Bæjarins besta


Bæjarins besta - 21.08.1996, Side 8

Bæjarins besta - 21.08.1996, Side 8
Uppsagnir heilsugæslulækna Öfremdarástand Ekkert þokast í átt að samningum milli heilsu- gæslulækna og ríkisins. Astandið á heilsugæslu- stöðum landsins er ekki gott og mikið ófremdarástand. Á heilsugæslustöðinni á Isafirði er aðeins einn læknir starf- andi, Jón Tómasson, sem er í afleysingum fyrir Friðný Jóhannesdóttur. Að sögn Jóns þá hefur hann engan veginn getað annað því sem þurft hefur að sinna. Allt hefur þó gengið stórslysa- laust fyrir sig enn sem komið er, en ómögulegt er að spá fyrir um framhaldið. „Eg rétt hef þetta af sjálfur, ég er orðinn mjög þreyttur. Ef ég hef ekki verið á vakt, þá hef ég verið á bakvakt stöðugt frá 1. ágúst. Þetta er búið að vera hrikalegt ástand. Einn læknir hefurnáttúrulegaekki bolmagn til að sinna þessu öllu, þannig að því sem er hægt að fresta er frestað. Það er spurning hvað maður endist lengi sjálfur í þessu. Róðurinn hefur þyngst frekar en hitt. Þetta var ekki auðvelt í fyrstu, en síðan hefur þetta bara orðið verra. Það er fleira og fleira fólk sem kemur og oft á tíðum með erfiðari vandamál. Maður er alltaf að sjá að fólk er að bíða, þ.e. sitja á sér með að koma til læknis, og stundum hafa komið upp vandamál sem auðvelt hefði verið að koma í veg fyrir. Eg vona auðvitað að þetta leysist sem allra fyrst,“ sagði Jón. Á Heilsugæslustöðinni í Bolungarvík er einn hjúkr- unarfræðingur starfandi við afleysingar, Jóna H. Magn- úsdóttir. „Það versta í þessu er að fólk fær ekki lausn mála sinna, það bíður bara. Fólk kemur og leitar ráða og að- stoðar, en ef einhver neyð- artilvik koma upp þá er fólk sent til Isafjarðar.“ Gunn/augur Sigmundsson, þingmaður Framsóknarfiokksins Vill ijúka við Djúpveg á þremur árum Gunnlaugur Sigmundsson, alþingismaður, ætlar að varpa upp hugmynd sinni um að Ijúka við Djúpveg á 3 árum á auka fjórðungsþinginu sem verður haldið væntanlega í október. Hugmynd Gunnlaugs byggist á því að stofna félag um framkvæmdirnar í djúpinu og taka lán út á þá upphæð er ríkið ver árlega til vegafram- kvæmda. Gunnlaugur segir að hug- myndina hafi hann fengið er hann fór að velta fyrir sér í hvaða stöðu við erum í sam- bandi við Djúpveginn í dag. „Þegar ég fer yfir það þá sé ég stöðuna þannig að við erum þarna með ókláraðan kafla upp á 140 km. sem nær frá Leyti í Hestfirði og út fyrir Laugaból. Þetta er kafli sem ntun kosta með þeim vinnuaðferðum sem við erum að nota í dag, u.þ.b. 1,5 milljarð að ljúka, og þá er nokkurn veginn sama verð hvort sem við förum yfir Mjóafjörð með brú eða byggj- um upp veginn yfir Hesta- kleifina. Síðan horfi ég á umhverfið og sé átta kjördæmi sem öll eru að bítast um þá peninga sem verið er veita árlega til vegaframkvæmda. Og þá segi ég við sjálfan mig, ef við reynum ekki einhverjar nýjar aðferðir þá þýðir þetta Gunnlaugur M. Sig mundsson, alþingis maður. það að við eins og önnur kjördæmi fáum bara okkar skammt út úrþessum sameigin- legu fjárveitingum sent þýðir að það tekur okkur allt of mörg ár að klára þennan smá kafla. Þá er spurningin hvernig getum við komið okkur framar í forgangsröðina?