkar heimshluta síðustu hálfa
aðra öld. Það er reyndar oft haft
á orði að við Íslendingar séum
innra með okkur flestir jafnað-
armenn, aðhyllumst hugsjónir
um mannúð, virðingu, jöfnuð
og réttlæti til handa sérhverjum
manni. Þetta eru grundvallarstef
og við höldum þeim sleitulaust
á lofti í orði og verki, öndvert
við ýmsa aðra stjórnmálaflokka.
Við stöndum á tímamótum
nú eins og svo oft áður. Það eru
sterk öfl í samfélaginu sem vilja
gjörbreyta þeirri sýn sem jafnað-
armenn hafa. Við eigum yndis-
lega þjóð, greinda, menntaða og
í stórum dráttum heiðarlega. Við
viljum trúa og treysta náung-
anum. Ítrekað höfum við trúað
stjórnmálaöflum sem lævíslega
taka sér í orði stöðu við hlið jafn-
aðarmanna örfáum vikum fyrir
kosningar og tala af tungulipurð
um dýrmæt gildi sem við jafnað-
armenn tölum fyrir ár út og ár inn.
Loforðin eru hinsvegar hunsuð
jafnharðan að loknum kosning-
um og við höfum dæmin fyrir
okkur. Þetta gerist einnig nú.
Ég undirstrika bara þetta: Varist
eftirlíkingar, rifjum upp, skoð-
um söguna. Hver hafa verið hin
raunverulegu baráttumál þessara
flokka? Hverjir hafa fengið bestu
sætin við kjötkatlana? Eru það
aldraðir, öryrkjar, námsmenn,
barnafólk, almennir launþegar?
Svari nú hver fyrir sig.
Jafnaðarmannaflokkur Ís-
lands, Samfylkingin er ekki
kerfisflokkur. Hann er ekki
flokkur sérhagsmunahópa, ekki
útvegsmanna, ekki bændasam-
taka, ekki sjávarútvegsforkólfa
og ekki forráðamanna viðskipta-
lífsins. En hann er hinsvegar
hagsmunaflokkur allra þeirra
sem innan þessara vébanda
starfa, venjulegs fólks. Flokk-
urinn tekur sér stöðu meðal þeirra
og ekki annarra.
Stundum hefur okkur gengið
vel og ef við horfum til sögunn-
ar geta jafnaðarmenn verið
afar stoltir. Við höfum verið
kyndilberar og hreyfiafl stærstu
umbótamála í heila öld og það
er af nógu að taka, Vökulögin,
almannatryggingakerfið, Lög um
stéttarfélög og vinnudeilur, Lög
um verkamannabústaði og síðar
félagslegt íbúðarhúsnæði, lög um
Lánasjóð íslenskra námsmanna,
aðildin að EFTA og síðar EES,
jafnréttislög og fleira og fleira.
Allt eru þetta verk jafnaðar-
manna. Við erum hreyfing og afl
með fortíð og erum reiðubúin til
stórra verka í framtíð.
Við fáum að nota okkar dýr-
mæta lýðræðislega rétt eftir fáa
daga í kosningum til Alþingis.
Baráttumál okkar jafnaðarmanna
eru enn á sömu lund, vörn og
sókn fyrir venjulegt fólk en ekki
þrönga sérhagsmuni:
• Við viljum og ætlum að
efla starfsemi Heilbrigðisstofn-
unar Vestfjarða, endurreisa
heilsugæslu og mæðravernd.
• Við styðjum við uppbyggingu
ferðaþjónustu og fiskeldis á
svæðinu í sátt við umhverfi,
lífríki og mannlíf
• Við berjumst áfram fyrir
bættum samgöngum á Vest-
fjörðum, viljum ljúka fyrirhug-
uðum verkefnum eins og Dynj-
andisheiði, Bjarnarfjarðarhálsi,
Vestfjarðarvegi 60 og Veiði-
leysuhálsi á Ströndum
• Við viljum tryggja rann-
sóknarfé fyrir millilandaflugvöll
á Vestfjörðum
• Við krefjumst þess að innan-
landsflug verði að raunveruleg-
um valkosti fyrir fólk, t.d. með
skosku afsláttarleiðinni
• Við munum standa vörð um
Fjölmenningarsetur á Ísafirði,
menntastofnanir á Vestfjörðum,
efla Háskólasetrið og Fræðslu-
miðstöð Vestfjarða.
• Við ætlum að gera betur
við barnafjölskyldur, lengja
fæðingarorlof í 12 mánuði og
hækka barnabætur
• Við ætlum að tryggja öldruð-
um og öryrkjum 300 þúsund
króna lágmarksframfærslu
Fái ég til þess stuðning í
komandi kosningum mun ég
beita mér af einurð í þessum
mikilvægu verkefnum. Kjósum
heilbrigðara og réttlátara samfé-
lag fyrir alla.
Guðjón S. Brjánsson skipar
1. sæti á lista Samfylkingar í
NV kjördæmi
Stóru málin
Guðjón Brjánsson.
Dögun er afl breytinga sem
vill koma á réttlátu samfélagi. Í
Dögun er baráttufólk sem margt
hvert hefur um árabil verið í röð-
um þeirra sem hafa viljað kerfis-
breytingar á íslensku samfélagi.
