Bæjarins besta


Bæjarins besta - 28.04.1999, Síða 5

Bæjarins besta - 28.04.1999, Síða 5
Vestfiröir Til ungra kjósenda Því er stundum haldið fram að ekkert þýði að ræða við ungtfólkum pólitíkeðaþjóð- félagsmál. Það hafi engan áhuga á slíku. Þessi kenning kann að eiga sér einhverja stoð. en hins vegar má nefna ótal dæmi til að sanna hið gagnstæða, s.s. 68-kynslóðina ogFönk-listannáísafirði. Mér hefur reyndar alltaf þótt óskaplega gaman að vera með ungu fólki og nýt þeirra for- réttinda í mínu starfi að um- gangast marga unglinga. Og ég held, að lífsskoðanir ungs fólks eigi fullt erindi við stjórnmálamenn. Fáir hafa til dæmis jafn sterka réttlætis- kennd og ungt fólk og það er kannski einmitt réttlæti sem pólitíkin snýst um, ekki síst nú í kosningunum framundan - réttlæti, jafnrétti og vellíðan allra í samfélaginu, hvort sem þeir eru ungireðaaldnir, karl- eða kvenkyns, heilbrigðir eða fatlaðir, sterkir eða veikir. Sum helstu verkefni Sam- fylkingarinnar á næsta kjör- tímabili, ef hún kemst til valda, snerta einmitt sérstak- lega hag ungs fólks og ungra fjölskyldna á nýrri öld. Samfylkingin hefur algera sérstöðu meðal stjórnmála- flokkanna varðandi málefni fjölsky Idunnar og ber þar hæst lengingu fæðingarorlofs í 12 mánuði á fullum launum, þar sem feðurhafi sjálfstæðan rétt til 3ja mánða orlofs. Ef þetta kemst til framkvæmda verður það alger bylting fyrir ungar fjölskyldur, því þær eiga nefnilega erfitt uppdráttar í dag. Samfylkingin vill einnig bæta stöðu barnafólks með hækkun ótekjutengdrabarna- bóta, og að foreldrum verði heimilt að nota ónýttan per- sónuafslátt barna yngri en 18 ára. Almenn og góð menntun og öflugt og fjölbreytt menn- ingarlíf eru undirstaða fram- fara og sóknar í atvinnulífi á nýrri öld. Samfylkingin vill að ríkisvald, sveitarfélög og atvinnulíf sameinist um stór- átak til fjárfestingarímenntun og menningu með ýmsu móti. Til dæmis þarf að gera sveit- arfélögum kleift að efla grunn- skólann, þar til námsárangur jafnast á við það sem best gerist annars staðar. Símennt- un, verkmennlun og fjarkenn- sla eiga að fá aukið vægi í skólakerfinu, Tölvukennsla verði aukin, svo og listkenn- sla. Náms- og starfsráðgjöf verði efld. Draga þarf úr þeim kostnaði, sem nemendur bera af því að sækja sér menntun fjarri heimabyggð. Samfylkingin vill móta markvissa menningarstefnu, stofna öflugan menningarsjóð fyrir landsbyggðina og breyta nafni menntamálaráðuneytis í mennta- og menningarmála- ráðuneyti. Samfylkingin vill endur- skoða lögin um Lánasjóð ís- lenskra námsmanna, grunn- framfærsla verði hækkuð og endurgreiðslubyrði lækkuð. Nám á háskólastigi þarf að efla um allt land ásamt tengdri rannsókna- og atvinnustarf- semi. Ymsir telja að stjórnmál 21. aldarinnar muni fyrst og fremst snúast um umhverfið og vernd náttúrunnar, og í sumum nágrannalöndum okk- ar stefnir þegar í þá átt. Um- hverfismál skipa veglegan sess í verkefnaskrá okkar Samfylkingarmanna, lögð er rík áhersla á vernd ósnortinna víðerna landsins og stefnt að undirritun Kyotobókunarinn- ar um losun gróðurhúsaloft- tegunda. Markmið Samfylkingarinn- ar er að skapa forsendur til þess að atvinnuvegir og at- vinnufyrirtæki landsmanna geti vaxið og dafnað í heil- brigðu samkeppnisumhverfi. Flér á Vestfjörðum þarf að stórauka fjölbreytni atvinnu- lífsins. Við höfum kannski einblínt um of á stóriðjuna okkar, sjávarútveginn og