Bæjarins besta


Bæjarins besta - 27.10.1999, Blaðsíða 5

Bæjarins besta - 27.10.1999, Blaðsíða 5
Vegagerð „Sérstakt hvað vinnuandinn lijá þeim var góður.“ Þórhallur ásamt nemendunum á nám- skeiðinu. Leiklistarnámskeið í Edinborgarhúsinu á ísafirði „Mjög góður og áhugasamur hópur44 - segir Þórhallur Gunnarsson leikari sem er jafnframt stórhrifinn af Edinborgarhúsinu I gærkvöldi lauk stuttu en snörpu leiklistarnámskeiði sem haldið var í Edinborgar- húsinu á ísafirði á vegum Litla leikklúbbsins og Listaskóla Rögnvaldar Olafssonar. Kennari var Þórhallur Gunn- arsson leikari, sem landsmenn þekkja best úr sjónvarpsþátt- unum Titringi sem hann ann- aðist ásamt Súsönnu Svavars- dóttur. Námskeiðið var tvö kvöld í viku í þrjár vikur og skaust Þórhallur vikulega vestur á milli sýninga í Borg- arleikhúsinu þar sem hann leikur nú í tveimur uppfærsl- um. Þátttakendur á námskeiðinu voru ungir að árum en samt langflestir með leikreynslu af einhverju tagi, svo sem í Morr- anum, Oliver! eða sýningum í grunnskóla og framhalds- skóla eða með námskeið að baki, og einhverjir jafnvel með alla þá reynslu. Að sögn Þór- halls var markmiðið að vinna við leiktæknilega hluti eins og framsögn og stöðu á leik- sviði, bæði lil að viðhalda og bæta við kunnáttu þeirra sem hafa nokkra reynslu og koma hinum óreyndari á meiri skrið. „Þetta var mjög góður og áhugasamur hópur ungmenna sem ætla sér að fást við leiklist í einhverri mynd", sagði Þór- hallur í samtali við blaðið. Asamt hinum tæknilegu hlutum æfðu nemendurnir upplestur ljóða og fluttu ör- leikrit eftir Þorvald Þorsteins- son. I gærkvöldi var síðan hópi fólks boðið að koma og fylgjast með síðustu æfing- unni til að sjá hvar mannskap- urinn stendur. Þetta var óvenju stuttur tími fyrir námskeið, þannig að vinnubrögðin þurftu að vera afar markviss. „En þau búa yfirákveðinni reynslu og hafa ákveðinn grunn þannig að í þessu tilviki þurfti ekki að byrja á því að „opna“ krakk- ana og fá þá til að tjá sig. Þau eru komin yfir það og hafa mikið öryggi og eru opin og skemmtileg. Það var lfka sér- stakt hvað vinnuandinn hjá þeim var góður. Þau komu að hluta til úr ólíkum áttum en þegar þau komu saman voru þau strax orðin ein heild þar sem hver studdi annan. Það er mikilvægt og mér þótti gaman að finna hvað þau sýndu hvert öðru mikla virðingu“, sagði Þórhallur. „Þegar tíminn er stuttur nýt- ist hann oft betur. Allir vita að þetta er afmarkaður tfmi og hann verður að nota vel. Krakkarnir fengu heimaverk- efni sem þau þurftu að skila af sér og þannig var ennþá meiri pressa á þeim. Ég held að það sé oft betra að vinna undir pressu heldur en að ýta hlutunum á undan sér. Hér þurfti að koma fyrir í einum pakka öllu sem þurfti að skila og ég held að það sitji betur eftir", sagði hann. „Ég vona að þau fái fljótlega að spreyta sig í sýningum." Þórhallur er stórhrifínn af Edinborgarhúsinu. „Ég hef verið að skoða teikningar af því og framtíðarhugmyndir og ég er viss um að þetta getur orðið