Bæjarins besta - 28.04.1999, Side 3
Einar Oddur Kristjánsson, alþingismaður:
Ekkí verið beð-
ínn um stuðning
í gær hafði BB samband
við Einar Odd Kristjánsson,
alþingismann á Flateyri, í til-
efni frétta Ríkisútvarpsins af
málefnum Básafells hf. í Isa-
fjarðarbæ í fyrrakvöld og í
gærmorgun. Ummæli í frétt-
inni um að „Flateyringar“
styddu áform Guðmundar
Kristjánssonar urðu strax
mjög umtöluð í Isafjarðarbæ
og fullyrt að þarna væri átt
við Einar Odd Kristjánsson.
í samtali við blaðið sagði
Einar Oddur, þegar hann var
spurður um málavexti: „Það
virðist hafa gerst á föstudag-
inn var, fyrir stjórnarfund hjá
Básafelli, að upplýst hafi verið
að Arnar Kristinsson, fram-
kvæmdastjóri Básafells, nyti
ekki lengur trausts forráða-
manna Olíufélagsins, sem
ræður verulegum hlut í Bása-
felli. Ég hafði ekki haft
minnsta nasaþef af því að mál-
um væri svo komið. Ég vissi
ekkert af þessurn fundi, vissi
ekki að til stæði að halda hann
og frétti ekki af honum fyrr en
meira en sólarhring eftir að
hann var haldinn.
A þessum stjórnarfundi var
síðan borin fram tillaga um
það, að Básafell seldi óseld
bréf sín í sjálfu sér til Guð-
mundar Kristjánssonar frá
Rifi. Tillagan var felld. Tveir
studdu hana, þeir Jóhann
Magnússon og Gunnar
Hjaltalín. Þrír voru á móti,
þeirGunnarBirgisson, Hinrik
Matthíasson og Halldór Hall-
dórsson bæjarstjóri. Þeir vildu
ekki selja. I þessu sambandi
má geta þess, að í vetur vissi
ég að Guðmundur Kristjáns-
son var þá að velta fyrir sér að
fjárfesta í Básafelli. Guð-
mundur sagði mér það sjálfur.
Ég sagði honum þá að ég teldi
það bara hið besta mál. Enda
er hverjum sem er frjálst að
kaupa og selja hlutabréf í
fyrirtæki sem er á verðbréfa-
markaði eins og Básafell. Eftir
það heyrði ég ekkert af því
fyrr en nú um helgina.
Það sem um er að ræða er
þetta: Fyrir nokkrum vikum
skrifuðu stjórnendurBásafells
undir yfirlýsingu til Lands-
banka Islands, um að þeir
væru reiðubúnir að lækka
skuldirfélagsins um 1,4 millj-
arða króna fyrir I. september
árið 2000. Það sem liggurfyrir
í dag er að koma í veg fyrir að
félagið neyðist til að selja
eignir, svo sem skip og kvóta,
til að fullnusta þessu, vegna
þess að það má ekki gerast.
Hagsmunir Básafells og hags-
munir byggðanna hér fara
saman. Þetta er allt ein heild
og það verður að halda áfram
að reka þessar eignir hér. Þær
eru mjög verðmætar, bæði fyr-
ir félagið og bæjarfélagið.
Ef einhver trúnaðarbrestur
er milli Olíufélagsins og fram-
kvæmdastjórans, þá er það
nokkuð sem ég get með engu
móti tjáð mig um. Ég hafði
enga hugmynd urn það. En
Olíufélagið, með fulltingi
þeirra sem það kýs að starfa
með, hefur alla burði til þess
að ráða þessu félagi. Við Flat-
eyringar erum engir þátttak-
endur í því og höfum ekki
verið beðnir um neitt fulltingi
til þess á nokkurn hátt. Alls
ekki. I mínum huga hefur al-
drei komið upp nein spurning
um að leysa þetta félag upp. I
mínum huga er þvert á móti
brýnt að efla félagið lil þess
að korna í veg fyrir að það
neyðist til að framkvæma
kröfu Landsbankans með
eignasölu. Og það er hægt.
Ég er fullviss um það eftir
mörg samtöl, síðast nú í morg-
un. Það verður að auka hlutafé
félagsins. En ég get ekki haft
neinar meiningar unt það eða
nein áhrif á það hver nýtur
trausts Olíufélagsins og hver
ekki.“
Einar Oddur Kristjánsson.
- Hvað átt þú stóran hlut í
Básafelli?
„Persónulega á ég ekkert í
Básafelli en Hjálmur á örfá
prósent. Ég er enginn þátttak-
andi í þessu valdatafli og eng-
inn hefurbeðið mig um nokk-
urn stuðning varðandi stjórn
Básafells.“
- Mál þetta kemur sem
sprengja rétt fyrir kosningar...
„Ef einhver vill búa til þær
dellusögur að ég vilji fara að
leysa þetta félag upp, þá er
tilgangurinn með þeim aug-
ljóslega sá að koma á mig
höggi núna rétt fyrir kosning-
ar. Þettaeralgjörþvættingur.“
- Hverjir eru þessir „Flat-
eyringar" sem talað var um í
útvarpsfréttunum?
„Svo virðist sem spjótin
beinist að mér. Enda virðast
menn taka það þannig eftir
þessar fréttir. En þetta er ein-
faldlegabull og vitleysa. Olíu-
félagið getur hvenær sem er
komið fram vilja sínum um
stjórn félagsins, þarf ekki full-
tingi „okkar Flateyringa“ til
þess og hefur ekki leitað eftir
neinum stuðningi okkar.
