Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2001, Page 15
ÞAU STANDA A Ð HINSEGIN DÖGUM 200
Samtökin '78 - Félag lesbía og homma á Islandi
www.samtokin78.is / www.gayiceland.com / office@samtokin78.is
Samtökin '78, elstu og stærstu samtök samkynhneigðra hér á landi,
voru stofnuð vorið 1978. Markmið félagsins frá fyrstu tíð hafa einkum
verið tvíþætt: Að vinna að baráttu- og hagsmunamálum lesbía og
homma í því skyni að vinna þeim jafnrétti á við aðra á öllum sviðum
þjóðlífsins, og að skapa félagslegan og menningarlegan vettvang til þess
að styrkja sjálfsvitund þeirra, samkennd og samstöðu um sérkenni sín.
Félagið rekur glæsilega menningar- og þjónustumiðstöð á Laugavegi 3 í
Reykjvík.
FSS - Félag samkynhneigðra og tvíkynhneigðra stúdenta
www.hi.is/pub/gay
FSS var stofnað 19. janúar 1999 og hefur haldið uppi blómlegu
félagsstarfi síðan. Víðast hvar við erlenda háskóla eru félög
samkynhneígðra starfrækt og þykja sjálfsagður hluti af háskólamenn-
ingunni. Markmið FSS eru meðal annars þau að skapa samkyn-
hneigðum og tvíkynhneigðum stúdentum í háskólum landsins vettvang
til samveru, styðja við bakið á samkynhneigðu fólki í námi og starfi á
vettvangi íslenskra háskóla og leggja réttindabaráttunni lið hvenær sem
þörfin kallar
MSC ísland
www.this.is/msc / Pósthólf5321, 125, Reykjavík / msc@this.is
MSC ísland var stofnað árið 1985. Klúbburínn hefur sínar klæðareglun
leður, gúmmí- einkennis- og gallaföt og rekur félagsheimili í ReykjaviT.
MSC ísland hefurferðamennsku og fyrirgreiðslu við erlenda ferðamenn
beinlínis á stefnuskrá sinni og er formlegur aðili að Evrópusamtökunum
ECMC og Norðurlandasambandi gay leðurklúbbaTOE.
Ungliðahreyfingin Revolta
www.run.to/revolta / revoltaOO@hotmail.com
Revolta er sjálfstæður hópur lesbía, homma og tvi1<ynhneigðra undir 26
ára aldri og starfar innan vébanda Samtakanna '78,Tilgangur hans er að
skapa ungu fólki vettvang til að kynnast jafnöldrum sínum við notalegar
aðstæður og efla þannig sjálfstraust þeirra og sjálfsvitund. Hópurinn
starfar á frjálslegum nótum og viðfangsefni hans ráðast af áhuga þeirra
sem starfa í hópnum hverju sinni. Þar má nefna ferðalög, skemmtikvöld,
fræðslufundi og sleep-over nætur
Jákvæður hópur homma
www.aids.is
Fyrir fimmtán árum stofnuðu nokkrir homman sem höfðu smitast af
HlV-veirunni, hóp til að styðja hver við annan í lífsbaráttunni á tímum
þegar aðkast í garð HlV-jákvæðra var daglegt brauð í fjölmiðlum og
lífsvonir litlar fyrir þá sem smitast höfðu. Eftir að Alnæmissamtökin á
Islandi voru stofnuð hefur hópurinn starfað á vettvangi þeirra samtaka
og lagt mannréttindabaráttunni lið með þvíað upplýsa um HIV og
samkynhneigð.
The forces behind Gay Pride 2001 in Reykjavík
Gay Pride - Different Days in Reykjavík 2001 is organized by the
lcelandic Organization of Lesbians and Gay Men Samtökin '78; the
Leather Club MSC lceland; the Gay and Lesbian University Student
Union FSS; the Gay and LesbianYouth Group Revolta, and the HIV-
Positive Group of Gay Men.
Útgefandi: Samstarfsnefnd um Hinsegin daga 2001 ÍReykjaviT
Samtökin '78, félag lesbía og homma á íslandi
MSC Island
Ungliðahreyfingin Revolta
FSS, félag samkynhneigðra og tvíkynhneigðra stúdenta
Jákvæður hópur homma
Abyrgðarmaður: Ragnar Ragnarsson
Hönnun: Tómas Hjálmarsson
Merki Hinsegin daga: Kristinn Gunnarsson
Textar: Veturliði Guðnason, Þorvaldur Kristinsson
Prentsmiðjan Oddi hf.