Bæjarins besta


Bæjarins besta - 31.03.1999, Blaðsíða 11

Bæjarins besta - 31.03.1999, Blaðsíða 11
Hundur og menn á námskeiði í snjóflóðaleit. Björgunarhundanámskeið haidió á ísafirði „Vildum gjarnan sjá fleiri“ - segir Arnar Þór Stefánsson, formaður Björgunarhundasveitar íslands Þrettán björgunarhundar víða af landinu tóku þátt í vikulöngu námskeiði í snjó- flóðaleit, sem haldið var á Isa- firði fyrir skömmu. Björgun- arhundasveit Islands heldur slík námskeið á hverju ári á mismunandi stöðum álandinu og einnig eru árlega haldin námskeið fyrir útkallshunda í sumarleit. Meðal leiðbein- enda á námskeiðinu nú voru tveir sem fengnir voru frá Nor- egi en skipuleggjandi þess var Hermann G. Herntannsson hjá Björgunarfélagi ísafjarðar. „Við fengum fjóra mjög góða daga, en það er líka gott að fá allar gerðir af veðri“, sagði Arnar Þór Stefánsson á Bensínstöðinni á ísafirði. Hann er nú á þriðja ári sem formaður Björgunarhunda- sveitar Islands en einnig er hann félagi í Hjálparsveit skáta á ísaftrði og Björgunar- félagi Isafjarðar. Hundurinn hans heitir Skáti (það var á sínurn tíma kallmerki hjálp- arsveitarinnar) og er þjálfaður fyrir bæði snjóflóðaleit og sumarleit. A landinu eru nú „starf- andi" tólf útkallshundar fyrir snjóflóðaleit og fimm fyrir sumarleit en það skarast í sumum tilvikum. Um þessar mundir eru fjórir útkallshund- ar í „hundahópi" Björgunar- félags fsatjarðar (innan fé- lagsins er vélsleðahópur, hundahópur o.s.frv.) - „þann- ig að við erum þokkalega settir hér en vildum gjarnan sjá fleiri", segir Arnar. „Það er mikið af hundurn á svæðinu og væri gott ef fólk kæmi og prófaði hundana sína í þessu Vé/ðf' á mink á notöanverðum Vestfjöröum Sveitarfélögin á norðanverðum Vestfjörð- um, ísafjarðarbær, Bolungarvíkurbær og Súðavíkurhreppur hafa ákveðið að standa sameiginlega að útboði á veiði á mink. Þetta ergert til að samræma veiðina og fyrirkomu- lag á svæðinu. Einnig er þetta gert til þess að hvetja aðila á norðanverðum Vestfjörðum til þess að bjóða sveitarfélögunum þessa þjónustu. Verkið verðurboðið úthjá sveitarfélögunum í minni einingum þannig að hægt verður að bjóða í minni verkþætti eða í allt verkið í heild. Héreróskað eftirað þeirsem áhuga hefðu á að taka þátt í slíku tilboði gefi sig fram og skrái nöfn sín hjá skrifstofum sveitarfélag- anna eða hjá Sigmundi H. Sigmundssyni s. 456 4837, Guðmundi Hagalínssyni s. 456 7767 eða Elíasi Jónatanssyni s. 456 7200 fyrir 14. apríl nk. Suðavikurhreppur, ísafjarðarbær, Bolungarvíkurbær. með okkur." Hermann Þorsteinsson á ísafirði er með tvo af útkalls- hundunum hér vestra, Rakel Guðmundsdóttir í Hnífsdal einn og síðan er Skáti Arnars Stefánssonar. Námskeiðið var haldið uppi á heiði ofan við Skutulsfjörð en síðasta dag- inn, sem er jafnan prófdagur á námskeiðunum, var vitlaust veður og prófin voru tekin á skíðasvæðinu í Tungudal. Tryggvi Guömundsson lögmaóur og skíöaáhugamaóur á ísafirói skrifar Athugasemdir regna skrífa Stakks Ágæti ritstjóri. Ég vil biðja þig um að birta þetta greinarkorn fyrir mig. Málum er svo háttað að fyrir rúmri viku eða svo átti ritstjóri Vestra við mig óformlegt sím- tal um snjóflóðamál á Selja- landsdal, sem síðan birtist svo til orðrétt í Vestra. Þar kom m.a. fram sú skoðun mín að það væri ekki í verkahring sýslumannsins á ísafirði að tjá sig opinberlega um það hvort rétt væri að endurreisa skíðalyftur á dalnum eða ekki. Þessi ummæli höfðu síðan greinilega verið borin undir vin minn og frænda, Ólaf Helga Kjartansson, sýslu- mann, og kom hann í sömu opnu áframfæri sínum sjónar- miðum með skilmerkilegum hætti eins og hans var von og vísa. Við höfum áreiðanlega báðir litið svo á að þar með væri þessari umræðu lokið. Svo bar hins vegar við í tölublaði síðustu viku að fast- ur dálkahöfundur til margra ára, Stakkur að nafni, tók upp þráðinn þar sem við sýslu- maðurhöfðum skilið við snjó- flóðaumræðuna. Þarsemfull- víst er talið að höfundarnafn þetta sé dulnefni eru skrif Stakks á ábyrgð yðar, hr. rit- stjóri, og mætti jafnvel álykta að skrif hans hljóti að teljast fylgja ritstjórnarstefnu blaðs- ins með sama hætti og leiðara- skrif s.h. Ég tek því þann kostinn að fá að beina til yðar nokkrum orðum til skýringar á afstöðu minni til mála Selja- landsdals og athugasemdum vegna áðurnefndra hugleið- inga Stakks. Stakkur hefur greinilega kynnt sér vel þetta mál allt, því hann fer með sögulegar staðreyndir og dagsetningar af mikilli nákvæmni í pistli sínum. Einnig er Ijóst að hann er mjög