Bæjarins besta - 10.09.2015, Qupperneq 6
6 Fimmtudagur 10. SEPTEMBER 2015
Eigendur Hótels Núps í Dýra
firði hafa boðið Eygló Harðar
dóttur velferðarráðherra að nýta
húsnæðið til að taka á móti flótta
mönnum frá Sýrlandi. Hugmynd
þeirra hefur vakið töluverða
athygli enda er neyð flóttamanna
og hælisleitenda ofarlega á baugi
meðal heimsbúa í dag.
Án efa snerta fréttir af stríðs
hrjáðu fólki sem knýr dyra á
landamærum Evrópu við öllum
sem þær lesa. Skiptar skoðanir
eru þó á því hvernig best sé að
hjálpa þeim. Sumir vilja opna
hliðin fyrir sem allra flestum og
segja engan tíma mega missa þar
sem fjöldi fólks deyr á hverjum
degi við að reyna að flýja stríðið
í Sýrlandi. Aðrir segja þó að
vanda verði til verks og óttast að
of mikið álag verði lagt á þjóðar
skútuna ef við fáum til okkar of
marga flóttamenn sem við getum
svo ekki séð fyrir án kostnaðar
fyrir þá sem minna mega sín í
þjóðfélaginu. Ríkisstjórnin áætl
aði í upphafi að taka á móti 50
flóttamönnum. Eftir að háværar
raddir kröfðust þess að stjórnvöld
myndu beita sér fyrir því að fleiri
flóttamönnum og hælisleitendum
verði hleypt inn í landið er nú
verið að skoða hversu mörgum
hægt verði að hjálpa. Ljóst er að
vandasamt verk er fyrir höndum
hver svo sem niðurstaðan verður.
Blaðamaður Bæjarins besta
heyrði því í eigendum Hótel
Núps, þeim Sigurði Arnfjörð og
Guðmundi Helgasyni og hug
myndasmiðnum Ástu Hafberg,
aðstoðarhótelstýru á Núpi, og
forvitnaðist um það hvernig þau
sjá fyrir sér að flóttamannabúðir
á Núpi gætu orðið að veruleika.
–Hvað varð til þess að hug
myndin kviknaði?
„Fréttir og myndir af þessum
hörmungum vöktu upp einhverja
löngun hjá okkur Núpsfólki að
gera það sem við gætum til þess
að hjálpa. Enda hefur maður ver
ið harmi sleginn að verða vitni að
þessari neyð sem sístærri hópur
fólks býr við. Ásta Hafberg kom
þá með þessa hugmynd að byrja
á því að bjóða aðstöðuna að Núpi
fyrir flóttafólk,“ segir Sigurður
og Ásta tekur undir með honum.
„Hugmyndin kviknaði eigin
lega út frá því að hjartað í manni
er við það að bresta á hverjum
degi, eins og hjá líklega öllum
öðrum sem fylgjast með frétt
um af gangi mála. Á veturna er
starfsemin á Núpi ekki að neinu
marki og því fannst okkur kjörið
að hægt væri að nýta húsið í þetta,
bara til að byrja einhvers staðar.
Ég bar þetta undir bræðurna og
þeir tóku strax vel í þetta.“
Fólk er að deyja í dag
Þau sjá fyrir sér að Núpur
gæti verið fyrsta stopp þar sem
flóttafólk fær nokkurs konar
neyðaraðstoð og fyrstu kennslu
í málinu.
„Núpur var hugsaður til mjög
skamms tíma – bara tvær til þrjár
vikur eða þar til búið væri að
finna einhverja varanlega lausn
fyrir fólkið innan fjórðungsins.
Hvort sem það væri inn á heim
ilum velviljaðs fólks eða úrræði
á vegum stjórnvalda,“ segir
Guðmundur. Núpstríóið segir
ljóst að ráðamenn þurfi að hafa
hraðar hendur þar sem málið sé
afar aðkallandi.
„Mjög mikilvægt er að mál
sem þetta lendi ekki í nefndum
um ómunatíð. Þetta þarf að
vinnast hratt og örugglega. Þetta
er bara þannig málefni, það er
ekki hægt að leggja þetta fyrir
nefndir þar sem það getur velkst
um nánast að eilífu. Meðan við
hugsum okkur um er fólk að
deyja. Hvernig væri því að sýna
mannkærleika og opna okkar
landamæri fyrir fólki í neyð?,“
spyr Ásta.
Þremenningarnir sjá fyrir sér
að vel væri hægt að taka á móti
hátt í hundrað manns.
„Hægt væri að fá stóran hóp
hingað vestur, við sjáum fyrir
okkur 50–80 manns sem kæmust
öll fyrir á Núpi þar til hægt væri
að finna varanlegri lausn,“ segir
Sigurður.
„Jafnvel fleiri ef mörg börn
væru í hópnum,“ bætir Guð
mundur við. „Ég ímynda mér
að neyðin sé mest hjá einstæðum
konum með börn og það er kjörið
að vera með stóran barnahóp hér
í gamla skólanum á Núpi.“
„Hér erum við með uppábúið
fyrir 90 manns, mötuneyti og
skólastofur þar sem hægt væri að
byrja að kenna þeim undirstöðu
atriðin í íslensku. Við sjáum fyrir
okkur að hjúkrunarfræðingur
gæti komið frá Fjórðungssjúkra
húsinu á Ísafirði og áfallateymi í
gegnum Rauða krossinn en eins
og flestir vita erum við með öfl
uga deild hér fyrir vestan,“ segir
Sigurður.
Sameiginlegt átak
nauðsynlegt
Strax og hugmyndinni var
varpað fram setti Ásta sig í
samband við formann bæjarráðs
Ísafjarðarbæjar og sendi Eygló
Harðardóttur velferðarráðherra
póst með tilboðinu.
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar
lýsti sig á síðasta fundi reiðubúna
að taka á móti flóttamönnum
og sýna þannig samfélagslega
ábyrgð í verki eins og það er
orðað í ályktun þar að lútandi.
Jafnframt samþykkti bæjarstjórn
að óska eftir viðræðum við ríkis
valdið um hlutverk og aðkomu
bæjarins að móttöku flóttafólks
og lýsti yfir vilja til samstarfs
við nágrannasveitafélög. Súða
víkurhreppur hefur lýst yfir vilja
til þess sama.
Er viðtalið var skrifað höfðu
Núpsbúar ekki heyrt frá velferð
arráðuneytinu. Ásta hefur þó í
hyggju að ganga á eftir því að fá
svör frá ráðuneytinu hvort vilji
sé til að þekkjast boðið.
„Ég kom á dögunum til Reykja
víkur og setti mig strax í samband
við ráðuneytið en hef enn ekki
fengið nein svör. Ég vona að
það fari þó að gerast hvað úr
hverju, en ef ekki þá hef ég í
hyggju í að panta viðtalstíma hjá
ráðherra og tala við hana prívat
og persónulega.“
Verða flóttamannabúðir
að veruleika í Dýrafirði?
Hótelstjórar á Núpi í viðtali