Bæjarins besta - 10.09.2015, Page 4
4 Fimmtudagur 10. SEPTEMBER 2015
Útgefandi: Athafnagleði ehf., kt. 6907150740
Afgreiðsla og ritstjórn: Silfurgötu 1, Ísafirði, sími 456 4560
Ritstjóri BB og bb.is: Bryndís Sigurðardóttir, 896 9838, bb@bb.is
Ábyrgðarmaður: Bryndís Sigurðardóttir.
Blaðamaður: Smári Karlsson, 8667604, smari@bb.is
Auglýsingar: Sími 456 4560, auglysingar@bb.is
Prentvinnsla: Litróf ehf.
Upplag: 2.200 eintök
Dreifing: Íslandspóstur. Dreift án endurgjalds inn á öll
heimili á norðanverðum Vestfjörðum
Stafræn útgáfa: www.bb.is / facebook.com/pages/bbis
Önnur útgáfa: Á ferð um Vestfirði
ISSN 1670021X
Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið bb@bb.is.
Auglýsingar þurfa að berast fyrir kl. 17 á mánudögum
fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum.
Ritstjórnargrein
Þing og þjóð
Spurning vikunnar
Viltu taka á móti flóttamönnum frá Sýrlandi?
Netspurningin er birt vikulega á bb.is og þar geta lesendur
látið skoðun sína í ljós. Niðurstöðurnar eru síðan birtar hér.
Alls svöruðu 485.
Já, sögðu 210 eða 43%
Nei, sögðu 275 eða 57%
Í þessari viku hefst haustþing Alþingis og vonandi tekst öllum
sem þar sitja að vinna með hag almennings að leiðarljósi. Okkar
ágæti þingmaður í Norðvesturkjördæmi Guðbjartur Hannesson
tekst nú á við krabbamein og við keflinu tekur Ísfirðingurinn Ólína
Þorvarðardóttir. Bæjarins besta sendir Guðbjarti batakveðjur og
óskar þeim báðum góðs gengis í sínum stóru verkefnum. Ásmund-
ur Einar Daðason þingflokksformaður Framsóknarflokksins og al-
þingismaður Norðvesturkjördæmis hefur látið í ljós einbeittan vilja
til að vinna að byggðamálum á komandi þingi. Það þykir okkur á
Bæjarins besta ákaflega góð tíðindi og höfum sent honum erindi
þar sem honum er boðið að útlista fyrir okkur hvaða áherslumál
hann hefur í huga fyrir okkur hér á hjaranum. Hlutfall kvenna á
alþingi verður um 44% á komandi þingi og hefur kynjabilið aldrei
verið minna á þeim góða stað.
Umræðan um flóttamenn er, merkilegt nokk, enn á dagskrá og af
nágrönnum okkar í Svíþjóð er það helst í fréttum að flóttmenn þar
hafa tekið upp á að „hverfa“ og er talið að almennir borgarar hafi í
stórum stíl tekið heilu fjölskyldurnar upp á sína arma. Þetta er auð-
vitað alls ekki samkvæmt lögum og reglum og örugglega ekki besta
leiðin, en hugsanlega eina leiðin. Almenningur vill ekki sjá fleiri
dáin börn á sólaströndum og tekur nú fram fyrir hendur á stjórn-
völdum, hugsanlega erum við að sjá þessa margumtöluðu „gjá milli
þings og þjóðar“. Í blaði vikunnar er viðtal við þá bræður Sigurð og
Guðmund á Núpi, en þeir hafa boðið húsakynnin þar til móttöku
flóttamanna og Ásta hótelstýra er tilbúin að hafa þar vetursetu með
fjölskyldu sinni fari svo að þar fái nokkrar hraktar fjölskyldur skjól.
