Bæjarins besta - 31.03.1999, Blaðsíða 5
Einar Krístinn Guðfinnsson skrífar
Gríðarmikil
uppbygging
á Djúp vegi
- munum sjá stóra og þýðingarmikla áfanga í
vegagerð á Djúpvegi í ár og á aiira næstu árum
Framundan eru mikil verk-
efni í vegagerð áVestfjörðum.
Að baki eru líka miklir og
verðmætir áfangar, vfða um
kjördæmið. Þó svo að okkur
finnist sundum hægt miða, er
ljóst að í kjördæmi okkar hafa
átt sér stað stórstígar framfarir
á undra skömmum tíma.
Gildandi vegáætlun og
Iangtímaáætlun í vegamálum
hafa að geyma mjög stór verk-
efni sem munu gjörbreyta
samgöngumálum hér á Vest-
fjörðunt á allra næstu árum.
Stærstu verkefnin á allra
næstu árum eru á veginum
umísafjarðardjúp. Ennfremur
á vegunum í Strandasýslu. Þá
er ljóst að mjög miklir og
þýðingarmiklir áfangar munu
verða við vegagerð í Vestur-
og AusturBarðastrandasýslu.
Ekki síst eftir að ákveðið var
að verja ntjög umtalsverðu
fjármagni til þess svæðis af
viðbótarfjármagni til vega-
gerðar sem menn þekkja.
Oft er spurt hvers megi
vænta á veginum um Djúp.
Því er til að svara að óhætt er
að fullyrða að miðað við veg-
áætlun og ákvörðun um við-
bótarfjármagn til vegagerðar
er ljóst að við munum sjá eiga
sér gnðarlega áfanga í upp-
byggingu vega um Isafjarðar-
djúp. Rétt er að rekja það
helsta.
Stór áfangi í ísafírði
og Mjóafírði í ár
Á síðasta ári var unnið við
vegagerð á veginum frá Laug-
ardalsá og nokkuð inn í Mjóa-
fjörð, af verktakafyrirtæki
Einar K. Guðfinnsson.
Jóns Veturliðasonar á ísafirði.
Sá vegur verður lagður bund-
nu slitlagi nú í sumar. Á þessu
sumri verður einnig unnið við
vegagerð áfram inn Mjóafjörð
að fyrirhuguðu brúarstæði við
Hrútey. Með úthlutun viðbót-
arfjármagns til vegagerðarnú,
má gera ráð fyrir að unnt verði
að leggja í talsvert meira verk-
efni í einu en áformað var
áður íísafjarðardjúpi.Ætlun-
in var að bjóða út vegagerð
þaðan sem slitlagi sleppir inn-
an til við Arngerðareyri í ísa-
firði og inn undir nýtt brúar-
stæði yfir Múlaá.
Síðar var fyrirhugað að
bjóða út verkáfanga með
brúargerð yfir Múlaá, veginn
inn Isafjörð og nýrri brú yfir
Isafjarðará. Aukið fjármagn
til vegagerðar gerir það líklega
raunhæft að taka fyrir í einum
áfanga, og á styttri tíma, allt
verkið í einu; frá Arngerðar-
eyri, eða þar um bil og inn í
Isafjarðarbotn, að meðtalinni
brúargerð. Þar með er ljóst að
veruleg bót verður á köflum
sem eru í dag hálfónýtir og
slysagildrur í þokkabót.
Mest fjármagnið
Þá verður í ár unnið við að
hækka veginn uppi á Stein-
grímsfjarðarheiði skammt frá
sæluhúsunum, þar sem hvað
verst er y firferðar vegna snj óa.
Þessi kafli var á dagskrá á
árinu 2001. Meira fé til vega-
gerðar nú skapar möguleika á
að flýta þessari nauðsynlegu
framkvæmd um allt að tvö ár.
Á árunum 2001 og 2002
verður unnið að endurbótum
og nýbyggingu vega frá Gils-
eyri í Skötufirði, þar sem slit-
lagi sleppir nú, fyrir Skötu-
fjörð allan og að Hvítanesi.
