Bæjarins besta


Bæjarins besta - 14.09.1994, Qupperneq 1

Bæjarins besta - 14.09.1994, Qupperneq 1
OHAÐ FRETTABLAÐ A VESTFJORÐUM STOFNAÐ 14. NOVEMBER 1984 BÆJARINS BESTA • MÐMUDAGUR 14. SEPTEMBEB1994 • 37 TBL. • 11. ÁBG. • VEBD KB. 179 M/VSK Haukur knattspymu- maður ársins Suóureyri Ekki bjart yfir byggð- inni minni & Kveðjur færðu gam/i kjaftur Hnífsdalur Sameinast Bakki og Þurfður? ísafjörður Ti/boð opnuðí undirstöður skíðaiyfta Verkaiýðs- og sjómannaféiag Boiungarvfkur Ekki langt þar til við fær- um öll okkar viöskipti - segir Síguröur Þorleifsson, gjaldkeri félagsins en stjórn þess íhugar nú að færa tugmilljóna króna viðskipti frá Sparisjóði Bolungarvíkur vegna Itárra jjjónustugjalda STJÓRN Verkalýðs- og sjómannafélags Bolungarvíkur er þessa dagana að íhuga alvarlega að færa öll viðskipti félagsins frá Sparisjóði Bolungarvíkur yfir til Sparisjóðs Önundarfjarðar eða Póstgíróstofunnar í Reykjavík. Astæða þessa eru há þjónustu- gjöld sparisjóðsins í Bolungarvík en þau skipta tugurn ef ekki hundruð þúsundum króna á ári að sögn Sigurðar Þorleifssonar, gjaldkera Verkalýðs- og sjómannafélags Bolungarvíkur. „Við erum að skoða ódýrari kosti, þjónustan hjá Sparisjóði Bolungarvíkur er orðin svo dýr að við erum að leita að hag- kvæmari leiðum. Við erurn að borga allt upp í 29 krónur á hvert ávísanablað og hvað varðar atvinnuleysisbæturnar, þá erum við að borga 28 krónur fyrir blaðið og 19 krónur fyrir hverja færslu. A ársgrundvelli er hér unt að ræða upphæðir sem geta numið tugum ef ekki hundruð þúsundum króna. Við höfum ekki skrifað sparisjóð- num bréf varðandi uppsögn á viðskiptum en fyrst ætlum að klára að athuga möguleika okkar hjá Póstgíróstofunni sem og hjá Sparisjóðnum á Flateyri sem hefur auglýst að engin þjónustugjöld verði tekin af við- skiptavinum þeirra. Eg sé ekki annað en að það sé verið að reka okkur úr viðskiptum hjá sparisjóðnum en þar höfum við verið í viðskiptum frá því að hann var settur á stofn,” sagði Sigurður. Sigurður sagði að Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungar- víkur hefði velt um 18 mill- jónum króna í gegnum tékka- reikning félagsins á síðasta ári og til viðbótar kæmu öll félags- gjöld og fleira og því væru menn að tala um viðskipti sem hlaupa á tugum milljóna króna. „ Ég ræddi við sparisjóðinn um daginn en þar var allt fast og því er ég að leita að hagkvæmari leiðum fyrir félagið og það er ekkert langt í það að við skiptum yfir í sparisjóðinn á Flateyri eða Póstgíróstofuna. Það er ekki hægt að líða svona lagað. Ég hafði samband við stéttar- félag á Suðurlandi sem er í svipaðri aðstöðu og við og þar var mér tjáð að tékkheftin væru frí en það ntun vera gert fyrir góða viðskiptavini og ég get því ekki tekið afstöðu Spari- sjóðs Bolungarvíkur öðruvísi en að við höfum ekki verið góðir Sigurður Þorieifsson fyrir framan húsnæði Verka- iýðs- og sjómannaféiags Boiungarvíkur. viðskiptavinir. Það eru allir að fleiri og af hverju ekki við eins reyna að spara, bankamir og og aðrir,” sagði Sigurður. -í. Tuttugu manna hópur, fuiitrúar eriendra ferða- heiidsaia var á ferð um ísafjörð og nágrenni á mánudag. Hér var um að ræða kynnisferð fyrir ferðamáiakaupstefnuna Vest-Norden sem hefst í Hafnarfirði á morgun fimmtudag og var hún á vegum Ferðamáiasamtaka Vestfjarða. Með- fyigjandi mynd var tekin af hópnum er hann var að koma úr kynnisferð um ísafjarðardjúp og Vigur. Hættan á heiiahimnubóigufaraidi Þrjú tilfelli hafa komiðupp - í umdæmi heilsugæslustöðvarinnar á ísafirði UNDANFARNA daga hafa fjölntiðlar fjallað rnikið um heilahimnubólgu en skyndileg aukning hefur orðið á henni að undanförnu og hefur jafnvel verið talið að heilahimnubólgu- faraldur skelli yfir landsmenn á næstu dögum og vikunr. Ekki er búið að vinna nógu gott bólu- efni gegn þessari tegund af sjúk- dómnum og getur heilahimnu- bólgan því orðið lífshættuleg ef sjúkdómurinn breiðist út. Einar Axelsson, yfirlæknir á Heilsugæslustöðinni á Isafirði sagði í samtali við blaðið í gær að íheilsugæsluumdæmi stöðv- arinnar á Isafirði. sem nær frá Isafjarðardjúpi að Suðureyri, að Bolungarvík undanskilinni, hefðu þrír einstaklingar verið sendir suður til rannsóknar vegna gruns um að þeir væru sýktirafheilahimnubólgu. „Ég veit sannanlega að einn þessara einstaklinga hafði heilahimnu- bólgu en ég hef ekki haft fregnir af hinum tveimur. Persónulega hef ég ekki tekið á móti neinurn nteð þennan sjúkdóm. Fyrsta tilfellið var í lok júlí en hin kornu síðar. Þetta tilfelli sem ég veit um gekk vel og við hljótum að hafa heyrt af því ef þau hefðu gengið illa.” Einar sagði að allir læknar væru mjög vakandi fyrir þess- um sjúkdómi og ef vafi léki á að einstaklingur væri sýktur, væri hann lagður inn á sjúkra- hús. „Einkennin geta byrjað með uppköstum nokkrum dög- um áður og fer síðan yfir í höfuðverk. Það sem á eftir kemur gerist mjög snöggt. Þá kemur hnakkastífleiki, útbrot og ljósfælni. Þegar einkennin eru kornin á það stig leikur enginn vafi á að viðkomandi er með heilahimnubólgu. Þá má rnaður ekkert bíða, sækja verður lækni strax og það er líka í lagi að sækja lækni ef einstaklingur er nteð höfuðverk eftir uppköst. Ég vil hvetja fólk til að hafa samband um leið og slíkt gerist,” sagði Einar. .s RITSTJORN ‘B' 4560 • FAX « 4564 • AUGLYSINGAR OG ASKRIFT

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.