Bæjarins besta


Bæjarins besta - 10.09.2015, Qupperneq 7

Bæjarins besta - 10.09.2015, Qupperneq 7
fimmtudagur 10. SEPTEMBER 2015 7 Öll þrjú eru sammála um nauðsyn þess að um sameigin­ legt verkefni stjórnvalda, rauða krossins og sjálfboðaliða verði að ræða. „Menntamálaráðuneytið á byggingarnar sem við leigjum af þeim fyrir hótelreksturinn. Sem leigjendur ættum við þó að hafa ákveðinn ráðstöfunarrétt – en auðvitað myndum við vilja gera eitthvað í sátt og samlyndi við menntamálaráðuneytið,“ segir Sigurður og Guðmundur bætir við: „Hér erum við með stórar og rúmgóðar byggingar, manni finnst það nú ekki vera í anda miskunnsama samverjans að láta þær standa að mestu auðar yfir vetrartímann þegar þörfin er svona mikil.“ Verðum að bregðast við vandanum Núpsfólkið hefur mestmegnis fengið jákvæð viðbrögð en líka heyrt einhverjar gagnrýnisraddir. „Þar sem skólinn er ríkiseign hefur fólk látið í ljós áhyggjur af kostnaðinum fyrir ríkiskassann. Ég sé fyrir mér að ríkið myndi koma að þessu með einhverjum hætti sem þarf alls ekki að felast í beinhörðum peningum. Til að mynda í formi leigu, rafmagns og hita og annað slíkt. Það þarf ekkert endilega að vera bein fjár­ framlög. Eins og ég hafði hugsað mér þetta þá myndi ég, ef af þessu yrði, fara af stað með söfnun því það þarf föt, dót, hreinlætisvörur og aðra praktíska hluti sem þurfa að vera til staðar. Svo myndi ég líka vilja fara af stað með ein­ hvers konar fjársöfnun, því það mun alltaf einhvers staðar vanta eitthvað upp á. Svo til þess að vel megi fara þá yrði þetta að vera sameiginlegt átak allra, allir yrðu svolítið að vilja vera „memm“. Auðvitað verða svona hlutir að vera samstarfsverkefni á milli ríkis, sveitarfélaga og almenn­ ings því við megum ekki gleyma hinum almenna borgara í þessu. Margir eru tilbúnir að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að aðstoða og það skiptir allt máli.“ Sigurður segist vongóður um að stór hópur fólks sé reiðubúinn að leggja sitt á vogarskálarnar til að styðja við flóttamennina. „Mín tilfinning er sú að flestir vilji hjálpa og það sem flestum. Manni sýnist það svona miðað við það sem fram kemur á samfé­ lagsmiðlunum og í athugasemd­ um við fréttum. Það er bara einn og einn neikvæður og auðvitað mega allir hafa sínar skoðanir.“ Hann segist þó hafa fullan skilning á því að fólk hræðist að takast á við þennan erfiða og krefjandi vanda. „Auðvitað myndi allur heimur­ inn vilja vera laus við flótta­ mannavandann. En þetta er staðan í dag og við verðum að bregðast við og reyna hjálpa úr því sem komið er. Vil nú minna á að okkur Íslendingum hefur nú verið hjálpað af erlendum aðilum þó við höfum ekki þurft að flýja land. Nú síðast í hruninu er erlent fjármagn hjálpaði okkur við að kljást við vandann. Svo er alltaf verið að tala um Katla muni gjósa í náinni framtíð og ef til þess kæmi er ég ansi hræddur um að við myndum jafnvel þurfa hjálp frá alþjóðasamfélaginu. Auðvitað vonum við þó að Ís­ lendingar þurfi aldrei að lenda í hörmungum sem neyða þá til að flýja úr landi. En við ættum þó að geta sett okkur í spor annarra og hjálpað þeim sem minna mega sín burtséð frá trú eða kynþætti.“ Baráttukona fyrir betri lífs kjörum almennings Ásta er, auk þess að vera fimm barna móðir og aðstoðarhótel­ stýra á sumrin, viðskiptafræðing­ ur að mennt og mikil baráttukona fyrir betri lífskjörum almennings í heild sinni. Til að mynda situr hún í stjórn leigjendasamtaka Íslands og hefur unnið hjá Hags­ munasamtökum heimilanna um árabil. „Mitt helsta baráttumál undan­ farin ár hefur verið að lögfesta lágmarksframfærsluviðmið, ég er enn að berjast fyrir því. Ég hætti ekkert heldur held áfram í bakgrunninum og reyni að leggja mitt af mörkum til samfélagsins. Það eru mörg mál sem enn þarf að berjast fyrir í okkar samfélagi.“ Ef flóttamannabúðir að Núpi yrðu að veruleika segist Ásta tilbúin til þess að flytja með fjölskyldunni á Núp yfir veturinn til að halda um taumana og fylgja málinu úr hlaði. „Ef af þessu verður, förum við fjölskyldan á Núp yfir vetrartím­ ann. Við erum nú þegar á Núpi yfir allt sumarið og finnst það öllum yndislegt. Einhver yrði að sjá um daglega umsjón með þessu og ég er tilbúin til þess að bjóða mig fram í það. Börnin mín fimm sömuleiðis, sá eini sem myndi mótmæla væri kötturinn,“ segir Ásta hlæjandi og slær á létta strengi en segir svo í alvarlegum tón. „Það var alveg ljóst frá upphafi að við værum tilbúin í að fylgja þessu eftir. Enda ekki annað hægt þegar maður er búinn að varpa hugmyndinni fram á annað borð. Ég er með börn á öllum aldri og þau hafa öll lýst því yfir að þau séu tilbúin fyrir vetursetu að Núpi.“ Mikilvægt að leyfa ekki umræð­ unni að verða miskunnarlaus Þremenningarnir benda jafn­ framt á að Vestfirðir henti vel fyrir verkefni af þessu tagi þar sem þekking og kunnátta sé enn til staðar í fjórðungnum eftir að tekið var á móti hópi flóttamanna frá Austur­Evrópu um miðbik tíunda áratugsins. „Það liggur mikil kunnátta í sveitarfélaginu í meðferð svona mála sem er mjög gott að geta nýtt,“ segir Ásta. „Okkur finnst kjörið að endur­ virkja þessar stöðvar sem settar voru upp er tekið var á móti álit­ legum hópi frá fyrrum Júgóslavíu á sínum tíma. Það gekk mjög vel og Vestfirðingar tóku vel á móti þeim. Í því samhengi má benda á að að öldruðum, öryrkjum og atvinnulausum var ekkert minna hjálpað þó þessum hópi væri boðið hingað. Enda hefur það fólk sem kom um miðjan tíunda áratuginn leitað á önnur mið eftir að það hafði komið undir sig fótunum hér vestra, eftir því sem ég best veit. Og ekki eru þeir á atvinnuleysiskrá á Vestfjörðum eins og sumir vilja meina að verði raunin ef flóttamönnum verði hleypt í stórum hópum inn ER NÆSTA STÓRSTJARNA ÍSLANDS AÐ VESTAN? Við leitum að hæfileikaríku fólki á öllum aldri til að taka þátt í Ísland Got Talent. Áheyrnarprufur fyrir Vestfirði fara fram þann 17. september nk. kl. 14 í Edinborgarhúsinu. Erum við að leita að þér? Skráning í áheyrnarprufur er hafin. Smelltu þér inn á www.stod2.is/talent

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.