Íslenskt samfélag er að mörgu
leyti gott en á því eru einnig
býsna miklir séríslenskir gallar
á borð við verðtrygginguna,
kvóta-, fjármála- og lífeyris-
sjóðakerfið. Furðulegt er að
öll þessi stórgölluðu kerfi hafi
verið útnefnd sem þau allra
bestu í heimi. Undir það hafa
tekið málsmetandi álitsgjafar og
jafnvel fræðasamfélagið. Gagn-
rýni hefur vart verið hleypt að í
umræðunni.
Ég reyndi eitt sinn að útskýra
verðtrygginguna fyrir duglegum
útlendingi sem hafði slysast til að
festa sér kaup á íbúð hérlendis.
Það sem vafðist fyrir viðkomandi
var að lánið hækkaði þrátt fyrir
Breytum rétt – xT
að hann hefði alltaf greitt sam-
viskusamlega af því. Ég reyndi að
útskýra að lánið hækkaði vegna
þess að áfengi, tóbak og bílar
hækkuðu í verði. Viðkomandi
fylltist þá enn meiri undrun og
það vottaði fyrir reiði þegar
hann sagðist hvorki reykja né
drekka og ætti ekki heldur bíl.
Mér brást þá bogalistin við að
útskýra vitleysuna sem verð-
tryggingin er enda tíðkast ekki
að nota hana í neinu öðru landi í
neytendalánum. Verðtryggingin
er ósanngjörn þar sem öll verð-
bólguáhætta leggst alfarið á
lántakendur. Rétt væri að skipta
henni á milli fjármálafyrirtækja
og skuldara.
Kvótakerfið er einnig sagt
það besta í heimi þrátt fyrir að
þorskaflinn sé um helmingi
minni nú en fyrir daga þess og að
sjávarbyggðirnar séu skugginn
af því sem þær voru áður en það
kom til sögunnar.
Tillögur Dögunar um breyt-
ingar á bólgnu bankakerfi sem
endurreist var nær óbreytt af
vinstristjórninni hafa hingað til
ekki fengið málefnalega um-
ræðu. Hagfræðingur sem var
áberandi álitsgjafi hjá Kaupþingi
fyrir hrun og er nú dósent í
Háskóla Íslands hefur eiginlega
útmálað samfélagsbankatillögur
Dögunar sem geðveiki. Tillagan
er þó ekki óraunhæfari en svo
að yfir 50 milljónir Þjóðverja
skipta við samfélagsbankann
Sparkasse. Það er miklu frekar
bilun að velja sömu stjórnmála-
öfl, sömu álitsgjafa og sömu
sérfræðinga og réðu fyrir hrun,
fólk sem vill gera allt eins og
áður, allt það sem kom okkur á
kaldan klaka.
Kjósendur ættu að hafa hugfast
að besta tryggingin fyrir réttlát-
um breytingum er að merkja við
T í kjörklefanum.
Íslenska lífeyrissjóðakerfið er
talið eitt það allra besta í heimi
af þeim sem fara með stjórn þess.
Frábært ef það væri satt en stað-
reyndin er að nú í haust er bæði
verið að auka fjárstreymi í sjóð-
ina og skerða réttindi launafólks!
Dögun vill beita sér fyrir því
að fá fram gagnrýna umræðu
um framangreind kerfi sem ekki
þjóna þorra almennings en færa
þvert á móti fámennum, þröng-
um hagsmunahópum gríðarlega
fjármuni og völd.
Dögun hefur lagt fram raun-
hæfar leiðir til úrbóta og lítur þá
til þeirra kerfa sem aðrar þjóðir
nota til að tryggja lífeyri og reka
banka.
Veljum breytingar. Merkjum
við T á kjördag.
Sigurjón Þórðarson 1. Sæti
á lista Dögunar í Norðvestur
kjördæminu
Sigurjón Þórðarson.
Helstu skyttur landsins voru
samankomnar á Ísafirði um
helgina þegar landsmót Skot-
íþróttasambands Íslands fóru
fram. „Þetta voru tvö landsmót
í sinni hvorri greininni,“ seg-
ir Guðmundur Valdimarsson,
formaður Skotíþróttafélags Ísa-
fjarðarbæjar, en félagið hafði
umsjón með mótunum sem fóru
fram í aðstöðu félagsins undir
áhorfendastúkunni á Torfnesi.
Á laugardag var keppt í 50m
riffilskotfimi í liggjandi stöðu og
heimamaðurinn Valur Richter
fór með sigur af hólmi. „Það er
gaman að geta þess að í öðru sæti
var Jón Þór Sigurðsson sem er Ís-
landsmeistari og Íslandsmetshafi
þannig að þetta var feykigóður
árangur hjá Vali,“ segir Guð-
mundur. Jórunn Harðardóttir
sigraði kvennaflokkinn.
Á sunnudag var keppt í þrí-
þraut og Guðmundur Helgi
Christensen varð hlutskarpastur
og bætti eigið Íslandsmet með
loftriffli. Líkt og fyrri keppn-
Stórskotaliðið
mætti til Ísafjarðar
isdaginn sigraði Jórunn Harðar-
dóttir í kvennaflokki.
Að sögn Guðmundar er þetta
ekki fyrsta stóra mótið sem
Skot íþróttafélagið heldur. „Í
sumar vorum við með mót á
Landsmóti 50+ og þá vann
Guðmundur Helgi líka. Hann er
einn af allra bestu skotmönnum
landsins.“
Íslandsmótin eru hluti af
mótaröð Skotíþróttasambands
Íslands og í mars verða haldin
mót á ný á Ísafirði.