Bæjarins besta


Bæjarins besta - 27.07.2005, Síða 9

Bæjarins besta - 27.07.2005, Síða 9
MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 2005 9 fór ég beint til Brüssel á fund með framkvæmdastjórn Evr- ópusambandsins vegna Evró- vísis. Stefnubreytingar og ann- að sem viðkemur Evróvísi var kynnt þar fyrir fulltrúum land- anna sem eru í verkefninu. Það var mjög gaman að hitta fólkið sem maður á eftir að vinna með í gegnum tölvuna í fram- tíðinni.“ – Eru einhverjar breytingar á starfinu í Gamla apótekinu í bígerð í vetur? „Örugglega verða einhverj- ar breytingar en hverjar þær verða er algjörlega óljóst á þessum tímapunkti. Ég býst þó ekki við neinum gríðarleg- um breytingum á starfinu, enda er búið að byggja hér upp gott hús. Ég vonast til að geta verið í góðu samstarfi við Menntaskólann á Ísafirði og nemendafélagið þar. Vonandi verður bara aukning á heim- sóknum og meira fjör. Ég hef gaman af krefjandi verkefnum og þetta starf er það svo sann- arlega. Lítið gaman er að lífinu ef maður fær ekki tækifæri til að læra nýja hluti.“ Framtíðin björt á Vestfjörðum Albertína hefur öðlast reyn- slu á ýmsum sviðum en síðustu ár hefur hún unnið með námi sínu í félagsfræði við Háskóla Íslands. „Ég starfaði á Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísa- fjarðarbæjar í um tvö ár. Þar vann ég meðal annars sem ráð- gjafi og verkefnastjóri og vann ýmis verkefni fyrir hlutaðeig- andi nefndir, sérstaklega barnaverndar- og félagsmála- nefnd Ísafjarðarbæjar. Það var mjög góð reynsla sem ég efast ekki um að eigi eftir að nýtast mér í starfinu í Gamla apótek- inu. Þegar ég hætti á Skóla- og fjölskylduskrifstofunni um síðustu áramót fór ég að kenna 8. til 10. bekk í Grunnskóla Önundarfjarðar. Það var alveg meiriháttar. Ég sé fram á bjarta framtíð á Flateyri í krökkunum sem ég var að kenna. Ég var einnig í námi og á sama tíma og ég var að kenna skrifaði ég BA-ritgerðina mína. Ég útskrifaðist í júní úr félagsfræði með fjölmiðla- fræði sem aukagrein frá Há- skóla Íslands. Í BA-ritgerðinni gerði ég mat á VáVest-verk- efninu. Ég hef í náminu lagt áherslu á afbrotafræði og því var tilvalið að um leið og ég skrifaði ritgerðina gerði ég einnig gagn á heimaslóðum. Það var mjög ögrandi verkefni, bæði vegna þess að maður þekkti vel fólkið sem stendur að verkefninu og eins þar sem fá slík verkefni hafa verið unn- in áður. Eitt heildstætt mat hef- ur verið gert hérlendis en það var á forvarnastarfi Reykja- víkurborgar og unnið síðasta vetur. Allir vita að það er fullt af forvarnaverkefnum í gangi. Þau fá styrki og annað til að sinna sínu starfi en aldrei hefur farið fram mat á því hvað verið er að leggja peninginn í og hvort það skili árangri. Ég hef nú þegar kynnt stjórn VáVest niðurstöður mínar en ég mun einnig kynna ritgerðina fyrir fari sínu. Henni líður náttúr- lega ömurlega. Það sama gildir um landsbyggðina. Ef við horfum bara á það neikvæða, þá verður ömurlegt að búa þar. Það er svo mikilvægt í öllu sem maður gerir að skoða hvað er gott, hvað er slæmt og hvernig maður getur bætt það. Mikilvægi þess að einbeita sér að því jákvæða og byggja það upp var í raun það sem við vildum koma til skila með ráð- stefnunni Með höfuðið hátt og ég held að það hafi tekist. Mér finnst fólk vera mun jákvæðara í dag. Sem dæmi sér maður ungt fólk vera kaupa húsnæði á Ísafirði. Það væri ekki að skuldbinda sig á þann hátt ef það hefði ekki trú á að staðurinn væri á uppleið. Ég held að framtíðin sé mjög björt á Vestfjörðum.