Bæjarins besta


Bæjarins besta - 27.10.2016, Síða 6

Bæjarins besta - 27.10.2016, Síða 6
6 FIMMTudagur 27. OKTÓBER 2016 Kosningarnar 29. október eru tækifæri fyrir Íslendinga til að velja breytta stefnu og betra sam- félag. Við í VG göngum bjartsýn til kosninga enda bjóðum við upp á skýra framtíðarsýn sem byggir á réttlæti, umhverfisvernd og efnahagsstefnu fyrir almenning. Sterkur listi Framboðslista VG í Norð- vesturkjördæmi skipar öflugt baráttufólk sem býr yfir víðtækri reynslu og þekkir þau mál sem helst brenna á íbúum kjördæmis- ins. Oddviti listans er Lilja Rafney sem hefur verið einn ötulasti talsmaður kjördæmisins á Alþingi undanfarin ár og í öðru Sterkur listi – skýr sýn sæti er Bjarni Jónsson, þaul- reyndur sveitarstjórnarmaður úr Skagafirði sem veit hvar skórinn kreppir á landsbyggðinni. Dagný Rósa Úlfarsdóttir, kennari og bóndi á Skagaströnd, er í þriðja sæti og fjórða sætið skipar yngsti frambjóðandinn í kjördæminu, Rúnar Gíslason úr Borgarnesi. Í fimmta sæti er Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir frá Kleppjárns- reykjum, kennari og baráttukona fyrir bættu skólastarfi í hinum dreifðu byggðum. Tryggjum raunverulega byggðafestu Hér í Norðvesturkjördæmi verða atvinnumálin ofarlega á baugi. Við þurfum að halda áfram baráttunni fyrir betra og sanngjarnara fiskveiðikerfi og þar gildir að láta verkin tala. VG er sá flokkur sem hefur náð mestum árangri við endurskoðun kvótakerfisins, meðal annars með því að koma á strandveiðum og veiðigjöldum á stórútgerðina svo dæmi séu nefnd. En betur má ef duga skal. Við þurfum að tryggja raunverulega byggða- festu aflaheimilda, við þurf- um að tryggja umhverfisvænar fiskveiðar, stuðla að fjölbreyttu útgerðarformi og sjá til þess að arðurinn af auðlindinni skili sér í auknum mæli til almennings, þar á meðal sjávarbyggðanna. Við í VG munum halda áfram að styðja við íslenskan landbúnað eins og við höfum alltaf gert og sækja fram í umhverfisvænni ferðaþjónustu, nýsköpun og stuðningi við lítil og meðalstór fyrirtæki. Uppgangur ferðaþjón- ustunnar á undanförnum árum staðfestir að náttúruvernd er ekki aðeins mikilvæg í sjálfri sér heldur getur hún skapað okkur gríðarlegar tekjur og fjölda starfa. Byggjum upp innviðina Það þýðir þó lítið að blása til sóknar í atvinnumálum ef inn- viðir samfélagsins eru ekki í lagi. Þess vegna er forgangsverkefni númer eitt, tvö og þrjú að hætta að vanrækja innviðina og byrja að byggja þá upp. Heilbrigðis- og Lilja Rafney Magnúsdóttir. Katrín Jakobsdóttir. menntastofnanir eru fjársvelt- ar og brýnar samgöngufram- kvæmdir í kjördæminu hafa setið á hakanum. Við þurfum að auka framlög til þessara málaflokka til að tryggja jöfn búsetuskil- yrði. Við munum berjast fyrir raunverulegri byggðastefnu, standa vörð um menntastofnanir í kjördæminu og ráðast í átak til að tryggja afhendingaröryggi rafmagns, lægra orkuverð og aðgang allra að góðum háhraða- tengingum. Íbúar í Norðvesturkjördæmi hafa fengið sig fullsadda af niðurskurðarstefnu fráfarandi ríkisstjórnar. Okkur er treystandi til að snúa vörn í sókn og byggja upp innviðina, enda hvikum við hvergi frá þeirri stefnu að tryggja velferð og tækifæri fyrir alla, óháð búsetu. Það verður ekki gert með harða hægristefnu að leiðarljósi. Stóru málin Stærsta kosningamálið á lands- vísu er að endurreisa heilbrigð- iskerfið sem hefur verið fjársvelt í 25 ár. Ríkisstjórnir Sjálfstæð- isflokks og Framsóknarflokks hafa markvisst grafið undan heil- brigðisþjónustu hins opinbera og aukið einkarekstur í kerfinu. Við munum snúa þessari þróun við og gera það sem þarf til að endurreisa heilbrigðiskerfið með stórauknum framlögum sem við munum forgangsraða í þágu sjúkrahúsa, heilbrigðisstofnana um land allt og heilsugæslunnar. Við munum lækka greiðslubyrði sjúklinga og eyða óvissunni um nýjan Landspítala. En hver á að borga? Þarf ekki að hækka skatta á almenning og fyrirtæki til að standa