Bæjarins besta


Bæjarins besta - 10.03.1999, Side 2

Bæjarins besta - 10.03.1999, Side 2
Útgefandi: H-prent ehf. Sólgötu 9, 400 ísaJjörður n 456 4560 O 456 4564 Netfang prentsmlðju: hprent@snerpa.is Stafræn útgáfa: http:/A«rww.snerpa.is/bb Ábyrgðarmenn: Sigurjón J. Sigurðsson Halldór Sveinbjörnsson Ritstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson Blaðamaður: Hlynur Þór Magnússon Netfang ritstjórnar: bb@snerpa.is Bæjarlns besta er í samtökum bæjar- og héraðs- fréttahlaða. Eftirprentun, hijóðritun, notkun Ijósmynda og annars efnls er óhelmll nema heimilda sé getlð. Svosem væntamátti „Þetta er Iöngu úrelt sjónarmið að ætla að þjóðnýta fiski- mið með þeim hætti sem þessir sósíaldemokratar eru þarna að leggja til með aðstoð einhverra laumu sjálfstæðismanna.” „Þetta eru nú gamlar krítartöfluhugmyndir sem hafa oft sést áður á krítartöflum kennara hér í Reykjavík.” „Eiginlega snýst þetta bara um að selja veiðiheimildirnar og því er ekkert nýtt í þessu. Eg fæ ekki betur séð en að þarna sé um sömu tillögur að ræða og kratar og Sverrir Her- mannsson hafa verið með.” Þetta eru, svo sem vænta mátti, viðbrögð þríeykisins, formanns LIU, sjávarútvegsráðherra og formanns sjávarút- vegsnefndar Alþingis við tillögum „Ahugafólks um auð- lindir í almannaþágu” sem kynntar voru í síðustu viku. Úr herbúðum þeirra sem verja kvótakerfið með kjafti og klóm var ekki við öðru að búast. Þeir óttast öðru fremur vitræna umræðu um kvótakerfið, þeir skynja sívaxandi andúð almennings á þeirri svívirðu, að erfingjar manna, sem voru í útgerð á árunum 1981-1983, geti farið með hundruð milj- óna í vasanum út úr kerfinu þótt þeir hafi aldrei migið í salt- an sjó. A sama tíma eru sjómennirnir, sem voru á skipunum sem gerð voru út hin tilteknu ár, réttlausir með öllu og eiga margir hverjir þann eina kost að róa til fiskjar með fyrsta þingmanni Vestfirðinga og fleiri góðum mönnum í fyrstu viku maí til að ná sér í soðið. Það eru þeirra réttindi eftir áratuga sjómennsku. I því felst umbun ríkisvaldsins til fjölda sjómanna fyrir langt og strangt ævistarf á hafi úti. Tillögum áhugahópsins ber að fagna. Þær eru innlegg í umræðuna og þær ber að skoða vandlega. Viðbrögð þríeyk- isins sýna að þar á bæ óttast menn að stungið verði á kvóta- kýlinu. Stöðugt fleiri dæmi bera því vitni að margir nú verandi kvótahandhafa og erfingjafjöld eru uggandi og vilja umfram allt komast frá kerfinu með miljarðana sína áður en það er um seinan. Fyrir kosningar ber hverjum og einum frambjóðanda að gera grein fyrir afstöðu sinni til kvótakerfisins. Frambjóðandi sem víkur sér undan þessum skyldum er ekki atkvæðisins verður. Þekki kjósendur sinn vitjunartíma geta frambjóð- endur sem ekki virða þessa sjálfsögðu kröfu tekið pokann sinn að loknum kosningum. Inn á Alþingi eiga þeir ekkert erindi. Þá verður þess ekki langt að bíða að síbyljan um skötuna sem elti skinn í brók þagni og mönnum verði ljóst að öfug- mælavísur bjarga ekki sjávarplássunum frá því að leggjast í auðn. s.h. ODÐ VIKUNNAÐ Faðma / faðmast Allir eiga að kunna skil á myndum sagna þótt erfitt sé að skilja tilganginn með því. Það er talið ráða úrslitum um velgengni í lífsbaráttunni