Bæjarstjórnir Súðavíkurhrepps og Ísafjarðarbæjar hafa samhljóða
ályktað um að hér sé vilji til að taka við hrjáðu fólki og nú er beðið
eftir útspili ríkisstjórnarinnar. Um heiminn fer bylgja mannúðar
og allt í einu er eins og almenningur segi „hingað og ekki lengra“,
blinda augað hefur fengið sýn, við sjáum neyð flóttamanna.
Vanir menn í túlkun á orðum Ólafs Ragnars Grímssonar hafa
túlkað setningarræðu hans á Alþingi 8. september á þann veg að
hann muni ekki bjóða sig aftur fram til forseta. Hvort túlkunin sé
rétt eða Ólafur skipti um skoðun á svo eftir að koma í ljós.
Annars var það helst í fréttum í vikunni að strákarnir okkar feta
í fótspor stelpnana okkar og fara á stórmót í tuðrusparki, virkilega
skemmtilegt að eiga svona hæfileikaríka einstaklinga. Gerum ekki
lítið úr gildi fyrirmynda því auðvitað voru stelpurnar bæði fyrir-
mynd og hvetjandi fyrir þá, það er alltaf auðveldara að fara kjölfarið
en vera brautryðjandinn. BS
HÚSASMIÐJAN Á ÍSAFIRÐI
LEITAR AÐ ÖFLUGUM
LIÐSMANNI
Húsasmiðjan leggur metnað sinn
í að veita fyrsta flokks þjónustu og
hafa gott aðgengi að vörum sínum
og starfsfólki. Það sem einkennir
starfsmenn Húsasmiðjunnar eru
eftirfarandi gildi:
HLUTI AF BYGMA
ALLT FRÁ GRUNNI AÐ GÓÐU HEIMILI
SÍÐAN 1956
Viljum ráða metnaðarfullan og
þjónustulundaðan starfsmann til sölu- og
afgreiðslustarfa í verslun okkar Ísafirði.
Ábyrgðarsvið
• Sala, afgreiðsla og þjónusta við viðskiptavini
• Önnur tilfallandi störf
Hæfniskröfur
• Reynsla af verslunarstörfun æskileg
• Þekking á byggingavörum kostur
• Samskiptahæfni, sjálfstæð og vönduð vinnubrögð
Metnaður
Þjónustulund
Sérþekking
Umsóknir berist fyrir 20. september n.k.
til Elmars Guðmundssonar, rekstrarstjóra
verslunarinnar elmogud@husa.is
S: 693-3120
Öllum umsóknum verður svarað.
Sími 590 6400 www.idan.is
Námskeið fyrir byggingamenn á Ísafirði 24. september.
Raki og mygla í húsum
Að læra að þekkja og fyrirbyggja rakavandamál í húsnæði
Á þessu námskeiði verður fjallað um raka í húsnæði og myglusveppi sem iðulega fylgja viðvarandi raka
í byggingarefnum. Markmið þess að að kenna þátttakendum að þekkja myglu og kynna þeim
ráðstafanir gegn henni. Farið verður yfir helstu galla á byggingafræðilegum lausnum og helstu mistök
við byggingu húsa sem orsaka leka- og rakavandamál í húsum og hvernig megi koma í veg fyrir þau.
Farið verður lauslega í loftun og útreikninga á rakastreymi gegnum byggingahluta. Fjallað verður um
byggingaraka og greiningu rakaskemmda. Fjallað verður um lífsskilyrði myglusveppa, hvar þeir þrífast,
hvernig má finna þá og uppræta.
Námsmat: 100% mæting.
Kennarar: Sylgja Sigurjónsdóttir, líffræðingur CMI og CMRC vottun
og Kristinn Alexandersson, byggingatæknifræðingur hjá VSÓ ráðgjöf.
Tími: Fimmtudagur 24. september, kl. 10.00 - 16.00.
Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Ísafirði.
Lengd: 10 kennslustundir.
Fullt verð: 25.000 kr.
Verð til aðila IÐUNNAR: 4.000 kr.