undir þessari stefnu? Nei, svörum við. VG mun ekki hækka skatta á almenning, heldur hefjast handa við að taka á skattaskjólum og skattaundanskotum, tryggja að alþjóðleg stórfyrirtæki borgi skatta á Íslandi eins og önnur fyrirtæki og sjá til þess að þeir sem nýta auðlindir þjóðarinnar greiði eðlilegt gjald. Við þurfum nýja ríkisstjórn sem hverfur af braut þeirrar hörðu hægristefnu sem fráfarandi ríkisstjórn hefur rekið og nýtir sóknarfærin sem við höfum til að byggja upp samfélagið og efla grunnstoðirnar um land allt. Kosningarnar 29. október snúast ekki um það hver getur lofað mestu á lokasprettinum því kjós- endur sjá í gegnum slíkt. Þessar kosningar snúast um traust og trú- verðugleika. Hverjum treystir þú? Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþingismaður og oddviti Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi Korter í hræðsluáróður Óðinn Gestsson sagði í nýlegu áróðursmyndbandi útgerðar- manna að litlu þorpin myndu þurrkast út á 2-3 árum ef upp- boðsleið margra stjórnmála- flokka yrði ofan á. Yfirlýsing hans var tekin upp í frétt Bæjarins Besta nýverið. Málflutningur Óðins, sem hann er svo sem ekki einn um að flytja, er korter í hræðsluáróður. Hún afvegaleiðir umræðu um þá sáttaleið sem markaðsleiðin er og hvernig hún getur orðið bæði litlu þorpunum og stóru bæjunum mikil lyftistöng. Óðinn gerir sér umræðuna of einfalda. Hann getur betur. Litlu þorpin munu styrkjast Skýringa á miklum hagnaði sjávarútvegsfyrirtækja er að miklu leyti að leita í veiðum og vinnslu á uppsjávarfiski. Sennilegt er því að mikill hluti auðlindagjalda kæmi þaðan, sem niðurstaða af háu verði á uppboði, en að auðlindagjöld af bolfiski verði á svipuðu róli og nú er. Miðað við það hvað leiga á aflaheimildum er há í dag er þó ótrúlegt hversu margir geta stundað fiskveiðar með því að leigja til sín aflaheimildir. Það sýnir að smábátaútgerð er hagkvæm, sveigjanleg og mun styrkjast frekar en veikjast við að setja á laggirnar uppboðsmarkað með aflaheimildir. Arðurinn af leigu kvótans fer þá í sameig- inlega sjóði en ekki í fáa vasa. Arðurinn fer á ranga staði Arðurinn fer nefnilega á ranga staði í dag. Hann deilist nú á milli ríkisins í formi stórlækkaðra auð- lindagjalda sem að of miklu leyti er varið á höfuðborgarsvæðinu, og stórútgerða. Þau sem tapað hafa á hagræðingunni í sjávar- útvegi, fólkið í sjávarplássunum, fá lítið sem ekkert. Ríkið fær sitt, stórútgerðin sitt en fólkið situr eftir. Landshlutatengd auðlinda- gjöld, eins og Viðreisn boðar, tryggja að kökunni sé skipt með sanngjarnari hætti. Innviðirnir á landsbyggðinni þurfa meira fjármagn svo hægt sé að bæta búsetuskilyrði og styðja nýsköpun. Það er sjálfsögð krafa. Á landsbyggðinni verða til mikil verðmæti og eðlilegt að hluti af arðinum verði þar eftir. Þau byggðalög sem hafa orðið undir í hagræðingunni hljóta að fagna þessu. Minnkum óvissuna Óvissa tengd gjaldmiðils- stöðug leika er miklu meiri en óvissa tengd markaðsleið við ákvörðun auðlindagjalda. Mynt- ráðsleið Viðreisnar er trúverðugt skref til að stórauka gengis stöðug- leika. Sjávarútvegurinn, eins og aðrir útflutningsatvinnuvegir, hljóta að vera sammála um það. Þó stefnur flokkanna séu misjafnar og Óðinn tali um þær almennt, er stefna Viðreisnar sú að endurúthluta án endurgjalds 93-97% af aflaheimildum en setja afgang á markað. Þau auðlindagjöld sem sparast er því hægt að nota til að kaupa aflaheimildir. Rýrnun heimilda miðað við núverandi fyrirkomu- lag er því óveruleg. Tal um hrun á 2–3 árum er eins nálægt hræðsluáróðri og hægt er. Nýtum arðinn til uppbyggingar Hagræðing sjávarútvegsins er ein stór undirstaða velmegunar, en arðinum er mjög misskipt. Þeir sem töpuðu halda áfram að tapa. Fáar stórútgerðir græða mikið. Landshlutatengd auðlindagjöld eru trúverðugasta svarið til að snúa vörn í sókn. Gylfi ÓlafssonGylfi Ólafsson.

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.