Bæjarins besta


Bæjarins besta - 27.07.2005, Side 18

Bæjarins besta - 27.07.2005, Side 18
MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 200518 mannlífið Ábendingar um efni sendist til Thelmu Hjaltadóttur, thelma@bb.is sími 849 8699 ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ Í dag er miðvikudagurinn 27. júlí, 210. dagur ársins 2005 Þennan dag árið1898 var holdsveikaspítalinn í Laugarnesi vígður með mikilli viðhöfn. Hann var gjöf til landsstjórnarinnar frá Oddfellowreglunni í Dan- mörku. Spítalinn var tekinn í notkun 1. október en húsið brann síðan árið 1943. Þennan dag árið 1903 var fyrsta kvikmyndasýningin í Reykjavík. Tveir Norðmenn sýndu „lifandi ljósmyndir“ í Iðnó. Meðal annars voru myndir úr dýragarði Lundúna, úr ófriðnum í Suður-Afríku og af krýningu Játvarðs konungs sjöunda. Þennan dag árið 1987 stórskemmdist Ísafjarðarkirkja af eldi, en hún varð bárujárnsklætt timbushús. Kirkjan var vígð árið 1863. Heimild: Dagar Íslands. Jónas Ragnarsson tók saman. ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ Hvað er að frétta? · Finnbogi Bernódusson, safnvörður í Ósvör Á þessum degi fyrir 25 árum Gífurleg aukning í sælgætisinnflutningi ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ Helgarveðrið Horfur á föstudag: Hæg vestlæg átt og víða bjartviðri, en skýjað og dálítil súld V-lands og við norðurströndina. Hiti 10-20 stig. Horfur á laugardag: Suðlæg átt með rigningu og síðan skúrum, einkum sunnan og vestanlands. Hiti 10-17 stig. Horfur á sunnudag: Hæg vestlæg eða breytileg átt. Bjartviðri SA-lands, annars skýjað en úrkomulítið. Horfur á mánudag: Snýst líklega í austanátt með rigningu, fyrst S-lands. Spurning vikunnar Finnst þér byggðastefna stjórnvalda vera trúverðug? Alls svöruðu 309. – Já sögðu 19 eða 6% – Nei sögðu 290 eða 94% Netspurningin er birt vikulega á bb.is og þar geta lesendur látið skoðun sína í ljós. Niðurstöðurnar eru síðan birtar hér. ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ Horfið mannlíf í Ósvör Frá því að innflutningshöftum var aflétt af sælgæti hefur, eins og vænta mátti, veruleg aukning átt sér stað í innflutningi á sælgæti. Er nú svo komið, að fyrstu fimm mánuði þess árs er innflutningur sælgætis meiri í tonnum en hann var allt árið 1979, segir m.a. í greinargerð Verslunarráðs Íslands um framleiðslu og innflutning á sælgæti. Þá segir: Þetta ástand verður að teljast afara óeðlilegt og getur varla varað lengi. Af skiljanlegum ástæðum bera framleiðendur ugg í brjósti vegna þessarar þróunar. Eru af þessum sökum þegar farnar að heyrast háværar raddir um nýjar verndaraðgerðir. Hlutdeild íslenskrar framleiðslu í heildarframleiðslu fyrir ís- lenskan markað hefur yfirleitt verið á bilinu 80-90% mælt í magni og t.d. má nefna að hlutdeildin var hin sama árið 1969 og 1979. „Það er allt þokkalegt að frétta af Ósvör. Ferðamenn- irnir koma í hollum og það hefði nú svo sem mátt vera meiri straumur en það er ekki yfir neinu að kvarta. Aðsóknin er svipuð og í fyrra. Fólk virðist mjög hrifið af því sem fyrir augu ber enda er búið að end- urbyggja verbúðina og gera að henni betra aðgengi. Gest- irnir ráða því sjálfir hvort þeir vilji fá fræðslu um staðinn eða fá að ráfa um af sjálfsdáðum og berja staðinn augum í friði. Hvort tveggja er velkomið. Ég hef mjög gaman af því hve mikið af