Víðförli - 15.06.1995, Blaðsíða 15

Víðförli - 15.06.1995, Blaðsíða 15
En mamma hennar sagði að Nína yrði fljót að jafna sig og gæti komið eftir nokkra daga í sumarbúðirnar og þá yrðu þær saman. Ólöf ákvað að bíta á jaxlinn og láta sig hafa það að fara í sumarbúðimar og bíða eftir Nínu. Henni gekk illa að sofna. Hún bað til Guðs: - Góði Guð, viltu láta Nínu batna fljótt, svo hún geti komið til mín í sumarbúðirnar. Gefðu mér styrk og vertu hjá mér þar. Amen. Loks gat hún sofnað. Dagurinn rann upp bjartur og fagur. Mamma hennar vakti hana og dró gluggatjöld- in frá. Sólin skein og veðrið var gott. Ólöf klæddi sig. Hún var spennt. Já, hún hlakkaði meira að segja til að fara í sumarbúð- imar. Það var kominn tími til að leggja af stað. Pabbi tók töskuna hennar og þau fóru öll út í bíl. Þau keyrðu niður í bæ, þar sem stór, græn rúta beið. Þar var fullt af krökkum. Allir voru að fara í sumarbúðirnar. Þarna voru pabbar og mömm- ur að kveðja krakkana sína. Ólöf kyssti foreldra sína í kveðjuskyni. Hún var með kökk í hálsin- um en lét á engu bera. Mamma sagði henni að Nína kæmi fljótt og hún skyldi ekki hafa neinar áhyggjur. Ólöf settist í sæti við gluggann. Við hliðina á henni settist stór stelpa. Brátt lagði rútan af stað. Ung kona stóð fremst og hélt á gítar. - Jæja, krakkar, sagði hún. Nú erurn við að leggja af stað í sumarbúðirnar og við skulum vera dugleg að syngja alla leiðina. Allir byrjuðu að syngja og kvíðinn hvarf út í veður og vind. Áður en þau vissu af voru þau komin á áfangastað. Sumarbúðirnar voru allt öðruvísi en Ólöf hafði ímyndað sér. Þetta var stórt, hvítt hús og á hlaðinu var fánastöng og fáni dreginn að húni. Ólöf var fegin að hafa drifið sig þrátt fyrir veikindi Nínu. Hún steig út úr rútunni. í sveitinni var allt svo kyrrt og hljótt. Allir krakkarnir flýttu sér inn í húsið. Þeim var raðað niður á herberg- in. Ólöf valdi sér efri koju og tók frá aðra efri koju sem var alveg upp við hennar fyrir Nínu. Svo bjó hún um rúmið sitt. í herberginu voru fjórar aðrar stelpur. Þær þekktust allar. Ólöfu fannst hún vera svolítið útundan en hún var viss um að það mundi allt lagast fljótt. Allt í einu heyrðu þær að bjöllu var hringt. Það var kominn matartími. Allir krakkarnir flýttu sér inn í borðsalinn, þar voru mörg matarborð. Ólöf settist við sama borð og hinar stelpurnar. Áður en byrjað var að borða var sunginn borðsálmur. Hann var stuttur: - Þú Guð, sem fæðir fugla smá, fyrir oss munt einnig sjá. Svo byrjuðu allir að borða. Eftir kvöldmatinn var kvöldvaka. En áður en hún hófst átti hvert herbergi að æfa stutt leikrit eða skemmtiatriði. Ólöf og stelpurnar í hennar herbergi ákváðu að vera með tískusýningu, því í sumarbúðunum var til fullt af skemmtilegum búningum. Ólöf setti á sig rauða hárkollu og fór í gulan kjól. Stelp- urnar sem voru með henni voru mjög skemmtilegar. Það var gaman á kvöldvökunni. Þegar öll skemmtiatriðin voru búin, sungu allir fallegt, ró- legt lag. Svo sagði unga konan, sem hafði verið með þeim í rútunni, þeim sögu um Jesú. Svo báðu allir saman. Þegar kvöldvakan var búin fóru allir krakkarnir að bursta tennurnar og undirbúa sig fyrir svefninn. Ólöf hafði kviðið svo mikið fyrir því að fara að sofa. Hún hafði aldrei nokkurn tímann sofið annars staðar en hjá pabba sínum og mömmu eða afa og ömmu. Þetta var alveg nýtt fyrir henni. En nú var hún alveg róleg. Hún var svo þreytt að hún vissi að hún mundi sofna fljótt. Þegar hún lagðist á koddann lokaði hún augunum og talaði í huganum við Guð, sem allt heyr- ir ... líka hugsanir. - Góði, Guð. Þakka þér fyrir að þú ert alltaf hjá mér, sagði hún. Líka þegar ég er ekki heima hjá mér. Þakka þér fyrir að þú ert allsstaðar, bæði hérna og heima að passa pabba og mömmu. Áður en Ólöf gat lokið við bænina var hún steinsofnuð. Allt varð kyrrt og hljótt í sumarbúðunum og handan við nóttina beið nýr dagur, með nýjum ævintýrum. C3 u 'Cð c .mm 'O XJ xtl U C3 S 'O es S c «5 S s 'S •- .M c73 ÍJ C3 OJD .C s "3 H 'O S3 /5 C c CS JS 'O 3 3 C3 C3 W VÍÐFÖRLI 1 5

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.