Bæjarins besta - 21.08.1996, Side 9
Inngangur að garðinum Skrúði að Núpi í Dýrafirði.
Meðai viðstaddra við athöfnina voruþeirHiynurSigtryggsson, veðurfræðingur,
sonursr. Sigtryggs Guðiaugssonar og Hjaitiínar Margrétar Guðjónsdóttur og
Gunniaugur Jónasson, kaupmaður á ísafirði.
Endurreisn garðsins Skrúðs að Núpi í Dýrafirði /okið
Ræktunar-, skóla- og guðsmannsins
jsr. Sigtryggs Guðlaugssonar minnst
í tilefni þess að endurreisn
garðsins Skrúðs að Núpi í
Dýrafirði er iokið, en liann er
einn af elstu skrúðgörðum
hérlendis og níutíu ár eru liðin
frá fyrstu framkvæmdum við
gerð hans, var haldin mikil
hátíðarathöfn í garðinum á
sunnudaginn var. Vel á þriðja
hundrað manns voru viðstaddir
athöfnina m.a. Björn Bjarna-
son, menntamálaráðherra, for-
ystumenn hinna sameinuðu
sveitarfélaga á norðanverðum
Vestfjörðum auk heimamanna
og annarra gesta.
Hátíðin hófst kl. 1 1 um
morguninn með messu í Núps-
kirkju þar sem séra Guðrún
Edda Gunnarsdóttir þjónaði
fyrir altari og minntist guðs-
mannsins séra Sigtryggs Guð-
laugssonar. Kl. 14 hófst síðan
hátíðardagskrá í Skrúð þar sem
séra Sigtryggs var minnst sem
ræktunarmanns en þar var árið
1906 sem séra Sigtryggur
Guðlaugsson, prestur og próf-
astur að Núpi, hófst handa við
að ryðja urð í nágrenni Núps til
að koma þar upp skrúðgarði
sem síðar hlaut nafnið Skrúður.
Björn Bjarnason, menntamáiaráðherra flutti ávarp
við athöfnina í Skrúði.
Við athöfnina söng einnig
kirkjukór Þingeyrarkirkju og
Björn Bjarnason, mennta-
inálaraðherra flutti ávarp. Að
athöfninni lokinni við Skrúð
var gestum boðið í síðdegis-
kaffi að Hótel Eddu á Núpi en
þar var einnig haldin sýning á
starfsemi Núpsskóla í máli og
myndum þar sem skólamanns-
ins séra Sigtryggs var minnst.
Þá var íbúðarhús séra Sig-
tryggs og frú Hjaltlínu Guð-
jónsdóttur í Hlíð til sýnis fyrir
hátíðargesti og blómsveigur
var lagður á leiði hjónanna að
Sæbóli á Ingjaldssandi. Garð-
urinn Skrúður var með tíman-
um mjög þekktur og hefur án
efa haft jákvæð áhrif á rækt-
unarmenningu á Islandi. Með
árunum varð viðhald á garð-
inum æ erfiðara og var því
ákveðið árið 1992 að endur-
reisa garðinn. Þá um haustið
kontu nemendur og kennarar
Garðyrkjuskóla ríkisins á stað-
inn og hófu verkið í samvinnu
við heimamenn og aðra vel-
unnara garðsins.
Sérstök nefnd hefur starfað
á uppbyggingartímanum, og
mun hún væntanlega vinna
áfram, en eitt meginverkefni
hennar verður að tryggja rekst-
ur garðsins um ókomin ár. Til
þess að tryggja viðunandi
viðhald og uppbyggingu
Skrúðs á hverjum tíma er
fyrirhugað að stofna opinberan
sjóð, sem vonir standa til að
verði það öflugur að hægt verði
að starfrækjagarðinn fyrir vexti
af höfuðstóli. Þeir sem vilja
leggja fé í stofnsjóðinn eða
koma á framfæri áheitum geta
haft samband við fram-
kvæmdanefnd Skrúðs sem í
eiga sæti þeir Grétar J. Unn-
steinsson, formaður, skóla-
stjóri Garðyrkjuskóla ríkisins,
Sigurður Helgason, deildar-
stjóri í menntamálaráðuneytinu
og Brynjólfur Jónsson. fram-
kvæmdastjóri Skógræktar-
félags íslands. Þá er einnig
hægt að leggja framlag á
bankareikning sjóðsins: Fram-
kvæmdasjóður Skrúðs, kt.
420771-0109. Bankanúmer:
0556-14-301909.
Einar Kristinn Guðfinnsson, aiþingismaður, Kristján
Þór Jú/íusson, bæjarstjóri ísafjarðarbæjar og
Haiigrímur Sveinsson á Þingeyri hiýða hér á ávarp
menntamáiaráðherra.
Eidri borgarar i Dýrafirði mættu að sjáifsögðu tii
athafnarinnar.
Kirkjukór Þingeyrarkirkju söng við athöfnina.
Fegurð og friðsæid við Skrúð.
MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 1996
9