Bæjarins besta - 21.08.1996, Síða 7
Hró/fur Vagnsson, harmonikuspilari, með
nýjan geisladisk,, Dizzy Firtgers. “
KaHur íshndingur
„Dizzy Fingers“ er nafnið á
og jafnframt titillag nýs geisla-
disks sem Hrólfur Vagnsson
harmonikuleikari frá Bolungar-
vík var að senda frá sér.
Hrólfur, sem býr í Þýskalandi,
rekur upptökufyrirtækið Cord-
aria þar sem diskurinn var
jafnframt hljóðritaður. Disk-
urinn inniheldur létta harmo-
j^kku músík, órafmagnaða,
^p.'ð kontrabassa. kassagítarog
trommum, og í tveimur lögum
er klarinett með. „Uppistaðan
á disknum eru franskir musette
dansar, nokkrar söntbur, og
síðan eru tvö Frosini lög sent
harmonikuleikarar hér á landi
ættu að kannast við. „Ég reyndi
að hafa þetta eins náttúrulegt
og hægt var með engum raf-
magnshljóðfærum, sem líkast
því að ég væri heima í stofu að
spila,“ sagði Hrólfur. „Dizzy
Fingers" er þriðji diskurinn eða
hljómplatan sem Hrólfurstend-
ur fyrir. Áður gaf hann út
jazzplötu árið 1989 og síðan gaf
hann út geisladisk ásamt jap-
önskum fiðluleikara árið 1994.
Stefnan að hlúa að
0 klassískri túnlist
Hrólfur hefur búið í Þýska-
landi í 15 ár. Hann fór þangað
fyrst árið 1981 þegar hann
byrjaði í tónlistarháskólanum
í Hannover með harmonikuna
sem aðalgrein. Hrólfur kláraði
nám sitt en ílengtist svo þegar
hann giftist Elsbeth Moser.
Elsbeth. sem er svisslendingur,
er prófessor við háskólann í
Hannover og stýrir harmo-
nikkudeildinni við skólann. Að
loknu námi stundaði Hrólfur
kennslu, en nú er hans aðalat-
vinna upptökustúdíóið. Hrólfur
segir að það sé mikil vinna í
kringum svona hljóðver. „Ég
er alltaf að bæta og þróa
stúdíóið og að fylgjast með
tækninni. Markmiðið er að gera
það 100% digital. þ.e. gera það
allt tölvuvætt. Það eru miklar
framfarir í þessu eins og öllu
öðru og má segja að maður
geti hent öllu út og keypt allt
nýtt á árs fresti. Ég hef reynt að
halda stúdíóinu innan áhuga-
máls míns, þ.e. að sleppa alveg
við hreina popptónlist, en við
erum mest í jazz og klassískri
tónlist. Stefnan er að hlúa að
klassískri tónlist svo og jazz
tónlist, en svo vinn ég einnig
verkefni fyrir stærri útgáfu-
fyrirtæki erlendis."
Engin rnksala í
harmonikumúsík
„Fyrirtækið Cordaria var
stofnað fyrir fjórum árum. Við
höfum verið að gefa út tónlist
með hinum og þessum tón-
listarmönnum frá Póllandi,
Rússlandi, Finnlandi og víðar.
Þetta hefur gengið svona þolan-
lega, en það er engin roksala í
harmonikumúsík, sérstaklega
ekki í nútíma og klassískri tón-
list. Ég er bjartsýnn samt sem
áður, þetta er auðvitað mikil
vinna en gengur hægt og
sígandi. Hugmyndin er að
hjálpavinningshöfum úrhinum
ýmsu harmonikukeppnum sem
haldnar eru víða um heim. Ég
búinn að gera samning við
ítalskaharmonikukeppni um að
hljóðrita vinningshafann ár
hvert, en þá kemur vinnings-
hafinn til mín í Hannover þar
sem við vinnum saman í svona
viku tíma. Síðan er diskurinn
gefinn út og eftir það fer
harmonikuleikarinn í tónleika-
ferð með diskinn í farangrinum.
Þetta er mikill viðburður fyrir
vinningshafann að fá þanning
hjálp, þ.e. að fá ekki bara
vinninginn og fara heim með
bikar og skjal. Á þennan hátt
er sigurvegaranum hjálpað
mun meira.“
Fáip sem þora
„Hugmyndin að Cordaria
fyrirtækinu kom einmitt eftir
harmonikukeppni á Italíu þar
sem ég og japanskur vinur minn
Ientum í öðru sæti. Við fengum
stóran og mikinn bikar, og
máttum svo bara fara heim.
Það er svo mikill Islendingur í
mér að ég lét mig hafa það að
stökkva út í þetta dæmi. ís-
lendingar eru svo kaldir, en
það eru mjög fáir sem hafa
þorað að leggja út í þennan
kostnað sem óneitanlega fylgir
svona hljóðveri. Markaðurinn
er ekki heldur svo stór, þetta er
ekki popptónlist sem selst eins
og heitar lummur. Til dæmis
þá er gulldiskur í Þýskalandi
hálf milljón eintaka. Af þeirri
tónlist sem við hljóðritum fara
ekki nema nokkur hundruð eða
þúsund eintök, það er ekki
meira en það.“
Kínverjar áhugasamir
„Þetta er mitt aðalstarf og
svo spila ég meðfram því. Ég
hef ekki verið að spila svo
mikið opinberlega í Þýskalandi
en ég fór í tvær tónleikaferðir
til Japans með japanska fiðlu-
leikaranum. Síðan fór ég með
eiginkonunni til Kína þar sem
hún var að kenna, og þar
spiluðum við á tónleikum sem
voru sjónvarpaðir í Kína. Það
voru 350 milljónir manna setn
sáu þessa útsendingu og það er
bara lítill hluti af Kína. Vand-
inn er sá að Kínverjar eru ekki
búnir að skrifa undir alþjóð-
Iega „copyright“ samninga, svo
að við erum hræddir við að
gefa einhvað út þar. Það eru
nokkrar milljónir manna sem
spila á harmoniku í Kína, en
það á rætur að rekja til menn-
ingarbyltingarinnar 1966-
1976. Þá var lagt bann við
öllum vestrænum hljóðfærum.
t.d. píanóogfiðlavorubönnuð,
en harmonikan var leyfð, svo
að mikið af tónlistarmönnum
færðu sig yfir á harmonikuna."
Á sveitaballi með
systkinunum
Hrólfur mun ekki halda tón-
leika hér á Iandi núna, en hefur
verið að spila með systkinum
sínum undanfarið. „Við vorum
að spila í Flæðareyri fyrir
nokkrum vikum síðan og svo
spiluðum við í Djúpmannabúð
fyrir stuttu á sveitaballi, en það
var rosalega gaman. Ég hef
aldrei litið á mig sem einstefnu
tónlistarmann eingöngu í klass-
ískri tónlist, ég vil gera svona
líka, bara prófa sem mest.“
Að sögn Hrólfs þá verður
diskurinn ekki til sölu hjá
íslenskum dreifingarfyrirtækj-
um. „Hér fyrir vestan verður
gengið í hús, en svo er hægt að
hringja í pöntunarsímann sent
er 564-2479.“
MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 1996
7