Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2001, Page 11

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2001, Page 11
Einn af skemmtikröftum Hinsegin daga 2001 kemur alla leið frá New York, Mina Hartong. Hún hefur notið mikilla vin- sælda beggja vegna Atlantshafs fyrir sýningar sínar Mina stend- ur ein á sviðinu, gantast við gesti með grínþáttum sínum og beinir ærslaspjótunum í allar áttir ekki síst að heimi samkynhneigðra. I Kaffileikhúsinu spjallar hún við leikhúsgesti á þann hátt sem henni er einni lagið og bregður upp brotum úr sýningu sinni ,,Wet, Dykey and American". Mina Hartong nam leiklist og leikhúsfræði við Smith College og starfaði við leikhús í Bandaril<junum um árabil. Dag nokkurn brá hún sér í stutta heimsökn til ömmu sinnar í Amsterdam, en sú heimsókn stóð í fjögur ár og á þeim tíma stofnaði hún fyrirtækið Oddgirls Productions. Einnig skrifaði hún á þessum árum um reynslu sína sem útlendingur í Evrópu og fór að koma fram á kabarettsýningum. Þar varð til sýningin ,,Wet, Dykey and American" sem Mina hefur ferðast með um Holland, Danmörku, England.Ástralíu og Bandari1<in, og nú loks er röðin komin að Islandi. Nýjasta sýning hennar nefnist ,,Mimi 's Wedding" og segir einkum frá Mimi en þó aðallega mömmu hennar sem undirbýr brúðkaup dótturinnar af miklum ákafa án þess að gruna hvaða kenndir afkvæmið hefur að geyma. Mina Hartong skemmtir í Kaffileikhúsinu, Hlaðvarp- anum, Vesturgötu 3, föstudaginn 10. ágúst klukkan 21:00. Aðgöngumíðar við innganginn - 1200 kr Mina Hartong performs in a stand-up one woman 's show at Kaffileikhúsið, Vesturgata 3, Reykjavík, Friday August I Oth, at 9 p.m. The performance is in English. Followed by the women 's band Móðínz. Admission: ISK 1200. Og síðan stígur Móðinz á svið ... Eftir að Mina hefur skemmt á sviði Kaffileikhússins stíga stelpurnar í hljómsveitinni Móðinz á svið og skemmta gestum. Þetta eru þær Kidda Rokk, GuðveigTake Me Home, Dísa litla og Kristín Eysteinz. Þar má eiga von á ýmsu, því eins og Mina Hartong sagði þegar hún frétti af tilvist stúlknanna: ,,The more, the merrier!" L e s b í s k * L e i k h ú s f r á A/ew Y o r k Mina Hartong t s*af)<iar)<}i 9 r í 0 i

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.