Bæjarins besta


Bæjarins besta - 21.08.1996, Blaðsíða 2

Bæjarins besta - 21.08.1996, Blaðsíða 2
Hvers vegna 7 miíljónir? Ólafur Kristjánsson, bæjarstjóri í Bolung- arvík. „Þetta tilboð frá Spari- sjóðnum þykir okkur vera of lágt, en inn í þessari tölu sem við erum að bjóða er nú bæði slökkvi- stöðin og bílskúr. Bíl- skúrinn var ekki meó í tilboði Sparisjóðsins. Sparísjóðnum vantar auk- ið húsnæði og við höfðum hug á því að búa slökkvi- stöðina og slökkviliðs- mönnum betri aðstöðu helduren þeirhafa, þann- ig að þetta gæti orðið til hagsbótafyrir báða aðila. Þetta er nú enn á við- ræðustigi og ekkert verið samið ennþá.“ Sparísjóðurinn iBolung- arvík bauð 3 milljónir í s/ökkvistöðina í Boiung- arvík sem er í sama húsi og Sparisjóðurinn. Boi- ungarvíkurbær viii fá 7 miiijónir fyrir slökkvistöð- ina, en það þótti tiivaiið að bjóða Sparisjóðnum húsnæðið tii kaupa þar sem þeim vantar stærra húsnæði. Það hefur þótt frekar óþægiiegt að vera með slökkvistöðina innan ráðhússins og hafa menn hug á að finna s/ökkvi- stöðinni annann sama- stað. Ertu búin aó fara á marga fótboltaíeiki í sumar? Sigríður Króknes, húsmóðir. ,,Ég hef farið á nánast alla leiki með BÍ sem hafa verið spilaðir á ísafirði eða f Bolungarvík í sumar. Það voru þó 2 eða 3 leikirsem ég missti af þegar ég fór í sumar- frí.“ Heildarskuldir hins sameinaóa sveitarféiags Langur vegur frá því að ísafjarðar- bær sé á einhverju gjðrgæslustigi - segir Kristján Þúr Júlíusson, bæjarstjnri ísafjarðarbæjar um skuldastnðu hins nýja sveitarfélags Nýjar tölur um heildar- skuldir liins nýja sameinaða sveitarfélags á Vestfjörðuin eru væntanlegar um næstu mán- aðamót að sögn Kristjáns Þórs Júlíussonar, bæjarstjóra Isa- fjarðarbæjar, en samkvæmt bráðabirgðauppgjöri sem lagt hefur verið fram, eru skuldimar áætlaðar um 1,800 milljónir króna. Miklar umræður hafa verið uppi í þjóðfélaginu um bága stöðu ýmissa sveitar- félaga og segir Kristján Þór, skuldir Isafjarðarbæjar ekki óyfirstíganlegan þröskuld og langt því frá að sveitarfélagið sé komið á gjörgæslustig. „Nýjustu fregnir sem ég hef heyrt eru á þá leið að tölurnar muni liggja fyrir unt næstu mánaðamót. Miðað við upp- gjörsaðferðir flestra sveitar- félaganna nema heildarskuld- irnar um 1,8 milljarði króna en sé miðað við aðra aðferð sem hefur verið notuð við útreikn- inga í félagslega kerfinu, nema heildarskuldirnar urn 1,2 millj- örðum króna. Ég er persónu- lega á móti því að nota þá að- ferð sem flest sveitarfélögin hafa notað og finnst aðferð Súgfirðinga réttari. Astæðan er sú að samkvæmt aðferð flestra sveitarfélaganna eru skuldirnar í félagslega kerfinu bókaðar sem skammtímaskuldir, þó svo að um sé að ræða lán til 43 ára,” sagði Kristján Þór. Kristján Þór segir að hvor aðferðin sem verði fyrir valinu, hafi enga breytingu í för með sér varðandi skuldastöðu sveit- arfélagsins. Mesta breytingin verði fólgin í umtali fólks. „Þetta mál sýnir í hnotskurn hversu umræða um skulda- stöðu sveitarfélaga er út í bláinn. Samanburður á skulda- stöðu sveitarfélaga er kol- brenglaður. Ég hef fulla trú á því að við náum að vinna okkur út úr þessari skuldastöðu og að við þurfum ekki á aðstoð ríkisins að halda. Það er langur vegur frá því að ísafjarðarbær sé kominn á gjörgæslustig. Við höfum fullt traust hjá okkar lánadrottnum og eru því ekki á neinu gjörgæslustigi,” sagði Kristján Þór. Jon Bjornsson, máiarameistari, hefur undanfarið verið að sprauta bílastæðið hjá Orkubúinu með sérstakri götumerki- ngavéi. Véiin máiar bíiastæðamerkingar vei og vandiega, en Jón býður upp á þessa þjónustu hér á ísafirði fram í sept- ember. Að sögn Jóns, vantar að koma meiri regiu á mörg bíia- stæðin í bænum og ef fóik vill ráða bót á því, er hægt að hringja í Jón í síma 894 0020. Nýr framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Vestfirðinga ráðinn á stjórnarfundi á morgun Kveð Fjóröungssamband- ið með miklum söknuði - segir núverandi framkvæmdastjóri Fjórðungssambandsins, Eiríkur Finnur Greipsson, sem ráðinn hefur verið sparisjóðsstjóri á Flateyri í stað Ægis Hafberg sem gegnt hefur starfinu í nær 17 ár Tíu umsóknir bárust um starf framkvæmdastjóra Fjórð- ungssantbands Vestfirðinga, en umsóknarfrestur um stöðuna rann út á föstudag. Að sögn