Bæjarins besta


Bæjarins besta - 21.08.1996, Síða 6

Bæjarins besta - 21.08.1996, Síða 6
Opnir og hressir skvassspibrar mmgsL !i SlaíSsls1 Þau Hjálmar S. Bjömsson og Rósamunda Baldursdóttir hafa undanfarin ár verið á fullu að æfa skvass í Stúdíó Dan á ísaftrði. Þau eru bæði í landsliði Islands í skvassi og eru á leiðinni til Búdapest í Ungverjalandi þann 18. september n.k., þar sem fram fara smáþjóðaleikarnir í skvassi. Skvass er frekar ný íþrótt og ekki mjög útbreidd á íslandi, en þó vinsælust í Reykjavík. Þau Hjálmar og Rósa eru einu landsliðsmennirnir í skvassi sem ekki eru frá Reykjavík, en Isafjörður er einnig einn af fáum stöðum á landinu þar sem skvassið hefur náð einhverjum vinsældum. Blaðamaður náði tali af þeim Hjálmari og Rósu í vikunni og ákvað að grennslast aðeins fyrir um þessa nýju íþrótt sem hefur gefið Isfirðingum tvo landsliðsmenn til að státa sig af. Rósa og Hjálmar ákváðu að byrja á þvf að útskýra hvað skvass er. Mikil tækniíþrótt „Skvass er spilað inni í sal sem er alveg lokaður og þú getur slegið með þar til gerðum spaða og bolta í fjórar áttir, þ.e. framvegginn, bakvegginn, og báða hliðarveggina. Reglurnar eru þannig að boltinn verður að lenda í framveggnum og má aðeins hoppa einu sinni í gólfinu. Einn skvassleikur stendur yfir í um klukkutíma. Tvö leikkerfi eru í gangi og spilum við eftir kerfi þar sem eru 9 stig í hverri lotu og þá þarftu að vinna uppgjöfina til að eiga möguleika á því að vinna stig. Bandaríkja- menn eru svo auðvitað með annað kerfi þar sem þú þarft að skora 15 stig, en þarft ekki að vinna uppgjöfina. Fimm lotur eru í hverjum leik þar sem sigurvegarinn þarf að sigra í a.m.k. þremur. Þetta er mjög mikil tækniíþrótt og byggist mikið á því að koma andstæðingnum á óvart. Þú þarft að kunna hin ýmsu brögð til að nota á andstæðinginn þannig að gamlir bragðarefir hafa oft á tíðum betur. Það er mjög mikilvægt að fá góða leiðsögn í byrjun upp á að læra réttu handtökin. Annars er þetta þolíþrótt út í gegn og keppendur verða að vera í mjög góðu líkamlegu ástandi." Skvass iðkendur skemmtilegt fólk „Þessi íþrótt er mjög vinsæl út í heimi. Það eru 110 þjóðir í alþjóða skvasssambandinu, þannig að það eru milljónir sem stunda þetta. Skvassið byrjaði á Islandi fyrir svona 15 árum. Það voru læknar sem höfðu verið að læra í Englandi sem komu nteð þetta fyrst til landsins, en þessi íþrótt er upprunnin í Englandi. Þetta breiddist út á Islandi þegar líkamsræktirnarfóru að spretta upp og menn tóku upp á því að láta upp svona sali. Hér á Islandi er þessi íþrótt mjög ung og lítið komin af stað. Það hafa t.d. aldrei komið hingað erlendir þjálfarar til að vera í einhvern tíma. Þeir hafa komið í um mánaðartíma, en samt sem áður erum við með mjög mikil samskipti við erlendar þjóðir. Fjölmennasta mót ársins er Norðurljósamótið og nú í ár komu 27 erlendir keppendur. Það má segja að skvass fólk sé mjög opið, fyrst þegar þú hittir þetta fólk þá er eins og þú hafir þekkt það í langan tíma. Þetta er mikið sama fólkið, það koma náttúrulega alltaf einhverjir nýir inn, en kjaminn er sá sami. Það er alltaf mjög skemmtilegt að hitta þetta fólk. Það er kannski gallinn við okkur hér á Islandi að það er svo dýrt fyrir okkur að fara út og keppa, þannig að við einangrumst svolítið. Það eins og gengur og gerist með allt á íslandi, við erum einangurð, það er staðreynd og þar af leiðandi auðvelt að kvarta yfir því.