og um sjálfa lífshamingjuna, að fólk viti að að koma er germynd en að komast er miðmynd. Eflaust er Jóhannes í Bónus með þetta á hreinu. Til að læra miðmynd (og öðlast var- anlega lífshamingju) er heppilegt að kynna sér eftirfarandi vísu sem lýsir háttalagi gesta á dansleik í Lundi í Öxarfirði hér um árið: Kyssist, faðmast, klappast, / kviðast, brjóstast, hlær, / þrýstist, trukkast, þjappast, / þuklast, nuddast, rær; / kjaftast, vangast, kelast, / kviðast, vippast, ekst, / hringlast, vingsast, vélast, / víxlast, knúsast, leggst. Leikskólakennaranemar að sunnan í starfsnámi í „Sýnumframáaöþaöja ekkí neinni útiegð að ver - segír Jensína Jensdnttir, leiksknlastjnri á Flateyri. „Það var alveg rosalega vel te Ágústa Hilmarsdlittir leiksknlakennaranemi sem nú starfar um fimm vikna skeið við „Okkur líkar mjög vel að vera hér. Það var alveg rosa- lega vel tekið á móti okkur“, sagði Ágústa Hilmarsdóttir leikskólakennaranemi í sam- tali við BB, en hún starfar nú um fimm vikna skeið á leik- skólanum Grænagarði á Flat- eyri. Hún er ein fjögurra nem- enda á þriðja og síðasta ári við leikskólaskor Kennarahá- skóla íslands, sem vinna nú hver á sínum leikskólanum í „úthverfum" Isafjarðarbæjar. Þær komu vestur „á sunnu- deginum eftir brjálaða veðr- ið“. Jensína Jensdóttir leik- skólastjóri á Grænagarði á Flateyri átti hugmyndina og frumkvæðið að komu leik- skólakennaranemanna hingað vestur. Það er hluti af námi þeirra við Kennaraháskólann að vera um tíma á hverjum vetri „úti á akrinum" í verk- legu námi í leikskólum. Jenstna er nú á sínu þriðja ári sem leikskólastjóri á Flat- eyri. Hún er ísfirðingur en var um nokkurt árabil í burtu við nám og störf. Hún er eitt af hinum ánægjulegu dæmum um ungt og efnilegt fólk sent fer brott til að afla sér mennt- unar og reynslu en snýr síðan aftur á heimaslóðir og lætur þær njóta starfskrafta sinna. „Þegar það hefur komið til álita að leikskólakennaranem- endur komi vestur á ftrði í starfsnám hefur það þótt ókostur að þeir þekki engan á svæðinu. Yfirleitt fer aðeins einn nemi í hvern skóla, eink- um ef skólanir eru fremur litlir, því að skilyrði er að þeir vinni á deild með menntuðum leik- skólakennara“, segir Jensína. Hugmynd hennar var því að fá nokkra nemendur saman vestur og ekki síst í þeim til- gangi að auglýsa svæðið með jákvæðum hætti - „og sýna fram á að í leikskólum hér væri verið að gera eins góða hluti og í sumum tilvikum jafnvel betri en í leikskólum syðra“, segir hún. „Einnig til að sýna hinum verðandi leik- skólakennurunt að ísafjarðar- bær er fjölbreyttur menningar- bær og það jafngildir ekki neinni útlegð að vera hér.“ Á sínum tíma var Jensína skipti- nemi I Bandaríkjunum og kynntist þá af eigin raun gildi þess að fara og kynnast því sem er „hinum megin við fjall- ið“ eins og það er stundum orðað. ísafjarðarbær kom til móts við hugmynd Jensínu Mesta stórvirki í tóniistarfiutningi á Vestfjörðum r Oratorían Messías eftir Hánd- el flutt á föstudaginn langa Óratorían Messías eftir Hándel verður flutt í ísafjarð- arkirkju að kvöldi föstudags- ins Ianga, 2. aprfl. „Hugmynd- inni var varpað fram fyrir rúmu ári“, sagði Guðrún Jóns- dóttir söngkona í samtali við BB, „og hún vargripin álofti. Sumum þótti nú í nokkuð mik- ið ráðist og menn veltu fyrir sér hvort við réðum við þetta. En ég er mjög bjartsýn að eðlisfari og þóttist sjá, að fyrst þetta var hægt bæði á Egils- stöðum og á Akureyri, þá ætti það alveg eins að vera hægt á Isaftrði. Við vorum með tvær eða þrjár æfingar fyrir ára- mótin en frá því í byrjun jan- úar höfum við æft af fullum krafti.