Bæjarins besta - 21.12.1994, Qupperneq 16
Guðni Marinó bjó þá líka í
Danmörku með fjölskyldu sinni
á þessum tíma. Hann hjálpaði
bróður sínum mikið sem og
mér. Eg hef heyrt utan af mér
að Veturliði sé einnig samkyn-
hneigður en ég hef aldrei fengið
neina staðfestingu á því. Það
hlýtur þó að vera því að hann
bjó lengi með manni sem er
látinn úrsamasjúkdómi. Vetur-
liði segist ekki vera með þennan
sjúkdóm og ég vona að guð
gefi að það sé rétt,” segir Guðni
hugsandi og það er greinilegt
að þessi mál eru ofarlega í huga
hans.
-En snúum okkur að öðru.
Þið hjónin hafið búið hér á Hlíf
um fimm ára skeið. Hvernig er
búið að öldruðum hér?
„Það er í einu orði sagt frá-
bært. Fólkið sem starfar hér er
frábært, það er ekki hægt að
biðja um meira. Eg hef þá trú
að það sé búið vel að öldruðum
á Isafirði, það hefur að minnsta
kosti farið batnandi með hverju
árinu. Það er hugsað vel um
okkur og ég get ekki annað séð
en að framtíðin sé björt hjá
gamla fólkinu,” sagði Guðni að
lokum.
Þegar blaðamaður var að búa
sig til brottfarar, út í norðan
garrann, var dyrabjöllunni
hringt. Þórður Einarsson, Tóti
rukkari varkominn íheimsókn,
með slæmar fréttir af einum
íbúanum á Hlíf, 92 ára gamalli
konu sem hafði slasað sig
Guðni með gítarinn á einu baiiana í Gúttó.
kvöldið áður. Þegar hann sá
blaðamann sagði Tóti: „Hefur
Guðni ekki spilað á munn-
hörpuna fyrir þig? Guðni þú
verður að ley fa honum að heyra,
ég skal syngja með.” Guðni lét
undan kunningja sínum líkt og
fyrir blaðamanni er viðtals var
óskað. Guðni spilaði þrjú gömul
danslög og Tóti raulaði með.
„Já, okkur leiðist ekki hér á
Hlíf með menn eins og Guðna
sem nábúa,” sagði Þórður. Þar
með voru þeir félagar kvaddir.
Guðni með mandóiínið heima í stofu.
Bensínstöðin
á ísafiröi
Opnunartímar yfír jól og áramót
Aðfangadagur 24. desember
Jóladagur 25. desember
Annar í jólum 26. desember
Gamlársdagur 31. desember
Nýársdagur 1. janúar
* Sjálfsali eftir lokun
kl. 07:30 ■ 15:00
Lokað
kl. 10:00 ■ 15:00
kl. 07:30 ■ 15:00
Lokað
G/eði/ega hátíð\ með þökk fyrír viðskiptin á árínu
Hverju manstu eftir úr fréttum
ífðandi árs?
Fréttagetraun
Bæjarins besta
Janúar:
1. Rótgróin verslun á ísa-
firði skipti um eigendur uni
áramótin. Verslunin hafði
verið í einkaeigu föðursins frá
árinu 1953 en nú var komið
að því að aðkomendurnir
tækju við. Hvaða verslun er
hér átt við?
A) Verslun Jónasar Magnús-
sonar.
B) Bókaverslun Jónasar
Tómassonar.
C) Verslun Björns Guð-
mundssonar.
2. Stórt snjóflóð féll á bæ
einn á norðanverðum Vest-
fjörðum í byrjun janúar og
olli þar miklu tjóni á útihúsum
og búfénai. Að minnsta kosti
20 ær drápust er flóðið féll á
fjárhúsin og lóga þurfti
nokkrum til viðbótar. A
hvaða bæ féll flóðið?
A) Hrafnabjörg í ísafjarðar-
djúpi.
B) Kirkjuból í Skutulsfirði.
C) Fremstuhús í Dýrafirði.
3. I janúar birti blaðið
endurminningar Isfirðings
um fvrsta hlutverk hans á
leiksviði. Vakti endurminn-
ingin mikla athygli, sérstak-
lega fvrir þær sakir, hversu
minnugur Isfirðingurinn var
en hann var aðeins sex vikna
gamall þegar hann lék sitt
fvrsta hlutverk. Hver er mað-
urinn?
A) Jónas Magnússon, fyrrv.
kaupmaður.
B) Jón Baldvin Hannibals-
son, ráðherra.
C) Magnús Reynir Guð-
mundsson, framkvæmdastjóri.
4. I byrjun janúar festi
Súðavíkurhreppur kaup á
landi Eyrardals í Álftafirði.
Ráðgert er að landið verði
framtíðarbyggingarsvæði
Súðvíkinga. Hvert var kaup-
verðið?
A) 100 milljónir.
B) 68 milljónir.
C) 12 milljónir.
Febrúar:
5. Læknir einn á ísafirði
fékk yfirburðarkosningu,
hálfgerða „Rússneska kosn
ingu" í prófkjöri flokks síns
sem fram fór um mánaðar-
mótin janúar-febrúar. Hver
er þessi læknir?
A) Halldór Jónsson.
B) Þorsteinn Jóhannesson.
C) Pétur H.R. Sigurðsson.
6. A hádegi miðvikudaginn
16. febrúar voru tímamót í
jarðgangagerðinni undir
Breiðadals- og Botnsheiðar
þegar síðasta haftið í leggnum
til Súgandafjarðar var
sprengt að viðstöddu fjöl
menni. Hver fékk þann heiður
að sprengja síðasta liaftið?
A) Björn A. Harðarson,
Vegagerð ríkisins.
B) Einar Kr. Guðfinnsson,
alþingismaður.
C) Halldór Blöndal, ráðherra.
7. „Súgfirðingar eru eins
og ein stór fjölskylda,” sögðu
hjón ein á Isafirði í viðtali við
blaðið í febrúar. Hjónin voru
þá nýflutt til ísafjarðar frá
Revkjavík en bæði eiga þau
ættir sínar að rek ja til Suður-
evrar. Hvaða hjón er hér uin
að ræða?
A) Elín Árnadóttirog Magn-
ús Örn Friðjónsson.
B) Guðfinna Magnúsdóttir
og Halldór Pálsson.
C) Karen Blink og Mogens
Jensen.
8. Jarðskjálfti sem mældist
2,7 á Richter fannst víða um
sveitir Isafjarðardjúps
þriðjudagskvöldið 22. febr
úar. Hvar átti jarðskjálftinn
upptök sín?
A) Á Laugarbóli í Laugar-
dal.
B) í Kaldalóni.
C) Á Rauðamýri.
Mars:
9. í byrjun mars var til-
kynnt um hver helði hlotið
nafnbótina „Iþróttamaður
ísafjarðar” fyrir árið 1993.
Hvaða íþróttamaður varð
fyrir valinu?
A) Arnar Geir Hinriksson.
B) Björn Helgason.
C) Daníel Jakobsson.
10. „Hún eldaði mat ofan í
sænska afbrotamenn á ungl-
ingsárunum, tók þátt í blóð-
ugum götuóeirðum Nevv York
borgar á námsárunum og
starfar nú sem verkefnisstjóri
í atvinnumálum kvenna á
Vestfjörðum,” sagði m.a. í
kynningu á viðtali við konu
eina á Isafirði í mars. Hvaða
kona hafði upplifað það sem
að framan greinir?
16 MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 1994