“ Mikil brennslu íþrótt „Búið er að stofna Skvassfélag Isafjarðar og er það meðlimur í Skvasssambandi Islands. I Skvassfélagi Isafjarðar eru um 30- 40 meðlimir, en það eru aðeins nokkrir sem æfa reglulega. Það sem háir svolítið framgangi íþróttarinnar er að það er ekki hægt að spila þetta í íþróttahúsunum. Að mörgu leiti hentar þessi íþrótt íslendingum vel. Það er mikil brennsla í þessari íþrótt, kyrrsetumenn stunda þetta mikið fyrir sunnan og reyndar hér líka. Síðan er þetta íþrótt sem hægt er að spila allan ársins hring. Ahuginn hér á Isafirði byrjaði árið 1989 þegar Stebbi Dan setti upp skvasssal í húsakynnum sínum. Það var frá áhrifum að sunnan sem að hann fékk þá hugmynd að setja upp svona sal hjá sér. En svo nýtist salurinn einnig fyrir svokallaðan „streetball" eða götukörfubolta, sem er virkilega vinsælt." Færri konur í skvassi en karlar Mun færri konur stunda skvass en karlar og virðast konur hætta mun fyrr að æfa en karlarnir. Karlmenn eiga auðveldara með að finna tíma til að stunda skvassið heldur en konur. Rósamunda segist vera sú eina sem æfir reglulega hér á Isafirði, en það eru mun færri keppendur í kvennaflokki en karlaflokki á landinu. Rósamunda byrjaði að spila árið 1991. „Þá var ég bara að leika mér, en svo fóru að koma kennarar úr Reykjavík sem sýndu mér réttu tökin og þá fór ég að fá áhuga. Vorið 1993 fór ég á fyrsta mótið mitt og var það sveitakeppni, en þá fórum við sem lið héðan og kepptum fyrir sunnan. Síðan veturinn eftir, eða 1994, fór ég að fara á mótin fyrir sunnan. Punktamót eru haldin í hverjum mánuði yfir veturinn í Reykjavík, og svo er íslands- meistaramótið haldið í apríl. Ég varð þriðja á íslandsmeistara- mótinu nú í vetur, önnur í fyrra og árið 1994 náði ég nú ekki verðlaunasæti en ég vann bikar fyrir mestu framfarir milli ára. Eg var síðan fyrst valin í landsliðið til að keppa á smá- þ j ó ð leikunum í Monaco árið 1994. Síðan keppti ég á smáþjóða- leikunum í Liechtenstein árið eftir og núna er ég á leiðinni til Ungverjalands til að keppa á mínum þriðju smáþjóðaleikum í skvassi." Spilaði á móti heimsmeistaranum Hjálmar byrjaði að spila skvass um það leiti er skvasssalurinn opnaði í Stúdíó Dan. Þetta er í fyrsta skipti sem hann er valinn í landsliðið og í fyrsta skipti sem hann fer að keppa erlendis. „Ég keppti reyndar á smáþjóðaleikunum sem haldnir voru hér á Islandi árið 1993, en þá kom sjálfur heimsmeistarinn til íslands. Kom hann ásamt öðrum góðum skvassleikara og voru þeir með nokkra sýningarleiki. Þá voru nöfnin á öllum keppendum látin í pott og síðan dregið um hver fengi að spila á móti heims- meistaranum. Þetta var eftir mótið og var ég að kyngja síðasta bitanum af ljúffengri langloku er ég heyri nafnið mitt í há- talaranum. Þá höfðu þeir dregið mitt nafn úr pottinum og varð ég þess heiðurs aðnjótandi að fá að spila á móti sjálfum heims- meistaranum." Styrkja heimamenn Allar keppnisferðir sem þau Rósa og Hjálmar fara í verða þau að fjármagna úr eigin vasa. Skvasssambandið er enn mjög ut^fe og hefur ekki bolmagn til að hjálpa til með ferðakostnað. sem öll mót eru í Reykjavík og punktamót í hverjum mánuði yfir veturinn, þá er þetta mikill kostnaður hjá fólki úti á landi. Hjálmar segist til dæmis aðeins fara á svona 4-5 punktamót yfir veturinn, það sé of mikill peningur að fara til Reykjavíkur í hverjum mánuði. „Við erum búin að fara í nokkur fyrirtæki hér á Isafirði til að athuga hvort þau vilji styrkja okkur fyrir smá- þjóðaleikana í september. Það má segja að viðtökurnar hafi verið mjög góðar. Menn hafa verið jákvæðir og þeim hefur þótt sjálfsagt að styrkja heimamenn, það hefur svona verið viðkvæðið hjá þeim. Síðan vita þeir lfka í hvað peningarnir fara, þetta eru bara einstaklingar að afla fjár fyrir sjálfan sig til að komast þessa keppnisferð. Því miður þá er ekkert landsliðsbatterí sem borgar fyrir þetta." Hjálmar Björnsson Rósamunda Baldurdóttir, landsliðsmenn Islands í skvassi. 6 MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 1996

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.