Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2001, Side 12
hinsegin
REYKJ
Það var í lok júní 1970 <
sem samkynhneigðir f New York og /
San Francisco fylktu liði á götum útí í fyrstu \
göngunum sem farnar voru tíl að minnast uppþotanna árið áður,
New York. Þær óeirðir marka
helgina 27.-29. júní í Greenwich Village
tímamót í sögu lesbía og homma um allan hinn vestræna heim. I fyrsta sinn tók
okkar fólk á móti þegar að þeim var sótt - nýir tímar voru runnir upp. Á Islandi hefur 27.
júní auk þess sérstaklega sterka merkingu f hugum margra því að þann dag árið 1996 gengu lög
um staðfesta samvist samkynhneigðra í gildi hér á landi.
I fyrstu kenndu menn hátíðahöldin við Iftinn en vinsælan bar, Stonewall Inn, sem stóð við Christopher ^
Street númer 53 og mun reyndar ennþá að finna þar í húsi. Síðar fengu þau nafnið „Christopher Street Day"
en smám saman var farið að kalla hátíðahöldin nafninu sem við þekkjum núna - „Gay Pride". Siðurinn barst brátt
til Evrópu og þegar kom fram á 10. áratug liðinnar aldar hafði losnað um tengslin við hina upphaflegu dagsetningu,
sfðustu helgina f júnf. Nú ber þessa hátíð samkynhneigðra upp á fiestar helgar sumarsins f hinum ýmsu borgum
heimsins svo að fólk fái ferðast á milii staða og sýnt samstöðu og stuðning f verkí sem vfðast yfir sumarið.
Smám saman jukust samskipti þeirra sem stóðu að hátíðahöldum um heiminn og fólk skildi nauðsyn þess að miðla
reynslu sinni og aðstoð við hátfðahöld stoltsins og sýnileikans. InterPride, alþjóðasamtök Gay Pride hátfðanna, varð að
veruleika. InterPride þingar árlega og velur þá borg til þess að halda svokallað World Pride, þá hátfð sem athyglin beinist
fyrst og fremst að hverju sinni. Sú fyrsta var haldin í Róm sumarið 2000. Hinsegin dagar f Reykjavi1< urðu formlegir
aðilarað InterPride á þingi þeirra í Glasgow f október 1999.
Svipur hátíðahaldanna er næsta mismunandi frá landi til lands og raunar ólíkari en mann skyldi gruna. í þeim
löndum sem búa samkynhneigðum mest og best öryggi eru Gay Pride hátfðir sumarsins fullar af lítum, Iffi og
fjöri eíns og við fengum að sjá f Reykjavfk á sfðasta ári og var sú hátfð þó aðeins brot af þeírri skrautsýningu
sem mætir gestum f milljónaborgum heimsins. Um leíð er hollt að muna að vfða um heím snúast göngur
samkynhneigðra upp f átök og uppþot líkt og fjúgóslavfu þarsem lesbfum og hommum var misþyrmt
af ungum hægrisinnuðum öfgamönnum þegar þau ætluðu f sína fýrstu Gay Pride göngu sögunnar
Um leið og við fögnum öryggi okkar og fengnu frelsi förum við líka út á götur
hinn I I. ágúst til þess að sýna samstöðu með systrum okkar og
bræðrum f þeim ríkjum heims sem ennþá kúga, misþyrma
og drepa fyrir þann „glæp" að leggja ást á
/ eigið kyn.