fisk- vinnsluna, en láðst að styðja og styrkja aðrar fyrirferðar- minni atvinnugreinar. Vissu- lega munum við halda áfram að byggja á sjávarútvegi, en það er líka alveg ljóst, að við verðum að bjóða upp á miklu fjölbreyttari atvinnutækifæri og betri lífskjören verið hefur að undanförnu Við þurfum að beina sjónum okkar í ríkara mæli að ferðaþjónustu, smá- iðnaði, hugvitsstarfsemi, rannsóknum, fjarvinnslu og svo mætti lengi telja. Hér á Vestfjörðum eru ótal tækifæri, sem legið hafa vannýtt og bíða Stjórnmál Sigríður Ragnarsdótt- ir skólastjóri og þriðji maður á lista Sam- fylkingarinnará Vestfjörðum skrifar þess að ungt fólk með sitt frjóaímyndunarafl og óbeisl- aða orku grípi þau og skapi úr þeim verðmæti. Ég vil eindregið hvetja ykkur, unga fólkið, sem eruð aðnýtaykkur kosningaréttinn í fyrsta sinn, að íhuga það vandlega, í hvers konar þjóð- félagi þið viljið lifa í framtíð- inni og búa börnum ykkar og afkomendum. Er það þjóðfé- lag, þar sem markaðsöflin, auglýsingamennskan og pen- ingahyggjan ráða ferðinni eða er það þjóðfélag réttlætis, jöfnuðar og velferðar, þar sem allir þegnarnir geta lifað og starfað með reisn? -Það er nefnilega einmitt þetta sem kosningarnar snúast um fyrst og fremst og þið getið lagt ykkaratkvæði á vogarskálina öðru hvoru megin. Ykkarervalið. Breytiðrétt! Morgunverðarfundur á HÍ Nýfundnaland oglabradnr Wilbert Boone frá Mem- orial-háskólanum í St. John’s á Nýfundnalandi verður framsögumaður á opnum morgunverðarfundi AtvinnuþróunarfélagsVest- fjarða á Hótel Isafirði í fyrramálið, fimmtudaginn 29. apríl kl. 8.15. Hann mun þar fjalla um atvinnulíf og byggðaþróun á Nýfundnalandi og Labra- dor. Að loknu erindinu svar- ar Boone fyrirspurnum og tekur þátt í umræðum. Auk hans verða væntanlega nokkrir fleiri gestir frá Ný- fundnalandi á fundinum. Fjölgun opinberra starfa á iandsbyggðiiwi Skortur á fjölbreyttari at- vinnutækifærum er einn þeirra þátta sem er alvarlegur á landsbyggðinni. Fólk sækir sér menntun í vaxandi mæli og æskir starfa í samræmi við það. Alltof oft getur þetta fólk ekki snúið til baka vegna þess að störfin skortir. Þetta er al- varlegt mál. En hvað er þá til ráða? Fjölmargt mætti nefna. Stofnun eignarhaldsfélaga, efling Atvinnuþróunarfélaga og Framtakssjóður Nýsköp- unarsjóðs, eru allt dæmi um aðgerðir sem munu skapa ný og fjölbreyttari störf ef vel tekst til. Beinar opinberar aðgerðir En hið opinbera getur líka komið að þessu máli með beinum hætti. Nefna má að ríkið er stærsti vinnuveitandi landsins. Þar vinnur flest fólkið. Því miður hefur upp- bygging á vegum hins opin- bera að langmestu leyti orðið á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er ekkert nýtt. Þannig hefur það verið í gegn um áratugina. Það á ekki lítinn þátt í byggða- þróuninni. Þrátt fyrir góðan ásetning hefur stjórnvöldum alls ekki tekist að breyta þess- um gangi mála. Ný rinnubrögð Nú er verið að reyna að taka þessi mál nýjum tökum. Byggðaáætlun sú semAlþingi samþykkti er gott dæmi um þetta. Þar eru sett fram skýr markmið. Þegarerhafin vinna með einstökum stofnunum að því að fjölga störfum á lands- byggðinni, í samræmi við samþykktina. Fiutningur skil- greindra verkefna Vitaskuld eigum við að rey na að flytja einstakar stofn- anir út á land. Reynslan sem hefur fengist er hins vegar ekki sérlega uppörvandi. Því hljótum við að leita annarra leiða jafnframt. I því sam- bandi sýnist