Bæjarins besta


Bæjarins besta - 14.09.1994, Side 3

Bæjarins besta - 14.09.1994, Side 3
Busavígsia HIN árlega manndómsvígsla nýnema í Framhaldsskóla Vest- fjarða, eða svokölluð busa- vígsla, fór fram að morgni síðastliðins föstudags. Að venju voru busarnir eltir í skólanum af nemendum þriðja bekkjar, safnað saman í stóran hóp, og síðan leiddir til vígslunnar hver á fætur öðrum. I ár var fyrirhugað að hafa vígsluna á vægari nótum en í lokin var ákveðið að þetta yrði síðasta vígslan með þessu sniði. Það varþví ekki notast við fiski- karið fræga, sem oftast hefur innihaldið sjó og rækjuúrgang af ýrnsu tagi. í þess stað var „einungis“ úldnum og mygl- uðum mjólkurafurðum ntakað í andlit busanna ásarnt blöndu af úrgangi úr sjávarútveginum. Jafnt eldri bekkingar sent ný- nemarnir höfðu gaman af at- höfninni og skemmtu sér kon- unglega- að minnsta kosti virt- ist svo vera. Þeir sem fóru að óskum eldri bekkinga í busun- inni og játuðu sig þeim óæðri, fengu hina hefðbundnu busun, þ.e. voru snyrtir með áður- greindum úrgangi, því næst Beðið netsins með kvíða. hífðir upp í netadræsu á svölunt skólans og smúlaðir með vatns- slöngu slökkvibifreiðar. Þeir sem hins vegar ekki „játuðu", fengu öllu harðari meðferð og var jafnvel kastað í sjóinn. Þar á meðal var stúlka sem beðið hafði lægri hlut fyrir stór- vöxnum nemanda úr þriðja bekk. Hann ók henni í hjól- börum niður í fjöru, bundinni á höndum og fótuni með límrenn- ingum, og einfaldlega kastaði henni í sjóinn tneð hjálp félaga sinna. Sjónin þótti flestum ófögur sem á horfðu. Á leiðinni niður í tjöru baðst stúlkan marg- ítrekað undan sjóferðinni og virtist hrædd um líf sitt í sjónum. Aðrir „sjóaðir" busar voru óbundnir og fengu a.m.k. tæki- færi til að bera fyrir sig hendur og fætur. Eftir nokkurra sek- úndna busl í sjónum þótti eldri bekkingnum businn hafafengið það sem hann átti skilið og dróg hann úr kafinu og lagði í fjöru- borðið. - Svona er nú réttlætið íbusavígslu Framhaldsskólans. -hþ. Komdu að gramsa! Víð tökum gamla lagerinn okkar og seljum á verði frá hádegi á fimmtudag, föstudag og laugardag LEGGUR CÍ*^C»ji iSÍCéiEIj MB H 'f \ Vr I 1 \| /rn —......... — ’ -1___________________________________ Hádegistilboð Matur í hádeginu + kókglas- ---á aðeins kr. 600- NYTT NYTT jjglF !H ■:;Í:WÍ:WÍ-' illpllil K | " ' | t ■: 'f'f ...:.. : " : . .. : : : iGí |É:# t - *ss p H Æk M Tilvalin fyrír smærri hóþa og partý - Gott verð - iMundu eftir ferðagetrauninni okkar! Dregið verður á föstudögum í Svæðis- útvarpi Vestfjarða og virmingsnúmerin birtast svo í BB á miðvikudögum. Frí heimsendingarþjónusta innan ísafjarðarkaupstaðar! »l|: íiÍplpMililiiÍjfiill ' G . G '■ "' K,'.'., GÁ "■ " ' " MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 1994 3

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.