“ Háskólanám á heimaslóðum „Með tilkomu háskólaset- ursins skapast vonandi há- skólamenning á Ísafirði sem hægt verður að byggja á há- skóla í framtíðinni. Það er mín draumsýn. Hvort sem hann verður byggður á einhvers konar fjarnámi eða á staðar- kennslu. Möguleikinn á menn- tun skiptir öllu máli og maður á að hafa kost á að öðlast hana á sínum heimaslóðum eða þar sem maður vill búa. Mörg tækifæri bjóðast í dag sem voru ekki til staðar fyrir örfá- um árum. Ég tók til að mynda eitt og hálft ár utan skóla og lauk mínu námi á Ísafirði án þess að vera í fjarnámi. Þetta er alveg hægt þó til þess þurfi töluverðan aga. Maður á ekki að láta það stoppa sig að búa á landsbyggðinni. Jafnvel er hægt að sækja fjarnám til erlendra skóla. Það er ekki lengur nauðsynlegt að rífa upp ræturnar og flytja til Reykja- víkur til að fara í skóla. Við höfum möguleika á að gera allt sem við viljum, ef við bara erum tilbúin að leggja örlítið á okkur. Ef mann raunverulega langar til að gera eitthvað, þá getur maður það. Svæðið græðir líka á fólki á staðnum sem hefur ferskar hugmyndir og kraft til að framkvæma þær.“ Albertína er staðráðin í að halda áfram á menntabrautinni í framtíðinni. „Ég mun hiklaust halda áfram að læra þegar þar að kemur. Spurningin er bara hvenær og hvað. Ég var fegin að fá starfið í Gamla apótekinu því að ég er enn óviss hvaða nám ég eigi að fara út í næst, svo margt er í boði og svo margt sem mig langar til að læra. Ég vil búa á Ísafirði í framtíðinni og því þarf ég að taka með í reikninginn hvaða nám getur nýst mér í starfi á mínu svæði. Hver veit – kannski mun ég fara í mast- ersnám í Háskóla Vestfjarða“, segir Albertína, sem horfir björtum augum á framtíðina. Með jákvæðu hugarfari tekur hún við Gamla apótekinu og án efa eru ungmennin sem sækja húsið í góðum höndum. – thelma@bb.is félagsmálanefnd Ísafjarðar- bæjar innan tíðar.“ – Nú hefur þú verið áberandi í pólítíkinni undanfarin ár, meðal annars sem formaður Félags ungra framsóknar- manna á norðanverðum Vest- fjörðum. Ætlarðu að halda áfram að sinna því þrátt fyrir að hafa tekið að þér þetta tíma- freka starf? „Ég hef nánast alveg dregið mig út úr pólitíkinni, í bili allavega. Vinnan mun taka það mikinn tíma að frítíma mínum ætla ég að eyða með fjölskyldu og vinum. Maður verður að forgangsraða í lífinu og ég verð að viðurkenna að pólitíkin er ekki ofarlega á forgangslist- anum í augnablikinu. Þó mun ég alltaf koma til með að hafa skoðanir á málunum og taka þátt í pólitík á einn eða annan hátt, því hvað er pólitík annað en að hafa skoðanaskipti í líf- inu? En hvað starf á þeim vett- vangi varðar, þá verður það í lágmarki. Einnig finnst mér það ekki samræmast starfinu í Gamla apótekinu að vera mjög opinberlega pólitísk þar sem ég þarf að geta starfað með öllum.“ – Nú varst þú einn af for- svarsmönnum ráðstefnunnar „Með höfuðið hátt“. Nú þegar ár er liðið frá því að hún var haldin, finnst þér hún hafa bor- ið árangur? „Með höfuðið hátt vakti allavega umræðu. Ég er enn að hitta fólk t.d. í Reykjavík sem talar um hve sniðug hug- mynd þetta hafi verið og gott væri að gera slíkt heima hjá því. Þá er fólk ekki endilega að tala um hátíðina sem slíka, heldur það að einhver var að vekja athygli á því að þörf var á að ræða málin en ekki nauð- synlegt að gera það með niður- rifi. Við getum rætt málin á uppbyggjandi hátt og þótt við verðum að gera okkur grein fyrir göllunum, þá mega þeir ekki yfirgnæfa allt sem verið er að gera. Tökum sem dæmi hvernig manneskju líður sem horfir bara á það neikvæða í Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins gefur kost á sér í 1. sætið Kallar eftir lýðræðis- legum vinnubrögðum „Ég hugsa að ég horfi til þess að gefa kost á mér fyrsta sætið, sama hver áform fé- lagsmálaráðherra eru. Mér finnst staðan í flokknum þannig að talsmenn félags- hyggjunnar þurfi að styrkja sig til þess að draga fram gömlu stefnuna um mann- gildi ofar auðgildi“, segir Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknar- flokksins