Bæjarins besta


Bæjarins besta - 15.12.1999, Blaðsíða 2

Bæjarins besta - 15.12.1999, Blaðsíða 2
tJtgefandi: Ábyrgðarmenn: H-prent ehf. Sigurjón J. Sigurðsson Sólgötu 9, 400 ísafjörður Halldór Sveinbjörnsson ■a 456 4560 Ritstjóri: 0456 4564 Sigurjón J. Sigurðsson Netfang prentsmiðju: Blaðamaður: hprent@Þb.is Hlynur Þór Magnússon Stafræn útgáfa: Netfang ritstjórnar: http://www.bb.is/ bb@bb.is Bæjarlns besta er í samtökum bæjar- og héraðs- fréttablaða. Eftlrprentun, Mjóðritun, notkun ljósmynda og annars efnls er óheimil nema heimilda sé getið. Tvískinnungur Gjafakvótinn blífur og streymir sem aldrei fyrr til „allskyns sjómanna“ meðan fiskvinnslustöðvarnar fara á hausinn ein af annarri. Undir gunnfánum hagræðingar takast stríðandi fylkingar stórútgerða á um yfirráðin í sjávarútveginum. Hver á fætur öðrum sjá smákóngar hag sínum best borgið með því að selja gjafir ríkisins og setjast í helgan stein. Loforðunum um endurskoðun á fiskveiðistjórnuninni, sem varðmenn kerfisins gáfu fyrir síðustu kosningar, trúir vart nokkur lengur. Það fór allt upp í loft á viðskiptafrelsisráðstefnunni í Seattle þar sem utanríkisráðherra vor talaði fyrir daufum eyrum um afnám ríkisstyrkja í sjávarútvegi. Uppnámið utan dyra var engu minna en samstaðan meiri. Tvískinn- ungurinn í orðum og athöfnum íslenskra stjórnvalda þegar annars vegar er krafist afnáms styrkja í sjávarút- vegi annarra þjóða og hins vegar árlegri úthlutun gjafa- kvóta til útgerða hérlendis er auðsær. Eða hvaða nafngift önnur en styrkur hæfir betur út- hlutun ríkisins til einstaklinga og fyrirtækja á auðlindum hafsins til að ráðgast með að eigin vild? Finnst mönnum kannski önnur orð líkrar merkingar betur við hæfi? Sum þeirra voru þjóðinni töm fyrr á öldum. Finnst ís- lenskum stjórnvöldum margra milljarðra árleg úthlutun aflaheimilda til frjálsrar sölu ekki einu sinni „fluguskítur á nögl?“, svo notað sé orðalag snjalls myndatexta raun- særrar myndar í Morgunblaðinu. Hvers vegna hafa aldrei fengist svör við því hversu stórt hlutfall sala veiðiheimilda er í afkomu fjölmargra fyrirtækja? Það vantar þó ekki að sífellt er gumað um þennan þátt ,,hagræðingar“ í íslenskum sjávarútvegi. Þetta er greinilega mikið feimnismál. Hvers vegna hafa engin svör fengist við 30 milljarða skuldaaukningu sjávarútvegsins á síðustu fjórum árum? Hvert fóru þessir peningar? Það skyldi þó aldrei vera samasem-merki milli þessara fjármuna og kvótasölu og verslanahallaá suðvesturhorninu? Þettaerannað feimn- ismál og ekki minna en hið fyrra. Meðan flísin í fiskveiðistjórnun annarra þjóða byrgir íslenskum stjórnvöldum sýn svo að þau sjá ekki bjálkann í eigin kerfi og meðan vilji meirihluta þjóðarinnar, sem hvað eftir annað hefur látið andúð sína á frjálu framsali aflaheimilda í ljós, er hundsaður, breytir tvískinnungur í ræðuhöldum í Seattle ekki þeirri staðreynd að gjafa- kvótinn í fískveiðikerfinu er mesta eignatilfærsla á fárna hendur, sem átt hefur sér stað í sögu þjóðarinnar. Fyrir þessari eignaupptöku og styrkveitingu til fáeinna þegna þjóðarinnar hafa alþingismenn staðið. s.h. ODÐ VIKUNNAD Fallöxi Islendingar