Bæjarins besta


Bæjarins besta - 27.10.1999, Blaðsíða 10

Bæjarins besta - 27.10.1999, Blaðsíða 10
I góðum takti! Páll Skúlason rektor Háskóla íslands fjallaði um íslenska flótta- mannavandann í ræðu sinni við útskrift kandí- data frá skólanum á laugardaginn var. Hann benti á þá staðreynd, að úr hópi 244 kandídata, sem útskrifuðust þennan dag voru aðeins 41 sem lokið hðfðu stúdents- prófi úr skólum á lands- byggðinni. Athugunar- efni er, að landsbyggð- arstúdentarnir ná ekki 17% af heildinni. Háskólarektor spurði þá hversu margir þeirra myndu snúa heim að loknu háskólanámi. Ekki fylgdi sögunni hvort einhver svör hefðu borist. En hann nefndi að tvennt væri til ráða svo stöðva mætti þennan straum flóttamanna. Skylt er að taka fram, að rektor talaði ekki um flóttamenn. Það er hins vegar gert hér. Astæðan er sú, að þjóðflutning- arnir af landsbyggðinni minna á straum flótta- manna af stríðshrjáðum svæðum úti í hinum stóra heimi. Líkingin er sjálfsagt ekki að skapi margra. En er ekki skollið á stríð á íslandi? Baráttan stendur um fólkið og segulinn, Reykjavík, hefur betur og sogar til sín fólkið af landsbyggðinni. Því fleiri sem fara suður, þess erfíðara verður þeim er eftir sitja að lifa lífinu úti á landi. Astæðuna segir rektor vera, að í Reykjavík er öflugt menningar- og athafnalíf, sem er hið besta mál. Tvennt er til ráða, að skapa mótvægi menningar og atvinnu úti á landi eða opna augu fólks fyrir því, að líf á landsbyggðinni er góður kostur. Nálægð við náttúruna er mikils virði. Mörgu barnafólki eru að verða ljósir kostir þess að ala upp börn utan við skarkala höfuð- borgarinnar. A þessum vettvangi hefur margsinnis verið bent á þá staðreynd að fjölbreytt atvinnulíf, sem býður fólki þann kost, að hjón sem notið hafa menntunar eigi völ á vinnu fyrir bæði. En fleira þarf til. Menning er svo sannarlega einn mikilvægasti þátturinn. Þar stendur Isafjörður vel að vígi. Þess ættu nágrannasveitafélögin að njóta einnig. Hvenær átta sveitarstjórnarmenn sig á nauðsyn samstöðu og sameiningar? Tón- listarfélagið starfar af miklum blómum og Tónlistarskólinn á Isa- firði í fremstu röð. Nú þegar eru haldnir tón- leikar landsfrægra lista- manna í nýja salnum, Hömrum. Edinborg- arhúsið er að sækja í sig veðrið. Leiklistarlíf hef- ur lengi staðið með blóma. Nú eru skemmtistað- irnir á ísafirði báðir með söngskemmtanir í gangi. Annar hefur náð mikl- um árangri við flutning Skoðanir Stakkur skrifar tónlistar frá áttunda ára- tugnum, Abba í fyrra og nú vinsæl lög annarra. Hinn flytur dagskrá, sem byggir á vinsælum lögum Elvis Presley. Svo eru nokkrir sérvitr- ingar að dunda sér við tónlist Rolling Stones. Kannski þeir ættu að út- búa dagskrá fyrir einn skemmtistaðinn enn. Meginmálið er þó að skemmtanirnar tvær sem nefndar voru í upphafi gefa ekki eftir því, sem best gerist í Reykjavík. Þær eru í góðum takti. Almenna skemmtan þarf ekki að sækja annað. Atvinnulífíð Margir hafa áhyggjur af stöðu atvinnulífs á Vestfjörðum. Blikur hafa verið á lofti. Togar- ar hafa verið seldir og enn er auglýst. Fyrirtæki hafa verið sameinuð. Eitt þeirra er Hraðfrysti- húsið Gunnvör, sem nú starfar í Hnífsdal. Það er byggt á gömlum