í Norðvesturkjör- dæmi. Árni Magnússon, fé- lagsmálaráðherra og þing- maður Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður hefur verið orðaður við leiðtogasætið í Norðvest- urkjördæmi að undanförnu. Spurður um viðbrögð segir Kristinn ekki mikið um mál- ið að segja fyrr en ráðherrann hefur gert upp hug sinn um hvar hann ætli að bjóða sig fram. „Mér heyrðist á ummæl- um ráðherra að hann væri að troða marvaðann og íhugaði að færa sig úr kjördæmi sínu. Hann var orðaður við Suður- kjördæmi fyrir síðustu Al- þingiskosningar og nú var hann tengdur við átökin í Kópavogi sem snerust um að ná undirtökum fyrir upp- stillingu í Suðvesturkjör- dæmi. Allt þetta tal um nýtt kjördæmi fyrir félagsmála- ráðherra dregur upp þá mynd að hann sé að flýja eigið kjör- dæmi undan slæmu gengi í skoðanakönnunum. Þetta er einkennilegt í ljósi þess hversu mikla áherslu flokkurinn hefur lagt á að styrkja sig í Reykjavík og þess vegna gert báða þingmenn Reykjavíkur norður að ráð- herrum“, segir Kristinn. Þegar stillt var upp af Framsóknar- flokknum í Norðvesturkjör- dæmi fyrir síðustu kosningar fékk Kristinn H. Gunnarsson flest atkvæði í fyrsta sæti í fyrri umferð flokksþingsins. Í seinni umferðinni var kosið á milli tveggja efstu manna, hans og Magnúsar Stefánsson- ar, sem varð ofan á. Aðspurður um stöðuna sem kom upp þá segist Kristinn leggja áherslu á að opin og lýðræðisleg vinnubrögð verði viðhöfð. „Mér fyndist að mörgu leyti skynsamlegt af flokkn- um að hafa opið prófkjör og er viss um að það myndi styrkja stöðu hans. Ég held t.d. að menn verði að skoða afleita stöðu flokksins í Reykjavík í samhengi við þau vinnubrögð sem þar hafa verið ástunduð. Þar hef- ur fámenn klíka stjórnað fé- lagsstarfinu og tryggt eigin valdastöðu með einkenni- legri lagabreytingu sem lýt- ur að atkvæðisrétti nýrra fé- lagsmanna. Til viðbótar má nefna að aðalfundur er boð- aður um hásumar, á föstu- degi klukkan sjö. Það verður ekki séð á þessu að menn hafi áhuga á að heyra í hinum almenna flokks- manni en þessi fundur er lykilatriði fyrir væntanlega uppstillingu borgarstjórnar- flokksins í Reykjavík. Menn hljóta að spyrja sig hvort þessir lokuðu starfshættir tengist hörmulegu gengi flokksins þegar hann mælist undir 4 prósentum í skoð- anakönnunum. Ég vill brýna menn í Reykjavík norður til að opna félagsstarfið og treysta félagsmönnum, bæði gömlum og nýjum til starfa fyrir flokkinn“, sagði Krist- inn H. Gunnarsson, þing- maður Framsóknarflokksins. – kristinn@bb.is Kristinn H. Gunnarsson. Stefán Brynjólfsson, byggingarfulltrúi Ísafjarðar- bæjar, segir ætlunina að ráð- ast í sprengingar á grjóti í hlíðunum ofan við Ísafjörð og Suðureyri með haustinu. Það þyki heppilegur tími en betra sé að hafa jarðveg blautan svo steinar á ferð stöðvist frekar. Ætlunin var að fara í verkið síðasta haust en ekkert varð úr. Stefán seg- ir um töluvert fyrirtæki að ræða þar sem þurfi að fá spren- gjusérfræðing á staðinn og koma bor upp í hlíðina. Því sé ekki rokið í verk af þessu tagi með stuttum fyrirvara. Í fyrra hafi verkinu verið frestað vegna aðstæðna en þá hafi m.a. verið komið frost í jörðu. Undirbúningsvinnu var lok- ið í fyrra en þá voru merktir steinarnir sem á að sprengja. Almannavarnanefnd ákvað á sínum tíma að hús neðan fjallshlíðanna skildu rýmd meðan á sprengingum stæði og verður lögreglu falið að fara með öryggisgæslu. Of- anflóðasjóður hefur sam- þykkt að styrkja Ísafjarðar- bæ vegna þessa fyrirbyggj- andi verkefnis og er ætlunin að hreinsa grjót úr hlíðunum sem getur talist hættulegt. Sprengingar í haust Fjallshlíðarnar fyrir ofan Ísafjörð og Suðureyri Sprengt verður í Gleiðarhjalla. 30.PM5 6.4.2017, 09:439

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.