Bæjarins besta - 27.10.2016, Síða 4
4 FIMMTudagur 27. OKTÓBER 2016
Útgefandi: Athafnagleði ehf., kt. 690715-0740
Afgreiðsla og ritstjórn: Mánagötu 2, Ísafirði, sími 456 4560
Ritstjóri BB og bb.is: Bryndís Sigurðardóttir, 896 9838, bb@bb.is
Ábyrgðarmaður: Bryndís Sigurðardóttir.
Blaðamaður: Smári Karlsson, 866-7604, smari@bb.is
Auglýsingar: Sími 456 4560, auglysingar@bb.is
Prentvinnsla: Litróf ehf.
Upplag: 2.200 eintök
Dreifing: Íslandspóstur. Dreift án endurgjalds inn á öll
heimili á norðanverðum Vestfjörðum
Stafræn útgáfa: www.bb.is / facebook.com/pages/bbis
Önnur útgáfa: Á ferð um Vestfirði
ISSN 1670-021X
Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið bb@bb.is.
Auglýsingar þurfa að berast fyrir kl. 17 á mánudögum
fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum.
Ritstjórnargrein
Strik eða prik
Spurning vikunnar
Hvaða framboð fær þitt atkvæði 29. október nk?
Netspurningin er birt vikulega á bb.is og þar geta lesendur
látið skoðun sína í ljós. Niðurstöðurnar eru síðan birtar hér.
Alls svöruðu 952
A - Björt framtíð, sögðu 37 eða 4%
B - Framsóknarflokkur, sögðu 95 eða 10%
C - Viðreisn, sögðu 41 eða 4%
D - Sjálfstæðisflokkur, sögðu 165 eða 18%
E - Íslenska þjóðfylkingin, sögðu 142 eða 15%
F - Flokkur fólksins, sögðu 70 eða 7%
P - Píratar, sögðu 81 eða 9%
S - Samfylkingin, sögðu 54 eða 6%
T - Dögun, sögðu 68 eða 7%
V - Vinstrihreyfingin - grænt framboð, sögðu 115 eða 12%
Annað (annað kjördæmi), sögðu 15 eða 2%
Ætla ekki að kjósa/skila auðu, sögðu 57 eða 6%
Hver er nú munurinn á striki og priki? Jú, tveir piltar, sem ég hirði ekki
um að muna hvað heita né hvaða fjölmiðill blastaði bulli þeirra, ræddu
hvers vegna dómarar á kvennaleikjum fengju miklu minna greitt fyrir
vinnu sína en dómarar á karlaleikjum. Ástæðuna sögðu þeir vera að það
kæmu sko miklu fleiri á leiki þeirra sem skarta priki en striki og því eðlilegt
að þar væru hærri laun. Þessar mannvitsbrekkur ræddu ekki í leiðinni að
fjölmiðlar sýna frá prikaleikjum, fjölmiðlar tala bara um leiki hinna miklu
prika og fjárframlög til prikaliða er almennt margföld en til strikaliða,
jafnvel þegar við ræðum um 10 ára gömul strik og prik. Þarf ég að nefna
að hrútskýrendur skörtuðu að öllum líkindum priki? Afsakið meðan ég æli.
Ég leyfi mér að halda fram að langflestir telji kynjamisrétti rangt í hvaða
mynd sem það birtist og að það er einlægur vilji þeirra að leiðrétta og jafna
þurfi stöðu kynja, en viðhorf okkar til kynjanna er svo inngróið í vitund
okkar að það virðist erfitt að breyta. Breytingarnar þurfa að vera meðvitaðar
og með handafli ef þarf. Við nennum ekki svona strika og prika þjóðfélagi,
við viljum bara jafnrétti. Að það sé almennt jafn auðvelt, eða eftir atvikum
jafn erfitt, að vinna fyrir sér, að ábyrgð á afkvæmum sé sameiginleg og að
kynbundnu ofbeldi verði útrýmt, svona í stuttu máli semsagt. Ekkert rugl,
ekkert glerþak, bara jafnan rétt, hvað getur verið svona flókið við það.