búa til sín eigin orð „um allt sem er hugsað á jörðu“. Meira að segja nýyrði um hluti sem hafa aldrei verið brúkaðir hérlendis, eins og fallöxi. Tæki þetta varfundið upp í tilefni stjórnarbyltingarinnar í Frakklandi en þá var svo mikið að gera hjá böðlum að ekki hafðist undan. Uppfinningamaðurinn var læknir, Guillotin að nafni. Ekki fer sögum af þvíhversu mörgum mannslífum hann bjargaði á ferlinum en nafn hans lifir í hinu franska og alþjóðlega heiti fallaxarinnar, (la) guillotine. Frá œfingu Kammerkórsins í Isajjarðarkirkju í fyrrakvöld. „Syngjum okkur inn Mð jólann Kammerkórinn sem Guðrún Jónsdóttir söng- kona á ísafirði stjórnar verður með jólaandakt í ísafjarðarkirkju miðviku- dagskvöldið 22. desember kl. 21. „Við hugsum þetta sem kyrrðarstund til þess að syngja okkur inn í frið jólanna og þess vegna höfum við hana eins nálægt jólum og við getum", sagði Guðrún í samtali við blaðið. I Kammerkórnum eru tíu manns, nokkrir söngnem- endur Guðrúnar, bæði nú- verandi og fyrrverandi, og söngfólk sem hún hefur starfað með frá því að hún kom aftur heim til ísa- fjarðar. Fjárhagsáætlun ísafjaröarbæjar fyrir árið 2000 Minnihlutinn fordæmir „valdníðslu“ meirihlutans - sami háttur nú og þegar Sigurður R. Ólafsson var formaður bæjarráðs, segir Halldór Halldórsson bæjarstjóri Komið hefur til orðahnipp- ingaogbókanaásíðustu fund- um bæjarráðs og bæjarstjórn- ar Isafjarðarbæjar vegna frum- varps að fjárhagsáætlun bæj- arsjóðs og stofnana hans fyrir árið 2000. Fulltrúar minni- hlutans „fordæma vinnu- brögð“ meirihlútans og „harma þá lítilsvirðingu" sem fulltrúum nefnda sé sýnd. Bæjarstjóri fullyrðir hins veg- ar að vinnubrögð við tjárhags- áætlun séu með sama hætti nú og tíðkast hafi á liðnum árum, einnig þegar sumir núverandi minnihlutafulltrúar voru í meirihluta. A fundi bæjarráðs 6. des- ember lagði bæjarstjóri fram drög að frumvarpi að fjárhags- áætlun næsta árs og sam- þykkti meirihluti ráðsins að vísa því til fyrri umræðu í bæjarstjórn. Sigurður R. 01- afsson bæjarráðsmaður minnihluta lét bóka m.a„ að hann mótmælti því harðlega að þeim gögnum sem lögð voru fram yrði vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn, „þar eð þessir pappírar er hér eru framlagðir hafa hvorki fengið lögformlega né efnislega meðferð samkvæmt sveitar- stjórnarlögum. Frumdrög að fjárhagsáætlun eins og hún kom frá nefndum bæjarins hafa aldrei verið lögð fyrir bæjarráð... Eitt er víst, að full- trúi minnihluta í bæjarráði er alfarið sniðgenginn við und- irbúningsvinnu að gerð fjár- hagsáætlunar... Hafi meiri- hlutafulltrúar bæjarráðs gelið samþykki sitt fyrir þessum vinnubrögðum, sem hér eru viðhöfð, þá harma ég að þau skuli ekki vera betur meðvituð um verksvið sitt en raun er á... Eg áskil mér því allan rétt til að kæra þessi vinnubrögð til æðra stjórnsýslustigs." Formaðurbæjarráðs, Ragn- heiður Hákonardóttir, lét aftur á móti bóka m.a.: „Þann 25. nóvember sl. fengu fulltrúar í bæjarráði undirgögn ásamt greinargerðum. 30. nóvember lágu frammi undirgögn fyrir alla bæjarfulltrúa á skrifstofu ísafjarðarbæjar. 