nærtækt að reyna að skilgreina einstök verkefni stofnana sem vinna megi utan þeirra sjálfra og freista þess að flytja slíka skilgreinda starfsemi út á landsbyggðina. Þar er af ýmsu að taka. Nefna má innheimtustarfsemi, skráningarvinnu og einstakar deildir.Vel væri hægtaðhugsa sér tiltekin verkefni á vegum Ríkisútvarpsins, Trygginga- stofnunar eða vísindastofn- ana, svo dæmi séu tekin. Stjórnvöld fá hitann í haldið I byggðanefnd forsætisráð- herra lögðum við líka til að tekin yrðu upp ný vinnubrögð, í því skyni að fella málin inn í skipulegri farveg og tryggja uppbyggingu á opinberri þjónustustarfsemi á lands- byggðinni. Þar segir meðal annars, orðrétt: Einar K. Guðfinnsson, 1. þingmaðurVest- tjarða og efsti maður á lista Sjálfstæðis- tlokksins skrifar „Mótuð verði stefna um það af hálfu ríkisins hvernig deilt skuli út verkefnum ráðuneyta, stofnana og fyrirtækja þeirra, sem unnt er að vinna með fjarvinnslusniði úti á lands- byggðinni. Sett verði fram innan árs skýr stefna af hálfu einstakra ráðuneyta um hvernig að þessu verði unnið. Við upphaf hvers kjörtíma- bils skili ráðuneyti áætlunum um hvernig staðið verði að því að framkvæma samþykkt- ir Alþings sem fram koma í þingsályktunum um stefnu í byggðamálum um fjölgun starfa á vegum hins opinbera á landsbyggðinni. Forsætis- ráðherra skili skýrslu um framvindu þeirra mála á tveggja ára fresti.” Með þessum vinnubrögð- um er lögð ríkari skylda á stjórnvöld en áður að byggja upp opinbera atvinnustarf- semi á landsbyggðinni. Stjórnvöld fá hitann í hald- ið, er gert að marka stefnu og gefa þinginu skýrslu um fram- vinduna. Það eykur aðhald og ætti að leiða til frekari opin- berrar atvinnusköpunar á landsbyggðinni. - Einar K. Guðfumsson, I. þingmaður Vestfjarða. Skotveiði- menn á ferð í Djúpi Fregnir hafa borist af mönnum við ólöglegar gæsaveiðar inni í Djúpi, en bæði gæsir og endur eru friðaðar frá 1. mars og til 20. ágúst. Einnig eru skilti hvers konar alltaf vinsæl bráð skotmanna, ekki síst umferðarskilti og örnefnaskilti, enda auð- veldara að hitta þau en fugla himinsins. Þung viðurlög eru við brotum af þessu tagi, svo sem sektir og svipting skotvopna- leyfa, auk þess sem vopn og veiði eru gerð upptæk. Málþing um menn- ingu í Edin- borgarhúsi Vestfirðir verða í brennidepli á opnu mál- þingi um menningu, sem haldið verður í Edinborg- arhúsinu á Isafirði á Iaug- ardag og sunnudag. A þinginu munu ýmsir fræðimenn halda fyrir- lestra og taka þátt í um- ræðum. Má þar nefna er- indi Olínu Þorvarðardóttur um vestfirsk brennumál, fyrirlestur Arna Daníels Júlíussonar um fjöru og flóð í vestfirskri byggð og erindi Sigurðar Gylfa Magnússonar um byggða- söguna í einsögulegu ljósi. Finnbogi Hermannsson ræðir um útvarpið, hinn nýja húslestur, Davíð Olafsson um Vestfjarða- akademíuna, íslenska menningarsögu og vest- firska alþýðufræðimenn og Ragnar Edvardsson um rannsóknir á verminjum á Vesttjörðum. Sr. Skúli Olafsson flytur erindi sem nefnist Hversu strangur var rétttrúnaðurinn? - pre- dikanir íslensku kirkjunn- ar á 17. og 18. öld og er þá enn nokkurra fyrirles- ara ógetið. Málþingið hefst kl. 11.15 á laugardagsmorg- un. Skráning er í síma 862 1896 og 456 5140. Þingið er á vegum Sagnfræðinga- félags Islands, Félags þjóðfræðinga, Reykjavík- urakademíunnar og Vest- firðinga. MIÐVIKUDAGUR 28. APRIL 1999 5

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.