Bæjarins besta - 14.09.1994, Qupperneq 5
Fimmtíu ára afmæiishátfð íþróttabandaiags ísfirðinga
Körfuboltinn stærsQ og viðamesti
vaxtarbroddur í ísfirsku íbróttalífi
- sagði formaður Í.B.Í. m.a. í ræðu sinni en iðkendum íþrótta innan bandalagsins
iiefur fjölgað um 200 manns á einu ári
IÞROTTABANDALAG Isfirðingaheltuppa50ara afmæli sitt
í félagsheimilinu í Hnífsdal á laugardagskvöldið. Til stóð að
halda upp á afmælið í kringum sjálfan afmælisdaginn 23. apríl sl.
en vegna þeirra hönnungaratburða sem áttu sér stað 5. apríl er
snjóflóð lagði sumar- og vetrarútivistarsvæði Isfirðinga í Tungu-
dal og á Seljalandsdal í rúst, en þá lést einn af forkólfum íþrótta-
hreyfingarinnar á ísafirði. Kristján K. Jónasson, var ákveðið að
fresta hátíðinni til síðasta laugardags. Samhliða afmælishátíð IBI
var ákveðið að Boltafélag ísafjarðar myndi halda sína uppskeru-
hátíð sem og að 60 ára afmæli Skíðafélags ísafjarðar yrði fagnað
en fátt var um félaga í síðastnefnda félaginu í hófinu auk þess sem
það vakti undrun viðstaddra hversu léleg mæting var frá öðrum
aðildarfélögum bandalagsins en þau eru tíu í dag. Um sextíu
manns til viðbótar þeim tæplega sjötíu sem mættu í hófið áttu
pantað borð í hófinu en mættu
nema hátt í 200 þúsund krónur.
Fyrsta íþrótta-
banóatag
tantistns
I hátíðarræðu formanns IBI,
Jens Kristmannssonar kom
meðal annars fram að Iþrótta-
bandalag Isfirðinga hefði verið
það fyrsta sem stofnað hefði
verið á Iandinu en tvö önnur
bandalög voru stofnuð síðar á
árinu 1944 en það voru Í.B.R.
sem var stofnað 31. ágúst og
I.B.A. sem var stofnað 10.
desember 1944.
A vegum I.B.I. störfuðu um
áratuga skeið sérráð, Skíðaráð,
Knattspyrnuráð og Frjáls-
íþróttaráð, en í dag eru félag
um hverja grein íþrótta. Aðild-
arfélög bandalagsins er ellefu
talsins en verða áður en þessi
mánuðurerliðinn orðin tólf því
Júdófélag Isafjarðar hefur sótt
um aðild að bandalaginu.
I þau 50 ár sem liðin eru frá
ekki. Mun tap ÍBÍ vegna þessa
um og ráðum bandalagsins
þessi ár.
I lok ræðu sinnar sagði for-
maðurinn: „Stærsti og viða-
mesti vaxtarbroddur í ísfirsku
íþróttalífi er vafalaust það þrótt-
mikla starf íþrótta og félags-
lega sem rekið er innan Körfu-
boltafélags Isfirðinga, en með
tilkomu íþróttahússins á Torf-
nesi breyttist öll okkar aðstaða
að þessu leyti. Þeim hefur á
einu ári tekist að vinna meistara-
titil og fjölga iðkendum íþrótta
innan I.B.I. um nær 200
manns.”
Þrettán fengu
gutt- ug
sllturmerki
I afmælishófinu voru þrettán
einstaklingar sæmdir gull- og
silfurmerki bandalagsins fyrir
vel unnin störf í þágu þess á
undanförnum árum. Fyrir veit-
inguna á laugardagskvöld
Þessir einstaklingar fengu guiimerki Í.B.Í. í afmæiishófinu á iaugardags-
kvöid. F.v. Sigurður J. Jóhannsson, Pétur Sigurðsson, Oddur Pétursson,
Jóhannes G. Jónsson og Gunnar Pétursson. Daníei Sigmundsson fékk
einnig guiimerki bandaiagsins en hann gat ekki verið viðstaddur vegna
veikinda.
SiifurmerkjahafarÍ.B.Í. F.v. Jón Kristmannsson, Hans W. Haraidsson, Hansína
Einarsdóttir, GunnarH. Sumariiðason, Gunniaugur Jónasson og Guðmundur
Ágústsson. Haiidór Margeirsson fékk einnig siifurmerki en hann gat ekki
verið viðstaddur afhendinguna.
Pessir fjórir fengu viðurkenningar frá Boitaféiagi ísafjarðar íafmæiishófinu.
F.v. Haukur Benediktsson sem varvaiinn ieikmaður ársins, Trausti Árnason
sem var sá ieikmaður sem sýndi mestu framfarinar, Sindri Þór Grétarsson
varð markakóngur sumarsins og Haiidór Daðason sem var vaiinn efni-
legasti ieikmaður meistarafiokks. Haiidór varð einnig fyrir vaiinu sem besti
ieikmaður 2. fiokks 1994.
stofnun bandalagsins hafa sex-
tán einstaklingar gegnt for-
mennsku í bandalaginu. Fyrsti
formaður þess var Sverrir Guð-
mundsson, bankafulltrúi en sá
einstaklingur sem lengst allra
hefur gegnt formennsku í I.B.I.
eða samfellt í fjórtán ár er
Sigurður J. Jóhannsson, aðstoð-
arbankastjóri. Hátt í 400 manns
hafa starfað í stjórnum, nefnd-
höfðu aðeins þrír einstaklingar
fengið gullmerki I.B.I. ogellefu
höfðu fengið silfurmerki og því
er vart hægt að segja að banda-
lagið hafi verið örlátt á veitingu
slíkra merkja.