á sama máli og sýslu- maðurum málefni Seljalands- dals og ef grannt er skoðað má lesa fölskvalausa aðdáun hans á þeim síðarnefnda fyrir framsýni hans og kjark til að halda fram skoðunum sínum af einurð, þótt vilað væri að þeim yrði víða illa tekið. Það fyrsta sem ég vil nefna er að ég tel vin minn, Ólaf Helga, eiga rétt á málfrelsi á við hvern annan, hvort sem snjóflóðamál eða önnur mál eru til umræðu. í þessu máli kom hann hins vegar fram í nafni embættis síns og sem ábyrgðarmaðuralmannavarna á hættutímum. Ég tel að sem slíkur embættismaður eigi hann ekki að tjá sig um það Tryggvi Guðmundsson. hvernig og hvort réttlætanlegt sé að reisa skíðamannvirki á ný á Seljalandsdal, þar sem þetta var ekki í hans verka- hring og embætti hans fól ekki í sér neina þá sérþekkingu sem réttlætti að hann hefði svo mikil áhrif á ákvarðanatöku í málinu sem hann hlýtur að gera í krafti síns virðulega em- bætlis. Sama má raunar segja um Geir Zoega, starfsmann Ofanflóðasjóðs, sem opinber- lega lýsti afdráttarlausum skoðunum sínum á þessu máli, og skilgreindi í leiðinni okkur nokkra Vestfirðinga sem vitleysinga fyrir að vilja endurreisa lyfturnar . í öðru lagi gálu allir vitað að snjóllóð myndi koma aftur á Seljalandsdal eftir flóðið 1994. Það vissum við líka fyrir flóðið1994. Við vissum hins vegar ekki hvenær snjó- flóð kæmi eftir flóðið 1994 eða hversu stórt. Það vissu þeir Ólafur Helgi og Stakkur ekki heldur. Seljalandsdalur er einfaldlega sérlega snjósæll staður og með brattar hlíðar, sem sagt gott skíðasvæði. Það eilt veldur því að þar koma óhjákvæmilega til með að falla snjótlóð við vissar veður- fræðilegaraðstæður. En líkur- nar á því að tvö stór snjóflóð féllu á santa svæði á Selja- landsdal á fimm ára tímabili töldu allir sáralitlar, sem þær og eru. Snjóflóð eru nú einu sinni þeirrar náttúru að þau geta komið nokkur ár í röð á sama stað, en síðan gerist ekk- ert næstu áratugina. Það er því fráleitt að fullyrða út frá jafn takmmörkuðum dæmum og við höfum að Seljalands- dalur sé óhæfur sem skíða- svæði vegna snjóflóðahættu og í raun er þessi takmarkaða snjóflóðasaga tölfræðilega ómarktæk. Það þriðja sem ég vil gera athugasemdir við er hvað mjög er ruglað saman hættu á mannslífum og hættu á eigna- tjóni á skíðasvæðum. Jafnvel þótt hætta teljist vera á eigna- tjóni á skíðasvæði er ólíklegt að því fylgi hætta á mannslíf- um. Sembeturferernú fylgst mjög vel með veðurfari og snjóalögum á skíðasvæðum Isfirðinga, sennilega best á öllu landinu, enda er eftirlits- maðurinn hér vestra, Oddur Pétursson, frumkvöðull á þessu sviði hérlendis, sem starfsbræður hans um allt land sækja þekkingu til. Þegar minnsta hætta er talin á snjó- flóðum á skíðasvæðinu, hvort sem það á við Seljalandsdal eðaTungudal, er viðkomandi svæði lokað þar til hættan er liðin hjá. Þegar skíðasvæðið á Seljalandsdal er opið á það að vera jafn öruggt öllum skíðamönnum og önnur skíðasvæði. I fjórða og síðasta lagi vil ég benda á ástæður þess að við viljum gera við lyfturnar á Seljalandsdal. Eftir snjó- flóðið 1994 var allt nágrenni Isafjarðar skoðað vandlega til að finna nýtt skíðasvæði sem gæti fullnægt kröfum um gott skíðasvæði í stað Seljalands- dals. Það svæði fannst ekki. Seljalandsdalurinn hefur ein- faldlega allt sem gott skíða- svæði getur prýtt, snjóöryggi, fjölbreytileika, víðáttu, útsýni ogsólríki. Þaðerjafnaugljóst að skíðasvæðið í Tungudal dugarekki eitt og sértil þeirrar skíðaiðkunar sem við gerum kröfu til, hvorki fyrir alpa- greinar né norrænar greinar. Til þess stendur svæðið of lágt og er of þröngt. En saman mynda þessi tvö svæði fjöl- breyttasta og skemmtilegasta skíðasvæði á Islandi. Ef við ætlum að búa hér fyrirvestan íframtíðinni verð- um við að sætta okkur við það óblíða veðurfar sem hér ríkir eins og forfeður okkar hafa gert í gegnum tíðina. En í staðinn fáum við hina stór- kostlegu náttúrufegurð hafs, fjalla og fanna við bæjardyr- nar. Auðvitað reynum við að útiloka tjón af völdum náttúr- unnar, en sé það ekki hægt reynum við að takmarka það sem mest við getum. Ef við förum að taka upp þá hugsun að forðast landsvæði og starfs- greinar sem geta falið í sér einhverja áhættu, í stað þess að sigrast á hættunum með viti okkar og dugnaði, þá er eins gott fyrir okkar að pakka strax saman og flytja í jarð- skjálftahelda blokk á höfuð- borgarsvæðinu og fara helst ekki út fyrir hússins dyr. - Tryggvi Guðmundsson. MIÐVIKUDAGUR 31. MARS 1999 11

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.