grunni, þótt saman séu komin í því nokkur fyrrum fyrir- tæki. Fiskvinnsla í Súðavík er rekin undir hatti þess. Nú hefur Hraðfrystihúsið Gunn- vör boðið starfsfólki að kaupa hlutabréf í fyrir- tækinu á gengi sem er umtalsvert undir mark- aðsvirði. Eins og alltaf gerist koma upp nokkur sjónarmið. Sumir telja að fyrirtækið sé að ná sér í hlutafé af þeim er minnst hafa aflögu, fiskverkafólkinu. Svo er ekki. Það er verið að gefa starfsfólki kost á því að njóta afraksturs- __________________insy' SJÓNVARPIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 11.30 Skjáleikurinn 16.00 Fréttayflrlit 16.02 Leiðarljós 16.45 Sjónvarpskringlan 17.00 Nýja Addanis-fjölskyldan 17.25 Ferðaleiðir (4:13) 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Myndasafnið 18.25 Ganila testamentið (4:9) 19.00 Fréttir og veður 19.45 Víkingalottó 19.50 Leikarnir (11:11) 20.20 Mósaík 21.05 Bráðavaktin (6:22) 21.55 Maður er nefndur 22.35 Handholtakvöld 23.00 Ellefufréttir og íþróttir 23.15 Sjónvarpskringlan 23.30 Skjáleikurinn FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 10.30 Skjáleikur 15.35 Handboltakviild 16.00 Fréttayíirlit 16.02 Leiðarljós 16.45 Sjónvarpskringlan 17.00 Beverly Hills 90210 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Stundin okkar 18.30 Osýnilegi drengurinn 19.00 Fréttir, íþróttir og veður 19.45 Frasier (9:24) 20.15 Þetta helst... 20.45 Derrick (13:21) 21.50 Nýjasta tækni og vísindi 22.10 Netið (21:22) 23.00 Ellefufréttir 23.15 Sjónvarpskringlan 23.30 Skjáleikurinn FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 10.30 Skjáleikur 16.00 Fréttayílrlit 16.02 Leiðarljós 16.45 Sjónvarpskringlan 17.00 Fjör á fjölbraut (36:40) 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Búrabyggð (32:96) 18.30 Mo/art-sveitin (17:26) 19.00 Fréttir, íþróttir og veður 19.45 Eldhús sannleikans 20.30 Séra Milani (1:2) (Don Milani - II priore di Barbiana) ítölsk sjónvarpsmynd frá 1998 í tveimur hlutum. Séra Adriano Milani setur allt á annan endann með kennsluaðferðum sínum í smáþorpinu Barbiana í Toscana- héraði á sjötta áratugnum. Seinni hluti myndarinnar verður sýndur á laugardagskvöld. Aðalhlatverk: Sergio Castellitto, Roberto Citran, Arturo Paglia og Gianna Giachetti. 22.15 Ljótur leikur (Foul Play) Bandarísk sakamálamynd með grínívafi frá 1978.1 myndinni seg- ir frá konu, sem blandast fyrir til- viljun í samsæri, og spæjara sem reynir að vernda hana og draga hana á tálar um lei ð.Aðalhlutverk: Goldie Hawn, Chevy Chase, Burgess Meredith og Dudley Moore. 00.05 Útvarpsfréttir 00.15 Skjáleikurinn 03.55 Formúla 1 Bein útsending frá tímatökum fyrir kappaksturinn í Japan. Endursýnt kl. 11.00 á laugardag. LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 09.00 Morgunsjónvarp harnanna 10.30 Skjáleikur 11.00 Formúla 1 Upptaka frá tímatökum fyrir kappaksturinn í Japan. 12.15 Hlé 13.25 Þýska knattspyrnan Bein útsending frá leik í úrvals- deildinni. 15.45 Sjónvarpskringlan 16.00 Leikur dagsins Bein útsending frá leik Aftureld- ingar og Hauka á Islandsmótinu í handknattleik. 