barnafólki kemur hingað og það eru þá sérstak- lega innlendu ferðalangarnir. Þá staldrar fólkið við dágóða stund enda er enginn að reka á eftir þeim Menn eru að gera sér grein fyrir því hvaða menningar- verðmæti geymast hér og möguleikana sem felast í slík- um minjasöfnum. Það er margt sem fólk fýsir að vita um horfið mannlíf. Ferða- mönnunum finnst oft mjög merkilegt að fólk hafi lifað við þessi kjör. Það virðist vera vit- undarvakning í hugum manna fyrir því sem eldra er, hvort sem það er í Ósvör eða annað. Tríóið Drýas er skipað þremur tónlistarnemum úr Listaháskóla Íslands; Ísfirð- ingnum Herdísi Önnu Jónas- dóttur sópransöngkonu, Þor- björgu Daphne Hall sellóleik- ara og Laufeyju Sigrúnu Har- aldsdóttur píanóleikara. Það var stofnað í vor og flytur ein- göngu íslensk tónlist. Tríóið hefur komið „Við ákváðum að sækja um sumarstarf í Hinu húsinu þegar auglýst var eftir umsóknum því þetta yrði spennandi tækifæri. Um 50 umsóknir bárust og aðeins 16 hópar voru valdir. Síðan höfum við haldið tíu tónleika á hinum og þessum söfnum í Reykjavík eins og Kjarvalsstöðum og Árbæjar- safninu. Við vorum að spila fyrir hóp sem var í listfræðslu á vegum vinnuskólans eitt sinn í Hafnarhúsi, að tónleikum loknum fórum við að spjalla við leiðbeinendur hópsins og úr því varð að við spiluðum fyrir hópa í listfræðslu á hverj- um degi“, segir Herdís Anna sem er Ísfirðingum vel kunn og hefur margsinnis komið fram við ýmis tækifæri í heimabæ sínum. Þjóðlegt nafn fyrir þjóðlegt tríó – Hvaðan kemur nafnið Drýas? „Mamma mín sem er grasa- fræðingur stakk upp á því. Öll fjölskyldan mín sat við kvöld- verðarborðið og ég var að reyna finna nafn á hópinn. Mamma fannst nafnið viðeig- andi því það er fyrri hlutinn af latneska heitinu af Holtasóley sem er þjóðarblóm Íslands. Okkur fannst það smellpassa þar sem við flytjum eingöngu íslenska tónlist. En einnig þýðir orðið Drýas skógardís- ir“, segir Þorbjörg. – Var það hluti af starfinu hjá Hinu húsinu að flytja ein- göngu íslenska tónlist? „Nei við lögðum upp með það sjálfar að gera það og sett- um það í umsóknina. Hóparnir ráða alveg sjálfir hvað þeir ætla að gera og Hitt húsið velur svo úr. Vandinn er sá að það eru ekki svo mörg lög á ís- lensku fyrir þessa samsetn- ingu; söng, selló og píanó. Við höfum því fengið Jónas Tóm- asson, föður minn til að útsetja fyrir okkur nokkur lög og einnig Hreiðar Ingi Þorsteins- son sem er ungt tónskáld sem við þekkjum úr Listaskólanum sem útvegaði okkur þrjú lög. Einnig höfum við einfaldlega bætt sellói við nokkur söng- lög“, segir Herdís. – Verður framhald á sam- starfinu hjá ykkur eða verður þetta einungis í eitt sumar? „Það væri mjög gaman að halda áfram en Herdís Anna fer til Salzburgar sem skipti- nemi eitt ár í haust svo það verður ekki meira úr sam- starfinu í bili. En það er aldrei að vita hvernig það verður í framtíðinni. Þetta hefur svo sannarlega verið góð og skemmtileg reynsla. Reyndar hefur þetta verið mun meiri vinna en við bjuggumst við alls kyns skipulagning og fleira sem fylgir starfinu en það er eitthvað sem við mun- um búa að alla ævi“segir Þor- björg. „Góð og skemmtileg reynsla“ Drýas að tónleikum loknum. Laufey Sigrún Haraldsdóttir, Herdís Anna Jónasdóttir og Þorbjörg Daphne Hall. 30.PM5 6.4.2017, 09:4318

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.