“ Til að koma Vestfjörðum framar í forgangsröðina þá datt Gunnlaugi í hug að búa til félag um framkvæmdirnar í djúpinu. Félaginu gaf hann vinnuheitið Vestfirskir fiskivegir, og hugs- aði sem svo að þetta félag semdi við ríkisvaldið um að ríkið borgi félaginu einhverja ákveðna upphæð, t.d. 150 milljónir í 10 ár, sem væri þá bara sama fjárhæð og ríkið er að reikna með í dag að þurfa að borga. „Síðan fer félagið með þetta lánsloforð eða greiðslu- loforð frá ríkinu í lánastofnanir og það tekur að láni 1,2 milljarða og það býður síðan verkið miðað við að það eigi að klárast á 2-3 árum. Verk- fræðingar sem ég hef rætt við telja að það muni verulegum fjárhæðum ef það er hægt að vinna þetta í heild. Við fáum frá ríkinu 150 milljónir á ári í 10 ár sem er 1,5 milljarður, en við ættum að geta klárað þetta með þessum vinnuaðferðum á 2-3 árum fyrir 1,2 milljarða. Mismunurinn fer síðan í að greiða vextina af þessum lánum sem við höfum tekið, en við fáum veginn strax,“ sagði Gunnlaugur. Á kjördæmisþinginu ætlar Gunnlaugur að kynna hug- myndina með það að markmiði að fá ftmm góða forstjóra út alvöru fyrirtækjum úr ísafjar® arbæ og Bolungarvík til að leiða svona fyrirtæki. „Við þingmennirnir allir í sam- einingu myndum síðan hjálpa til við að koma svona máli í gegn um stjórnkerfið. Semja þyrfti við Vegagerðina, sem er búin að hanna þetta og nota þeirra hönnun. Þeir gætu jafn- vel tekið að sér eftirlit með verktökunum, þannig að svona félag ætti ekki að vera neitt TRYGGVI GUÐMUNDSSON HDL HAFNARSTRÆTI 1 • ÍSAFIRÐI • fr 456 3940 & 456 3244 • 0456 4547 Fasteignaviðskipti Fasteignir í þessari auglýsingu eru aSeins sýnishom af söluskrá skrifstofunnar. Allar frekari upþlýsingar varSandi söluskrá fasteigna em veittar á skrifstofunni aS Hafnarstrceti 1, 3. hœS. Tangagata 20: 70m2 4ra herbergja íbúð á neðri hœð í tvíbýlishúsi. Verð: 3.800.000,- Laus strax. Engar áhvílandi skuldir. Einbýlishús/raðhús: Árholt7:134m2einbýlishúsúrtimbri á einni hæð ásamt bílskúr. Verð: 10.700.000,- Engjavegur 12:21 Om2 einbýlishús átveimurhæðum.ásamtinnbyggð- um bílskúr. Verð: 11.000.000,- Fagraholt 2: 160m2 einbýlishús á einni hæðásamttvöföldumbílskúr. Tilboð óskast. Hafraholt 52:151,5m2 einbýlishús úr timbri á tveimur hæðum ásamt 32,3m2 bílskúr. Laus í ágúst '96. Verð: 12.000.000 Hlíðarvegur 38:183,2m2 raðhús á þremur hæðum. Verð: 9.500.000,- Miðtún 31: 190 m2 endaraðhús, norðurendi átveimur hæðum. Tilboð óskast. Seljalandsvegur 4:276 m2 einbýl- ishus átveimur hæðum ásamt inn- byggðum bílskúr. Verð: 14.000.000,- Skólavegur9:127m2einbýlishúsá einni hæð ásamt bílskúr. Verð: 9.500.000,- Skipagata 11:78 m2 einbýlishús á tveimur hæðum Verð: 5.700.000,- Smiðjugata 4:141 m2 einbýlishús á einni hæð ásamt risi og kjallara. Verð: 6.000.000,- Stakkanes 4: 144 m2 raðhús á 2 hæðum ásamt bílskúr og sólstofu. Skipti möguleg á Eyrinni. Verð: 9.900.000,- Stakkanes 6: 144 m2 raðhús á tveimur hæðum ásamt bílskúr og sólstofu. Verð: 11.600.000,- Sólgata2:100m2einbýlishúsáeinni hæð ásamt kjallara. Laus. Verð: 6.700.000,- Tangagata 15b: 103 m2 einbýlishús á tveimur hæðum ásamt kjailara og 15m2 geymsluskúr. Verð: 6.500.000,- 4- 6 herbergja íbúðir Aðalstræti 19: 110 m2 5 herbergja íbúð á 2. hæð í fjölbýlishúsi. Verð: 6.800.000,- Engjavegur 17: 92,6m2 4ra her- bergja íbúð á efri hæð í tvíbýlishúsi. Verð: 7.100.000,- Engjavegur 31: 92,1 m2 4ra her- bergja íbúð á neðri hæð í tvíbýlis- húsi. Mikið uppgerð. Verð: 5.900.000,- Fjarðarstræti 13: 80m2 4ra her- bergja íbúð á efri hæð í tvíbýlishúsi. Verð: 6.200.000,- Fjarðarstræti38:130m25herbergja íbúð á 2 hæðum í þríbýlishúsi. Hag- stæð lán fylgja. Verð: 6.500.000,- Hafnarstræti 6: 185m25herbergja íbúð á 2 hæð I fjölbýlishúsi. Verð: 7.300.000,- Pólgata 4:76 