Víðförli - 15.12.1997, Blaðsíða 12

Víðförli - 15.12.1997, Blaðsíða 12
Tákn og táknmál á aðventu í öllum samskiptum manna á meóal verða til tákn. Sum halda lengi velli, önnur hverfa, eða merking þeirra týnist. í samskiptum Guðs og manns eru einnig tákn. Skýrust dæmi þar um er að finna í sakramentunum: skírn og kvöldmáltíð. Hver tími kirkjuársins hefur einnig sín tákn og sitt táknmál. Aðventan höfðar mjög sterkt til fólks. Opinn hugur og jákvætt við- mót taka vel á móti. Ákall um stuðn- ing við lítilmagnann er heyrt. Tákn aðventunnar eru mörg, og þeim hef- ur fjölgað hin síðustu ár. Sum þeirra eru hrein kristin tákn sem horfa fram og benda til kjarna hinnar komandi jólahátíðar: Frelsarinn kemur. Önnur verða til vegna þess að það þarf að koma vöru á markaðinn. Ur þessu getur síðan orðið víxlverkun. Mark- aðurinn sækir hin kristnu tákn til að selja vöru sína, og kirkjan lærir markaðsfræði til að koma fagnaðar- erindinu á framfæri. Þetta veldur því að meðal táknanna sem við blasa á aðventu, kunna að vera þau tákn sem benda annað en að jötu jóla- barnsins, jafnvel þótt á bak við notk- un þeirra kunni að búa góður hugur og löngun til hins góða. Tákn aðventunnar höfða til allra skilningarvitanna. Grenið ilmar og piparkökurnar, ljósum fjölgar í bænum, tónlistin verður önnur. Jafn- vel liturinn á gluggum kvöldsins verður blárri. •:4víú /■> 1, ' ''U (/ ’ Ljós og myrk- ur. Skír tákn á aðventu. Ljósið er að koma. Sól- in snýr geislum sínum aftur að okkur, og minnir á að ljós heims- ins, Jesús Krist- ur stígur inn í okkar heim til að sigra myrkrið. Hvaða myrkur? Hvít, hrein mjöllin varð að gráum, ljótum h r ú g u m v i ð gangstétt og götu, eða að brúnleitri eðju sem skvettist yfir vegfarendur þegar bílar aka hjá. Ljósið er að koma, vegna þess að við þörfnumst þess. Af okkar völdum verður mjöll- in grá. Borin á vængjum vonarinnar horfum við fram til hátíðar gleðinn- ar og leitum þess sem gleður aðra. Viljum sjálf færa ljós inn í myrkur. En það er ekki öllum þannig farið. Leiðin fyrir ljósið mitt er ekki alltaf jafn fær: Það skín ekkert Ijós inn í skamm- degismyrkrið og skuggann, sem býr mér við hlið. Ég leita en finn enga leið fyrir Ijósið mitt. Jesús, kom þú með þitt. Víst þekki ég ylinn, sem sólin þín sendir, og samt finnst mér allsstaðar kalt. Ég kalla en kemst ekki að með kœrleika minn. Jesús, kom þú með þinn. Þú kemur í myrkrið og kuldann, Drottinn, og kveikir þar Ijós þitt og yl. Þú finnur og elskar það allt og með aumum býrð. Drottinn, kom þú með dýrð. Aðventa á íslandi geymir stef og tákn hins stóra heims. Jafnvel stef Betlehemsborgar hina fyrstu jóla- nótt. Það er ekki aðeins svart- skítugur snjórinn við gangstéttar borgarinnar og brakið úr öldurhús- unum eða einmana kettlingur sem fær þó meiri athygli en einhver sem grætur í mannlegri vesöld. Það er líka Krists-eftirvæntingin, þegar ekkert er eftir til bjargar nema Immanuel, Guð með oss. Að mann- legum skilningi tók hann mikla áhættu með því að fæðast í fjárhúsi ------------------------------- Víöförli

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.