Málið í dag snýst um að
efla og styrkja þetta félag, svo
að það geti með sóma rækt
hlutverk sitt hér í byggðunum.
Ég hef frá upphafi þess að við
gengum inn í þennan rekstur
borið fullt traust til allra hlut-
hafa, og svo er enn. Ég læt
ekki svona uppákomur trufla
mig neitt.“
ÍSAFJARÐARBÆR
ORÐSENDING TIL ÍBÚA
ÍSAFJARÐARBÆJAR__________________
HIi Kjörskrá ísafjarðarbæjar vegna al-
þingiskosninga 8. maí 1999 liggur
frammi á bæj arskrifstofunni á Isafirði
frákl. lOtil 15 alla virkadagafrá28.
Iapríl til og með 7. maí nk.
ísafirði, 28. apríl 1999.
Bœjarstjóri ísafjarðarbœjar
AUGLÝSINGAR OG ÁSKRIFT
SÍMI 456 4560
Boiungarvík
Heilsubær
árið 2000
Bæjarráð Bolungarvíkur
hefur lagt til við bæjar-
stjórn að gengið verði til
samstarfs við heilbrigðis-
og tryggingamálaráðu-
neytið og Landlæknisem-
bættið um að hrinda í fram-
kvæmd heilsueflingu sem
gefið hefur verið nafnið
„Heilsubæjarverkefnið ár-
ið 2000 í Bolungarvík".
Þá hefur bæjarráð lagt
til að Sigrún Gerða Gísla-
dóttir, hjúkrunarforstjóri
vinni áfram að fyrsta undir-
búningi svo sem með til-
lögugerð um verklag, og
að sett verði fram fjárhags-
áætlun og sótt um fjármagn
til heilbrigðisráðuneytisins
vegna verkefnisins.
Vestfirðir
Undirskrift-
um safnað á
InterneUnu
Um nokkurt skeið hefur
verið í gangi undirskrifta-
söfnun á Netinu til stuðn-
ings þeirri kröfu, að sem
fyrst verði hafist handa við
að leggja veg milli Hólma-
víkur og Gilsfjarðar, sem
stytti vetrarleiðina milli
ísafjarðar og norðanverðra
Stranda og Reykjavíkur um
allt að 40 kílómetra auk
þess að tengja byggðir á
Ströndum við Breiðafjörð.
Undirskriftalistar hafa
legið frammi á bensín-
stöðvum og nokkrum
verslunum á norðanverð-
um Vestfjörðum. á Hólrna-
vík, í Dölum og í Reyk-
hólasveit og hafa nú þegar
safnast 5-600 undirskriftir.
Til að auðvelda fólki að
lýsa yfir stuðningi sínum
hefur verið sett upp heirna-
síða þar sem menn geta
skráð nöfn sín og þar er
einnig að finna nánari upp-
lýsingar um rnálið. Slóðin
er http://www.snerpa.is/
vestur/40km.
-fréttatilkynning.
Vikan
framundan
Miðvíkudagur 28. apríl
Þennan dag árið 1819 var
tukthúsið í Reykjavík gert
að embættisbústað fyrir
stiftamtmann, samkvæmt
konungsúrskurði. Þar er nú
skrifstofa forsætisráðherra.
Fimmtudagur 29. apríl
Þennan dag árið 1967
strauk Brandur, breskur
landhelgisbrjótur, úr Reykja-
víkurhöfn með tvo íslenska
lögregluþjóna um borð.
Hann náðist síðar sama dag.
Föstudagur 30. apríl
Þennan dag árið 1966 var
Hótel Loftleiðir á Reykja-
víkurflugvelli opnað. Bygg-
ing þess tók aðeins sextán
mánuði.
Laugardagur 1. maí
Þennan dag árið 1965
fórst þyrla sem var á leið frá
Hvalfirði til Keflavíkurflug-
vallar við Kúagerði, sunnan
Hafnarfjarðar, og með henni
fimm menn, þar á meðal
æðstu menn Varnarliðsins.
Þetta var fyrsta þyrluslysið
hér á landi þar sem mann-
tjón varð. Tíu árum áður
hrapaði þyrla á svipuðum
slóðum en enginn slasaðist.
Sunnudagur 2. maí
Þennan dag árið 1970 var
Búrfellsvirkjun vígð. Hún
var mesta mannvirki sem Is-
lendingar höfðu ráðist í og
stærsta orkuver hér á landi,
210 megawött.
Mánudagur 3. maí
Þennan dag árið 1986
lenti Gleðibankinn í sex-
tánda sæti þegar Islendingar
tóku þátt í söngvakeppni
sjónvarpsstöðva í Evrópu í
fyrsta sinn.
Þriðjudagur 4. maí
Þennan dag árið 1880 fór
fram í Reykjavík útför Jóns
Sigurðssonar forseta og
Ingibjargar Einarsdóttur
konu hans með mikilli
viðhöfn og að viðstöddu
fjölmenni.
Að gefnu
tilefni
Þeim stjórnmálamönnum
sem hyggjast fá greinar birt-
ar í BB fyrir komandi al-
þingiskosningar er bent á að
hafa samband tímanlega við
Sigurjón í síma 456 4560.
Hámarkslengd greinar er
eitt A4 blað í punktastærð
12 og skal mynd fylgja
hverri grein. Netfang rit-
stjórnar er bb@snerpa.is.
Skilafrestur er á föstudegi
fyrir útgáfudag.
MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 7999 3