m2 5 herbergja íbúð á 3 hæð íþríbýlishúsi. Verð: 3.500.000,- Pólgata 4:136 m2 5 herbergja íbúð á 2 hæð í þríbýlishúsi ásamt litlum bílskúr. Verð: 5.500.000,- Pólgata 5:181 m2 7 herbergja íbúð i suðurenda á 2 hæðum og risi ásamt kjallara.Verð: 8.000.000,- Pólgata 5A:121m2 4-5 herbergja íbúð á neðri hæð í þríbýlishúsi ásamt bílskúr.Verð: 6.000.000,- Seljalandsvegur 20: 119m2 4ra herbergja íbúð á neðri hæð í tvíbýlishúsi. Verð: 6.800.000,- Seljalandsvegur 67: 116m2 4 herbergja íbúð á efri hæð í tví- býlishúsi. Verð: 6.900.000,- Stórholt 11: 103m2 4ra herbergja íbúð á 3. hæð í fjölbýlishúsi ásam bílageymslu. Verð: 7.800,000,- Túngata 20:90m24ra herbergja íbúð á 3. hæð í fjölbýlishúsi Verð. 6.500.000,- Urðarvegur 25 - Hraunprýði: 155m2 5- 6 herbergja íbúð á 2 hæðum að hluta í tvíbýlishúsi ásamt bílskúr. Skipti áódýrari eign möguleg. Tilboð 3ja herbergja íbúðir Aðalstræti 20:98m2 íbúð á 2. hæð t.v. ífjölbýlishúsi ásamt sérgeymslu. Verð: 7.200.000,- Engjavegur 17:61,7 m2 íbúð á neðri hæð ítvíbýlishúsi. Verð 4.600.000,- Fjarðarstræti 38:72,1 m2 íbúð í risi I þríbýli í góðu standi. Verð: 3.600.000,- Hlíðarvegur 27: 76m2 íbúð á efri hæð tvíbýlishúsi ásamt 35m2 bílskúr.Verð: 5.700.000,- Seljalandsvegur67:107m2íbúðá neðri hæð. Verð: 6.000.000,- Stórholt 9: 74,6m2 íbúð á 1. hæð f.m. ífjölbýlishúsi. Verð: 5.300.000,- Stórholt 11: 80m2 íbúð á 3 hæð í fjölbýlishúsi. íbúðin er laus. Verð: 6.200.000,- Stórholt 11: 80 m2 íbúð á 2 hæð í fjölbýlishúsi ásamt innbyggðum bílskúr.Verð: 6.900.000,- Seljalandsvegur 67:107 m2 íbúð á neðri hæð. Verð: 6.000.000,- 2ja herbergja íbúðir Aðalstræti 8a: 63.9m2 íbúð á tveimur hæðum í suðurenda tví- býliss. Laus. Verð: 1.600.000,- Hlíf II: 50,4 m2 íbúð á 4 hæð í Dvalarheimili aldraðra. Verð: 6.100.000,- Sundstræti 29: 55m2 íbúð á neðri hæð suðurenda í þríbýlishúsi. Skipti á stærri eign möguleg. Verð: Hjallavegur 19:242m2 einbjlishús á tveimur liæðum ásamtinnbyggðumbílskúr. Verð: 12.700.000,- 2.200.000,- Stórholt 7:116m2 4ra herbergja íbúð á 2. hæð til vinstriíjjölbýlishúsi. Gottútsýni. Verð: 7.300.000,- Einnig 74,6 m2 íbúð á 1. hœðfyrir miðju ífjölbýlishúsi. Verð: 5.100.000, - nema einn maður á skrifstofu til að halda utan um útboðin. Að öðru leiti myndi þetta vera allt unnið af verktökum." „Þetta er sú hugmyndafræði sem mig langar að varpa upp á auka fjórðungsþinginu sem verður haldið væntanlega í október, en þar ætla me ræða samgöngumál. Mér að við eigum ekki að vera að tala um að hlaupa frá Djúp- veginum til þess að fara í vesturátt. Við vitum að það kostar 4,5 til 5 milljarða að gera veginn frá Þingeyri og að Gilsfjarðarbrúnni. Ég segi að við eigum að klára það sem við byrjuðum á. Klára djúpveginn á þremur árum með þessari aðferð. Ég velti upp þessari aðferð til umræðu." sagði Gunnlaugur að lokum. Lesendur Orð f tíma töluð Það hlaut að koma að því að einhver stingi niður penna og skrifaði um útlitið á bænum okkar. Umgengnin er því miður ekki sem best. Þetta er hægt að laga með sam- stilltu átaki okkar, bæjarbúa. Þess má geta að grannar okkar. Fær- eyingar, þrífa hver sitt „tún“, þ.e.a.s., gangstéttina framan við sitt hús. Slík regla hér væri stórt spor í rétta átt. Sem sagt, grein Árna Traustasonar nú á dögunum í BB voru svo sannarlega orð í tíma töluð. Vil ég hér með þakka honum framtakið. Guðni Ásmundsson. 8 MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 1996

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.