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Eunbi og Khabi (7:26) 18.30 Þrumusteinn (5:26) 19.00 Fréttir, íþróttir og veður 19.45 Lottó 19.55 Stutt í spunann \ 20.40 Séra Milani (2:2) 22.25 Skjólstæðingurinn (The Client) Bandarísk spennumynd frá 1994 gerð eftir sögu Johns Grishams. Ellefu ára drengur verður vitni að voveiflegum atburði og býr yfirvitneskju sem sum- ir vilja ekki að fari lengra. Aðalhlut- verk: Susan Sarandon og Tommy Lee Jones. 00.20 Útvarpsfréttir 00.30 Skjáleikurinn 04.00 Formúla 1 Bein útsending frá kappakstrinum í Japan. Endursýnt kl. 11.30 á sunnu- dag. SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 09.00 Morgunsjónvarp barnanna 10.40 Nýjasta tækni og vísindi 11.30 Formúla 1 Upptaka frá kappakstrinum í Japan. 14.25 Loðinn liðsmaður 16.00 Markaregn 17.00 Geimstöðin (9:26) 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Stundin okkar 18.30 Eva og Adani (5:8) 19.00 Fréttir, íþróttir og veður 19.45 Úr handraðanum Brotasilfur úr safni Sjónvarpsins. 20.25 Græni kamburinn (6:8) 21.10 Helgarsportið 21.35 Of feit til að vera fiðrildi (Liian paksu perhoseksi) Finnskt verðlaunaleikrit frá 1998. Aðalhlutverk: Kaarina Hazard. 23.00 Markaregn 00.00 Útvarpsfréttir 00.10 Skjáleikurinn MÁNUDAGUR 1. NÓVEMBER 11.30 Skjáleikurinn 15.35 Helgarsportið 16.00 Fréttayfirlit 16.02 Leiðarljós 16.45 Sjónvarpskringlan 17.00 Melrose Place (9:28) 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Ævintýri H.C. Andersens 18.30 Örninn (5:13) 19.00 Fréttir, íþróttir og veður 19.45 Verðir í þættinum er rætt við Sigríði Jónu Nordquist og Unni Guðbjartsdóttur, kirkjuverði í Hallgrímskirkju. 20.15 Lífshættir fugla (4:10) (The Life of Birds) Breskurheimildarmyndafiokkureftir David Attenborough. Kjöt er nær- ingarríkast allrar fæðu, enda hafa margir fuglar fundið aðferðir til að afla þess, ýmist með veiðum eða með því að leggjast á hræ. 21.05 Glæstar vonir (4:4) 22.00 Löggan á Sámsey (6:6) 23.00 Ellefufréttir 23.15 Peter Bonde í Feneyjum (Med Peter Bonde i Venedig) Þáttur um myndlistarmanninn Peter Bonde, fulltrúa Dana á tvíæringnum í Feneyjum. 23.40 Sjónvarpskringlan 23.55 Skjáleikurinn ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 11.30 Skjáleikurinn 16.00 Fréttaytirlit 16.02 Leiðarljós 16.45 Sjónvarpskringlan 17.00 Ur ríki náttúrunnar 17.30 Heimur tískunnar (22:30) 17.55 Táknmálsfréttir 18.05 Tabalugi (23:26) 18.30 Beykigróf (17:20) 19.00 Fréttir, íþróttir og veður 19.45 Maggie (5:22) (Maggie) Bandarískur gamanmyndaflokkur um gifta konu sem verður hrifin af öðrum manni og leitar til sálfræðings. Aðalhlutverk: Ann Cusack. 20.15 Deiglan Umræðuþáttur í beinni útsendingu úr sjónvarpssal. 21.05 Tímaskyn mannsins (What Makes Us Tick) Bresk heimildarmynd um líkams- klukkuna. 22.00 Tvíeykið (4:8) (Dalziel and Pasco) Ný syrpa úr breskum myndaflokki um tvo rannsóknarlögreglumenn sem fá til úrlausnar æsispennandi sakamál. Aðalhlutverk: Warren Clarke, Colin Buchancin og Susannah Corbett. 