alveg stórglæsilegt leik- hús og menningarhús. Ég hygg að flestar byggðir, hvort sem það er á höfuðborgar- svæðinu eða annars staðar, myndu öfunda ísfirðinga af þessu húsi þegar það kemst í gagnið til fulls. Það skiptir líka miklu að þetta skuli vera hús sem á alla þessa sögu en ekki bara einhver steypu- klumpur sem er skellt niður og svo farið að leika í honum. í Edinborgarhúsinu hefur ver- ið unnið mikið sjálfboðastarf og það gefur því einnig gildi. Á hinn bóginn virðist mér að þau sem að þessu standa mættu alveg fá meiri stuðning og stundum meiri athygli. Þetta er rétt eins og með íþróttaliðin. Þau þurfa sinn stuðning og sína áhorfendur. Þannig verður líka samkennd- in í bænum meiri“, sagði hann. „Maður finnur að ungt fólk úti á landi horfir á sjónvarps- fréttir þar sem alið er á þeirri tilfinningu að það sé alltaf svo óskaplega mikið um að vera í Reykjavík. En það er bara ekkert meira. Þar eru oft m i n n i möguleikar á félagsstarfi en úti á landi. Þú gætir spurt mig hvað ég hafí farið oft í bíó síðustu mánuðina, eða á kaffihúsin í Reykjavík. Það er búin til dálítil goðsögn hvað það eigi allt að vera gaman fyrir sunnan, því að „allt er þar“. En það erbara ekki þann- ig. Mér finnst þetta dálítið dapurlegt, sérstaklega fyrir ungt fólk úti á landi, því að það verður kannski til þess að það kunni síður að meta sína heimabyggð og það sem hún hefur að bjóða." Þórhallur Gunnarsson leik- urum þessarmundir ítveimur sýningumíBorgarleikhúsinu, Vorið vaknar og Pétri Pan. Jafnframt er hann að æfa í Vetrarævintýri eftir Shake- speare og eftir það taka við æfíngar í Djöflum, leikgerð eftir skáldsögu Dostojefskís sem komið hefur út á íslensku undir nafninu Hinir óðu. Fyrsta árið eftir útskrift starfaði Þórhallur hjá Leik- félagi Akureyrar, stofnaði síð- an Hafnarfjarðarleikhúsið ásamt fleirum en var upp úr því fastráðinn hjá Borgarleik- húsinu. Titringsþættirnir með Súsönnu eru að baki en fram- undan hjá Þórhalli er nýr þátt- ur á nýrri stöð, Skjá einum, og þá ekki með Súsönnu held- ur annarri kjarnakonu, Völu Matt. Því miður er Skjár einn bundinn við suðvesturhornið. ISAFJARÐARBÆR STAÐARVERKSTJORI SUÐUREYRI Bæjarstjórinn íísafjarðarbæ óskar eftir að ráða staðarverkstjóra á Suðureyri frá og með 1. desember nk. að telja. Meginviðfangsefni staðarverkstjóra eru umsjón með verklegum fram- kvæmdum og daglegur rekstur áhaldahúss staðarins og störf því tengd. Einnig annast staðarverkstjór- inn vigtun fyrir hafnarsjóð, umferðar- stjórn um höfnina ásamt móttöku báta og skipa. Skriflegum umsóknum skal skila á bæjarskrifstofu Isafjarðarbæjar fyrir 15. nóvember nk. Nánari upplýsingar veitir bæjarverk- fræðingur eða bæjarverkstjóri í síma 456 3722 og 456 3443. Bœjarverkfrœðingui: Bæjarverkstjóri. Vinnuvélanámskeið! Vantar þig réttindi á vinnuvélar? Vantar þig aukna atvinnumöguleika? Viltu vinnu- vélanámskeið sem gefur rétt til prófs á allar gerðir og allar stærðir vinnuvéla? Námskeið fyrirstjórnendurvinnuvéla (kvöld og