Bæjarins besta


Bæjarins besta - 21.12.1994, Side 15

Bæjarins besta - 21.12.1994, Side 15
Verkamaðurinn, fisksalinn, vita- vörðurinn og tónlistarmaðurinn Guðni Ingibjartsson heimsóttur Eg var bara gutlari Fyrir tveimur vikunr var blaðamaður BB á göngu um miðbæ ísafjarðar. Hann gekk inn í Sjallann og fékk sér kaffi og meðlæti. Þetta var á miðjum laugardegi. Inni í Sjallanum hanga myndir á veggjum. Myndir af ísfirskum tónlistarmönnum, bæði gömlum og þeim sem yngri eru. Ein myndin var af einni af hljómsveitum Asgeirs Sigurðssonar, sem var aðal danshljómsveitin á Isafirði unr árabil. I einni fyrstu útgáfu af hljómsveit Ásgeirs var ungur nraður nreð gítar, maður senr blaðamaður vissi ekki að Irefði verið tónlistarmaður. Hann var í augum blaðamannsþekktursem Guðni í fiskibúðinni. Guðni Ingibjartsson lreitir maðurinn og er íbúi á Hlíf, íbúðum aldraðra á Isafirði. Hann var tregur til viðtals, sagðist ekki hafa frá neinu að segja, enda aldrei verið tónlistar- maður, einungis gutlari sem fengið hefði að vera með. Og það er rétt hann fékk að vera með og það í þrjátíu ár. Það er laugar- dagurinn 17. desember. Blaðamaður er á leiðinni upp á Hlff. Það er norðaustan stormur, svo slæmur að varla sést úr augum en innandyra er hlýja, bæði frá hitakerfi hússins sem og við- mælandanum. Spurt var, hvenær hófst áhuginn á tónlistinni? Mandólínið vakti áhuga „Tónlistaráhugi minn hófst eftir að elsti bróðir minn, Anton, trúlofaðist stúlku sem hét Efe- mía Hafliðadóttir. Þá var Toni kyndari á togara frá Isafirði og í einni siglingunni keypti hann mandólín handa henni. Þau komu oft í heimsókn til pabba og mömmu, en ég bjó þá hjá þeirn, enda aðeins tólf eða þrettán ára. Hún spilaði fyrir okkur og mér þótti hljóðfærið sniðugt og fór að fikta við það eftir að hún skildi það eftir í einni heimsókninni. Síðan þá hefur hljóðfærið verið hjá mér og er enn þann dag í dag. I fyrstu spilaði ég bara með tveimur fingrum en nokkrir hafa bæst við st'ðan þó svo að ég sé enginn spilari. Þetta kom bara smátt og smátt en ég fór ekki að spila á böllum fyrr en löngu seinna, kannski tíu árurn seinna, ég bara man það ekki, ég er orðinn svo gleyminn enda að verða 78 ára gamall,” segir Guðni og hlær og vill lítið gera úr spilamennsku sinni. „Ég fór sjálfur ekki á böll fyrr en ég var orðinn tvítugur en þá var Daníel Rögnvalds- son, pabbi Hauks Daníels aðal spilarinn ásamt tveimuröðrum. Þá voru aðal böllin haldin í Gúttó, sem var aðaldanshúsið ásamt Alþýðuhússkjallaranum. Ég byrjaði að spila á skemmt- unum með Árna Jónssyni, bróður Samúels í Smjörlíkis- gerðinni þegar ég var kominn rétt undir tvítugt. Ég spilaði á mandólín og Árni á gítar. Við spiluðum um tveggja ára skeið og þá aðallega þau lög sem gengu í þá daga. Áður hafði ég, Toni bróðir, Daníel og ÓIi Sig- mundssynir og Hrólfur Sigur- jónsson stofnað hljómsveit sem aldrei lék opinberlega. Við komum saman heima hjá Danna og Óla í Tangagötunni og æfðuin okkur en spiluðum aldrei á böllum, við vorum bara að leika okkur. Hljómsveit Ásgeirs Sigurðssonar. F. v. Trausti Siguriaugsson, Guðni ingi- bjartsson, Ásgeir Sigurðsson og Heiga Heigadóttir. Guðni ieikur fyrir biaðamann og féiaga sinn, Þórð Einarsson, á munn- hörpuna. Dansað á móti sól En á böllum byrjaði ég að spila með Þórði Péturssyni, sem spilaði á nikku og Níelsi Guð- mundssyni sem spilaði á trommur. Við spiluðunt saman í nokkur ár, mest á Isafirði og í Bolungarvík. Síðan stofnuðum við hljómsveit, ég, Níels, Kalli heitinn Tomm, Pétur Geir og Alfreð Alfreðsson. Þessi hljóm- sveit var kölluð Mánakvart- ettinn og var nokkuð vinsæl þrátt fyrir að hún hafi ekki starfað nema á annað ár. Við spiluðum