23.00 Ellefufréttir og íþróttir 23.15 Sjónvarpskringlan 23.30 Skjáleikurinn r Askriftar- síminn er 456 4560 STÚÐ2 MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 13.00 Hér er ég (18:25) (e) 13.20 Bilko liðþjálfi (e) 14.50 Lífsmark (1:6) (e) 15.40 Spegill spegill 16.05 Andrés önd og gengið 16.25 Brakúla greiíi 16.50 Maja býfluga 17.15 Glæstar vonir 17.40 Sjónvarpskringlan 18.00 Fréttir 18.05 Nágrannar 18.30 Caroline í stórborginni (19:25) 19.00 19>20 20.00 Doctor Quinn (7:27) 20.50 Hér er ég (25:25) 21.15 Lífsmark (2:6) 22.05 Murphy Brown (37:79) 22.30 Kvöldfréttir 22.50 Iþróttir um allan heim 23.45 Bilko liðþjálfi (e) (Sgt. Bilko) Bráðhress gamanmynd með Steve Martin í hlutverki Bilkos liðþjálfa sem sér peninga í öllu sem hann kemur nálægt. 01.20 Dagskrárlok FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 13.00 Hér er ég (19:25) (e) 13.25 Örlagavaldurinn (e) 15.05 Oprah Winfrey 15.50 Hundalíf 16.10 Andrés önd og gengið 16.30 Með Afa 17.20 Glæstar vonir 17.40 Sjónvarpskringlan 18.00 Fréttir 18.05 Nágrannar 18.30 Cosby (4:24) (e) 19.00 19>20 20.00 Kristall (4:35) 20.30 Felicity (4:22) 21.20 Caroline í stórborginni (20:25) 21.45 Gesturinn (10:13) 22.30 Kvöldfréttir 22.50 Skítverk (e) (Blue Collar) Vinnufélagarnir Zeke, Jerry og Smo- key stelast á barinn eftir erfiðan vinnudag á bílaverkstæðinu. Yfir bjórglasi fá þeir þá hugdettu að ræna spMÍýóði'ynrlæk'is'ins.Aðalhlutverk: Hcirvey Keitel, Richard Pryor, Yaphet Kotto. 00.40 Örlagavaldurinn (e) (Destiny Turns on the Radio) Hér segir af tukthúsliminum Julian Goddard sem fiýr til Las Vegas til að finna ránsfeng sinn og gömlu kærust- una hana Lucille. Aðcilhlutverk: Dylan McDermott, Nancy Travis, Quentin Tcirantino. 02.20 Dagskrárlok FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 13.00 Hér er ég (20:25) (e) 13.25 Feitt fólk (3:3) (e) 14.15 Simpson-fjölskyldan 14.40 Elskan, ég minnkaði börnin 15.30 Lukku-Láki 15.55 Andrés önd og gengið 16.15 Jarðarvinir 16.40 Finnur og Fróði 16.50 Glæstar vonir 17.15 Nágrannar 17.40 Sjónvarpskringlan 18.00 Fréttir 18.05 60 mínútur II (25:39) 19.00 19>20 20.00 Heilsubælið í Gervahverfi (5:8) 20.35 Brúðkaupssöngvarinn (The Wedding Singer) Brúðkaupssöngvarinn er loks tilbú- inn að halda sína eigin brúðkaups- veislu en tilvonandi eiginkona hans ákveður að mæta ekki í brúðkaupið. Hann verður síðan ástfanginn af þjón- ustustúlku sem er um það bil að fara að giftast heldur vafasömum kvenna- bósa.Aðalhlutverk: Drew Barrymore, Adam Sandler, Christine Taylor. 22.20 I fótspor morðingja (Replacement Killers) John Lee er besti leigumorðinginn í bransanum. Þegar hann neitar að drepa fórnarlamb sitt vegna þess að viðkomandi á sjö ára strák þá senda yfirboðarar hans leigumorðingja til höfuðs honum sydU'um.Aðcilhlutverk: Chow Yun-Fat, Mirci Sorvino. 23.50 Sjötti maðurinn (e) (The Sixth Man) 01.35 Ásýnd illskunnar (e) (Evil Has a Face) 03.05 Dagskrárlok LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 09.00 Með Afa 09.50 Trillurnar þrjár 10.15 10 + 2 10.30 Villingarnir 10.50 Grallararnir 11.10 Baldur búálfur 11.35 Ráðagóðir krakkar 12.00 Alltaf í boltanum 12.30 NBA-tilþrif 12.55 60 mínútur II (25:39) (e) 13.45 Enski boltinn 16.05 Oprah Winfrey 17.00 Glæstar vonir 19.00 19>20 20.00 Ó,ráðhús (3:24) 20.35 Seinfeld (9:24) 21.05 Rob Roy Sannsöguleg mynd um Skotann Rob Roy sem var uppi á 18. öld. Hann hafði fyrir mörgum að sjá og fékk peninga lánaða hjá markgreifanum af Montrose til að fólk hans gæti lifað af erfiðan vetur. Rob Roy