Bæjarins besta


Bæjarins besta - 10.03.1999, Page 1

Bæjarins besta - 10.03.1999, Page 1
Stofnað 14. növember 1984 • Sími 456 4560 • Fax 456 4564 • Netfang: bb@snerpa.is • Verð kr. 200 m/vsk Sjálfstæðisflokkurinn á Vestfjörðum Ragnheiður Hákonar- dóttir í þriöja sastið - í stað Guðjóns Arnars Kristjánssonar eins og kjörnefnd lagði til Kosið var um skipan þriðja sætisins á lista Sjálfstæðis- flokksins á milli GuðjónsArn- ars Kristjánssonar, forseta FFSÍ, og Ragnheiðar Flákon- ardóttur, bæjarfulltrúa í Isa- fjarðarbæ, á aukafundi kjör- dæmisráðs á Isafírði á sunnu- dag. Fundurinn var haldinn til þess að ákveða framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir al- þingiskosningarnar 8. maí. Kjörnefnd hafði verið að störf- um frá því að ákveðið var 8. desember sl. að ekki skyldi fara frarn prófkjör og var til- laga nefndarinnar að skipan listans lögð fram á fundinum. Þar var gert ráð fyrir körlum í fjórum efstu sætum. Þessi til- laga nefndarinnar var gerð op- inber fyrir nokkru og hefur sætt mikilli gagnrýni. Konur vígbjuggust fyrir fundinn og vildu krefjast þriðja og fjórða sætisins fyrir þær Ragnheiði og Guðrúnu Stellu Gissurar- dóttur á Hanhóli í Bolungar- vík. Niðurstaðan varð þó sú, Ragnheiður Hákonardóttir. að konur lögðu til að Ragn- heiður skipaði þriðja sæti listans og féllust á að sam- þykkja hann að öðru leyti ef þessi eina breyting yrði gerð á tillögu kjörnefndar. Kosningin um þriðja sætið var leynileg og eins tvísýn og verða má. Fyrst féllu atkvæði 26-26 og tveir seðlar voru ógildir. Þegar kosið var aftur fékk Ragnheiður 27 atkvæði á móti 26 atkvæðum Guðjóns Arnars en einn seðill var auð- ur. Ef niðurstaðan hefði ekki orðið á þennan veg er þess að vænta, að örðugt eða ógerlegt hefði reynst að ná friðsamlegri lendingu á fundinum, enda þarf tvo þriðju atkvæða á kjör- dæmisráðsfundi til þess að samþykkja framboðslista í heild. Stuðningsmenn þess að kona eða konur væru í ein- hverjum af efstu sætum listans lögðu á það mikla áherslu, að ekki væri verið að beina spjót- um að neinum sérstökum karl- manni, heldur væri hér tekist á um grundvallaratriði í jafn- réttismálum kynjanna. Því væri hér alls ekki um vantraust á Guðjón Arnar persónulega að ræða, heldur á vinnubrögð kjörnefndar. A fundi kjördæmisráðs voru konur aðeins rétt um fjórðungur fundarmanna. Því er ljóst að margir karlar á fund- inum hafa stutt sjónarmið þeirra, jafnvel þótt gengið sé út frá því að allar konurnar hafí kosið Ragnheiði, en það getur hvergi nærri talist víst. ísafjarðarbær og ís/ensk miðlun Símaþjónustufyrirtæki stofnaö? „Ég hef verið í sambandi við Rafn Jónsson [trommar- ann góðkunna frá Suðureyri] sem á hlut í fyrirtækinu Is- lensk miðlun. Hann hefur hug á því að komið verði upp hér vestra símaþjónustufyrirtæki sem annist t.d. símsvörun, símasölu og símakannanir. Þetta gæti veitt um eða yfir tíu manns þokkalega vel laun- aða vinnu. Forsenda þess að af þessu verði er að safna hlutafé upp á fimm milljónir. Ég hef áhuga á þessari hug- mynd og ýmsum fleiri sem gætu orðið til þess að atvinnu- lífið héryrði fjölbreyttara. At- vinnuþróunarfélag Vestfjarða og fleiri eru einmitt um þessar mundir á fullu að leita að slík- um tækifærum“, sagði Hall- dór Halldórsson bæjarstjóri í samtali við BB. Þetta mál er enn á algeru frumstigi. „Ég hef sett mig í samband við nokkra aðila sem gætu verið lrklegir til að leggja fé í þetta og vonandi verða nógu margir reiðubúnir til þess. Ekki mun taka nema um einn mánuð að koma þessu fyrirtæki í gang eftir að fjár- magn hefur fengist", sagði Halldór, en hann veitir frekari upplýsingar um málið. Þœr Aldís Höskuldsdóttir og Auður Matthíasdóttir, tveir af eigendum Sunnutinds, fengu það hlutverk að sleppa þegar Sunnutindur lét úr höfn. „Þetta var ekki erfitt, þetta var bara gleðistund“, sagði Auður, en hún hefur aldrei fyrr verið í endum þegar togari fer á veiðar. Sunnutindur á veiðar Frystitogarinn Sunnutindur lagði í sína fyrstu veiðiferð á vegum nýrra eigenda frá Isafirði sl. föstudag. Utgerðar- félagið Marína (Aðalsteinn Omar Asgeirsson og Aðalbjörn Jóakimsson) keypti skipið frá Djúpavogi og kom það til Isafjarðar fyrir rnánuði. Síðan hefur verið unnið við að setjaískipiðrækjuvinnslulínu.flokkara og körfyrir Japans- rækju. Það verk unnu Skipasmíðastöðin hf. og Vélsmiðjan Þristur hf. á Isafirði. Skipið hélt á rækjuveiðar úti fyrir )yVestfjörðum. Boiungarvík Vinnsla hjá Bakka aukin Nasco, eigandi Bakka hf. í Bolungarvík, stefnir að því að tvöfalda vinnslu á rækju í Bakka á þessu ári. Ráðgert er að auka vinnsluna um helming eða úr 4.000 tonn- um í 8.000 tonn en til þess þarf að fjölga pillunarvélum úr þremur í sex. Þá er fyrirhugaður inn- flutningur á um 1.000 tonn- um af pillaðri rækju frá Kanada til pökkunar og útflutnings frá Bolungarvík. Innan skamms er ráðgert að hefja vinnslu á tveimur vöktum og verður þá þörf fyrir 15-20 manns í vinnu til viðbótar þeirn 60-70 manns sem starfa hjá fyrir- tækinu. Eftir þessa aukningu er gert ráð fyrir að velta Bakka geti farið í allt að 2,3 millj- arða króna á ári eða jafnvel rneira, verði verksmiðjan keyrð á fullum afköstum og nægilegt hráefni fáist til vinnslunnar. Vestfirðir Sverrir í 1. sæti hjá Frjálslynda flokknum I spjalli við BB fyrir nokkrum vikum lét Sverrir Hermannsson þau orð falla, að hann dauðlangaði í fram- boð á heimaslóðum sínum á Vestfjörðum. „Nú hef ég lát- ið það eftir mér“, sagði hann í samtali við blaðið sl. föstu- dag. „Ég hef trú á því að Vest- firðingar vilji korna nýjum skilaboðum á framfæri við ráðamenn í þjóðfélaginu. Ég ætla að taka að mér að flytja þau skilaboð ef þeir treysta mér fyrir þeim og reyna að kveða þannig að orði, að ráðamennirnir skilji mig.“ HAMRABORG Sími: 456 3166

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.