aðallega í Gúttó og þaðan fer ég yfir til Geira, Ás- geirs Sigurðssonar, sem var með aðal hljómsveitina á Isa- firði um margra ára skeið.” -Byrjaðir þú að spila á gítar með hljómsveit Ásgeirs Sig- urðssonar? „Nei, það var ekki fyrr en seinna í Alþýðuhússkjallar- anum. Þávoru íhljómsveitinni, þau Trausti Sigurlaugsson, heitinn, ég og Geiri. Við spil- uðurn í nokkurn tíma í Alþýðu- húskjallaranum, aðallega eftir félagsvistar. Síðan bættistokkur liðsauki þegar Helga Helga- dóttir, dóttir Helga í Odda kom í hljómsveitina. Hún spilaði á píanó. Trausti og ég á gítar og Geiri á harmonikku. Síðan var ég í nokkrum hljómsveitum, aðallega með Geira eða í 15-20 ár. Ég hætti ekki að spila fyrr en eftir að ég var orðinn fimm- tugur. Það var rétt áður en Bítla- tímabilið hófst. Síðan þá hef ég lítið tekið í gítar eða mandólín, en aðeins leikið mér með munn- hörpuna. Það var gaman að spila á böllunum í gamla daga, þá voru gömlu dansarnir við lýði og þá voru aldrei neinir árekstrar á dansgólfinu eins og virðist vera í dag en fallegasta ballið sem ég hef spilað á var í Víkinni. Það var á þorrablóti og þá var dansaðallan hringinn íkringum dansgólfið svo að autt var í miðjunni og það skrýtna var að allir dönsuðu á móti sól. Það var lítið um fyllerí í þá daga, þó svo að einn og einn hafði fengið sér aðeins neðan í því. Fólk kunni að skemmta sér í þá daga en þeir eyðilögðu gömlu dans- ana eftir að farið var að halda böll eftir félagsvistarnar. Þá var farið að hleypa inn unglingum sem voru að dansa nýju dansana og það hafði það í för með sér að gamla fólkið fannst það vera fyrir og hætti að koma á þessar skemmtanir.” Vitavörðurinn á Galtarvita Guðni hefur gert ýmislegt annað um ævina en að spila með hljómsveitum. Stærstan hluta ævinnar hefur hann starf- að sem verkamaður hjá Ishús- félagi ísfirðinga og kannski er hann þekktastur fyrir að hafa séð um fiskbúð fyrirtækisins um árabil enda af mörgum kallaður Guðni í fiskibúðinni. Hann reyndi einnig fyrir sér á sjó og þá aðallega á færum yfir sumar- tínrann en hætti því vegna sjó- veiki. Um þriggja ára skeið var hann vitavörður á Galtarvita og lítur til þess tíma með söknuði. „Þetta var einn besti tími minn enda varla hægt að framfleyta fjölskyldu á ísafirði í þá daga. Þetta var á árunum 1950-1953 og þá var fátæktin mikil á Isa- firði,” segir hann hugsi. Guðni er kvæntur Guðrúnu Veturliðadóttur. Þau hafa búið lengi saman enda eiga þau gull- brúðkaupsafmæli á næsta ári. Þau hafa gengið í gegnum súrt og sætt í lífinu. Þau hafa lifað mikla fátækt. Þau hafa þurft að horfast í augu við erfiðan sjúk- dóm sem varð einurn sona þeirra að falli. En þau hafa líka átt sínar ánægjustundir og kannski eru þau að upplifa þær hvað sterkast í dag enda ham- ingjusönr og líður vel í ellinni. Fjögur barna þeirra eru á lífi. Elst er Sólveig Bára, þá kemur Veturliði. þá Guðni Marinó og Bjarnfríður Andrea er yngst. Eitt barn misstu þau í fæðingu og son sinn Sævar, sem var sá þriðji í röðinni, misstu þau fyrir nokkrum árum en hann dó úr eyðni. Erfiðir tímar „Sævar var einn fyrsti Is- lendingurinn sem var með eyðni og lét taka viðtal við sig um sjúkdóminn. Hann bjó í Dan- mörku um þrettán ára skeið, hann var samkynhneigður og lést úr þessum hræðilega sjúk- dómi. Mér brá auðvitað mikið þegar ég frétti að hann væri samkynhneigður og kannski enn meira þegar ég frétti hvaða sjúkdóm hann hafði fengið. Þetta voru erfiðir tímar. Ég heimsótti hann á sjúkra- húsið í Kaupmannahöfn og það tók mikið á mig. Það hjálpaði mér kannski einna mest að MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 1994 15

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.