3. desember Varnargarður við Seljaland Framkvæmdum frestað í eitt ár Samþykkt var á fundi þessa efnis og var hún sam- bæjarstjórnar ísafjarðarbæj- þykkt með fimm atkvæðum ar sl. fímmtudag að fresta í gegn tveimur en Sigurður eitt ár framkvæmdum við R. Olafsson sat hjá. snjóflóðavarnargarð í Selja- Akvörðun þessi var tekin landshlíð. Forseti bæjar- „með hliðsjón af fjárhags- stjórnar, Guðni G. Jóhann- stöðu sveitarfélagsins“. esson, lagði frarn tillögu Auglýsingar og áskrift sími 456 4560 si. kornu allir bæjarfulltrúar saman og ræddu fjárhagsáætl- un. Sama dag var haldinn fundur bæjarfulltrúa með sviðsstjórum og formönnum nefnda...“ í upphafi bæjarstjórnar- fundar sl. fimmtudag lögðu fjórir fulltrúar minnihlutans fram dagskrártillögu þar sem segir m.a.: „Undirritaðir bæj- arfulltrúar K-lista leggja til að frumvarpi að fjárhagsáætlun bæjarsjóðs ísafjarðarbæjar og stofnana hans fyrir árið 2000 verði vísað aftur til bæjarráðs ísafjarðarbæjar. Bæjarráð taki þar jafnframt til efnislegrar meðferðar [...] frumgögn þau er fram komu frá stjórnum og nefndum bæjarins... Bæjar- fulltrúar K-lista harma þá lít- ilsvirðingu sem meirihluta- fulltrúar bæjarráðs sýna nefndafólki, stjórnendum stofnana og sviðsstjórum, með því að láta allt þetta góða fólk leggja á sig ómælda vinnu við undirbúning fjárhagsáætl- unargerðar og virða síðan verk þeirra að vettugi... Bæjarfull- trúar K-lista fordæma þau vinnubrögð, sem bæjarráðs- fulltrúar D- og B-lista, með stuðningi bæjarstjóra, tileinka sér við stjórnun bæjarfélags- ins, með beitingu valdníðslu til framlagningar þeirrar áætl- unar, sem hér er á V. lið dag- skrár...“ Tillagan var felld með 5 atkvæðum gegn 4. Guðni G. Jóhannesson, forseti bæjar- stjórnar, bar síðan fram eftir- farandi dagskrártillögu, sem samþykkt var með 5 atkv. gegn 4: „Bæjarstjórn sam- þykkir að frumvarp að fjár- hagsáætlun sem vísað er til bæjarstjórnar frá 177. fundi bæjarráðs, sem haldinn var 6. desember sl„ verði tekið til fyrri umræðu undir V. lið.“ Frumvarpið var síðan tekið til fyrri umræðu skv. dagskrá. Samþykkt var með 6 sam- hljóða atkvæðum að vísa því til síðari umræðu á fundi bæj- arstjórnar annað kvöld, 16. desember. f samtali við blaðið í gær sagði Halldór Halldórsson bæjarstjóri, að unnið hefði verið að undirbúningi frum- varps að fjárhagsáætlun að þessu sinni með sama hætti og gert hefði verið á undan- förnum árum án þess að ástæða hefði þótt til athuga- semda, einnig þegar sumir nú- verandi minnihlutafulltrúar voru í meirihluta og þar á með- al þegar Sigurður R. Ólafsson var formaður bæjarráðs. Skipasmíðastöðin á ísafírði Sjósetur 30 brl. bát fyrirjól Tæplega 30 brúttólesta bátur, sem útbúinn verður til veiða með dragnót, trolli og línu, verður sjósettur hjá Skipasmíðastöðinni hf. á ísaftrði fyrir jól. Báturinn er smíðaður fyrir Þiljur ehf. á Bfldudal. Hinn nýi bátur, sem hann- aður er af Sigurði Jónssyni skipatæknifræðingi, er 15,7 metra langur og 4,8 metra breiður og mælist 29,99 brúttólestir. Báturinn er 61. nýsmíðaverkefni stöðvar- innar. 2 MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1999

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.