Víðförli - 15.12.1997, Page 5

Víðförli - 15.12.1997, Page 5
Nýr biskup íslands með fjölskyldu sinni, frá vinstri: Kristín Guðjónsdóttir, Guðjón Davíð Karlsson, Karl Sigurbjörnsson, Rannveig Eva Karlsdóttir, Magnea Þorkelsdóttir, Inga Rut Karlsdóttir og Sigurbjörn Einarsson. Biskupsvígsla Það var hátíðleg stund og falleg þegar nýr biskup var vígður sunnu- daginn 23. nóvember síðastliðinn. Hátíðleiki stundarinnar þegar kirkjan safnast saman og biður fyrir einum af þjónum sínum á sérstakan hátt og fel- ur honum ábyrgð forystuhlutverks- ins. Karl Sigurbjörnsson var vígður á þessari hátíðarstundu til embættis biskup íslands. Kirkjan var troðin af fólki og gaman að sjá fyrirmenn þjóð- arinnar við þessa mikilvægu athöfn í lífi kirkjunnar. Minnir okkur á þessi tengsl ríkisins og kirkjunnar. Sem við veltum sífellt fyrir okkur. Það var líka gaman að sjá þennan söfnuði koma og þiggja heilagt sakramenti. Eins og einn prestanna lýsti því: „Sjá söfnuð- inn, fjöldann, bylgjast áfram á leið að borði Drottins.“ Þetta hefði ekki sést á íslandi fyrir nokkrum árum. Það er hlustað vel eftir hverju orði vígsluþegans og margt sem situr í minni. Við vorum minnt á að engin vígsla er æðri þeirri er við hljótum í skírninni. Helguð Guði þá, skírð til upprisu hans og engin vígsla verður þessari meiri. Einnig var brugðið upp fyrir hugskotssjónum okkar mynd af fjölskyldu sem safnast saman til há- tíðlegrar athafnar á heimili. Barn borið til skírnar og stundin er heilög. Ekkert rof á milli kirkju og fjölskyldu. Við erum kirkjan hans því hvar sem tveir eða þrír eru saman komnir í nafni hans þar er hann mitt á meðal. Síðan erum við minnt á náunga okk- ar, sem er kannski ekki hluti af nán- ustu fjölskyldunni, þeirra sem okkur þykir vænst um og þekkjum best, heldur sá sem líður og verður á vegi okkar hvern dag á einhvern hátt. Þar sjáum við iíka hvernig kirkja Guðs á að vera í sínu víða samhengi. Öll erum við systur og bræður, tilheyr- um Guði. Vígsla biskups var í fyrsta sinn í sögu kirkjunnar fjölmiðlatburður. Sýnt var beint frá athöfninni þannig að söfnuðurinn var ekki aðeins sá er var viðstaddur heldur fólk um land allt. Vígsluvottar voru þau Þórhallur Heimisson, Guðrún Edda Gunnars- dóttir, Birgir Snæbjörnsson og Myi- ako Þórðarson. Vígslu lýsti Ragnar Fjalar Lárusson. Viðstaddir voru biskupar og fulltrúar frá frændkirkj- um okkar. Það var veisla fyrir augað að sjá allar þessar fallegu biskupa- kápur sem hver um sig var sérstætt listaverk. Önnur veisla var framreidd við þessa hátíðlegu athöfn og það var tónlistin. Allt frá því að vera svo tign- arleg og virðuleg að í prósessíu presta mátti sjá öll hin bognu kné verða teinrétt við svo kraftmikla tón- list er hljómaði þegar gengið var inn í kirkjuna, til þess að vera undurblítt Te deum sungið af fínlegum stúlkna- röddum. Tónlist þessi er eftir Þorkel Sigurbjörnsson og það sem fyrra er nefnt orðið til í tilefni af vígslunni. Fyrst og fremst var það iotningin og tilbeiðslan til Guðs er spratt af slíkum hátíðleika sem situr í huganum. Það er gott að eiga daga sem þessa í kirkjunni, hátíðisdaga þegar allir eru þátttakendur og samgleðjast í bæn til Guðs. Þegar við finnum að kirkjan er ein stór fjölskylda. Víðförli óskar Karli og fjölskyldu hans til hamingju á þessum tímamótum og biður þeim Guðs blessunar. Víðförli

x

Víðförli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.