treysti vondum mönnum og fyrr en varði var hann orðinn leiksoppur í valda- tafli sem ógnaði öllu sem honum var kærast. Aðalhlutverk: Liam Neeson, Jessica Lange, John Hurt, Tim Roth. 23.25 Saga af morðingja (Killer) Sannsöguleg mynd úr smiðju hins umdeilda Olivers Stone. Saga af morðingja er bók sem fangavörður ritaði í Leavenwirth-fangelsinu. í starfi sínu kynnist hann fanganum Carl Panzram sem virðist fullur haturs og biturleika út íallt og alla. Aðalhlut- verk: James Woods, Robert Sean Leo- nard, Ellen Greene. 00.55 Laun dauðans (e) (Death Benefit) Steven Keeney er mikils metinn lög- fræðingur sem fenginn er til að grafast fyrir um lát ungrar stúlku. Aðalhlut- verk: Carrie Snodgress, PeterHorten. 02.25 Lögmál áráttunnar (e) (Rules of Obsession) Dr. David Lawson er fráskilinn læknir í Beverly Hills. Honum til mikillar furðu mætir kollegi hans til vinnu einn góðan veðurdag og tilkynnir honum að hann sé búinn að giftast konu sem hann þekki lítið semekkert. Aðalhlutverk: Scott Bacula, Chelsea Field, Sheila Kelly. 04.05 Dagskrárlok SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 09.00 Búálfarnir 09.05 Úr bókaskápnum 09.15 Kolli káti 09.40 Lísa í Undralandi 10.05 Sagan endalausa 10.25 Dagbókin hans Dúa 10.50 Pálína 11.15 Borgin mín 11.30 Ævintýri Johnys Quest 12.00 Sjónvarpskringlan 12.20 Julia Roberts og órangútarnir 13.15 Kattaróhræsið (e) 14.45 Kastali móður minnar (e) 16.20 Aðeins ein jörð (e) 16.30 Kristall (4:35) (e) 17.00 Nágrannar 19.00 19>20 20.00 60 mínútur 20.55 Ástir og átök (12:23) 21.25 Ovissuvottur (Element of Doubt) 23.15 Eldhugar (e) (Backdraft) 01.30 Dagskrárlok MÁNUDAGUR 1. NÓVEMBER 07.00 ísland í bítið 09.00 (ilæstar vonir 09.20 Línurnar í lag (e) 09.35 A la Carte (1:16) (e) 10.00 Oprah Winfrey (e) 10.45 Albert Speer 11.45 Myndbönd 12.35 Nágrannar 13.00 Hér er ég (21:25) (e) 13.20 60 mínútur 14.05 Iþróttir um allan heim (e) 14.50 Verndarenglar (19:30) 15.35 Simpson-fjölskyldan 16.00 Eyjarklíkan 16.25 Andrés önd og gengið 16.45 Svalur og Valur 17.10 Tobbi trítill 17.15 Sjónvarpskringlan 17.35 Glæstar vonir 18.00 Fréttir 18.05 Nágrannar 18.35 Vinir (5:23) (e) 19.00 19>20 20.00 Sögur af landi (5:9) 20.40 Lffið sjálft (4:11) 21.25 Stræti stórborgar (4:22) 22.15 Ensku mörkin 23.10 Blóðsuga i Brooklyn (e) (Vampire in Brooklyn) 00.50 Ráðgátur (5:21) (e) 01.35 Dagskrárlok ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 07.00 ísland í bítið 09.00 Glæstar vonir 09.20 Línurnar í lag (e) 09.35 A la Carte (2:16) (e) 10.05 Oprah Winfrey (e) 10.50 Maxwell 11.50 Myndbönd 12.35 Nágrannar 13.00 Hér er ég (22:25) (e) 13.25 Jack og Sarah (e) 15.15 Doctor Quinn (7:27) (e) 16.00 Köngulóarmaðurinn 16.25 Andrés önd og gengið 16.50 I Barnalandi 17.05 Líf á haugunum 17.10 Glæstar vonir 17.35 Sjónvarpskringlan 18.00 Fréttir 18.05 Nágrannar 18.30 Dharma og Greg (17:23) (e) 19.00 19>20 20.00 Að hætti Sigga Hall (5:18) 20.30 Hill-fjölskyldan (11:35) 21.00 Dharma og Greg (18:23) 21.25 í fjötrum þunglvndis (2:2) 22.20 Cosby (5:24) 22.45 Jack og Sarah (e) 00.30 Stræti stórborgar (4:22) (e) 01.15 Dagskrárlok 10 MIÐVIKUDAGUR 27. OKTOBER 1999

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.