helgar) hefst væntanlega á ísafirði 12. nóvember. Tímatafla: 12. nóv. kl. 14:30-21:00, 13. nóv. kl. 09:00-17:00, 14. nóv. kl. 09:00-17:00, 15. nóv. 18:00-23:00, 16. nóv. kl. 18:00-23:00, 17. nóv. kl. 18:00-23:00, 18. nóv. kl. 18:00-23:00, 19. nóv. kl. 14:30-21:00, 20. nóv. kl. 09:00-17:00, 21. nóv. kl. 09:00-17:00. Upplýsingargefur Svavar Svavarsson, lög- giltur öku- og vinnuvélakennari, alla virka daga kl. 09:00-18:00 og 23:00-24:00 og frá kl. 17:00-23:00 um helgar í síma 898 3903. Nýi ökuskólirm í samvinnu við Farskóla Vestfjarða Sýslumaðurinn í Bolungarvík Skrifstofumaður Laus ertil umsóknar hálfstaða skrifstofu- manns við embættið. Vinnutími er eftir há- degi og þyrfti umsækjandi að geta hafið störfsem fyrst. Reynsla af skrifstofustörfum og einhver tölvukunnátta æskileg. Skriflegum umsóknum skalskilað til undir- ritaðs, sem jafnframt veitir nánari upplýs- ingar, eigi síðar en 12. nóvember nk. Öllum umsóknum verður svarað. Bolungarvík, 25. október 1999, Sýslumaðurinn í Bolungarvík, Jónas Guðmundsson. Myllan með lægsta tilboð Myllan ehf. á Egilsstöðum átti lægsta tilboð í uppbygg- ingu vegar milli Laufskálagils og Eyrarhlíðar í ísafírði í Isa- fjarðardjúpi en tilboð í verkið voru opnuð fyrir stuttu. Átta fyrirtæki buðu í verkið, en tilboð Myllunar ehf. nam tæplega 138 milljónum króna. KostnaðaráætlunVegagerðar- innar hljóðaði upp á tæplega 166 milljónir króna. Helm- ingur tilboðanna var undir kostnaðaráætlun. Rækjuveiðar 650 tonna kvóti til bráðabirgða Hafrannsóknastofnun hefur lagt til að ísafjarðardjúp verði opnað fyrir rækjuveiðum að Jökulfjörðum undanskildum, á 650 tonna bráðabirgðakvóta, sem verði endurskoðaður síð- ar. I rannsóknum stofnunarinn- ar hefur komið fram að yfirleitt sé rækjan minni á helstu veiði- svæðum nema í Isafjarðar- djúpi. Því hefur Hafrannsókn- astofnun ákveðið að veiðar á innfjarðarrækju verði ekki leyfðar á Húnaflóa og Skjálf- anda í vetur og í Skagafirði að svo stöddu. Innfjarðarrækjukvóti í Öx- arfirði verður minnkaður um helming úr 1.000 tonnum í 500 tonn. Jarðgðngin r Ok utan í gangavegg Umferðarslys varð í Breiða- dalslegg jarðganganna um kl. 22:30 á mánudagskvöld þegar bifreið, sem var á leið til Flat- eyrar, var ekið utan í ganga- vegg. Það var ökumaður bif- reiðar sem kom þar að sem tilkynnti um slysið. Ökumaðurinn, sem ók utan í gangavegginn, var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Isa- firði. Meiðsl hans munu ekki vera talin alvarleg. Maðurinn er grunaður um ölvun við akstur. Flytja þurfti bifreiðina með kranabíl af vettvangi. Vestfirðir Umferðar- óhöpp í hálkunni Tvö umferðaróhöpp urðu í gær sem rekja má til hálku. Á tíunda tímanum fór bif- reið út af veginum við Fremri- Ós við Bolungarvík og endaði inn á túni og rétt fyrir kl. 11 lenti bifreið framan á annarri bifreið við Botn í Súganda- firði. Engin slys urðu á fólki. MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 1999 5

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.