Þeir einstaklingar sem hlutu
silfurmerki I.B.I í afmælis-
hófinu eru Guðmundur Agústs-
son, Gunnlaugur Jónasson,
Gunnar H. Sumarliðason, Hall
dór Margeirsson, Hansína
Einarsdóttir, Hans W. Haralds-
son og Jón Kristmannsson og
gullmerkjahafarnir voru þeir
Gunnar Pétursson, Jóhannes G.
Jónsson, Oddur Pétursson,
Pétur Sigurðsson, Sigurður J.
Jóhannsson og Daníel Sig-
mundsson. Þeir Halldór Marg-
eirsson og Daníel Sigmunds-
son gátu ekki verið viðstaddir
afhendinguna.
Haukurteik-
maðurBÍ 1994
Eins og að framan greinir var
ákveðið að sameina afmælis-
hátíð I.B.I., uppskeruhátíð
knattspyrnumanna á Isafirði.
Eftirtaldir leikmenn t'élagsins
hlutu viðurkenningar fyrir
góðan árangur á því keppnis-
tímabili sem lauk um síðustu
helgi:
Þórður Jensson fékk viður-
kenningu fyrir mestu marka-
skorun í 2. flokki, Friðrik Guð-
mundsson var valinn prúðasti
leikmaður sama flokks, Rúnar
Geir Guðmundsson var sá leik-
maður sem sýndi mestu fram-
farimar á keppnistímabilinu og
Hálfdán Daðason var valinn
leikmaður 2. flokks B í á keppn-
istímabilinu.
Markahæsti leikmaðurmeist-
araflokks var Sindri Þór Grét-
arsson. Trausti Arnason var sá
leikmaður sem sýndi mestu
framfarirnar og Hálfdán Daða-
son, en hann lék einnig með
meistaraflokki í sumar, varð
fyrir valinu sem efnilegasti leik-
maðurinn. Eftirþessar veilingar
var komið að kjöri besta leik-
manns BÍ 1994. Fyrir valinu
var Haukur Benediktsson og
hlaut hann sérstakan bikar í
viðurkenningarskyni auk þess
sem hann fékk til geymslu íeitt
ár, farandsbikar sem þau hjón
Torfi Björnsson og Sigríður
Króksnes gáfu knattspyrnu-
hreyfingunni árið 1978. Voru
allir þessir leikmenn vel að
veitingunni komnir
Ettert heiðurs-
gestur
Heiðursgestur Í.B.Í. á af-
mælishófinu var forseti I.S.I.,
Ellert B. Schram. I ræðu Ellerts
kom m.a. fram að íþróttir væru
sá þáttur í lífi einstaklinga sem
skilaði einna mestu til æsku
landsins og hvatti hann forráða-
menn Isafjarðakaupstaðar til að
hafa það hugfast þegar kæmi
að því að ákveða styrk bæjar-
félagsins til íþróttarhreyfingar-
innar á staðnum.
Ellert færði bandalaginu fax-
tæki að gjöf frá I.S.I. og sögðu
gárungarnir að með gjöfinni
hefði hann gefið bandalaginu
leið til sparnaðar, því framvegis
myndi nægja að „faxa” leik-
menn til keppni í hinum ýmsu
íþróttagreinum. Þrátt fyrir
dræmaþátttöku í afmælishófinu
heppnaðist það hið besta.
Slasaðist
um borð
f Júlíusi
Bragi Einarsson,
bátsmaður á frysti-
togaranum Júlíusi
Geirmundssyni, slas-
aðist við vinnu sína um
borð aðfararnótt
sunnudagsins 4.
september sl., er
skipið var að veiðum í
Smugunni. Slysið var
þegar verið var að hífa
inn flottrollió en þá
klemmdust tveir fingur
vinstri handar við stoð
meó þeim afleiðingum
aó hann missti framan
af þeim. Gert var að
sárum Braga um borð í
varðskipinu Óðni en
hann var síðan fluttur
til Noregs ásamt
nokkrum öðrum sjó-
mönnum sem einnig
höfðu slasast. Eftir
aðhlynningu þar flaug
hann heim til íslands
og er nú kominn til
síns heima. Bragi sem
er 62 ára hefur starfað
hjá Gunnvöru hf., sem
gerir út Júlíus í um 20
ár en á sjó í alls 45 ár.
Há/fdán
brýtur
b/að
Hálfdán Ingólfsson,
flugmaóur hjá Flug-
félaginu Ernir hf., á
ísafirði gerir það ekki
endasleppt þessa
dagana. Fyrir stuttu
sögðum vió frá því að
er hann ásamt aðstoð-
arflugmanni sínum,
Gunnari Haukssyni,
lenti Twin Otter flugvél
félagsins í Hornvík og
var þar með fyrsti
flugmaðurinn til að
lenda svo stórri vél á
Hornströndum. Á
laugardag fyrir rúmri
viku braut hann síðan
blaó í flugsögu Borg-
nesinga er hann lenti
sömu vél á Kárastaða-
flugvelli í Borgarnesi
en Twin Otterinn er
stærsta flugvél sem
lent hefur á flug-
vellinum til þessa.
Hálfdán var þá að
fljúga með lið BÍ sem
keppti við Skallagrím.
_eikurinn tapaðist stórt
en flugmaóurinn kom
ísfirðingum samt á
blað í Borgarnesi. Hvar
skyldi Hálfdán tylla
niður hjólunum næst,
kannski á Drangajökli?
MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 1994
5