Bæjarins besta - 27.10.2016, Qupperneq 16
16 FIMMTudagur 27. OKTÓBER 2016
Okkar vinsælu
jóla- og villibráðahlaðborð verða í Hótel Bjarkalundi
laugardagana 5. nóvember og 12. nóvember 2016. Hefst kl. 20:00.
Veislustjóri verður
Júlíus Guðmundsson
Verð á hlaðborð
kr. 8.900;- per /mann.
Tilboð á gistingu
m/morgunmat + hlaðborð
kr.15.900;- per /mann.
. .
. .
. .
. .
. .
. .
. .
. .
. .
. .
. .
. .
. .
. .
. .
. .
. .
. .
. .
. .
. .
. .
. .
. .
. .
. .
. .
. .
. .
. .
. .
. .
Bornir verða fram hefðbundnir
jóla- og villibráða réttir
auk ýmiss annars góðgætis
Júlli sér um fjörið eftir
matinn og fram eftir nóttu
Pantanir berist sem fyrst á:
bjarkalundur@bjarkalundur.is
og í síma:
695-2091 Árni • 434 7762 Bjarkalundur
699-6245 Inga
Mat á umhverfisáhrifum
Athugun Skipulagsstofnunar
Vestfjarðavegur milli Bjarkalundar og
Skálaness
Vegagerðin hefur tilkynnt til athugunar Skipulagsstofnunar frummats-
skýrslu um Vestfjarðaveg milli Bjarkalundar og Skálaness.
Kynning á frummatsskýrslu: Tillaga að ofangreindri framkvæmd
og skýrsla um mat á umhverfisáhrifum hennar liggur frammi til kynn-
ingar frá 27. október til 8. desember 2016 á eftirtöldum stöðum: Á
bæjarskrifstofu Reykhólahrepps, Hótel Bjarkalundi, í Þjóðarbókhlöðunni
og hjá Skipulagsstofnun. Frummatsskýrslan er aðgengileg á vef
Skipulagsstofnunar www.skipulag.is.
Athugasemdafrestur: Allir geta kynnt sér frummatsskýrsluna og
lagt fram athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast
eigi síðar en 8. desember 2016 til Skipulagsstofnunar, Laugavegi 166,
105 Reykjavík eða með tölvupósti á skipulag@skipulag.is.
Kynningarfundur: Vakin er athygli á að Vegagerðin mun kynna
frummatsskýrsluna þriðjudaginn 8. nóvember kl. 17:00- 19:00 í Reyk-
hólaskóla og eru allir velkomnir.
Byggjum á traustum grunni
Síðan ég hóf að ferðast um
Vestfirði sem þingmaður hef ég
sjaldan fundið fyrir jafn miklum
krafti og bjartsýni og þessi miss-
erin. Það er enda full ástæða til
þess að horfa björtum augum
fram veginn. Stórbæting er að
verða á grunninnviðum svo sem
með tilkomu Dýrafjarðarganga,
stórar framkvæmdir í vega-
gerð eru framundan svo sem á
Dynjandisheiði, og Teigsskógi,
fé er tryggt til rannsókna á
Álftafjarðargöngum, horfur eru
á stórbættu raforkuöryggi með
Hvalár- og Austurgilsvirkjun og
örugg og trygg fjarskipti verða
tryggð með ljósleiðaravæð-
ingunni og svona mætti lengi
telja. Stjórnvöld hafa einnig sýnt
frumkvæði með því að hlusta
á vilja heimamanna og skipa
nefnd varðandi frekari innviða-
uppbyggingu. Vestfjarðanefndin
skilaði glæsilegri skýrslu sem
unnið er nú úr.
Aðstæður í atvinnulífi eru
einnig góðar, ferðaþjónustan
er að verða sífellt mikilvægari
atvinnugrein, mikil tækifæri
liggja í skynsamlegri fiskeldis-
uppbyggingu á Vestfjörðum í
sátt við umhverfi og samfélög og
var það sérstaklega ánægjulegt
fyrir mig að geta tekið ákvörðun
um að byggja upp miðstöð fisk-
eldismála á Vestfjörðum með
auknum rannsóknum og eftirliti.
Sjávarútvegurinn og tengdar
greinar eru einnig að sækja í
sig veðrið. En uppbygging í
atvinnulífinu er ekki sjálfsögð,
fyrirtæki verða að hafa ákveðna
framtíðarsýn til þess að gera áætl-
anir og byggja upp. Hugmyndir
um uppboð á aflaheimildum eru
andstæðan við rekstrargrundvöll
með framtíðarsýn. Uppboð mun
hraða samþjöppun í greininni
og koma verst út fyrir litlar og
meðalstórar útgerðir sem mikið
er af í NV kjördæmi. Núverandi
fiskveiðistjórnunarkerfi er hins
vegar ekki fullkomið. Við eigum
að einbeita okkur í að sníða van-
kanta af því frekar en að tefla á
kollsteypur í einni af undirstöðu-
atvinnugreinunum okkar.
Vegna ábyrgrar hagstjórnar
og aga í ríkisfjármálum hefur nú
skapast svigrúm með minnkandi
vaxtagreiðslum til þess að byggja
hér enn frekar upp. Fyrir þessar
kosningar höfum við í Framsókn
lagt sérstaka áherslu á nokkur
atriði:
• Við viljum áætlun um sterkari
heilbrigðisstofnanir um land allt
byggða á þörfum íbúa og þeim
tryggt rekstrarfé.
• Skattaívilnanir til byggðanna
að norrænni fyrirmynd.
• Afslátt af námslánum.
• Skattaafslátt vegna ferða til
og frá vinnu.
• Lægra tryggingargjald lagt á
fyrirtæki á landsbyggðinni.
• Öfluga millistétt, hún greiði
25% skatt.
• Átak í samgöngumálum.
• Efla menntakerfið og leggja
sérstaka áherslu á iðnnám.
• Skapa landbúnaði og sjávar-
útvegi öruggt rekstrarumhverfi.
• Efla löggæslu og aðra innviði
öryggismála.
Öll þessi atriði stuðla að
bættum búsetuskilyrðum vítt
og breitt um landið. Við ætlum
að tryggja að það séu kraft-
mikil og verðmætaskapandi
samfélög hringinn í kringum
landið og að íbúar þessara sam-
félaga búi við sambærilega
þjónustu og tíðkast í þéttbýlinu.
Við höfum sýnt það að við höfum
kjark til að breyta og við ætlum
að byggja á þeim trausta grunni
sem við höfum skapað. Til að
vinna að þeim áherslum sem hér
hafa verið nefndar þurfum við
þinn stuðning. Á laugardaginn
getur þú haft áhrif á það hvort
hið jákvæða andrúmsloft sem
einkennir Vestfirði í dag verði
enn jákvæðara á næstu misserum.
Við viljum vinna áfram að því
með þér og því biðjum við um
þinn stuðning. X við B á laugar-
daginn er skref í þá átt.
Gunnar Bragi Sveinsson,
sjávarútvegs og landbúnað-
arráðherra og oddviti Fram-
sóknar í NV kjördæmi.
Gunnar Bragi Sveinsson,.