“ Tónlistarskóli ísafjarðar stendur að flutningnum á þessu magnaða verki, þessari Guðrún Jónsdóttir sópran- söngkona. mestu og frægustu af öllum óratoríum. Ingvar Jónasson stjórnar flutningnum og kem- ur með hljómsveit 20 atvinnu- manna með sér. I kórnum eru rúmlega 40 manns. Hann er skipaður nemendum og kenn- urum Tónlistarskóla ísafjarð- ar, gömlum nemendum skól- ans og velunnurum hans. Ein- söngvarar eru fjórir; Guðrún Jónsdóttir sópran, Ingunn Ósk Sturludóttir alt, Snorri Wiium tenór og Loftur Erlingsson bassi. Flytjendureru því sam- tals um hálfur sjöundi tugur fólks. Þetta er án vafa viða- mesta og metnaðarfy llsta tón- listarverkefni sem ráðisthefur verið hér vestra. „Það er gríð- arlegur metnaður sem liggur á bak við þetta hjá okkur“, segir Guðrún. Æfingar eru einu sinni í viku íhúsakynnumTónlistar- skólans við Austurveg. „Nei, við getuni ekki æft í kirkjunni því að þar vantar hljóðfærið", segir Guðrún. - Þetta kostar ekki aðeins geysilega vinnu, heldureinnig mikla fjármuni... „Já, þettaerdýrt. Þaðkostar heilmikið að fá hingað stóra hljómsveit atvinnumanna og borga bæði ferðakostnað og laun. Þetta fer vel yfír eina milljón króna." -Væntanlegaverðaeinhver fyrirtæki til að styrkjaykkur... „Við erum að vona að við fáum einhverja styrki, bæði frá bæjaryfirvöldum og öðr- um. En við þurfum líka að selja inn til að ná upp í kostn- aðinn.“ Og þess má geta að forsala verður á aðgöngumiðum og eins gott að tryggja sér miða í tíma, vegna þess að verkið verður aðeins fíutt í þetta eina sinn. Óratorían verður ekki flutt í fullri lengd íísafjarðarkirkju, heldur nokkuð stytt eins og algengt er. Flutningurinn mun taka fast að tveimur stundum. Keppnin um tískuskartgrip ársins Eitt silfup og þrjú gull á fjúrum árum - einstæð sigurganga Dyrfinnu Torfadúttur heldur áfram Dýrfmna Torfadóttir gull- smiður á ísafírði var að koma heim með eitt gullið enn úr árlegri keppni íslenskra gull- smiða um tískuskartgrip árs- ins, sem haldin var á Hótel íslandi. Þessi keppni hefur nú verið haldin í fjögur ár. Fyrsta árið hreppti Dýrfinna annað sætið og silfrið en síð- an hefur hún unnið gullið þrjú ár í röð. Hver gullsmiður mátti vera með einn eða tvo gripi eða sett af gripum í keppninni. Dýrfinna fór með eitt sett, hálsmen og húfuprjón í stfl. Efnið í gripunum, sem heita Vetrarnæðingur, er silfur, stál og perlur og síðan málaði hún á þá með olíumálningu. Mód- elið sem bar gripi Dýrfmnu í keppninni er Þórhalla Sigurð- ardóttir, nemandi í Framhalds- skóla Vestfjarða, en tísku- verslunin Basil áísafírði lagði til fatnaðinn. Dýrfinna Torfadóttir með sigurlaunin ásamt módeli sinu Þórhöllu Sigurðar- dóttur, nemanda í Fram- haldsskóla Vestfjarða. 2 MIÐVIKUDAGUR 10. MARS 1999

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.