Fjármagn til þessa alls sem
hér um ræðir og þeirra verk-
efna sem unnin voru í fyrra
nemur um 720 til 730 millj-
ónum króna. Ekkert svæði fær
í sinn hlut svo mikið fjármagn
til vegagerðar á Vestfjörðum,
þó verulega hafi bæst við fjár-
muni þá sem fara til vega-
gerðar í Austur- og Vestur-
Barðastrandarsýslu, með síð-
ustu ákvörðunum.
Fefíabökin
unnin í sumar
Þá er einnig um að ræða á
vegáætlun verulegt fjármagn
til þess hluta Djúpvegar, sem
svo er kallaður í pappírum
Vegagerðarinnar og er í
Strandasýslu. Búiðeraðbjóða
út endurgerð og nýbyggingu
vegar um svo kölluð Fellabök
ásamt nýrri brú yfir Osá, norð-
an við Hólmavík. Verkið kom
í hlut heimamanna, verktaka-
fyrirtækisins Fyllingar hf. á
Hólmavík. Á næsta ári verður
varið tjármagni til vegarins
ÍSAFJARÐARBÆR
OPNUNARTÍMI SKÍÐASVÆÐISINS
í TUNGUDAL í PÁSKAVIKU 1999
?£ í& Skírdag 1. apríl til 5. apríl (annar í
páskum) verður opið frá kl. 10:00-
17:00.
Göngubrautir verða troðnar í páska-
viku á eftirtöldum stöðum:
Seljalandsdal, Tunguskógi og Tungu-
túni þar sem verður hægt að fara inn
» brautina frá Ljóninu.
Munið símsvarann 878 1011.
Svœðisstjóri.
Málþing um
Homstrandir og
aóliggjandi svæði
verður haldið í fyrirlestrarsal Framhalds-
skólans á ísafirði 16. og 17. apríl nk. á
vegum ísafjarðarbæjar í samvinnu við Nátt-
úrustofu Vestfjarða, Atvinnuþróunarfélag
Vestfjarða og Ferðamálasamtök Vestfjarða.
Fjaliað verður m.a. um hlutverk Náttúru-
verndar ríkisins á friðlýstum svæðum, Horn-
strandafriðland og félag landeigenda, skipu-
lagsmál í Grunnavíkur-, Sléttu- og Snæ-
fjallahreppi, náttúrufarogsögu Hornstranda
ogaðliggjandisvæða, Vestfirðisem framtíðar
ferðamannasvæði, framtíðarsýn á ferðahætti
við Norðurstrandirog Djúp og hlutverk ferða-
skrifstofu á Hornströndum. Pallborðsum-
ræður verða í lok þingsins.
Kvöldvaka verður haldin á Hótel ísafirði.
Ráðstefnugjald er kr. 1.500. Skráning og
nánari upplýsingareru hjá Náttúrustofu Vest-
fjarða í síma 456 7005, fax 456 7351,
netfang nv@isholf.is og á heimasíðu At-
vinnuþróunarfélags Vestfjarða hf.
www. snerpa. is/atvest.
um Staðardal í Steingríms-
firði, þar sem enn vantar bund-
ið slitlag.
Fjármagn er og á vegáætlun
til vegarins um Hvalvík, sem
er slysastaður nokkuð sunnan
við Hólmavík. Ákveðið var
að auka talsvert við fjármagn
til vegagerðar í Kollafirði á
Ströndum, til þess að byggja
upp snjóastaði og ennfremur
að leggja bundið slitlag á veg-
inn frá Prcstbakka í Hrútafirði
og út með Hrútafirðinum.
HeHdstæðir kafíar
Allt þetta sýnir okkur að
verulegra framfara er að vænta
varðandi leiðina um Isafjarð-
ardjúp og suður Strandir á
allra næstu árum. Þegar fram-
angreindum áföngum er náð,
verður komið bundið slitlag
frá Hvítanesi og inn fyrir Látur
í Mjóafirði. Síðan frá botni
Isafjarðar, yfir Steingríms-
ís/andspóstur og Sparisjóður Önundarfjaröar
Með sameiginlega afgreiðslu
íslandspósturogSparisjóð-
ur Önundarfjarðar hafa gert
með sér samkomulag um
samstarf og sameiginlega af-
greiðslu á Flateyri. Afgreiðsla
sparisjóðsins hefur þegar ver-
ið flutt í hið nýja húsnæði
sem er að Ránargötu 2. Fyrst
um sinn verða afgreiðslur
þessaraaðilareknarsem sjálf-
stæðar einingar, en stefnt
verður að því að sparisjóður-
inn taki yfir rekstur pósthúss-
ins, fáist til þess tilskilin leyfi
frá stjórnvöldum.