Bæjarins besta er stútfullt af texta í dag, framboðum í NV – kjördæmi
var boðið að skrifa stutta grein, þau voru líka beðin um að svara nokkrum
spurningum og flest brugðust þau hratt og vel við. Áttum okkur á því að
undanfarnar vikur hafa hundruð manna unnið meira eða minna í sjálf-
boðavinnu og jafnvel með talsverðan útlagðan kostnað við undirbúning
kosninga, þvælst fram og til baka á þjóðvegum, skrifað óteljandi greinar
eða unnið að fjáröflun eða við hringingar. Þetta fólk á ekki skilið persónu-
legt skítkast eða dónaskap, það að taka þátt í stjórnmálum á ekki að þýða
að viðkomandi megi útbýja af óhróðri og bulli. Þeir sem standa í stafni í
stjórnmálum þurfa að geta svarað fyrir stefnu sína, orð og gjörðir en ekki
að sæta dónaskap. Umberum mismunandi skoðanir en ekki ósannindi og
spillingu, rökræðum án gífuryrða og ókurteisi, hlustum og verum gagnrýnin.
Kjósum BS
Við ætlum að
efla starfsemi heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, endurreisa heilsugæsluna
og tryggja starfsemi mæðraverndar
tryggja uppbyggingu ferðaþjónustu og fiskeldis á svæðinu í sátt við
umhverfi, lífríki og mannlíf
berjast fyrir bættum samgöngum á Vestfjörðum þar sem mikilvægt er
að klára fyrirhuguð verkefni eins og Dynjandisheiði, Bjarnarfjarðarháls,
Vestfjarðarveg 60 og Veiðileysuháls á Ströndum
tryggja rannsóknarfé fyrir millilandaflugvöll á Vestfjörðum
gera innanlandsflug að raunverulegum valkosti fyrir fólk með skosku
afsláttarleiðinni
tryggja tilvist fjölmenningarseturs á Ísafirði
standa vörð um menntastofnanir á Vestfjörðum, efla háskólasetrið á Ísafirði og
fræðslumiðstöð Vestfjarða.
gera betur við barnafjölskyldur, lengja fæðingarorlof í 12 mánuði og
hækka barnabætur
tryggja öldruðum og öryrkjum 300 þúsund króna lágmarksframfærslu
| Guðjón Brjánsson | Inga Björk Bjarnadóttir | Hörður Ríkharðsson | Pálína Jóhannsdóttir
1 2 3 4
Kjörfundur
Kjörfundur í Bolungarvík vegna kosninga til Alþingis Íslendinga laugar-
daginn 29. október 2016 verður haldinn í fundarsal Ráðhúss Bolungarvíkur
við Aðalstræti 10-12.
Kjörfundur hefst kl. 10:00 árdegis og stendur til kl. 22:00 síðdegis.
Kjósendur geta kosið utan kjörfundar hjá fulltrúum Sýslumanns Vestfjarða í
Ráðhúsi Bolungarvíkur á opnunartíma þjónustumiðstöðvar á virkum dögum
frá kl. 10:00 til kl. 15:00.
Á vefnum www.kosning.is eru myndbönd sem leiðbeina um framkvæmd
atkvæðagreiðslu utan kjörfundar.
Kjósendur geta kannað hvar þeir eru á kjörskrá á vefnum www.island.is
og kjörskrá liggur frammi á bæjarskrifstofu Bolungarvíkurkaupstaðar að Að-
alstræti 10-12 á afgreiðslutíma þjónustumiðstöðvar frá kl. 10:00 til kl. 15:00.
Kjörstjórn vekur athygli kjósenda á 79. gr. laga um kosningar til Alþingis
nr. 24 frá 16. maí 2000, en þar segir:
„Kjósandi skal gera kjörstjórn grein fyrir sér, svo sem með því að segja til
sín og framvísa kennivottorði eða nafnskírteini, eða á annan fullnægjandi hátt
að mati kjörstjórnar. Ef hann þannig á rétt á að greiða atkvæði samkvæmt
kjörskránni afhendir kjörstjórn honum einn kjörseðil.“
Kjörstjórn Bolungarvíkur