Eiríks Finns Greipssonar, núverandi framkvæmdastjóra Fjórðungssambandsins, er ráðgert að ráða í stöðuna á fundi stjórnar sambandsins á morgun, og standa vonir núverandi framkvæmdastjóra til að nýr maður geti tekið við störfum sem fyrst í næsta mánuði. Eftirtaldir einstaklingar sóttu um stöðuna: Guðmundur Marinósson, ísafirði, Halldór Halldórsson, Grindavík, Helgi V. Guðmundsson. lögfræðingur. Reykjavík, Jens Kristmannsson, aðalbókari. ísafirði, Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, Hnífsdal, Kristinn Jón Jónsson, rekstrarstjóri. Isafirði, Kristján Jón Jóhannesson, fyrrverandi sveitarstjóri á Flateyri, Pétur H.R. Sigurðsson, mjólkurtæknifræðingur, ísafirði, Sigurður Kristjánsson, framkvæmdastjóri, Þingeyri og Ulfar B. Thoroddsen, viðskiptafræðingur, Patreksfirði. Eins og kemur fram hér annars staðar á síðunni hefur núverandi framkvæmdastjóri Fjórðungssambandsins, Eiríkur Finnur Greipsson, verið ráðinn sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Önund- arfjarðar. ,,Það er með miklum söknuði sem ég kveo Fjórðungssambandið. Það eru breytingar á persónulegum högum sem hafa orðið þess valdandi að ég fór í það að sækja um starf sparisjóðsstjóra Sparisjóðs Önundarfjarðar. Aðalbreytingarnar á mínum högum hafa komið í kjölfar snjóflóðsins á Flateyri í október á síðasta ári og ég mat stöðuna þannig að þetta væri skynsamleg lausn fyrir mig, en ég ítreka það að ég kem til með að kveðja sambandið með miklum söknuði. Mér finnst starf framkvæmdastjóra Fjórðungssambandsins verða mjög skemmti- legt starf. Það er mikið um að vera hjá sambandinu og að mínu mati þarf að efla starfsemina frekar en að draga úr henni. Það þarf að snúa vörn í sókn,” sagði Eiríkur Finnur í samtali við blaðið. Eiríkur Finnur sagði byggðirnar á Vestfjörðum of veikar til að úr starfi Fjórðungssambandsins yrði dregið og vonaðist hann til að enn frekari uppbygging gæti átt sér stað. „Hvað varðar nýja starfið, þá er ég að taka við mjög góðu búi sem Ægi Hafberg hefur tekist að stjórna einstaklega vel og farsællega. Það er ljóst að það eru miklir erfiðleikar á Flateyri en það gerir starfið jafnframt meira spennandi. Ég held að sparisjóðurinn þurfi að stefna mjög eindregið að því að sameinast öðrum sparisjóðum á svæðinu því þá getur hann tekið fullan þátt í bankaviðskiptum stórra fyrirtækja á svæðinu. Það eru væntanlega mörg spennandi verkefni framundan. Það er rétt að sparisjóðirnir á svæðinu Itafa átt í viðræðum sín á milli unt hugsanlega sameiningu en á þessu stigi málsins er ekkert hægt segja meira um það. Línurnar eru aðeins farnar að skýrast en hvað verður ofan á, get ég ekki sagt til um á þessari stundu,” sagði Eiríkur Finnur. isafjörður Ekið á gang- andi veg- farendur Ekið var á tvo gang- andi vegfarendur á ísafirði um síðustu helgi. Á föstudags- kvöld var ekið á ellefu ára stúlku sem var að leik á gatnamótum Túngötu og Halla- brekku og á laugar- dag var ekið á gang- andi vegfaranda innarlega á Selja- landavegi, á móts við Brúarnesti. Báðir vegfarendurnir voru fluttir á Fjórðungs- sjúkrahúsið á ísafirði. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fengust ekki upplýsingar um líðan þeirra. Á sunnudag var kona flutt á FSÍ eftir að hafa hrasað illa í Tunguskógi. Að sögn lögreglunnar á ísafirði var helgin fremur róiega en þó bar nokkuð á ölvun og þá sérstaklega á Flat- eyri. Einn ökumaður var stöðvaður, grun- aður um ölvun við akstur. EiríkurFinnur Greips- son Fiateyri Eiríkur inn ng Ægir út Eiríkur Finnur Greips- son, núverandi fran^ kvæmdastjóri Fjc^fc ungssambands Ve^> firðinga hefur verið ráðinn sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Önundar- fjarðar. Eiríkur Finnur mun taka við hinu nýja starfi í næsta mánuði en þá mun Ægir Haf- berg, sem gegnt hefur starfinu um 17 ára skeið, taka við starfi svæðisútisbússtjóra Landsbanka íslands í Þorlákshöfn. ,,Það hef- ur lengi staðið til að ég flytti mig um set suður á bóginn. Þar spila inn í fjölskylduaðstæður, börnin eru flutt í burtu og fleira og þegar mér bauðst þetta starf í Þorlákshöfn ákvað ég að slá til,” sagði Ægir Hafberg . Ægir Hafberg. 2 MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 1996

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.