Undanfarið hefur verið
unnið að breytingum á hús-
næðinu að Ránargötu 2 og er
þeim ekki enn að fullu lokið.
Því má reikna með að ein-
hverjirhnökrarverði viðflutn-
inginn og eru viðskiptavinir
beðnir velvirðingar á því, eins
og segir í frétt frá sparisjóð-
num. Opnunartfmi nýju af-
greiðslunnar verður frá kl. 9-
16 virka daga. Samfara flutn-
ingnum mun sparisjóðurinn
taka í notkun nýtt afgreiðslu-
kerfi sem vonir standa til að
falli viðskiptavinum í geð.
„Það er einlæg von beggja
aðila að með samstarfi þessu
sé verið að bjóða viðskipta-
vinum þeirra upp á fjölbreytt-
ari og betri þjónustu."
fjarðarheiði, og að Heydalsá í
Steingrímsfirði, auk kafla í
Kollafirði, við Hvalsá og á
nýjum kalla innar í lirðinum
sem þegar hefur verið vikið
að. Ennfremur verður komið
slitlag að mestu á veginn um
Hrútafjörð, auk þess sem fyrir
er og vegfarendur þekkja.
Þetta eru ánægjulegir áfang-
ar sem munu bæta búsetu-
skilyrði, styrkja stöðu at-
vinnulífsins og skapa ný sókn-
arfæri fyrir okkur íbúa Vest-
fjarða.
- Einar K. Guðfinnsson,
alþingismaður og formaður
samgöngunefndar Alþingis.
Njarðvik
sigraði
Njarðvíkingar sigr-
uðu KFÍ með 70 stig-
u m gegn 61 í fyrsta leik
liðanna í undanúrslit-
um DHL-deiIdarinnar
á sunnudagskvöld.
KFÍ náði á tímabili
10 stiga forystu í síðari
hálfleiknunt en Njarð-
víkingarsneru leiknum
sér í vil og unnu sann-
gjarnan sigur.
Stigahæstur í liði
KFI var sem fyrrJames
Cason með 16 stig. Ól-
afur Ormsson og Ray
Carter gerðu 14 og 12
stig.
Drengur
fyrir bíl
Ungur drengur varð
fyrir bíl á Engjavegi á
fimmtudag í síðustu
viku.
Flogið var með hann
til Rey kjavíkur þar sem
hann var lagður inn á
Barnaspítala Hrings-
ins. Drengurinn ntun
hafa hlotið mar auk
þess sem hann tognaði.
Þykir mildi hversu
vel hann slapp þar sem
hann lenti undirbílnum
og dróst með honum
nokkra vegalengd.
Fiskverkun
hætlir
Fiskverkun Ásbergs
í Hnífsdal hætti starf-
semi í gærdag.
Fimmtán af tuttugu
og fimm starfsmönn-
unt l'yrirtækisins hafa
fengið vinnu hjá fyrir-
tækinu í Kópavogi og
hjá fyrirtækinu Mel-
eyri á Hvammstanga.
Þá hefur helmingur
þeirra starfsmanna sem
sagt var upp störfum
hjá íshúsfélagi ísfirð-
inga fengið vinnu ann-
ars staðar.
Kannaáhuga
ánáminyðra
Háskólinn á Akur-
eyri og Atvinnuþróun-
arfélag Vestfjarða hf.
liafa í sameiningu
dreift könnunarblaði í
hvert hús í fjórðungn-
unt þarsem hugurVest-
firðingafyrirnámi íhá-
skólanum nyðra er
kannaður.
Svara ber bréfinu
fyrir mánaðamót og
ræður eftirspurn fram-
haldinu.
MIÐVIKUDAGUR 31. MARS 1999
5