Bæjarins besta - 21.08.1996, Blaðsíða 12
Garöáhöld
Feröavörur
20% afsláttur
Sími: 456 5188
Gardínukappar
Þrýstistangir
Kappastangir
S/mi: 456 5188
Forsetahjónin sækja Vestfirði heim
Fyrsta opinbera heim-
sökn nýkjörins forset
Forseti Islands, hr. Ólafur
Ragnar Grímsson og eiginkona
hans Guðrún Katrín Þorbergs-
dóttir, eru væntanleg í sína
fyrstu opinberu heimsókn, tii
Vestfjarða á föstudag í næstu
viku. Samkvæmt upplýsingum
blaðsins munu forsetahjónin
fljúgatil Þingeyrarog þarmunu
æðstu embættismenn svæðisins
taka á móti þeim. Þaðan mun
vera farið til Hrafnseyrar og
síðan aftur til Þingeyrar þar
sem snæddur verður hádegis-
verður.
A Þingeyri munu forseta-
hjónin og fylgdarlið þeirra
skoða sig um á staðnum auk
þess sem móttaka verður í
íþróttahúsinu á Þingeyri. Frá
Þingeyri halda forsetahjónin til
Flateyrar. Þar munu þau leggja
krans við kirkjuna í minningu
látinna. Flateyri verður skoðuð
og síðan mun vera haldið að
Holti þar sem farið verður til
kirkju. Frá Holti munu for-
setahjónin aka í gegnum jarð-
göngin til Suðureyrar. Þar
munu þau skoða atvinnulíf
staðarins og þiggja kaffi og
veitingar í félagsheimilinu með
íbúum staðarins. Síðar um
kvöldið verður síðan ekið til
Isafjarðar, en forsetahjónin
munu gista á Hótel Isafirði á
meðan á dvöl þeirra stendur.
Laugardaginn 31. ágúst mun
forsetinn og fylgdarlið ganga
um ísafjörð og heimsækja
fiskvinnslufyrirtæki en síðan
liggur leið þeirra til Bolungar-
víkur með viðkomu í Hnífsdal.
I Bolungarvík munu forseta-
hjónin heimsækja Ósvör,
Bakka og Arborg, íbúðir aldr-
aðra auk þess sem þau munu
þiggja hádegisverð í safnaðar-
heimili Hólssóknar. Opið hús
verður í Arbær og þar gefst
heimamönnum kostur á að hitta
forsetahjónin. Síðdegis verður
ekiðafturtil Isafjarðarogmunu
forsetahjónin þá sækja Ibúa
Hlífar heim auk nýbúanna við
Pollgötu. Þá verður Neðsti-
kaupstaður heimsóttur og síðan
verður kvöldverður í boði
bæjarstjórnar Isafjarðarbæjar.
Síðar um kvöldið verður síðan
opið hús með menningarlegu
ívafi í íþróttahúsinu áTorfnesi.
Þar verða flutt ávörp, tónlist
og söngur.
A sunnudeginum halda for-
setahjónin áleiðis til Súðavík-
ur, minnast látinna og skoða
nýju byggðina á staðnum. Þá
halda þau til messu í Súðavík-
urkirkju og síðan sem leið
liggur út í Vigur. Þar verður
þeim boðið til hádegisverðar í
boði Súðavíkurhrepps. Frá
Vigur verður haldið aftur til
Súðavíkur og þar munu for-
setahjónin verða við vígslu
grunnskólans á staðnum auk
þess sem boðið verður til
almennrar samkomu sem er
öllum opin. Frá Súðavík halda
forsetahjónin til ísafjarðar og
verða viðstödd skólasetningu
Framhaldsskóla Vestfjarða.
Opinberri heimsókn forseta-
hjónanna til Vestfjarða lýkur
síðan um kvöldið með kvöld-
verði á Hótel Isafirði.
Forseti ístands mun heimsækja ísafjörð heim á
ferð sinni um norðanverða Vestfirði, en ísafjörður
er einmitt fæðingarbær forsetans.
Astra // við Sundahafnarbakkann á ísafirði á iaugardag.
Sjö skemmtiferðaskip komu tii
ísafjarðarbæjar í sumar
Síðasta skemmtiferða-
skipið kom á laugardag
Síðasta skemmtiferða-
skipið sem sækir ísa-
fjarðarbæ heim í sumar
lagðist að bryggju við
Sundahöfn á laugardag.
Þar var Astra II, sem er
130 metra langt skip og
ristir um sex metra. Með
skipinu komu 270 far-
þegar auk 170 manna
áhafnar. Astra II hafði
fimm klukkustunda
viðdvöl á ísafirði og nutu
ferðalangarnir leiðsagnar
um svæðið á meðan að
skipið stoppaði á ísafirði.
Astra II var sjöunda
skemmtiferðaskipið sem
kom til ísafjarðar í sumar
en þó nokkur aukning var
á komu skipanna frá árinu
á undan. Þrjú skipanna
lögðust að bryggju og þar
af eitt þeirra, Exþlorer, í
þrjú skipti. Astra II er
stærsta skip sem lagst
hefur upp að þryggju í
Sundahöfn, að sögn
Richards Theodórssonar,
hafnsögumanns á ísafirði.
Atvinnuvegasýningu Vestfjarða
frestað vegna erfiðrar tímasetningar
Stefnt að sýningu með þátt-
tnku um áttah'u fyrirtækja •
Atvinnusýningu Vestfjarða
sem Atvinnuráðgjöf Vestfjarða
fyrirhugaði að halda um síðustu
helgi hefur verið frestað fram
til vors, eða til loka maí á næsta
ári. Stefnt var að því að ná
saman sem flestum vestfirsk-
um atvinnufyrirtækjum til að
kynna hina fjölbreyttu við-
skiptaflóru Vestfjarða, en
vegna ýmissa ástæðna var þátt-
taka mun minni er forsvars-
ntenn sýningarinnar gerðu ráð
fyrir.
„Sýningunni hefur verið
frestað fram á næsta vor og
ástæðan er sú að sumarið hefur
reynst afskaplega erfiður tími
fyrir sýningu sem þessa. Fyrir-
tækin höfðu hvorki starfsfólk
né tíma til að sinna verkefninu
og því ákvað ég að fresta
sýningunni og gefa fyrirtækj-
um um leið lengri tíma til
undirbúnings. Þar sem sýning
sem þessi hefur aldrei verið
haldin áður, þarf undirbúnings-
tíminn að vera lengri en við
ráðgerðum. Eg mun vinna að
því í vetur að ræða við fyrirtæki
og aðstoða þau við undirbúning
sýningarinnar í vor,” sagði Elsa
Guðmundsdóttir, atvinnuráð-
gjafi Vestfjarða í samtali við
blaðið.
Elsa sagði að mikillar for-
vilni hefði gætt hjá fyrirtækjum
um sýninguna en skráning
hefði ekki verið nægilega góð.
„Til þess að halda atvinnu-
vegasýningu, verður hún að
vera góð. Það borgar sig ekki
að halda sýningu sem ekki er
nægilega góð og þátttakendur
of fáir. Eg geri ráð fyrir að með
tímanum takist mér að ná 80
fyrirtækjum í stað þeirra 40
sem staðfestu skráningu fyrir
sýninguna sem til stóð að halda
um síðustu helgi,” sagði Elsa.
Atvinnusýningu Vestfjarða sem fyrirhugað var að
haida í íþróttahúsinu á Torfnesi um síðustu he/gi
hefur verið frestað til vors.